Torg ekki lengur hluti af stefnu Sýnar en hinir stefndu vilja milljarða í skaðabætur

Sýn tapaði 350 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og varð fyrir ýmis konar áhrifum vegna COVID-19 faraldursins. Félagið vill 1,7 milljarða króna frá 365 og eigendum þess vegna brota á samkeppnisbanni.

Sýn - Suðurlandsbraut
Auglýsing

Fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Sýn tap­aði 350 millj­ónum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Þar skipti geng­is­tap, nei­kvæð áhrif verð- og dag­skrár­breyt­inga á sport­stöð, kostn­aður vegna starfs­loka og minnk­andi aug­lýs­inga­tekjur mestu máli.

Félagið stendur mála­ferlum vegna kaupa á fjöl­miðlum sem áttu sér stað árið 2017 fyrir alls 8,2 millj­arða króna, en Sýn telur að selj­endur miðl­anna – félagið 365 og eig­endur þess – hafi brotið gegn ákvæðum um sam­keppn­is­bann sem samið hafi verið um. Torg ehf., sem rekur Frétta­blaðið og tengda miðla, var upp­haf­lega hluti af þeim hópi sem Sýn ætl­aði að stefna en er það ekki leng­ur. Alls krefst Sýn 1,7 millj­arða króna í mál­inu. Selj­end­urnir hafa á móti gagn­stefnt Sýn for­stjóra þess og stjórn­ar­mönn­um, til greiðslu skaða­bóta og krefj­ast sam­tals þriggja millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í árs­hluta­upp­gjöri Sýnar sem birt var í gær. 

Auglýsing
Tekjur félags­ins juk­ust lít­il­lega milli ára, eða um 20 millj­ónir króna, og voru 4.995 millj­ónir króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins en þar skipti mestu að tekjur End­or, upp­lýs­inga­fyr­ir­tækis sem stýrir ofur­tölvum sem Sýn keypti í fyrra, eru í fyrsta sinn hluti af sam­stæðu­reikn­ingi félags­ins. Þær voru 371 millj­ónir króna. Án þeirrar aukn­ingar hefði verið sam­dráttur í tekjum milli ára. Eigið fé Sýnar var 8,4 millj­arðar króna í lok mars og eig­in­fjár­hlut­fallið 26,8 pró­sent. Hand­bært fé frá rekstri var 1.053 millj­ónir króna sem er 29 pró­sent meira en það var í lok mars í fyrra.

Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra hagn­að­ist Sýn um 670 millj­ónir króna. Þar skipti hins vegar öllu máli sölu­hagn­aður vegna fær­eyska félags­ins Hey upp á 817 millj­ónir króna. Án þeirra ein­skiptis­tekna þá hefði verið 147 milljón króna tap á starf­sem­inn­i. 

Ýmsir þættir urðu fyrir áhrifum vegna COVID-19

Ýmsir þættir gera það að verkum að aðrir hlutar starf­sem­innar skil­uðu tapi í á árs­fjórð­ungn­um. Þannig voru áhrif verð- og dag­skrár­breyt­inga á Stöð 2 Sport nei­kvæð um 175 millj­ónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Alls dróg­ust tekjur félags­ins vegna fjöl­miðla­hluta rekst­urs­ins saman um 229 millj­ónir króna milli ára. Gjald­færsla vegna starfs­loka var 70 millj­ónir króna. 

COVID-19 hafði áhrif á starf­sem­ina og Sýn var eitt þeirra skráðu fyr­ir­tækja sem nýttu sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu vegna starf­semi sem lá niðri vegna sam­komu­banns. Alls náði sú nýt­ing til 90 starfs­manna Sýnar og með­al­skerð­ing á starfs­hlut­falli þeirra var 30 pró­sent. Í dag hafa flest öll önnur skráð félög sem hafa geng­ist við því að hafa gert það utan Sýnar ákveðið að hætta nýt­ingu hennar og flest ætla að end­ur­greiða þegar teknar greiðslur starfs­manna sinna í rík­is­sjóð. Þau skráðu félög sem hafa ekki til­kynnt um slíkt eru, auk Sýn­ar, Icelandair Group sem er það félag sem setti lang­flesta starfs­menn á leið­ina, og fast­eigna­fé­lagið Reg­inn, sem en tvö dótt­ur­fé­lög þess settu alls fimm starfs­menn á leið­ina.

Auglýsing
Í fjár­festa­kynn­ingu Sýnar kemur fram að áhrif heims­far­ald­urs­ins hafi meðal ann­ars birst í því að sam­dráttur var í aug­lýs­inga­tekjum upp á 55 millj­ónir króna miðað við sama tíma­bil í fyrra, lækkun á reiki­tekjum var 15 millj­ónir króna og fækkun var á útsend­ingum sport­við­burða. Á móti hafi orðið aukn­ing á innri fram­leiðslu á spor­tefni og annarri inn­lendri dag­skrár­gerð.

Stærsti nei­kvæði lið­ur­inn var þó vegna geng­is­á­hrifa, en krónan hefur fallið umtals­vert gagn­vart helst við­skipta­myntum Íslands frá ára­mót­um. Þau voru nei­kvæð um 230 millj­ónir króna á árs­fjórð­ungn­um.

Torg ekki lengur stefnt og hinir stefndu stefna Sýn

Í árs­hluta­upp­gjör­inu er gerð grein fyrir mála­ferlum sem Sýn stendur í við Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, Jón Ásgeir Jóhann­es­son og 365 ehf. Upp­haf þeirra deilna má rekja til árs­ins 2017 þegar Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðl­um. Þá var stór hluti af fjöl­miðla­veldi 365, meðal ann­ars allir ljós­vaka­miðlar félags­ins og frétta­vef­ur­inn Vís­ir.is, seldur til Sýn­ar. Eftir stóð Frétta­blaðið og tengdir miðlar sem 365 seldi svo til nýrra eig­enda í fyrra og eru nú reknir í félag­inu Torgi ehf.

Mála­ferlin snú­ast um að Sýn telur að 365, og helstu eig­endur og stjórn­endur félags­ins, hafi brotið gegn ákvæðum um sam­keppn­is­bann sem samið hafið verið um í kaup­samn­ingi þeirra á milli. 

Í brot­unum fel­ast að stjórn­endur Sýnar telja að teng­ing vef­mið­ils­ins fretta­bla­did.is við ljós­vaka­miðla, bæði útvarp og sjón­varp, sé með öllu óheimil sam­kvæmt kaup­samn­ingnum frá árinu 2017. Mið­ill­inn haldi hins vegar úti hlað­varpi, vísi á vef sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­brautar (líka í eigu Torgs) af for­síðu sinni og sýni ýmis konar mynd­bönd, sem telj­ist ljós­vaka­efn­i. 

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2019, þar sem gert var grein fyrir því að búið væri að stefna vegna máls­ins, kom fram að Torgi ehf., eig­anda Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, yrði líka stefnt. Þá var upp­hæðin sem um ræddi sögð 1,1 millj­arðar króna.

Í árs­hluta­upp­gjör­inu sem birt­ist í gær kemur fram að stefna hafi þegar verið birt máls­að­ilum og að fjár­hæðin sem kraf­ist sé standi nú í 1,7 millj­örðum króna. Torg ehf. er hins vegar ekki lengur á meðal þeirra sem stefnt hefur ver­ið. 

Í árs­hluta­upp­gjöri Sýnar kemur einnig fram að Ingi­björg, Jón Ásgeir og 365 hafi stefnt Sýn, Heið­ari Guð­jóns­syni for­stjóra félags­ins og öllum stjórn­ar­mönnum þess til greiðslu skaða­bóta. Ekki kemur fram af hverju þau telja sig eiga rétt á greiðslu slíkra en þau krefj­ast eins millj­arðs króna hver, eða þriggja millj­arða króna alls. Það mál bíður þing­fest­ing­ar. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessar deilur í frétta­skýr­ingu í lok febr­úar sem lesa má hér til hlið­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar