Torg ekki lengur hluti af stefnu Sýnar en hinir stefndu vilja milljarða í skaðabætur

Sýn tapaði 350 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og varð fyrir ýmis konar áhrifum vegna COVID-19 faraldursins. Félagið vill 1,7 milljarða króna frá 365 og eigendum þess vegna brota á samkeppnisbanni.

Sýn - Suðurlandsbraut
Auglýsing

Fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Sýn tap­aði 350 millj­ónum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Þar skipti geng­is­tap, nei­kvæð áhrif verð- og dag­skrár­breyt­inga á sport­stöð, kostn­aður vegna starfs­loka og minnk­andi aug­lýs­inga­tekjur mestu máli.

Félagið stendur mála­ferlum vegna kaupa á fjöl­miðlum sem áttu sér stað árið 2017 fyrir alls 8,2 millj­arða króna, en Sýn telur að selj­endur miðl­anna – félagið 365 og eig­endur þess – hafi brotið gegn ákvæðum um sam­keppn­is­bann sem samið hafi verið um. Torg ehf., sem rekur Frétta­blaðið og tengda miðla, var upp­haf­lega hluti af þeim hópi sem Sýn ætl­aði að stefna en er það ekki leng­ur. Alls krefst Sýn 1,7 millj­arða króna í mál­inu. Selj­end­urnir hafa á móti gagn­stefnt Sýn for­stjóra þess og stjórn­ar­mönn­um, til greiðslu skaða­bóta og krefj­ast sam­tals þriggja millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í árs­hluta­upp­gjöri Sýnar sem birt var í gær. 

Auglýsing
Tekjur félags­ins juk­ust lít­il­lega milli ára, eða um 20 millj­ónir króna, og voru 4.995 millj­ónir króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins en þar skipti mestu að tekjur End­or, upp­lýs­inga­fyr­ir­tækis sem stýrir ofur­tölvum sem Sýn keypti í fyrra, eru í fyrsta sinn hluti af sam­stæðu­reikn­ingi félags­ins. Þær voru 371 millj­ónir króna. Án þeirrar aukn­ingar hefði verið sam­dráttur í tekjum milli ára. Eigið fé Sýnar var 8,4 millj­arðar króna í lok mars og eig­in­fjár­hlut­fallið 26,8 pró­sent. Hand­bært fé frá rekstri var 1.053 millj­ónir króna sem er 29 pró­sent meira en það var í lok mars í fyrra.

Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra hagn­að­ist Sýn um 670 millj­ónir króna. Þar skipti hins vegar öllu máli sölu­hagn­aður vegna fær­eyska félags­ins Hey upp á 817 millj­ónir króna. Án þeirra ein­skiptis­tekna þá hefði verið 147 milljón króna tap á starf­sem­inn­i. 

Ýmsir þættir urðu fyrir áhrifum vegna COVID-19

Ýmsir þættir gera það að verkum að aðrir hlutar starf­sem­innar skil­uðu tapi í á árs­fjórð­ungn­um. Þannig voru áhrif verð- og dag­skrár­breyt­inga á Stöð 2 Sport nei­kvæð um 175 millj­ónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Alls dróg­ust tekjur félags­ins vegna fjöl­miðla­hluta rekst­urs­ins saman um 229 millj­ónir króna milli ára. Gjald­færsla vegna starfs­loka var 70 millj­ónir króna. 

COVID-19 hafði áhrif á starf­sem­ina og Sýn var eitt þeirra skráðu fyr­ir­tækja sem nýttu sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu vegna starf­semi sem lá niðri vegna sam­komu­banns. Alls náði sú nýt­ing til 90 starfs­manna Sýnar og með­al­skerð­ing á starfs­hlut­falli þeirra var 30 pró­sent. Í dag hafa flest öll önnur skráð félög sem hafa geng­ist við því að hafa gert það utan Sýnar ákveðið að hætta nýt­ingu hennar og flest ætla að end­ur­greiða þegar teknar greiðslur starfs­manna sinna í rík­is­sjóð. Þau skráðu félög sem hafa ekki til­kynnt um slíkt eru, auk Sýn­ar, Icelandair Group sem er það félag sem setti lang­flesta starfs­menn á leið­ina, og fast­eigna­fé­lagið Reg­inn, sem en tvö dótt­ur­fé­lög þess settu alls fimm starfs­menn á leið­ina.

Auglýsing
Í fjár­festa­kynn­ingu Sýnar kemur fram að áhrif heims­far­ald­urs­ins hafi meðal ann­ars birst í því að sam­dráttur var í aug­lýs­inga­tekjum upp á 55 millj­ónir króna miðað við sama tíma­bil í fyrra, lækkun á reiki­tekjum var 15 millj­ónir króna og fækkun var á útsend­ingum sport­við­burða. Á móti hafi orðið aukn­ing á innri fram­leiðslu á spor­tefni og annarri inn­lendri dag­skrár­gerð.

Stærsti nei­kvæði lið­ur­inn var þó vegna geng­is­á­hrifa, en krónan hefur fallið umtals­vert gagn­vart helst við­skipta­myntum Íslands frá ára­mót­um. Þau voru nei­kvæð um 230 millj­ónir króna á árs­fjórð­ungn­um.

Torg ekki lengur stefnt og hinir stefndu stefna Sýn

Í árs­hluta­upp­gjör­inu er gerð grein fyrir mála­ferlum sem Sýn stendur í við Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, Jón Ásgeir Jóhann­es­son og 365 ehf. Upp­haf þeirra deilna má rekja til árs­ins 2017 þegar Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðl­um. Þá var stór hluti af fjöl­miðla­veldi 365, meðal ann­ars allir ljós­vaka­miðlar félags­ins og frétta­vef­ur­inn Vís­ir.is, seldur til Sýn­ar. Eftir stóð Frétta­blaðið og tengdir miðlar sem 365 seldi svo til nýrra eig­enda í fyrra og eru nú reknir í félag­inu Torgi ehf.

Mála­ferlin snú­ast um að Sýn telur að 365, og helstu eig­endur og stjórn­endur félags­ins, hafi brotið gegn ákvæðum um sam­keppn­is­bann sem samið hafið verið um í kaup­samn­ingi þeirra á milli. 

Í brot­unum fel­ast að stjórn­endur Sýnar telja að teng­ing vef­mið­ils­ins fretta­bla­did.is við ljós­vaka­miðla, bæði útvarp og sjón­varp, sé með öllu óheimil sam­kvæmt kaup­samn­ingnum frá árinu 2017. Mið­ill­inn haldi hins vegar úti hlað­varpi, vísi á vef sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­brautar (líka í eigu Torgs) af for­síðu sinni og sýni ýmis konar mynd­bönd, sem telj­ist ljós­vaka­efn­i. 

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2019, þar sem gert var grein fyrir því að búið væri að stefna vegna máls­ins, kom fram að Torgi ehf., eig­anda Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, yrði líka stefnt. Þá var upp­hæðin sem um ræddi sögð 1,1 millj­arðar króna.

Í árs­hluta­upp­gjör­inu sem birt­ist í gær kemur fram að stefna hafi þegar verið birt máls­að­ilum og að fjár­hæðin sem kraf­ist sé standi nú í 1,7 millj­örðum króna. Torg ehf. er hins vegar ekki lengur á meðal þeirra sem stefnt hefur ver­ið. 

Í árs­hluta­upp­gjöri Sýnar kemur einnig fram að Ingi­björg, Jón Ásgeir og 365 hafi stefnt Sýn, Heið­ari Guð­jóns­syni for­stjóra félags­ins og öllum stjórn­ar­mönnum þess til greiðslu skaða­bóta. Ekki kemur fram af hverju þau telja sig eiga rétt á greiðslu slíkra en þau krefj­ast eins millj­arðs króna hver, eða þriggja millj­arða króna alls. Það mál bíður þing­fest­ing­ar. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessar deilur í frétta­skýr­ingu í lok febr­úar sem lesa má hér til hlið­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar