221 dagur

Tæplega hundrað manns greindust með COVID-19 í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring í rúmlega hálft ár. Meirihlutinn var í sóttkví við greiningu. Fjórir liggja á gjörgæsludeild með sjúkdóminn.

Fólkið í eldlínunni: Þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, standa nú aftur í ströngu við að miðla upplýsingum til almennings og móta aðgerðir. Starfsfólk Landspítalans er aftur komið í hlífðarfatnaðinn.
Fólkið í eldlínunni: Þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, standa nú aftur í ströngu við að miðla upplýsingum til almennings og móta aðgerðir. Starfsfólk Landspítalans er aftur komið í hlífðarfatnaðinn.
Auglýsing

Frá því fyrsta smitið af kór­ónu­veirunni var greint hér á landi þann 28. febr­úar hafa 3.079 greinst með COVID-19, yfir 140 verið lagðir inn á sjúkra­hús og tíu lát­ist. Í gær greindust 99 smit inn­an­lands sem er mesti fjöldi á einum sól­ar­hring frá því þriðja bylgja far­ald­urs­ins hófst um miðjan sept­em­ber.  Fjórir liggja nú á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans vegna sjúk­dóms­ins.221 dagur er lið­inn frá því að COVID-19 greind­ist í fyrsta sinn hér á landi. Og  195 dagar eru síðan met­fjöldi nýrra smita greind­ist: 106 til­felli af COVID-19 greindust á einum sól­ar­hring. Fjöld­inn fór aldrei aftur yfir 100 í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Flest urðu þau 99 eftir þetta og það gerð­ist þann 1. apr­íl.„Við erum ekk­ert að grín­ast með þetta,“ hafði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna sagt nokkrum dögum fyrr. Á dag­legum upp­lýs­inga­fundum var hamrað á sömu skila­boð­un­um: Sam­staðan ein mun skila árangri. Allir verða að gæta að sér, þvo sér vel um hendur og spritta og halda tveggja metra fjar­lægð við næsta mann.

Auglýsing


Upp­lýs­inga­fund­irnir eru ekki eins tíðir í dag. Þeir eru nú yfir­leitt tvisvar sinnum í viku. Á þá mætir þrí­eykið enn og flytur okkur sömu skila­boð: Gætið að ykk­ur. Við verðum að standa sam­an.Ým­is­legt hefur breyst frá fyrstu bylgj­unni. Sótt­kví hefur verið stytt, hún er ekki lengur fjórtán dagar heldur lýkur eftir sjö daga með sýna­töku. Fólk er líka almennt styttri tíma í ein­angrun enda stöðugt verið að afla nýrrar þekk­ingar um sjúk­dóm­inn. Fleiri sýni eru tekin nú en í fyrstu bylgj­unni og 1 metra regla hefur tekið við af tveggja metra regl­unni.En að sama skapi erum við komin á svip­aðar slóðir að mörgu leyti. Sam­komur hafa aftur verið tak­mark­aðar við 20 manns. Háskóla- og fram­halds­skóla­nemar sitja flestir við tölvur sínar heima í stað þess að mæta í bygg­ingar skóla sinna. Hús­næði lík­ams­rækt­ar­stöðva eru lokuð og sótt­varna­læknir hvetur fólk til að vinna heima. Und­an­þágur frá sam­komu­tak­mörk­unum hafa verið veittar þjóð­hags­lega mik­il­vægum fyr­ir­tækj­um, svo sem mat­væla­fyr­ir­tækj­um.Í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins greindust 1.810 með kór­ónu­veiruna. Í þriðju bylgj­unni, sem hófst að mati vís­inda­fólks við Háskóla Íslands þann 11. sept­em­ber, eða á 25 dögum hafa 879 greinst. Það er 223 færri en á jafn mörgum dögum í upp­hafi fyrstu bylgj­unn­ar.„Þetta er allt öðru­vísi en í vor,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í gær. Hann tekur undir með Thor Aspelund líf­töl­fræð­ingi sem sagði í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að þriðja bylgjan væri óút­reikn­an­legri en sú fyrsta. Erf­ið­ara sé að ná utan um far­ald­ur­inn nú en þá. „Það er við­búið að það muni ekki takast að keyra veiruna jafn mikið niður og okkur tókst í vor vegna þess að veiran hefur náð að grafa sig meira niður í sam­fé­lag­inu. Þetta er allt öðru­vísi en þetta var í vor.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent