Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu

Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.

Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Auglýsing

Ný útlán banka til heim­ila lands­ins, að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðsl­um, þar sem tekin eru veð í íbúð námu 214,5 millj­örðum króna. Það er er 127 pró­sent aukn­ing á slíkum hús­næð­is­lánum frá sama tíma­bili í fyrra. Um er að ræða lán sem veitt eru af uppi­stöðu af þremur bönk­um: Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Arion banka. 

Ef fram fer sem horfir munu ný hús­næðis­út­lán bank­anna verða meiri í ár en þau voru sam­an­lagt árinu 2018 og 2019. 

Aukn­ingin á þessu ári nær öll átt sér stað á síð­ustu fimm mán­uð­um, eða frá byrjun maí­mán­að­ar. Í þeim mán­uði lækk­aði Seðla­banki Íslands stýri­vexti sína niður í eitt pró­sent og vaxta­kjör bank­anna tóku stakka­skiptum í kjöl­far­ið. 

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands.

Heim­ilin flýja verð­trygg­ing­una

Heim­ili lands­ins hafa nýtt þessa stöðu til að yfir­gefa verð­trygg­ing­una. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 veittu bank­arnir 225,8 millj­arða króna í ný óverð­tryggð útlán á meðan að umfang verð­tryggðra lána dróst saman um 11,3 millj­arða króna. Þetta er umtals­verður við­snún­ingur frá síð­asta ári þegar heim­ilin tóku alls ný verð­tryggð lán hjá bönkum fyrir 41,6 millj­arða króna og ný óverð­tryggð útlán fyrir 86,6 millj­arðar króna. Hlut­fall óverð­tryggðra nýrra útlána hjá bönkum lands­ins fór því úr að vera 67,5 pró­sent í að vera 105 pró­sent.

Auglýsing
Á öllu árinu 2019 voru 83 pró­sent allra nýrra óverð­tryggðra hús­næð­is­lána hjá bönkum tekin á breyti­legum vöxt­um. Það þýðir að vext­irnir geta hækkað eða lækkað í takti við stýri­vaxta­á­kvarð­anir Seðla­banka Íslands. frá byrjun árs 2020 og út sept­em­ber síð­ast­lið­ins veittu bank­arnir hins vegar 231 millj­arð króna í ný hús­næð­is­lán á breyti­legum vöxtum á meðan að taka á lánum með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára, sem verja lán­tak­endur fyrir sveiflum en geta svipt þá ábata af lágu vaxt­ar­stigi til lengri tíma, dróg­ust sam­an. 

Hríð­lækk­andi óverð­tryggðir vextir

Stýri­vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans hafa leitt til þess að óverð­tryggðir hús­næð­is­lána­vextir þriggja stærstu bank­anna hafa hríð­lækk­að. Breyti­legir óverð­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­bank­ans og Íslands­banka eru nú til að mynda 3,5 pró­­sent. Á sam­­­bæri­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­­­sent. Í upp­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­legir óverð­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­sent. 

Sam­hliða hefur verð­­bólga hækkað nokkuð skarpt, með til­­heyr­andi áhrifum á verð­­tryggð lán. Í lok apríl var hún 2,2 pró­­sent og undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miði Seðla­­bank­ans. Nú er hún 3,5 pró­­sent og einu pró­­sent­u­­stigi yfir því.

Þessi þróun hefur leitt til þess að heim­ili lands­ins hafa kosið með fót­unum og fært sig yfir í óverð­tryggð lán af miklum kraft­i. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir missa leið­andi stöðu

Heim­ilin hafa ekki bara verið að flýja verð­trygg­ing­una, heldur hafa þau líka fært sig í bíl­förmum úr við­skiptum hjá líf­eyr­is­sjóð­um, sem árum saman buðu upp á bestu kjörin á hús­næð­is­lána­mark­aði, og yfir til bank­anna. Þeir hafa ekki fylgt með í þeirri lækk­un­ar­hr­inu sem orðið hefur á þessu ári og stærstu sjóð­irnir hafa frekar mark­visst verið að reyna að draga úr eft­ir­spurn eftir hús­næð­is­lánum hjá sér á und­an­förnum árum.

Sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­­sjóða hafa greitt upp lán hjá þeim fyrir tíu millj­­arða króna umfram það sem sjóð­irnir lán­uðu út á tveimur mán­uð­­um. Í júlí námu upp­­greiðslur líf­eyr­is­­sjóðs­lána 5,1 millj­­arði króna umfram ný lán og í ágúst var sú upp­­hæð tæp­­lega 4,9 millj­­arðar króna. 

Flótt­inn er mestur úr verð­­tryggðum lánum sjóð­anna. Alls voru greidd upp 3,8 millj­­arðar króna af slíkum umfram ný útlán í júlí og tæp­­lega fimm millj­­arðar króna í ágúst. Heild­­ar­­fjöldi útlána líf­eyr­is­­sjóða til sjóðs­fé­laga hefur dreg­ist saman um 2.225 tals­ins frá því í lok maí, þegar hann náði hámarki í 41.276 útlán­­um. 

Síð­­­ustu tveir mán­uð­irnir sem töl­­urnar ná yfir, júlí og ágúst 2020, eru einu mán­uð­irnir síðan í byrjun árs 2009 þar sem upp­­greiðslur líf­eyr­is­­sjóðs­lána eru meiri en nýjar lán­tök­­ur. Sam­an­­tektir Seðla­­banka Íslands ná ekki lengur aftur en til þess tíma, þ.e. jan­úar 2009.

Boð­aði dauða verð­trygg­ing­ar­innar

Það vakti mikla athygli í sumar þegar Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði í við­tali við Frétta­blaðið að verð­trygg­ingin væri að deyja út. Orð­rétt sagði hann: „Verð­trygg­ingin var upp­haf­lega sett á vegna þess að við réðum ekki við verð­bólg­una. Núna eru tím­arnir breytt­ir. Í fyrsta sinn er það raun­veru­legur val­kostur fyrir heim­ilin að skipta yfir í nafn­vexti og þannig afnema verð­trygg­ing­una að eigin frum­kvæði af sínum lán­um. Þetta eru mikil tíma­mót og fela í sér að verð­trygg­ingin mun deyja út.“

Það ber­ast þó mis­vísandi skila­boð úr Seðla­bank­anum um hversu góð staða þetta sé. 

Rann­veig Sig­­­­urð­­­­ar­dótt­ir, vara­­­­seðla­­­­banka­­­­stjóri pen­inga­­­­mála í Seðla­­­­banka Íslands, lýsti til að mynda yfir áhyggjum af þess­­­ari þróun á blaða­­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­­stefn­unni og fjár­­­­­­­mála­­­­stöð­ug­­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­­legum vöxt­­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­­tíð­­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila.“

Í nýjasta Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­bank­ans segir að aukn­ing óverð­tryggðra lána með breyti­legum vöxtum geri heim­ilin næm­ari fyrir vaxta­hækk­unum þar sem hækkun vaxta eyk­ur­ greiðslu­byrði þeirra meira en flestra ann­arra láns­forma sem í boði eru. „Betri dreif­ing skulda heim­ila milli ólíkra vaxta­við­miða, verð­tryggðra og óverð­tryggðra, fastra og fljót­andi, dregur úr áhættu vegna skuld­setn­ingar heim­il­anna í heild sinn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar