Umdeild formúla fyrir stúdentspróf í Englandi setur ráðherra í klemmu

Menntamálaráðherra Englands hefur mætt harðri gagnrýni fyrir að láta umdeilda reikniformúlu ákvarða stúdentseinkunnir í stað samræmdra prófa í vor. Í vikunni tók hann svo U-beygju til að reyna að komast til móts við gagnrýnina.

_mg_1814_raw_2005130012_9950749584_o.jpg
Auglýsing

„Þetta er kom­ið. Engin U-beygja, engin breyt­ing,“ sagði Gavin Willi­ams­son, mennta­mála­ráð­herra Eng­lands, í við­tali við the Times um ákvörðun sína um að meta útskrift­ar­ein­kunnir mennta­skóla­nem­anda með umdeildri reikni­for­múlu á laug­ar­dag­inn í síð­ustu viku. 

Tveimur dögum síðar hafði ráð­herr­anum þó snú­ist hugur og til­kynnti að kenn­ara­möt yrðu leyfð í stað reikni­for­múl­unn­ar. Willi­ams­son seg­ist hafa skipt um skoðun vegna nýrra upp­lýs­inga um galla reikni­for­múl­unn­ar, en breska blaðið The Guar­dian heldur því fram að hann hafi verið var­aður við for­múl­unni nokkrum sinnum í sum­ar. 

75 pró­sent rétt

Umrædd reikni­for­múla var búin til í kjöl­far þess að sam­dræmdum prófum mennta­skóla­nema, sem kölluð eru A-levels, var aflýst fyrr í vor vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar og ráð­herr­ann vildi finna leið til þess að ein­kunna­dreif­ing útskrift­ar­nema í ár yrði lík dreif­ingu fyrri ára.

Auglýsing

Nefnd á vegum breska þings­ins komst að þeirri nið­ur­stöðu fyrr í sumar að reikn­aðar ein­kunnir eftir dreif­ingu fyrri ára ætti á hættu  að mis­muna nem­endum úr ýmsum minni­hluta­hópum sem að með­al­tali fái lægri ein­kunn­ir. Þar að auki bár­ust áhyggju­raddir til mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins um að reikni­for­múlan yrði aðeins rétt í 75 pró­sent til­vika. „Ein­kunn­ir, ekki póst­núm­er!“

Á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku voru svo reikn­uðu útskrift­ar­ein­kunnir mennta­skóla­nem­anna birtar og kom þá í ljós að þær voru lægri en kenn­ara­möt nem­end­anna í nær 40 pró­sent til­vika. For­múlan virð­ist hafa gagn­ast nem­endum í einka­skólum sér­stak­lega, en hærra hlut­fall þeirra fengu hæstu ein­kunn en í sam­ræmdu próf­unum árin á und­an. 

For­múlan veitti nem­endum í rík­is­reknum mennta­skólum ekki jafn­mikla hækk­un, en hún refs­aði sér­stak­lega þeim nem­endum sem höfðu fengið lægri ein­kunnir á fyrri árum. 

Nið­ur­stöð­urnar vöktu mikla reiði meðal kenn­ara, sem sögðu þær vera ósann­gjarnar og óskilj­an­leg­ar. Síð­asta mánu­dag efndu nem­endur svo til mót­mæla­göngu að mennta­mála­ráðu­neyt­inu, líkt og sjá má á Twitt­er-­færsl­unni hér að neð­an. Í göng­unni hróp­uðu nem­end­urnir meðal ann­ars: „Ein­kunn­ir, ekki póst­núm­er!“

Beygt af leið

Þegar fjöl­miðlar báðu um við­brögð ráð­herr­ans við ein­kunn­irnar sagð­ist hann fyrst að stórar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lag­inu kæmu ekki til greina. Hann væri öruggur með að for­múlan leiddi til áreið­an­legrar og sann­gjarnrar nið­ur­stöð­u.  

Síð­ast­lið­inn mánu­dag skipti Willi­ams­son svo um skoðun og leyfði ein­kunnum úr kenn­ara­mötum að gilda í stað útreikn­aðra ein­kunna. Á sama tíma bað hann nem­endur sem höfðu fengið verri ein­kunnir vegna reikni­for­múl­unnar afsök­un­ar. 

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hefur ekki tjáð sig um málið þar sem hann er í sum­ar­fríi í Skotlandi þessa dag­ana. Hins vegar heldur The Guar­dian því fram að fram­tíð Willi­ams­son í emb­ætti mennta­mála­ráð­herra sé í hættu ef hann lendir í frek­ari vand­ræðum þegar skól­arnir opna í haust.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar