Þegar Pútín hélt hann gæti þagað

Að morgni 12. ágúst árið 2000 sýndu skjálftamælar, í Noregi og víðar, að eitthvað hafði gerst á botni Barentshafs. Fljótlega kom í ljós að þarna hafði orðið slys sem kostaði 118 manns lífið.

Kafbáturinn Kursk á siglingu
Kafbáturinn Kursk á siglingu
Auglýsing

Klukkan var rétt að verða hálf tíu (að norskum tíma) að morgni 12. ágúst árið 2000 þegar mæl­arnir í NORSAR rann­sókna­stöð­inni í Kjell­er, norð­vestan við Ósló tóku kipp. Á meðan starfs­fólk­ið, tveimur mín­útum síð­ar, var að rýna í töl­urn­ar, hrukku nál­arnar við og nú mun kröft­ug­legar en í fyrra skipt­ið. Nú sýndi mælir­inn 4,5 á Richter, en fyrri kipp­ur­inn var 1,5 á Richt­er. Upp­tökin virt­ust vera í Barents­hafi, skammt frá Mur­m­ansk. Þótt aldrei sé hægt að full­yrða um slíkt þótti starfs­fólk­inu í NORSAR ólík­legt að um jarð­skjálfta væri að ræða enda kom síðar í ljós að kipp­irnir á mæl­unum áttu sér aðra skýr­ing­u. 

Æfingin Sum­ar-X

Í ágúst­mán­uði árið 2000 fóru fram miklar her­æf­ingar rúss­neska flot­ans. Þetta voru umfangs­mestu æfingar flot­ans í meira en ára­tug og reyndar fyrstu stóru her­æf­ingar sjó­hers­ins eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. 30 her­skip og þrír kaf­bátar tóku þátt í æfing­un­um, sem fóru fram á Barents­hafi. Einn þeirra þriggja kaf­báta sem þarna voru við æfingar var Kur­sk, krúnu­djásn kaf­báta­deildar rúss­neska flot­ans. 

Kursk

Kur­sk, sem var knú­inn kjarn­orku og bar kjarna­vopn, var tek­inn í notkun árið 1994. Hann var 154 metra langur (álíka og tvær Boeing jumbo þot­ur), 18,2 metrar á breidd og hæðin var 9 metr­ar. Full­yrt hafði verið að Kursk gæti ekki sokkið (frekar en Titan­ic!). Ytra byrði báts­ins var úr 8 senti­metra þykku sér­stak­lega hertu stáli og í innra byrð­inu (hylk­inu) var 5 senti­metra þykkt stál. Innra hylk­inu var skipt upp í níu aðskilin hólf, það átti að tryggja að þótt gat, eða leki, kæmi að einu hólfi færi sjór ekki um allan bát. Kursk var búinn full­komn­ustu vopnum rúss­neska flot­ans og full­hlað­inn vó hann 16.400 tonn. Til sam­an­burðar má nefna að full­hlaðin Boeing Jumbo þota vegur í mesta lagi 440 tonn. 

Auglýsing

Í áhöfn Kursk voru 118 menn. Áhöfnin hafði skömmu fyrir slysið hlotið við­ur­kenn­ingu sem sú hæf­asta í Norð­ur­deild rúss­neska flot­ans.  

12. ágúst  

Minnismerki um kafbátinn Kursk.Skömmu fyrir klukkan níu (að norskum tíma) óskaði kafteinn­inn á Kursk eftir heim­ild til að skjóta æfinga­tund­ur­skeyti að her­skip­inu Pétri Mikla sem var eitt þeirra skipa sem tóku þátt í æfing­unni. Heim­ildin var veitt og áhöfn Kursk hóf und­ir­bún­ing. Tund­ur­skeyti af þess­ari til­teknu gerð köll­uðu Rússar Tolstus­hka (þá digru) vegna stærð­ar­inn­ar. Nokkuð dróst að senda þá digru af stað og það var ekki fyrr en hálf­tíma síðar að til­kynnt var að nú yrði tund­ur­skeytið sent.

Tund­ur­skeytið fór ekki af stað en það var á þessu augna­bliki sem skjálfta­mæl­arnir í Nor­egi kippt­ust við og sýndu 1,5 á Richt­er. Rúmum tveimur mín­útum síðar tóku skjálfta­mæl­arnir annan og stærri kipp og sýndu 4,5 á Richt­er. Marg­falt sterk­ari en sá fyrri.

Ljóst var að óró­inn á skjálfta­mæl­unum tengd­ist kaf­bátnum Kur­sk, stað­ar­á­kvörðun hans pass­aði nákvæm­lega við þann stað sem norsku mæl­arnir sýndu að „skjálft­inn“ átti upp­tök sín. Þar hafði eitt­hvað gerst en eng­inn vissi nákvæm­lega hvað. Ein­hvers­konar spreng­ing og að lík­indum mjög öfl­ug. 

Ringul­reið og ráða­leysi

Mikil ringul­reið greip um sig meðal yfir­manna rúss­neska flot­ans. Það sem þeir vissu var að kaf­bát­ur­inn Kursk lá á Botni Barents­hafs­ins, á 109 metra dýpi, um borð var 118 manna áhöfn. Eng­inn vissi á þess­ari stundu um afdrif henn­ar, og yfir­stjórn flot­ans vissi ekki sitt rjúk­andi ráð. Bretar og Norð­menn buðu strax fram aðstoð, sem Rússar afþökk­uðu í fyrstu. Vla­dimir Put­in, sem hafði tekið við for­seta­emb­ætt­inu nokkrum mán­uðum fyrr (1.1. 2000) var í sum­ar­fríi í borg­inni Sochi við Svarta haf­ið. Hann var síðar gagn­rýndur fyrir að bregð­ast bæði seint og illa við. Pútín hafði ekki áttað sig á því að víða um heim var fólk að fylgj­ast með og ekki þýddi að upp­lýsa um hlut­ina, með eigin skýr­ing­um, seint og síðar meir. 

Hvað gerð­is­t? 

Yfir­stjórn rúss­neska flot­ans Vla­dimir Kurojedov greindi frá því  síð­degis 12. ágúst að mikil spreng­ing hefði orðið um borð í Kursk og full­víst mætti telja að áhöfnin hefði öll farist. Yfir­stjórn flot­ans kom með ýmsar til­gátur um orsakir spreng­ing­ar­inn­ar. Ein var sú að Kursk hefði rek­ist á gam­alt tund­ur­dufl, önnur var sú að kaf­bát­ur­inn hefði lent í árekstri við kaf­bát frá NATO ríki. Fleiri mögu­leika á orsökum slyss­ins nefndu yfir­menn flot­ans. Sér­stök rann­sókn­ar­nefnd, sem skipuð var vegna slyss­ins komst síðar að þeirri nið­ur­stöðu að mjög eld­fimt efni hefði lekið úr tund­ur­skeyt­inu þegar verið var að flytja það til áður en því skyldi skot­ið, og eldur orðið laus. Síðan hefði eitt leitt af öðru. Einn nefnd­ar­manna skil­aði sér­á­liti. Hann taldi kunn­áttu- og æfing­ar­leysi áhafn­ar­inn­ar, ásamt röngum leið­bein­ing­um, um að kenna. Í flak­inu fannst hálf­brunn­inn leið­bein­inga­bæk­lingur um með­ferð tund­ur­skeyta og und­ir­bún­ing vegna notk­unar þeirra. Sá bæk­lingur var hins vegar um aðra gerð tund­ur­skeyta. Enn fremur benti þessi nefnd­ar­mað­ur, Val­ery Ryazant­sev, á að vegna fjár­skorts hefði áhöfn Kursk fengið afar tak­mark­aða þjálfun, það gilti reyndar um flesta innan flot­ans. 

Flakið af Kursk.

Áhöfnin

Eins og áður var getið greindi yfir­maður flot­ans frá því að full­víst mætti telja að öll áhöfn Kur­sk, 118 menn, hefði lát­ist í spreng­ing­unni. Síðar kom í ljós að það reynd­ist ekki rétt. Við spreng­ing­una tætt­ist fremsti hluti kaf­báts­ins í sundur en í lok­uðu rými í skut báts­ins voru 23 menn, þeir lifðu allir af spreng­ing­una. Þeir von­uðu, í fyrstu, að þeim yrði bjargað en sú von dofn­aði smám saman og þeim varð ljóst að þeir myndu ekki lifa af. Í fórum sumra fund­ust bréf þar sem þeir lýsa því hvernig dauð­inn nálg­ast og þeir kveðja sína nán­ust­u.  21. ágúst komust kaf­arar úr norska flot­anum að flaki Kursk og komust að því að eng­inn úr áhöfn­inni var þá á lífi. Það var hins vegar ekki ljóst fyrr en 25. októ­ber, tveimur og hálfum mán­uði eftir slysið, þegar rúss­neskir kaf­arar fóru inn í flakið að ljóst var að 23 menn höfðu lifað af og síðar lát­ist vegna skorts á súr­efni.

Hefði verið hægt að bjarga þeim sem lifðu spreng­ing­una af ? 

Þessi spurn­ing brann á margra vörum eftir slysið og ljóst varð að 23 úr áhöfn­inni höfðu lifað af spreng­ing­una. Yfir­stjórn rúss­neska flot­ans hefur aldrei svarað þess­ari spurn­ingu. Það hafa hins vegar ýmsir aðrir gert og til dæmis lýstu breskir sér­fræð­ingar því yfir að breski flot­inn hefði á þessum tíma ráðið yfir bún­aði sem gerði kleift að kom­ast niður að bátnum og bjarga mönn­un­um. Bún­aður og kaf­arar hefðu verið komnir á stað­inn innan sól­ar­hrings, jafn­vel fyrr, ef leyfi hefði feng­ist.

Eins og áður var nefnt afþökk­uðu Rússar alla utan­að­kom­andi aðstoð fyrstu dag­ana eftir slys­ið. 

Af hverju, hafa margir spurt. Breskur hern­að­ar­sér­fræð­ingur sem breskt dag­blað ræddi við fyrir skömmu sagði að hann teldi einkum þrjár ástæður fyrir þess­ari ákvörðun Rússa. Í fyrsta lagi hefðu Rússar þá við­ur­kennt að þeir gætu ekki á eigin spýtur leyst þetta flókna verk­efni, í öðru lagi ótti við að „óvina­þjóð­ir“ kæmust að ein­hverjum hern­að­ar­upp­lýs­ing­um, eins og það var orð­að, og í þriðja lagi hefði Pútín verið óreyndur sem leið­togi, og ekki almenni­lega áttað sig á alvöru máls­ins. Hann hafi ekki vitað hvað gera skyldi og yfir­menn flot­ans ekki þorað að taka af skar­ið. „Hann myndi bregð­ast öðru­vísi við í dag“ sagði breski hern­að­ar­sér­fræð­ing­ur­inn. 

Eft­ir­mál

Fjöl­margir frétta­menn hafa und­an­farið lagt leið sína til Mur­m­ansk, þar sem rúss­neski flot­inn hefur höf­uð­stöðvar sínar og flestir í áhöfn Kursk bjuggu. Þótt liðin séu 20 ár frá slys­inu hafa borg­ar­búar ekki gleymt því sem gerð­ist og telja sig aldrei hafa fengið full­nægj­andi skýr­ingar frá rúss­neskum stjórn­völd­um. Af hverju var ekki brugð­ist strax við, af hverju var boði Breta og Norð­manna hafnað og af hverju laug yfir­stjórn flot­ans að okk­ur. Þessar spurn­ing­ar, og fleiri, brenna enn á vörum íbúa Mur­m­ansk. Einn við­mæl­andi danska rík­is­út­varps­ins, DR, sagði „við höfum ekki feng­ið, og fáum örugg­lega aldrei, svör við spurn­ingum okk­ar“. 

Putin hélt að hann gæti þag­að 

Pútín og Larry King í spjallþætti Larry árið 2000Eins og áður var Vla­dimir Putin for­seti í sum­ar­leyfi við Svarta hafið þegar Kursk fórst. 18. ágúst, sex dögum eftir slysið kom hann til baka til Moskvu úr frí­inu. Hann tjáði sig lítt við fjöl­miðla, kom að vísu með yfir­lýs­ingu um að flot­inn hefði gert allt sem hægt var til að bjarga áhöfn Kur­sk, það var allt og sumt. 22. ágúst, tíu dögum eftir slysið, kom hann til Mur­m­ansk og hitti ætt­ingja áhafn­ar­innar á Kursk. Þar lof­aði for­set­inn bótum til ætt­ingja hinna látnu. Ein­ungis rúss­neska rík­is­út­varps- og sjón­varps­stöðin RTR fékk að fylgj­ast með fundi for­set­ans og ætt­ingj­anna. Á fund­inum gagn­rýndi Putin fjöl­miðla sem hann sagði hafa flutt rangar og mis­vísandi fréttir af slys­inu. Eig­endur þess­ara miðla væru spilltir lygarar sem ynnu gegn hernum og rík­inu. Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sagði Jel­ena Mila­sjina, blaða­maður á Novaja Gazeta (óháður mið­ill) að Putin hafi áttað sig á því að til að geta stjórnað að vild, yrði hann að geta ráðið yfir miðl­unum og hvað þeir segðu. „Á und­an­förnum árum hefur mjög verið þrengt að tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla, það gagn­ast for­set­an­um.“ 

Það má bæta því hér við að Putin kom í við­tal hjá Larry King á banda­rísku sjón­varps­stöð­inni CNN tæpum mán­uði eftir slys­ið. Larry King spurði hvað hefði komið fyrir Kursk svar­aði rúss­neski for­set­inn með tveimur orðum „hann sökk“. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar