Umdeild formúla fyrir stúdentspróf í Englandi setur ráðherra í klemmu

Menntamálaráðherra Englands hefur mætt harðri gagnrýni fyrir að láta umdeilda reikniformúlu ákvarða stúdentseinkunnir í stað samræmdra prófa í vor. Í vikunni tók hann svo U-beygju til að reyna að komast til móts við gagnrýnina.

_mg_1814_raw_2005130012_9950749584_o.jpg
Auglýsing

„Þetta er kom­ið. Engin U-beygja, engin breyt­ing,“ sagði Gavin Willi­ams­son, mennta­mála­ráð­herra Eng­lands, í við­tali við the Times um ákvörðun sína um að meta útskrift­ar­ein­kunnir mennta­skóla­nem­anda með umdeildri reikni­for­múlu á laug­ar­dag­inn í síð­ustu viku. 

Tveimur dögum síðar hafði ráð­herr­anum þó snú­ist hugur og til­kynnti að kenn­ara­möt yrðu leyfð í stað reikni­for­múl­unn­ar. Willi­ams­son seg­ist hafa skipt um skoðun vegna nýrra upp­lýs­inga um galla reikni­for­múl­unn­ar, en breska blaðið The Guar­dian heldur því fram að hann hafi verið var­aður við for­múl­unni nokkrum sinnum í sum­ar. 

75 pró­sent rétt

Umrædd reikni­for­múla var búin til í kjöl­far þess að sam­dræmdum prófum mennta­skóla­nema, sem kölluð eru A-levels, var aflýst fyrr í vor vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar og ráð­herr­ann vildi finna leið til þess að ein­kunna­dreif­ing útskrift­ar­nema í ár yrði lík dreif­ingu fyrri ára.

Auglýsing

Nefnd á vegum breska þings­ins komst að þeirri nið­ur­stöðu fyrr í sumar að reikn­aðar ein­kunnir eftir dreif­ingu fyrri ára ætti á hættu  að mis­muna nem­endum úr ýmsum minni­hluta­hópum sem að með­al­tali fái lægri ein­kunn­ir. Þar að auki bár­ust áhyggju­raddir til mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins um að reikni­for­múlan yrði aðeins rétt í 75 pró­sent til­vika. „Ein­kunn­ir, ekki póst­núm­er!“

Á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku voru svo reikn­uðu útskrift­ar­ein­kunnir mennta­skóla­nem­anna birtar og kom þá í ljós að þær voru lægri en kenn­ara­möt nem­end­anna í nær 40 pró­sent til­vika. For­múlan virð­ist hafa gagn­ast nem­endum í einka­skólum sér­stak­lega, en hærra hlut­fall þeirra fengu hæstu ein­kunn en í sam­ræmdu próf­unum árin á und­an. 

For­múlan veitti nem­endum í rík­is­reknum mennta­skólum ekki jafn­mikla hækk­un, en hún refs­aði sér­stak­lega þeim nem­endum sem höfðu fengið lægri ein­kunnir á fyrri árum. 

Nið­ur­stöð­urnar vöktu mikla reiði meðal kenn­ara, sem sögðu þær vera ósann­gjarnar og óskilj­an­leg­ar. Síð­asta mánu­dag efndu nem­endur svo til mót­mæla­göngu að mennta­mála­ráðu­neyt­inu, líkt og sjá má á Twitt­er-­færsl­unni hér að neð­an. Í göng­unni hróp­uðu nem­end­urnir meðal ann­ars: „Ein­kunn­ir, ekki póst­núm­er!“

Beygt af leið

Þegar fjöl­miðlar báðu um við­brögð ráð­herr­ans við ein­kunn­irnar sagð­ist hann fyrst að stórar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lag­inu kæmu ekki til greina. Hann væri öruggur með að for­múlan leiddi til áreið­an­legrar og sann­gjarnrar nið­ur­stöð­u.  

Síð­ast­lið­inn mánu­dag skipti Willi­ams­son svo um skoðun og leyfði ein­kunnum úr kenn­ara­mötum að gilda í stað útreikn­aðra ein­kunna. Á sama tíma bað hann nem­endur sem höfðu fengið verri ein­kunnir vegna reikni­for­múl­unnar afsök­un­ar. 

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hefur ekki tjáð sig um málið þar sem hann er í sum­ar­fríi í Skotlandi þessa dag­ana. Hins vegar heldur The Guar­dian því fram að fram­tíð Willi­ams­son í emb­ætti mennta­mála­ráð­herra sé í hættu ef hann lendir í frek­ari vand­ræðum þegar skól­arnir opna í haust.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar