Útgerðirnar vilja fá að fresta því að borga veiðigjaldið vegna COVID-19

Hagsmunasamtök sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja vilja að veiðigjaldi verði frestað, að sérstök gjöld á fiskeldi verði jafnvel felld niður og að stimpilgjald vegna fiskiskipa verði afnumið. Ástæðan er staðan sem skapast hefur vegna útbreiðslu COVID-19.

HBGrandi
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) fara þess á leit við efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis að gerðar verði breyt­ingar á frum­varpi um aðgerðir til að mæta efna­hags­legum áhrifum í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru þess efnis að greiðslu veiði­gjalds í ár verði frestað. ­Á­ætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs vegna veiði­gjalda í ár eru tæp­lega 4,9 millj­arðar króna.

Sam­tökin fara sömu­leiðis fram á að sér­stök gjöld sem lögð eru á fisk­eld­is­fyr­ir­tæki sem stunda sjó­kvía­eldi verði frestað eða felld niður út árið 2021 til að veita fisk­eld­is­fyr­ir­tækjum meira svig­rúm til að bregð­ast við fyr­ir­séðum tekju­sam­drætti við þær aðstæður sem nú eru upp­i. 

Þetta kemur fram í umsögn SFS um frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar sem er ætlað að lög­festa aðgerð­ar­pakka hennar í efna­hags­mál­um, sem kynntur var í Hörpu á laug­ar­dag. 

Mark­aður fyrir sjáv­ar­af­urðir sums staðar hverf­andi

Í umsögn­inni segir að íslenskur sjáv­ar­út­vegur fari ekki var­hluta af þeim for­dæma­lausu aðstæðum sem skap­ast hafa vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. „Ljóst er að mark­aður með íslenskar sjáv­ar­af­urðir fer hratt minnk­andi og sums staðar er hann raunar hverf­andi. Veit­inga­stað­ir, hót­el, mötu­neyti og fisk­borð mat­vöru­versl­ana loka stórum dráttum um víða ver­öld, auk þess sem staða birgja og dreifi­kerfa er víða í óvissu. Eft­ir­spurn eftir ferskum sjáv­ar­af­urðum í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum er því sem næst eng­in, með til­heyr­andi áhrifum á útflutn­ing fisks frá Íslandi. Þá má vænta þess að hægja mun á eft­ir­spurn eftir frystum afurðum auk þess sem verð fari lækk­andi þegar fleiri fram­leið­endur frysti sínar afurð­ir. Jafn­framt getur hvenær sem er komið til þess að fisk­vinnslur og útgerð­ar­fyr­ir­tæki þurfi að loka vegna starfs­fólks í sótt­kví eða sam­komu­banns stjórn­valda. Það hefði í för með sér meiri­háttar hrun í fram­boði íslensks sjáv­ar­fangs.“

Auglýsing
SFS bendir á í umsögn­inni að íslenskum sjáv­ar­út­vegi sé gert að greiða sér­stakt gjald af lönd­uðum afla, svo­kallað veiði­gjald. Það sé 33 pró­sent af reikn­aðri afkomu hvers nytja­stofns og sé inn­heimt mán­að­ar­lega. „Rekstr­ar­for­sendur tveimur árum fyrir álagn­ingu ráða fjár­hæð veiði­gjalds­ins. Rekstr­ar­for­sendur eru hins vegar að veru­legu leyti brostnar með for­dæma­lausum hætti. Veiði­gjald er því inn­heimt í efna­hags­legum ham­förum, byggt á upp­lýs­ingum úr rekstri þegar til muna betur árað­i.“

Vilja frestun eða nið­ur­fell­ingu

Með þessum rökum vill SFS að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum verði veitt ráð­rúm til að mæta tekju­hruni. Það þyrfti að gera með því að horfa til tíma­bund­innar nið­ur­fell­ingar eða frest­unar tekju­öfl­unar sem væri „íþyngj­andi fyrir fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, auk þeirra almennu aðgerða sem frum­varpið til­tek­ur. Því fara sam­tökin þess á leit við nefnd­ina að gerðar verði breyt­ingar á frum­varp­inu þess efnis að frestun á greiðslu veiði­gjalds verði sömu­leiðis að veru­leika við þessar aðstæð­ur, líkt og raunin er um aðra skatta og gjöld sam­kvæmt þessu frum­varpi.“

Sömu sögu er að segja um sér­stök gjöld sem fisk­eld­is­fyr­ir­tæki sem stunda sjó­kvía­eldi greiða, en þau eru gjald vegna fisk­eldis í sjó, sem er reiknað af hverju kíló­grammi af slátr­uðum laxi, og umhverf­is­gjald. „Með frestun þess­ara sér­tæku gjalda eða nið­ur­fell­ingar út árið 2021 mætti veita fisk­eld­is­fyr­ir­tækjum meira svig­rúm til að bregð­ast við fyr­ir­séðum tekju­sam­drætti við þær aðstæður sem nú eru uppi. Því fara sam­tökin þess á leit við nefnd­ina að gerðar verði breyt­ingar á frum­varp­inu þess efn­is. Sjáv­ar­út­vegur og fisk­eldi eru tvær af und­ir­stöðu­út­flutn­ings­greinum þjóð­ar­inn­ar. Ekki er síður nauð­syn­legt að veita þeim atvinnu­greinum skjól, í þeim efna­hags­legu hörm­ungum sem nú ganga yfir,“ segir í umsögn­inni.

Vilja líka afnám stimp­il­gjalds á fiski­skip

Í lok umsagn­ar­innar er þrýst á að frum­varp um breyt­ingu á lögum um stimp­il­gjald af fiski­skipum verði afgreitt sem hluti af þeim band­ormi sem felst í frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Um er að ræða ára­langt bar­áttu­mál SFS, en á árunum 2008 til 2017 greiddu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki rúm­­lega 1,2 millj­­arða króna í stimp­il­­gjald vegna fiski­­skipa. 

Auglýsing
Sjó­manna­sam­band Íslands og VM - félag vél­­stjóra og málm­­­tækn­i­­manna hafa sagt að þau geti ekki undir neinum kring­um­­stæðum nema að einu leiti tekið undir nauð­­syn þess að afnema stimp­il­­gjöld af fiski­­skip­­um. Und­an­­tekn­ingin sé sú þegar skip komi i fyrsta skipti á íslenska skipa­­skrá. Í umsögn þeirra um fyr­ir­liggj­andi frum­varp þess efnis sagði meðal ann­ars: „Með því að aflétta stimp­il­gjaldi er útgerð­inni gert kleift að flagga skipum út og inni af íslenskri skipa­­skrá að eigin geð­þótta og stefna afkomu sjó­­mann­anna í stór­hætt­u.“

Góð afkoma í rúman ára­tug

Sam­kvæmt tölur úr Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunn­i Deloitte ­fyrir árið 2018 sem kynntur var í sept­em­ber í fyrra, og nær yfir rekstur 92 pró­sent allra fyr­ir­tækja í íslenska sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um, áttu íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eigið fé upp á 276 millj­arða króna í lok þess árs. 

Frá hruni og fram til þess tíma hafði eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­arða króna árið 2018. Frá árinu 2010 og til loka árs 2018 höfðu þau greitt 92,5 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. 

Sam­an­lagt batn­aði hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins því um 447,5 millj­arða króna frá árinu 2008 og út árið 2018, eða á einum ára­tug.

Þá var búið að taka til­lit til þeirra 63,3 millj­arða króna sem útgerð­ar­fyr­ir­tækið greiddu í veiði­gjöld frá árinu 2011 og úr árið 2018. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar