Sharon Kilgannon

„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“

Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi. Kjarninn ræddi við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, sem búsett er í Bretlandi, en hún segist vilja sjá frekari aðgerðir hjá þarlendum yfirvöldum og meiri samstöðu milli fólks.

Að sjá mun­inn á því hvernig stjórn­völd hafa brugð­ust við far­aldr­inum er ótrú­legt. Mér fannst Ísland að mörgu leyti hafa brugð­ist við á góðan hátt en íslensk stjórn­völd byrj­uðu fyrr með blaða­manna­fundi en hér. Upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings hefur verið mikið betri á Ísland­i.“

Þetta segir Ugla Stef­anía Krist­jönu­dóttir Jóns­dótt­ir, aðgerðasinni og for­maður Trans Íslands, en hún býr í strand­bænum Brighton í Bret­landi. Hún segir ástandið vera mjög ein­kenni­legt þar í landi. Kjarn­inn sló á þráð­inn til Uglu til að kanna hvernig hún upp­lifði stöð­una sem upp er komin vegna COVID-19 far­ald­urs­ins sam­an­borið við Ísland.

Auglýsing

Ugla segir að þessi skortur á upp­lýs­inga­gjöf hafi valdið mik­illi hræðslu hjá fólki. „Fólk í Bret­landi fékk engar upp­lýs­ingar um hvað nákvæm­lega væri í gangi, hvað það gæti gert og hvað myndi ger­ast. Þannig að það sem gerð­ist var að allir héldu að allt myndi klár­ast í búðum og þá byrj­aði fólk að hamstra og hamstra – enda­laust,“ segir hún.

Mat­vöru­versl­anir víða í Bret­landi eru nán­ast tóm­ar, að hennar sögn – líka þær stærstu. „Fólk er jafn­vel að bíða í marga klukku­tíma fyrir opnun til þess að ná í ákveðnar vör­ur. Þannig að ástandið hér er rosa­lega skrít­ið,“ segir hún.

Stjórn­völd hafa ekki staðið sig

Ugla segir að fólk sé almennt mjög ótta­slegið og það skilj­an­lega. „Stjórn­völd hafa ekki staðið sig í því að veita fólki upp­lýs­ingar og róa fólk. Og mynda þessa sam­stöðu og sam­ein­ingu sem er miklu meiri á Íslandi. Eða alla­vega eins og ég hef upp­lifað það.“

Sömu­leiðis bendir hún á að blaða­manna­fund­irnir á Íslandi séu leiddir af sér­fræð­ing­um; fólki sem veit um hvað það er að tala. Í Bret­landi sé þetta leitt af for­sæt­is­ráð­herra sem er ekki læknir og hefur ekki þá þekk­ingu sem þarf, þrátt fyrir að fá auð­vitað upp­lýs­ingar frá sér­fræð­ing­um. Það sé ekki nóg.

Bor­is John­­son, for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, greindi sjálfur frá því í síð­ustu viku á Twitter að hann væri með með kór­ón­u­veiruna. Hann er nú í sjálf­skip­aðri ein­angr­un.

Ugla gagn­rýnir John­son og vinnu­brögð hans. „For­sæt­is­ráð­herra lands­ins getur ekki einu sinni sett for­dæmi í því að passa sig og sjá til þess að fólk sé að fara eftir reglum og virða ákveðin mörk. Þá er ekki skrítið að almenn­ingur hér viti ekki hvernig eigi að snúa sér í þessu,“ segir hún.

Erfitt ástand fyrir sjálf­stætt starf­andi

Varð­andi áhrif á nán­asta umhverfi Uglu þá segir hún að flestir sem hún þekkir séu sjálf­stætt starf­andi og að í Bret­landi sé ennþá ekki verið að aðstoða fólk nægi­lega mikið í slíkri aðstöðu.

„Mér finnst stjórn­völd hér ekki hafa hugsað til þess hvernig þetta ástand muni hafa áhrif á sjálf­stætt starf­andi fólk sem getur ekki unnið sína vinnu eða fær ekki verk­efni – og nái þar af leið­andi ekki endum sam­an. Það er að vísu búið að opna fyrir ákveðnar bætur sem allir geta sótt um en þær eru mjög lágar og fólk getur ekki lifað af þeim til lengri tíma lit­ið. Sömu­leiðis er verið að segja að fólk geti ekki fengið bætur fyrr en í júní, þannig að hvernig á fólk að lifa fram að því þegar það er ekki lengur að fá inn­komu eða verk­efn­i?“ spyr hún.

Þá þurfi fólk að treysta á að fá lán­aða pen­inga og það sé ekki ástand sem er ásætt­an­legt í krísu sem þess­ari.

Auglýsing

Heil­brigð­is­kerfið ekki í stakk búið til að takast á við COVID-19

Þrátt fyrir að margir sem Ugla þekkir taki ástand­inu alvar­lega þá séu þó aðrir sem tak­ist ekki á við það eins og best verður á kos­ið. „Sumir halda jafn­vel áfram með lífið eins og ekk­ert sé í gangi, sem er auð­vitað ekki í lagi. Svo mér finnst stjórn­völd ekki hafa sinnt sínu hlut­verki í upp­lýs­inga­gjöf eða gripið til aðgerða nægi­lega snemma. Ég tel að Bret­land sé að stefna í það að verða eins og Ítalía og Spánn á þessum tíma­punkti miðað við þessar aðstæð­ur,“ segir hún.

Þá telur Ugla að heil­brigð­is­kerfið í Bret­landi sé ekki í stakk búið til að takast á við far­ald­ur­inn. „Heil­brigð­is­kerfið hér hefur verið fjársvelt mjög lengi og það hefur verið við­var­andi fjár­skortur í því. Og þessi krísa sýnir fram á að það er allt of lítið fjár­magn sett í heil­brigð­is­kerfið og það er engan veg­inn að halda utan um allan þennan fjölda fólks sem nú leitar sér þjón­ust­u.“

Hún bendir á að heil­birgð­is­yf­ir­völd hafi þurft að leigja aðstöðu hjá einka­sjúkra­húsum og borga sér­stak­lega fyrir það. „Mér finnst það rosa­lega skrítið við svona aðstæð­ur, við ættum öll að vera í þessu saman og ætti þess vegna ekki að þurfa sér­stak­lega að borga fyrir slíka aðstöðu. Þetta ætti að vera sjálf­sagt. Þannig að mér finnst þetta sýna okkur hvernig stjórn­kerfið í Bret­landi er ekki í raun­inni að virka. Og hvernig stjórn­völd hafa fjársvelt þessar stofn­anir sem eru til staðar til að takast á við svona ástand. Stjórn­völd taka þessu ein­hvern veg­inn ekki alvar­lega,“ bætir hún við. Í raun hafi stjórn­völd í Bret­landi brugð­ist almenn­ingi að mörgu leyti.

Verslanir eru nú lokaðar í Brighton á Englandi.
EPA

Ætlar ekki að koma til Íslands eins og er

Íslensk stjórn­völd réðu Íslend­ingum frá ferða­lögum og hvöttu Íslend­inga á ferða­lagi erlendis til að íhuga að flýta heim­för. Margir fóru eftir þeim til­mælum en þetta á ekki við um Uglu þar sem hún býr í Bret­landi með maka sínum og hefur ákveðið tengsla­net þar í landi. „Það var eitt­hvað sem ég velti fyrir mér en ég á heim­ili hér og maka – við eigum gælu­dýr og mak­inn á fjöl­skyldu, svo það er annað en að segja það að fara aftur til Íslands. En auð­vitað væri ég til í það ef það væri auð­veld­ar­a.“ Hún segir að þess vegna hafi þau ákveðið að dvelja í Bret­landi eins og er og sjá hvað ger­ist.

Vegna þess að Ísland og Bret­land eru innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins þá hafði hún rétt til að flytja þangað á sínum tíma og öðl­að­ist hún þau rétt­indi sem fylgja því að vera með breska kenni­tölu. Hún hefur þannig aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu ef á þarf að halda í fram­tíð­inni. „Ef ég hefði það ekki hefði ég hik­laust komið heim strax,“ segir hún.

Ekki allir átta sig á afleið­ing­unum

Ugla brýnir fyrir fólki að virða reglur og fara eftir þeim. „Því fleiri sem gera það því færri munu smit­ast og þá mun taka minni tíma að ná tökum á þessu ástand­i,“ segir hún. Þá telur hún jafn­framt marga í Bret­landi ekki gera sér grein fyrir því hversu lengi þetta ástand muni vara.

„Það upp­lifi ég mikið hér, að fólk áttar sig ekki á afleið­ing­un­um. Þó svo að þetta hafi ekki áhrif per­sónu­lega á fólk – þannig – þá mun þetta samt hafa langvar­andi áhrif á alla og suma mjög verr en aðra,“ segir hún. Svona ástand komi auð­vitað verst niður á öryrk­um, flótta­fólki, fötl­uðu fólki, eldra fólki og lang­veikum og þess vegna sé ótrú­lega mik­il­vægt að við hin sýnum ábyrgð og gerum okkar besta til að stöðva útbreiðsl­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal