Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu

Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.

Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Auglýsing

Ný útlán banka til heimila landsins, að frádregnum uppgreiðslum og umframgreiðslum, þar sem tekin eru veð í íbúð námu 214,5 milljörðum króna. Það er er 127 prósent aukning á slíkum húsnæðislánum frá sama tímabili í fyrra. Um er að ræða lán sem veitt eru af uppistöðu af þremur bönkum: Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka. 

Ef fram fer sem horfir munu ný húsnæðisútlán bankanna verða meiri í ár en þau voru samanlagt árinu 2018 og 2019. 

Aukningin á þessu ári nær öll átt sér stað á síðustu fimm mánuðum, eða frá byrjun maímánaðar. Í þeim mánuði lækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti sína niður í eitt prósent og vaxtakjör bankanna tóku stakkaskiptum í kjölfarið. 

Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands.

Heimilin flýja verðtrygginguna

Heimili landsins hafa nýtt þessa stöðu til að yfirgefa verðtrygginguna. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 veittu bankarnir 225,8 milljarða króna í ný óverðtryggð útlán á meðan að umfang verðtryggðra lána dróst saman um 11,3 milljarða króna. Þetta er umtalsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar heimilin tóku alls ný verðtryggð lán hjá bönkum fyrir 41,6 milljarða króna og ný óverðtryggð útlán fyrir 86,6 milljarðar króna. Hlutfall óverðtryggðra nýrra útlána hjá bönkum landsins fór því úr að vera 67,5 prósent í að vera 105 prósent.

Auglýsing
Á öllu árinu 2019 voru 83 prósent allra nýrra óverðtryggðra húsnæðislána hjá bönkum tekin á breytilegum vöxtum. Það þýðir að vextirnir geta hækkað eða lækkað í takti við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands. frá byrjun árs 2020 og út september síðastliðins veittu bankarnir hins vegar 231 milljarð króna í ný húsnæðislán á breytilegum vöxtum á meðan að taka á lánum með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára, sem verja lántakendur fyrir sveiflum en geta svipt þá ábata af lágu vaxtarstigi til lengri tíma, drógust saman. 

Hríðlækkandi óverðtryggðir vextir

Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa leitt til þess að óverðtryggðir húsnæðislánavextir þriggja stærstu bankanna hafa hríðlækkað. Breytilegir óverð­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­bank­ans og Íslandsbanka eru nú til að mynda 3,5 pró­sent. Á sam­­bæri­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­­sent. Í upp­hafi árs í fyrra voru breyti­legir óverð­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­sent. 

Sam­hliða hefur verð­bólga hækkað nokkuð skarpt, með til­heyr­andi áhrifum á verð­tryggð lán. Í lok apríl var hún 2,2 pró­sent og undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans. Nú er hún 3,5 pró­sent og einu pró­sentu­stigi yfir því.

Þessi þróun hefur leitt til þess að heimili landsins hafa kosið með fótunum og fært sig yfir í óverðtryggð lán af miklum krafti. 

Lífeyrissjóðirnir missa leiðandi stöðu

Heimilin hafa ekki bara verið að flýja verðtrygginguna, heldur hafa þau líka fært sig í bílförmum úr viðskiptum hjá lífeyrissjóðum, sem árum saman buðu upp á bestu kjörin á húsnæðislánamarkaði, og yfir til bankanna. Þeir hafa ekki fylgt með í þeirri lækkunarhrinu sem orðið hefur á þessu ári og stærstu sjóðirnir hafa frekar markvisst verið að reyna að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum hjá sér á undanförnum árum.

Sjóðsfélagar líf­eyr­is­sjóða hafa greitt upp lán hjá þeim fyrir tíu millj­arða króna umfram það sem sjóð­irnir lán­uðu út á tveimur mán­uð­um. Í júlí námu upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána 5,1 millj­arði króna umfram ný lán og í ágúst var sú upp­hæð tæp­lega 4,9 millj­arðar króna. 

Flótt­inn er mestur úr verð­tryggðum lánum sjóð­anna. Alls voru greidd upp 3,8 millj­arðar króna af slíkum umfram ný útlán í júlí og tæp­lega fimm millj­arðar króna í ágúst. Heild­ar­fjöldi útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðsfélaga hefur dreg­ist saman um 2.225 tals­ins frá því í lok maí, þegar hann náði hámarki í 41.276 útlán­um. 

Síð­ustu tveir mán­uð­irnir sem töl­urnar ná yfir, júlí og ágúst 2020, eru einu mán­uð­irnir síðan í byrjun árs 2009 þar sem upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána eru meiri en nýjar lán­tök­ur. Sam­an­tektir Seðla­banka Íslands ná ekki lengur aftur en til þess tíma, þ.e. jan­úar 2009.

Boðaði dauða verðtryggingarinnar

Það vakti mikla athygli í sumar þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við Fréttablaðið að verðtryggingin væri að deyja út. Orðrétt sagði hann: „Verðtryggingin var upphaflega sett á vegna þess að við réðum ekki við verðbólguna. Núna eru tímarnir breyttir. Í fyrsta sinn er það raunverulegur valkostur fyrir heimilin að skipta yfir í nafnvexti og þannig afnema verðtrygginguna að eigin frumkvæði af sínum lánum. Þetta eru mikil tímamót og fela í sér að verðtryggingin mun deyja út.“

Það berast þó misvísandi skilaboð úr Seðlabankanum um hversu góð staða þetta sé. 

Rann­veig Sig­­­urð­­­ar­dótt­ir, vara­­­seðla­­­banka­­­stjóri pen­inga­­­mála í Seðla­­­banka Íslands, lýsti til að mynda yfir áhyggjum af þess­­ari þróun á blaða­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­stefn­unni og fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­legum vöxt­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­tíð­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila.“

Í nýjasta Fjármálastöðugleikariti Seðlabankans segir að aukning óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum geri heimilin næmari fyrir vaxtahækkunum þar sem hækkun vaxta eykur greiðslubyrði þeirra meira en flestra annarra lánsforma sem í boði eru. „Betri dreifing skulda heimila milli ólíkra vaxtaviðmiða, verðtryggðra og óverðtryggðra, fastra og fljótandi, dregur úr áhættu vegna skuldsetningar heimilanna í heild sinni.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar