221 dagur

Tæplega hundrað manns greindust með COVID-19 í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring í rúmlega hálft ár. Meirihlutinn var í sóttkví við greiningu. Fjórir liggja á gjörgæsludeild með sjúkdóminn.

Fólkið í eldlínunni: Þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, standa nú aftur í ströngu við að miðla upplýsingum til almennings og móta aðgerðir. Starfsfólk Landspítalans er aftur komið í hlífðarfatnaðinn.
Fólkið í eldlínunni: Þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, standa nú aftur í ströngu við að miðla upplýsingum til almennings og móta aðgerðir. Starfsfólk Landspítalans er aftur komið í hlífðarfatnaðinn.
Auglýsing

Frá því fyrsta smitið af kór­ónu­veirunni var greint hér á landi þann 28. febr­úar hafa 3.079 greinst með COVID-19, yfir 140 verið lagðir inn á sjúkra­hús og tíu lát­ist. Í gær greindust 99 smit inn­an­lands sem er mesti fjöldi á einum sól­ar­hring frá því þriðja bylgja far­ald­urs­ins hófst um miðjan sept­em­ber.  Fjórir liggja nú á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans vegna sjúk­dóms­ins.221 dagur er lið­inn frá því að COVID-19 greind­ist í fyrsta sinn hér á landi. Og  195 dagar eru síðan met­fjöldi nýrra smita greind­ist: 106 til­felli af COVID-19 greindust á einum sól­ar­hring. Fjöld­inn fór aldrei aftur yfir 100 í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Flest urðu þau 99 eftir þetta og það gerð­ist þann 1. apr­íl.„Við erum ekk­ert að grín­ast með þetta,“ hafði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna sagt nokkrum dögum fyrr. Á dag­legum upp­lýs­inga­fundum var hamrað á sömu skila­boð­un­um: Sam­staðan ein mun skila árangri. Allir verða að gæta að sér, þvo sér vel um hendur og spritta og halda tveggja metra fjar­lægð við næsta mann.

Auglýsing


Upp­lýs­inga­fund­irnir eru ekki eins tíðir í dag. Þeir eru nú yfir­leitt tvisvar sinnum í viku. Á þá mætir þrí­eykið enn og flytur okkur sömu skila­boð: Gætið að ykk­ur. Við verðum að standa sam­an.Ým­is­legt hefur breyst frá fyrstu bylgj­unni. Sótt­kví hefur verið stytt, hún er ekki lengur fjórtán dagar heldur lýkur eftir sjö daga með sýna­töku. Fólk er líka almennt styttri tíma í ein­angrun enda stöðugt verið að afla nýrrar þekk­ingar um sjúk­dóm­inn. Fleiri sýni eru tekin nú en í fyrstu bylgj­unni og 1 metra regla hefur tekið við af tveggja metra regl­unni.En að sama skapi erum við komin á svip­aðar slóðir að mörgu leyti. Sam­komur hafa aftur verið tak­mark­aðar við 20 manns. Háskóla- og fram­halds­skóla­nemar sitja flestir við tölvur sínar heima í stað þess að mæta í bygg­ingar skóla sinna. Hús­næði lík­ams­rækt­ar­stöðva eru lokuð og sótt­varna­læknir hvetur fólk til að vinna heima. Und­an­þágur frá sam­komu­tak­mörk­unum hafa verið veittar þjóð­hags­lega mik­il­vægum fyr­ir­tækj­um, svo sem mat­væla­fyr­ir­tækj­um.Í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins greindust 1.810 með kór­ónu­veiruna. Í þriðju bylgj­unni, sem hófst að mati vís­inda­fólks við Háskóla Íslands þann 11. sept­em­ber, eða á 25 dögum hafa 879 greinst. Það er 223 færri en á jafn mörgum dögum í upp­hafi fyrstu bylgj­unn­ar.„Þetta er allt öðru­vísi en í vor,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í gær. Hann tekur undir með Thor Aspelund líf­töl­fræð­ingi sem sagði í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að þriðja bylgjan væri óút­reikn­an­legri en sú fyrsta. Erf­ið­ara sé að ná utan um far­ald­ur­inn nú en þá. „Það er við­búið að það muni ekki takast að keyra veiruna jafn mikið niður og okkur tókst í vor vegna þess að veiran hefur náð að grafa sig meira niður í sam­fé­lag­inu. Þetta er allt öðru­vísi en þetta var í vor.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent