Umdeild formúla fyrir stúdentspróf í Englandi setur ráðherra í klemmu

Menntamálaráðherra Englands hefur mætt harðri gagnrýni fyrir að láta umdeilda reikniformúlu ákvarða stúdentseinkunnir í stað samræmdra prófa í vor. Í vikunni tók hann svo U-beygju til að reyna að komast til móts við gagnrýnina.

_mg_1814_raw_2005130012_9950749584_o.jpg
Auglýsing

„Þetta er kom­ið. Engin U-beygja, engin breyt­ing,“ sagði Gavin Willi­ams­son, mennta­mála­ráð­herra Eng­lands, í við­tali við the Times um ákvörðun sína um að meta útskrift­ar­ein­kunnir mennta­skóla­nem­anda með umdeildri reikni­for­múlu á laug­ar­dag­inn í síð­ustu viku. 

Tveimur dögum síðar hafði ráð­herr­anum þó snú­ist hugur og til­kynnti að kenn­ara­möt yrðu leyfð í stað reikni­for­múl­unn­ar. Willi­ams­son seg­ist hafa skipt um skoðun vegna nýrra upp­lýs­inga um galla reikni­for­múl­unn­ar, en breska blaðið The Guar­dian heldur því fram að hann hafi verið var­aður við for­múl­unni nokkrum sinnum í sum­ar. 

75 pró­sent rétt

Umrædd reikni­for­múla var búin til í kjöl­far þess að sam­dræmdum prófum mennta­skóla­nema, sem kölluð eru A-levels, var aflýst fyrr í vor vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar og ráð­herr­ann vildi finna leið til þess að ein­kunna­dreif­ing útskrift­ar­nema í ár yrði lík dreif­ingu fyrri ára.

Auglýsing

Nefnd á vegum breska þings­ins komst að þeirri nið­ur­stöðu fyrr í sumar að reikn­aðar ein­kunnir eftir dreif­ingu fyrri ára ætti á hættu  að mis­muna nem­endum úr ýmsum minni­hluta­hópum sem að með­al­tali fái lægri ein­kunn­ir. Þar að auki bár­ust áhyggju­raddir til mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins um að reikni­for­múlan yrði aðeins rétt í 75 pró­sent til­vika. „Ein­kunn­ir, ekki póst­núm­er!“

Á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku voru svo reikn­uðu útskrift­ar­ein­kunnir mennta­skóla­nem­anna birtar og kom þá í ljós að þær voru lægri en kenn­ara­möt nem­end­anna í nær 40 pró­sent til­vika. For­múlan virð­ist hafa gagn­ast nem­endum í einka­skólum sér­stak­lega, en hærra hlut­fall þeirra fengu hæstu ein­kunn en í sam­ræmdu próf­unum árin á und­an. 

For­múlan veitti nem­endum í rík­is­reknum mennta­skólum ekki jafn­mikla hækk­un, en hún refs­aði sér­stak­lega þeim nem­endum sem höfðu fengið lægri ein­kunnir á fyrri árum. 

Nið­ur­stöð­urnar vöktu mikla reiði meðal kenn­ara, sem sögðu þær vera ósann­gjarnar og óskilj­an­leg­ar. Síð­asta mánu­dag efndu nem­endur svo til mót­mæla­göngu að mennta­mála­ráðu­neyt­inu, líkt og sjá má á Twitt­er-­færsl­unni hér að neð­an. Í göng­unni hróp­uðu nem­end­urnir meðal ann­ars: „Ein­kunn­ir, ekki póst­núm­er!“

Beygt af leið

Þegar fjöl­miðlar báðu um við­brögð ráð­herr­ans við ein­kunn­irnar sagð­ist hann fyrst að stórar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lag­inu kæmu ekki til greina. Hann væri öruggur með að for­múlan leiddi til áreið­an­legrar og sann­gjarnrar nið­ur­stöð­u.  

Síð­ast­lið­inn mánu­dag skipti Willi­ams­son svo um skoðun og leyfði ein­kunnum úr kenn­ara­mötum að gilda í stað útreikn­aðra ein­kunna. Á sama tíma bað hann nem­endur sem höfðu fengið verri ein­kunnir vegna reikni­for­múl­unnar afsök­un­ar. 

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hefur ekki tjáð sig um málið þar sem hann er í sum­ar­fríi í Skotlandi þessa dag­ana. Hins vegar heldur The Guar­dian því fram að fram­tíð Willi­ams­son í emb­ætti mennta­mála­ráð­herra sé í hættu ef hann lendir í frek­ari vand­ræðum þegar skól­arnir opna í haust.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar