Mynd: Pexels

Reykvíkingar með félagsþjónustu höfuðborgarsvæðisins á herðunum

Íbúar í Reykjavík borga hver og einn sjö sinnum hærri fjárhæð í fjárhagsaðstoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda en íbúar á Seltjarnarnesi. Þeir greiða tvöfalt meira fyrir alla veitta félagsþjónustu en íbúar í Kópavogi og Garðabæ. Og draga líka vagninn þegar kemur að uppbyggingu á húsnæði fyrir lágtekjuhópa.

Á árinu 2019 fóru 26 pró­sent af þeim skatt­tekjum sem Reykja­vík­ur­borg inn­heimti í að standa undir ýmis­konar félags­þjón­ustu. Ekk­ert hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kemst nálægt því að nota jafn mikið af inn­heimtum skatt­tekjum sínum í þann mála­flokk. Mos­fells­bær kemst næst því, þar fór 20 pró­sent af inn­heimtum skatt­tekjum í félags­þjón­ustu. Í Kópa­vogi (14 pró­sent) og Garðabæ (15 pró­sent) var hlut­fallið hins vegar lægst.

Þetta má lesa út úr lyk­il­tölum úr rekstri sveit­ar­fé­laga á árinu 2019 sem Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga birti í lok nóv­em­ber. 

Þar kemur fram að hver íbúi í Reykja­vík greiddi 256 þús­und krónur í fyrra í kostnað vegna félags­þjón­ustu sem borg­inn veitti. Um er að ræða fjár­hags­að­stoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda, þjón­ustu við börn og ung­linga, þjón­ustu við fatlað fólk og aldr­aða og ýmis­legt annað sem fellur undir mála­flokk­inn. 

Auglýsing

Það er mun meira en íbúar allra nágranna­sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­innar greiddu. Mos­fells­bær kemst næst því að axla álíka hluta af félags­legu þjón­ust­unni en kostn­aður á hvern íbúa þar var 219 þús­und krónu í fyrra. Hver íbúi í Kópa­vogi borgar um helm­ing þess sem íbúi í Reykja­vík borgar í félags­þjón­ust­una, eða 130 þús­und krónur á ári. Íbúi í Garðabæ borgar litlu meira, eða 136 þús­und krón­ur. 

Reykja­vík er eina sveit­ar­fé­lagið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem inn­heimtir hámarks­út­svar, 14,52 pró­sent. Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vogur og Mos­fells­bær eru ekki langt und­an, þau rukka 14,48 pró­sent í útsvar, en í Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nesi er útsvarspró­sentan 13,7 pró­sent. 

Það þýðir á manna­máli að íbúar í Reykja­vík borga hærra hlut­fall af launum sínum í skatta til að standa undir rekstri sveit­ar­fé­lags­ins en þeir sem búa í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar. Stór ástæða þess er sú að Reykja­vík axlar langstærstan hluta þess kostn­aðar sem fellur til vegna félags­legrar þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lögum er gert að veita. 

Sjö sinnum hærri fjár­hæð vegna fjár­hags­að­stoðar

Það er sama hvar er drepið nið­ur, Reykja­vík er alltaf að veita lang­mestu félags­legu þjón­ust­una. Mest slá­andi er mun­ur­inn þegar kemur að fjár­hags­að­stoð sem sveit­ar­fé­lögin veita íbú­um. Sveit­ar­fé­lögum er skylt að veita fjár­hags­að­stoð til fram­færslu ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem ekki geta séð sér og sínum far­borða án aðstoð­ar. Í Reykja­vík getur fjár­hags­að­stoð til ein­stak­lings verið allt að 207.709 krónur á mán­uði og hjón eða sam­búð­ar­fólk getur fengið sam­tals allt að 332.333 krónur á mán­uði. Í öðrum sveit­ar­fé­lögum eru greiðslur að jafn­aði lægri. Það þýðir að það borgar sig bein­línis fyrir þá sem þurfa á fjár­hags­að­stoð að halda að flytja sig til Reykja­vík­ur. Þar af leið­andi eru mun fleiri sem þurfa á henni að halda búsettir þar en í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Hver íbúi í Reykja­vík­ur­borg borg­aði 21 þús­und krónur með sköttum sínum í fjár­hags­að­stoð í fyrra. Á sama tíma greiddi íbúi á Sel­tjarn­ar­nesi þrjú þús­und krónur vegna fjár­hags­að­stoðar og hver íbúi í Garðabæ greiddi fjögur þús­und krón­ur. Með öðrum orðum borg­aði hver Reyk­vík­ingur sjö sinnum meira fyrir félags­lega fram­færslu þeirra íbúa borg­ar­innar sem þurftu á henni að halda en íbúar á Sel­tjarn­ar­nesi gerð­u. 

Mos­fells­bær, það sveit­ar­fé­lag Krag­ans svo­kall­aða sem kemst næst Reykja­vík í hlut­falls­legri eyðslu í félags­lega þjón­ustu, stendur sig vel þegar kemur að kostn­aði við fatl­aða. Kostn­aður vegna hennar tekur til útgjalda vegna stuðn­ings­þjón­ustu, ferða­þjón­ustu fatl­aðra, frek­ari lið­veislu, búsetu, skamm­tíma­vist­unar fyrir fatl­aða, dag­þjón­ustu og ann­arrar þjón­ustu fyrir fatl­aða. Hver íbúi í Mos­fellsbæ greiðir 139 þús­und krónur á ári vegna þess­arar þjón­ustu. Íbúar í Reykja­vík greiða næst mest á mann, eða 108 þús­und krónur og íbúar í Hafn­ar­firði greiða 100 þús­und. Íbúar í Kópa­vogi greiða minnst, eða 60 þús­und krónur hver, og íbúar Sel­tjarn­ar­ness koma þar skammt á eftir með 76 þús­und krónur hver. 

Auglýsing

Þegar kemur að kostn­aði vegna þjón­ustu við aldrað fólk, sem felur í sér útgjöld vegna  dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ila, dagdval­ar, stuðn­ings­þjón­ustu, tóm­stunda­starf og ann­arrar þjón­ustu við aldr­aða íbúa, standa Mos­fells­bær (59 þús­und krónur á íbúa) og Reykja­vík (56 þús­und krónur á íbúa) áfram upp úr. Minnstur er kostn­að­ur­inn vegna þjón­ustu við aldr­aða í Garðabæ (17 þús­und krónur á íbúa) og í Hafn­ar­fjarð­arbæ (18 þús­und krónur á íbú­a).

36 pró­sent íbúa en byggja 73 pró­sent almennra íbúða

Reykja­vík dregur líka vagn­inn í upp­bygg­ingu á hús­næði fyrir þá hópa sem eru með lægstu tekj­urn­ar. Síðar þegar birtar voru tölur um félags­legt hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fyrir tveimur árum síð­an, voru þrjár af hverjum fjórum slíkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í Reykja­vík. Kjarn­inn hefur ítrekað kallað eftir upp­færðum tölum um félags­legar íbúðir frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun síðan þá, en án árang­ur­s. 

Kjarn­inn greindi síðan frá því fyrir um mán­uði síðan að íslenska ríkið hafi alls úthlutað 15,3 millj­örðum króna í stofn­fram­lög vegna almennra íbúða á land­inu öllu frá árinu 2016, þegar lög um slík fram­lög voru sett. 

Þar af hafa 11,2 millj­arðar króna farið í fram­lög vegna upp­bygg­ingar á íbúðum í Reykja­vík sem nýtt hafa verið til annað hvort að kaupa eða byggja alls 1.923 íbúð­ir.

Allt í allt þá hafa verið veitt stofn­fram­lög úr rík­is­sjóði til að byggja 2.625 íbúðir á land­inu öllu, sem þýðir að 73 pró­sent af almennu íbúð­unum sem hafa annað hvort verið keyptar, byggðar eða eru í bygg­ingu eru í Reykja­vík. 

Alls búa 133.109 manns í höf­uð­borg­inni, eða 36 pró­sent lands­manna. Það þýðir að Reykja­vík er að taka á sig næstum tvö­faldan hluta af upp­bygg­ingu almenna íbúða­kerf­is­ins en hlut­fall íbúa borg­ar­innar segir til um. 

Lög um almennar íbúðir voru sam­­þykkt sum­­­arið 2016. Hið nýja íbúða­­­kerfi er til­­­raun til að end­­­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­­­­­lega hús­næð­is­­­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­­­­­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­­­­­legum íbúðum fækk­­­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

Mark­mið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­ar­­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig sé stuðlað að því að hús­næð­is­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­aði ekki yfir 25 pró­­sent af tekjum þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar