Mynd: Bára Huld Beck Drífa Snædal
Mynd: Bára Huld Beck

Forseti ASÍ fékk umboð til að undirrita tvenns konar yfirlýsingar

Eftir umræður á aukafundi miðstjórnar ASÍ í gærmorgun var ákveðið að leggja til atkvæða yfirlýsingu um samkomulag við Icelandair sem myndi binda enda deilur sambandsins við fyrirtækið. Yfirlýsingin var með lítillega breyttu orðalagi frá þeirri sem upphaflega var lögð fyrir fundinn en forseta var einnig gefinn slaki „til að undirrita yfirlýsinguna samkvæmt því sem var birt upphaflega“.

Í gær­morg­un, nánar til­tekið klukkan 8 að morgni, hófst auka­fundur mið­stjórnar Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Fund­ur­inn hafði verið boð­aður með skömmum fyr­ir­fara og fór fram í gegnum fjar­funda­bún­að. Fund­ur­inn stóð yfir í klukku­tíma og 21 mín­út­u. 

Til­efni fund­ar­ins var að Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, hafði haft sam­band og óskað eftir fundi með Drífu Snædal, for­seta ASÍ, og Berg­lindi Haf­steins­dótt­ur, for­manni Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ). Sam­kvæmt fund­ar­gerð auka­fund­ar­ins, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, hafði verið ljóst af þeim fundi að Icelandair vildi síður ganga í gegnum hluta­fjár­út­boð sitt, sem hófst klukku­tíma eftir auka­fund ASÍ, nema að „sátt ríkti um stöðu félags­ins á vinnu­mark­að­i“.

Sú sátt sem þyrfti að nást snýst um ákvörðun Icelandair að segja upp flug­freyjum og -þjónum félags­ins 17. júlí síð­ast­lið­inn, í miðri kjara­deilu. Auk þess gaf Icelandair það út í kjöl­farið að það hygð­ist semja við annað stétt­ar­fé­lag en FFÍ. ASÍ hafði sagt að bæði Icelandair og Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA), sem studdu ákvörðun Icelanda­ir, yrði stefnt fyrir Félags­dóm vegna máls­ins.

Auglýsing

Í grein sem birt­ist í Morg­un­­blað­inu á þriðju­dag kall­aði Drífa upp­­sagnir flug­­­þjóna og -freyja eina „gróf­­­­­ustu aðför að rétt­indum vinn­andi fólks hér á landi á síð­­­­­ari tím­um, aðför sem er þegar skráð á spjöld sög­unn­­­ar“. 

Þurftu að gang­ast við því að hafa brotið leik­reglur

For­seti ASÍ gerði þær skýru kröfur í sam­tal­inu við for­stjóra Icelandair að bæði félagið og SA þyrftu að hafa geng­ist við því að hafa brotið leik­reglur á vinnu­mark­aði. Úr varð að sett voru saman drög að sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu. Kjarn­inn greindi frá inni­haldi hennar í gær­morg­un.

Í yfir­lýs­ing­unni sem lögð var fyrir fund­inn sagði að aðilar væru sam­­mála um að lög­­­mæt og rétt við­brögð atvinn­u­rek­enda og stétt­­ar­­fé­laga í erf­iðum og lang­­dregnum kjara­­deilum ættu að fara eftir þeim leik­­reglum og lögum sem gildi í sam­­skiptum aðila vinn­u­­mark­aðar sam­­kvæmt lög­­­um. 

Síðan sagði: „Það við­brögð Icelanda­ir, þegar félagið taldi von­­laust um frek­­ari árangur í við­ræðum við Flug­­freyju­­fé­lag Íslands, að segja upp öllum starf­andi flug­­freyjum og flug­­­þjónum þann 17.7.2020 eru hörmuð enda brutu þau í bága við góðar sam­­skipta­­reglur sem aðilar vinn­u­­mark­að­­ar­ins vilja við­hafa. Icelandair telur nauð­­syn­­legt fyrir fram­­tíð félags­­ins að virða stétt­­ar­­fé­lög og sjálf­­stæðan samn­ings­rétt starfs­­fólks síns sem tryggir frið um starf­­semi félags­­ins á gild­is­­tíma kjara­­samn­inga og á meðan leitað er lausna í kjara­við­ræð­­um. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu sam­­starfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að end­­ur­vinna og efla traust sín á milli.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var eini miðstjórnarmaðurinn sem kaus gegn tillögunni.
Mynd: Bára Huld Beck

Með yfir­­lýs­ing­unni, yrði hún send út, áttu aðilar hennar að vera sam­­mála um að „með henni ljúki öllum deilum þeirra á milli um þá atburði sem áttu sér stað í sam­­skiptum þeirra þann 17.7.2020 og mun hvor­ugur aðila gera kröfur á hinn vegna þeirra“.

Verið að veita Icelandair „gott veð­ur“

Á fund­inum í gær­morgun las Drífa Snæ­dal yfir­lýs­ing­una upp og opn­aði síðan á umræð­ur. Í fund­ar­gerð fund­ar­ins segir að skiptar skoð­anir hafi verið á meðal mið­stjórn­ar­manna um hvort rétt væri að sam­þykkja yfir­lýs­ing­una og veita Icelandair þar með „gott veð­ur“ í hluta­fjár­út­boði félags­ins.

Þar tók­ust á sjón­ar­mið sem voru ann­ars vegar þau að með yfir­lýs­ing­unni væru Icelandair og SA að gang­ast við því að hafa gengið gegn leik­reglum á vinnu­mark­aði og komið illa fram við starfs­fólk sitt. „Slæmt gæti verið fyrir launa­fólk ef Icelandair færi í þrot og í stað­inn kæmu hingað ein­göngu lággjalda­flug­fé­lög með enga gilda kjara­samn­inga og sem eru þekkt fyrir að keyra niður laun starfs­fólks.“ 

Auglýsing

Hins vegar kom fram það sjón­ar­mið að með yfir­lýs­ingu væri verið að veita Icelandair ein­hvers konar synda­af­lausn. „Eðli­legra væri að fara með málið fyrir Félags­dóm. Eina ástæðan fyrir því að Icelandair kæmi nú til verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar væri að fjár­festar vildu ekki taka þátt í hluta­fjár­út­boð­inu og því væri eina von félags­ins að reiða sig á eft­ir­launa­sjóði launa­fólks.“

Vildu sterkara orða­lag

Í umræð­unum var minnt á að erfitt væri að segja til um hvernig mála­rekstur fyrir Félags­dómi myndi enda. Verka­lýðs­hreyf­ingin gæti allt eins tapað mál­inu og með yfir­lýs­ing­unni feng­ist ákveðin við­ur­kenn­ing á afstöðu henn­ar. 

Ein­hverjir fund­ar­manna töldu að orða­lagið í yfir­lýs­ing­unni þyrfti að  vera sterkara og að Icelandair þyrfti að gang­ast við því að hafa brotið lög í henni, í stað þess að hafa hagað sér „í bága við góðar sam­­skipta­­reglur sem aðilar vinn­u­­mark­að­­ar­ins vilja við­hafa“. Sam­kvæmt fund­ar­gerð­inni sagði lög­fræð­ingur ASÍ að orða­lag yfir­lýs­ing­ar­innar næði yfir lög­bundnar og ólög­bundnar reglur og hefðir og venj­ur. 

Ragnar Þór Ingólfsson telur að hlutafjárútboð Icelandair standi mjög tæpt og að það útskýri sáttarhönd félagsins í deilu þess við verkalýðsforystuna.
Mynd: Bára Huld Beck

Drífa sagði, eftir umræður um hvort að yfir­lýs­ingin sem Icelandair var til­búið að senda út tengd­ist hluta­fjár­út­boði félags­ins sem hófst í gær­morgun og mögu­legri þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í því, að það væri rétt.

Yfir­lýs­ingin kæmi til núna vegna hluta­fjár­út­boðs­ins. Í fund­ar­gerð­inni er haft eftir for­seta ASÍ að hún ætl­aði ekki að skipta sér af því sem líf­eyr­is­sjóðir gera, enda væri það ekki hennar hlut­verk. „Það væri hennar mat að dóm­stóla­leiðin sé alltaf áhættu­söm og rétt að leita lausna í sam­skiptum og samn­ingum og síður fyrir dóm­stól­um. Þá greindi hún frá því að hún hefði verið í sam­bandi við for­mann LÍV/VR [Ragnar Þór Ing­ólfs­son, sem sagði sig úr mið­stjórn ASÍ fyrr á þessu ári] og upp­lýst hann um stöð­una og hann væri sam­mála því að freista þess að fá sam­eig­in­lega yfir­lýs­ing­u.“

Umboð til að ganga frá báðum yfir­lýs­ing­unum

Að því loknu voru greidd atkvæði um lít­il­lega breytta yfir­lýs­ingu. Helstu breyt­ing­arnar voru þær að SA yrðu gerð með­sek Icelandair í orða­lagi hennar og að í stað orða­lags­ins „góðar sam­skipta­reglur sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins vilja við­hafa“ myndi koma „reglur um sam­skipti aðila vinnu­mark­að­ar­ins“.

Sá fyr­ir­vari var þó settur á þær breyt­ingar að for­seti ASÍ myndi freista þess að ná þeim í gegn en að hún hefði „slaka til að und­ir­rita yfir­lýs­ing­una sam­kvæmt því sem var birt upp­haf­lega“. Því voru báðar yfir­lýs­ing­arnar sam­þykktar og for­seta ASÍ veitt umboð til þess að ganga frá und­ir­ritun á annarri hvorri.

Tíu mið­stjórn­ar­menn sam­þykktu til­lögu Drífu, tveir sátu hjá og eitt atkvæði var greitt á móti. Annar þeirra sem sat hjá var Finn­bogi Svein­björns­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­fjarða. Hann gerði grein fyrir því að „hann sæti hjá ein­göngu þar sem hann vildi að text­inn frá mið­stjórn væri end­an­legur en ekki hægt að ganga til baka í fyrri texta“.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, var sú eina sem greiddi atkvæði á móti til­lög­unni og óskaði sér­stak­lega eftir því að því yrði komið á fram­færi við Icelandair að hún sem 2. vara­for­seti ASÍ og for­maður Efl­ingar væri ekki sam­þykk.

Reglu­­legur mið­­stjórn­­­ar­fundur innan ASÍ fór síðan fram eftir hádegið í gær. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var mik­ill hiti á þeim fundi vegna þess að yfir­lýs­ingin sem lögð var fram á auka­fund­inum um morg­un­inn hefði lekið út. Þar var rætt hvort mið­stjórn­ar­með­limir myndu kjósa aftur um yfir­lýs­ing­una, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans verður ekki af því. Því er umboð for­seta ASÍ um að ganga frá þeim á for­sendum morg­un­fund­ar­ins enn í fullu gildi.

Enn sem komið er hefur hvorug yfir­lýs­ingin verið und­ir­rit­uð, hvorki sú upp­runa­lega né sú breytta. 

Til­búnir að ganga lengra þegar þá vantar pen­ing

Hluta­fjár­­út­­­boð Icelandair Group, þar sem félagið ætlar að safna að minnsta kosti 20 millj­­örðum króna í nýtt hluta­­fé, hófst í gær­morg­un. Á meðal þeirra fjár­­­festa sem helstar vonir eru bundnar við að taki þátt í útboð­inu eru líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­­sjóð­­ur. Stétt­­ar­­fé­lögin VR og Efl­ing skipa stjórn­­­ar­­menn í báða sjóð­ina, en for­svar­s­­menn þeirra beggja hafa gagn­rýnt Icelandair harð­­lega und­an­far­ið. 

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir sem um ræðir fund­uðu í gær og í morgun til að taka ákvörðun um hvort þeir myndu taka þátt í útboð­inu eða ekki. Ekk­ert hefur verið opin­berað um afstöðu þeirra enn sem komið er. 

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, fagn­aði lend­ingu í málum ASÍ og Icelandair í sam­tali við Kjarn­ann í gær. VR skipar helm­ing stjórn­ar­manna í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna og er með stjórn­ar­for­mennsku þar sem stend­ur. 

Ragnar Þór sagði að hluta­fjár­­út­­­boð Icelandair stæði mjög tæpt og það útskýrði sátt­ar­hönd Icelandair í deil­unni. „Það hlýtur að vera lýsandi fyrir stemn­ing­una innan félags­­ins og meðal stjórn­­enda. Maður skynjar það og les úr þess­­ari miklu óvissu sem er í kringum hluta­fjár­­út­­­boðið og í kringum fram­­tíð félags­­ins. Alla­jafna hefði ég ekki talið – miðað við fram­­gang félags­­ins og stjórn­­enda Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins hingað til – að við ættum von á þessum mikla sátta­tón. En svo þegar vantar pen­inga þá eru menn til­­­búnir til að ganga lengra en þeir væru ann­­ars lík­­­legir til að ger­a.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar