Núverandi hluthafar Icelandair þynnast niður í 15,3 prósent eign

Icelandair Group ætlar að sækja rúma 29 milljarða króna í nýtt hlutafé í júní. Gangi það eftir mun íslenska ríkið kanna möguleikann á því að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð lána. Lánveitendur verða hvattir til að breyta skuldum í hlutafé.

Icelandair Cargo Mynd: Icelandair
Auglýsing

Icelandair Group ætlar að auka hlutafé sitt um 30 þús­und milljón hluti. Útgefið hlutafé í dag er 5.437.660.653 hlut­ir. Núver­andi eign hlut­hafa verður því 15,3 pró­sent af útgefnu hlutafé ef það tekst að selja alla ætl­uðu hluta­fjár­aukn­ing­una. 

Fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð, sem verður almennt og fer fram í júní­mán­uði, á að safna rúm­lega 29 millj­örðum króna, eða 200 millj­ónum Banda­ríkja­dala, í aukið hluta­fé. Miðað við það má ætla að til standi að selja hvern hlut í hluta­fjár­út­boð­inu á rúm­lega eina krónu á hlut. Gengi Icelandair við lok við­skipta í dag í Kaup­höll­inni var 2,37 krónur á hlut.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Icelandair Group sendi til Kaup­hallar Íslands í kvöld.

Í til­kynn­ing­unni segir að stjórn Icelandair muni einnig óska eftir því að núver­andi hlut­hafar gefi eftir for­gangs­rétt á nýút­gefnum bréfum í félag­inu. „Út­boðið verður þannig opið almenn­ingi sem og fag­fjár­fest­um. Stjórn mun taka ákvörðun um úthlutun hluta en leit­ast verður við að skerða ekki úthlutun til núver­andi hlut­hafa og starfs­manna.“

Á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í dag var sam­­þykkt til­­laga fjög­­urra ráð­herra, þar á meðal for­­manna allra stjórn­­­ar­­flokk­anna, um að ríkið væri til­­­búið að eiga sam­­tal um mög­u­­lega veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til Icelandair Group. 

Í til­­kynn­ingu á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins segir að aðkoma stjórn­­­valda sé háð því að full­nægj­andi árangur náist í fjár­­hags­­legri end­­ur­­skipu­lagn­ingu félags­­ins í sam­ræmi við þær áætl­­­anir sem kynntar hafa ver­ið, þar með talið að afla nýs hluta­fjár.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sagði í Kast­ljósi í kvöld að ábyrgðir rík­is­ins gætu hið minnsta numið yfir tíu millj­örðum króna. 

Líf­eyr­is­sjóðir verða í stóru hlut­verki

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group, ­­banda­ríski fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­sjóð­­­­­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, hefur und­an­farið minnkað hlut sinn í félag­inu úr 13,7 pró­­sent í 13,2 pró­­sent. Fyrst með því að selja 0,2 pró­­sent hlut og svo aftur með því að selja 0,3 pró­­sent hlut á allra síð­­­ustu dög­­um. 

Auglýsing
Þetta má sjá á nýbirtum hlut­haf­a­lista Icelandair Group þar sem fjöldi hluta­bréfa í eigu PAR Capi­tal Mana­gement, hefur dreg­ist saman um 16,5 millj­­ónir frá því í síð­­­ustu viku.

Næst stærsti eig­and­inn í Icelanda­ir, á eftir Par Capi­tal Mana­gement, er Líf­eyr­is­­­­sjóður verzl­un­ar­manna með 11,8 pró­­­­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­­­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­­­sent) og Birta (7,1 pró­­­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­­­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mög­u­­­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­in­u. 

Núver­andi eign hlut­hafa mun fara niður í 15,3 pró­sent við vænta hluta­fjár­aukn­ingu, tak­ist að selja hana alla.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans munu íslensku líf­eyr­is­­­­sjóð­irnir sem eru á meðal stærstu eig­enda félags­ins leika lyk­il­hlut­verk í end­­ur­fjár­­­mögnun Icelandair Group. Því er við­búið að þeir haldi sterkri stöðu í eig­enda­hópn­um.

Vilja að kröfu­hafar breyti skuldum í hlutafé

Í til­kynn­ing­unni sem send var út í kvöld kemur líka fram að sam­hliða hluta­fjár­út­boð­inu muni Icelandair Group kanna mögu­leika á því að breyta skuldum í hluta­fé. Á meðal þeirra sem Icelandair skuldar umtals­vert fé er rík­is­bank­inn Lands­bank­inn. Léleg rekstr­ar­nið­ur­staða Icelandair á árinu 2018 gerði það að verkum að skil­málar skulda­bréfa sem félagið hafði gefið út voru brotn­ir. Mán­uðum saman stóðu yfir við­ræður við skulda­bréfa­eig­end­urna um að end­ur­semja um flokk­anna vegna þessa. Þær við­ræður skil­uðu ekki árangri og 11. mars 2019 var greint frá því að Icelandair hefði fengið lánað 80 millj­ónir dala, þá um tíu millj­arða króna, hjá inn­lendri lána­stofnun gegn veði í tíu Boeing 757 flug­vélum félags­ins, sem eru komnar nokkuð til ára sinna. Láns­fjár­hæðin var nýtt sem hluta­greiðsla inn á útgefin skulda­bréf félags­ins.

Því var verið að flytja hluta af fjár­mögnun Icelandair frá skulda­bréfa­eig­endum og yfir á banka í eigu íslenska rík­is­ins vegna þess að ekki tókst að semja við þá. Hinn rík­is­bank­inn, Íslands­banki, hefur líka lánað Icelandair fé, en bein rík­is­á­byrgð er á starf­semi beggja bank­anna í gegnum eign á hluta­fé.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar