Torg ekki lengur hluti af stefnu Sýnar en hinir stefndu vilja milljarða í skaðabætur

Sýn tapaði 350 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og varð fyrir ýmis konar áhrifum vegna COVID-19 faraldursins. Félagið vill 1,7 milljarða króna frá 365 og eigendum þess vegna brota á samkeppnisbanni.

Sýn - Suðurlandsbraut
Auglýsing

Fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Sýn tap­aði 350 millj­ónum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Þar skipti geng­is­tap, nei­kvæð áhrif verð- og dag­skrár­breyt­inga á sport­stöð, kostn­aður vegna starfs­loka og minnk­andi aug­lýs­inga­tekjur mestu máli.

Félagið stendur mála­ferlum vegna kaupa á fjöl­miðlum sem áttu sér stað árið 2017 fyrir alls 8,2 millj­arða króna, en Sýn telur að selj­endur miðl­anna – félagið 365 og eig­endur þess – hafi brotið gegn ákvæðum um sam­keppn­is­bann sem samið hafi verið um. Torg ehf., sem rekur Frétta­blaðið og tengda miðla, var upp­haf­lega hluti af þeim hópi sem Sýn ætl­aði að stefna en er það ekki leng­ur. Alls krefst Sýn 1,7 millj­arða króna í mál­inu. Selj­end­urnir hafa á móti gagn­stefnt Sýn for­stjóra þess og stjórn­ar­mönn­um, til greiðslu skaða­bóta og krefj­ast sam­tals þriggja millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í árs­hluta­upp­gjöri Sýnar sem birt var í gær. 

Auglýsing
Tekjur félags­ins juk­ust lít­il­lega milli ára, eða um 20 millj­ónir króna, og voru 4.995 millj­ónir króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins en þar skipti mestu að tekjur End­or, upp­lýs­inga­fyr­ir­tækis sem stýrir ofur­tölvum sem Sýn keypti í fyrra, eru í fyrsta sinn hluti af sam­stæðu­reikn­ingi félags­ins. Þær voru 371 millj­ónir króna. Án þeirrar aukn­ingar hefði verið sam­dráttur í tekjum milli ára. Eigið fé Sýnar var 8,4 millj­arðar króna í lok mars og eig­in­fjár­hlut­fallið 26,8 pró­sent. Hand­bært fé frá rekstri var 1.053 millj­ónir króna sem er 29 pró­sent meira en það var í lok mars í fyrra.

Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra hagn­að­ist Sýn um 670 millj­ónir króna. Þar skipti hins vegar öllu máli sölu­hagn­aður vegna fær­eyska félags­ins Hey upp á 817 millj­ónir króna. Án þeirra ein­skiptis­tekna þá hefði verið 147 milljón króna tap á starf­sem­inn­i. 

Ýmsir þættir urðu fyrir áhrifum vegna COVID-19

Ýmsir þættir gera það að verkum að aðrir hlutar starf­sem­innar skil­uðu tapi í á árs­fjórð­ungn­um. Þannig voru áhrif verð- og dag­skrár­breyt­inga á Stöð 2 Sport nei­kvæð um 175 millj­ónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Alls dróg­ust tekjur félags­ins vegna fjöl­miðla­hluta rekst­urs­ins saman um 229 millj­ónir króna milli ára. Gjald­færsla vegna starfs­loka var 70 millj­ónir króna. 

COVID-19 hafði áhrif á starf­sem­ina og Sýn var eitt þeirra skráðu fyr­ir­tækja sem nýttu sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu vegna starf­semi sem lá niðri vegna sam­komu­banns. Alls náði sú nýt­ing til 90 starfs­manna Sýnar og með­al­skerð­ing á starfs­hlut­falli þeirra var 30 pró­sent. Í dag hafa flest öll önnur skráð félög sem hafa geng­ist við því að hafa gert það utan Sýnar ákveðið að hætta nýt­ingu hennar og flest ætla að end­ur­greiða þegar teknar greiðslur starfs­manna sinna í rík­is­sjóð. Þau skráðu félög sem hafa ekki til­kynnt um slíkt eru, auk Sýn­ar, Icelandair Group sem er það félag sem setti lang­flesta starfs­menn á leið­ina, og fast­eigna­fé­lagið Reg­inn, sem en tvö dótt­ur­fé­lög þess settu alls fimm starfs­menn á leið­ina.

Auglýsing
Í fjár­festa­kynn­ingu Sýnar kemur fram að áhrif heims­far­ald­urs­ins hafi meðal ann­ars birst í því að sam­dráttur var í aug­lýs­inga­tekjum upp á 55 millj­ónir króna miðað við sama tíma­bil í fyrra, lækkun á reiki­tekjum var 15 millj­ónir króna og fækkun var á útsend­ingum sport­við­burða. Á móti hafi orðið aukn­ing á innri fram­leiðslu á spor­tefni og annarri inn­lendri dag­skrár­gerð.

Stærsti nei­kvæði lið­ur­inn var þó vegna geng­is­á­hrifa, en krónan hefur fallið umtals­vert gagn­vart helst við­skipta­myntum Íslands frá ára­mót­um. Þau voru nei­kvæð um 230 millj­ónir króna á árs­fjórð­ungn­um.

Torg ekki lengur stefnt og hinir stefndu stefna Sýn

Í árs­hluta­upp­gjör­inu er gerð grein fyrir mála­ferlum sem Sýn stendur í við Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, Jón Ásgeir Jóhann­es­son og 365 ehf. Upp­haf þeirra deilna má rekja til árs­ins 2017 þegar Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðl­um. Þá var stór hluti af fjöl­miðla­veldi 365, meðal ann­ars allir ljós­vaka­miðlar félags­ins og frétta­vef­ur­inn Vís­ir.is, seldur til Sýn­ar. Eftir stóð Frétta­blaðið og tengdir miðlar sem 365 seldi svo til nýrra eig­enda í fyrra og eru nú reknir í félag­inu Torgi ehf.

Mála­ferlin snú­ast um að Sýn telur að 365, og helstu eig­endur og stjórn­endur félags­ins, hafi brotið gegn ákvæðum um sam­keppn­is­bann sem samið hafið verið um í kaup­samn­ingi þeirra á milli. 

Í brot­unum fel­ast að stjórn­endur Sýnar telja að teng­ing vef­mið­ils­ins fretta­bla­did.is við ljós­vaka­miðla, bæði útvarp og sjón­varp, sé með öllu óheimil sam­kvæmt kaup­samn­ingnum frá árinu 2017. Mið­ill­inn haldi hins vegar úti hlað­varpi, vísi á vef sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­brautar (líka í eigu Torgs) af for­síðu sinni og sýni ýmis konar mynd­bönd, sem telj­ist ljós­vaka­efn­i. 

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2019, þar sem gert var grein fyrir því að búið væri að stefna vegna máls­ins, kom fram að Torgi ehf., eig­anda Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, yrði líka stefnt. Þá var upp­hæðin sem um ræddi sögð 1,1 millj­arðar króna.

Í árs­hluta­upp­gjör­inu sem birt­ist í gær kemur fram að stefna hafi þegar verið birt máls­að­ilum og að fjár­hæðin sem kraf­ist sé standi nú í 1,7 millj­örðum króna. Torg ehf. er hins vegar ekki lengur á meðal þeirra sem stefnt hefur ver­ið. 

Í árs­hluta­upp­gjöri Sýnar kemur einnig fram að Ingi­björg, Jón Ásgeir og 365 hafi stefnt Sýn, Heið­ari Guð­jóns­syni for­stjóra félags­ins og öllum stjórn­ar­mönnum þess til greiðslu skaða­bóta. Ekki kemur fram af hverju þau telja sig eiga rétt á greiðslu slíkra en þau krefj­ast eins millj­arðs króna hver, eða þriggja millj­arða króna alls. Það mál bíður þing­fest­ing­ar. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessar deilur í frétta­skýr­ingu í lok febr­úar sem lesa má hér til hlið­ar.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar