Tæplega tólf þúsund manns hafa verið án atvinnu í meira en hálft ár

Þeim sem hafa verið atvinnulausir í að minnsta kosti hálft ár hefur fjölgað um 200 prósent á einu ári. Þeim fjölgaði um rúmlega 900 í janúar. Alls eru 26.403 án atvinnu að öllu leyti eða hluta hérlendis.

Mikill samdráttur í byggingaframkvæmdum vegna ferðaþjónustu, t.d. í tengslum við byggingu hótela, hefur vigtað inn í aukið atvinnuleysi.
Mikill samdráttur í byggingaframkvæmdum vegna ferðaþjónustu, t.d. í tengslum við byggingu hótela, hefur vigtað inn í aukið atvinnuleysi.
Auglýsing

Alls höfðu 11.780 manns verið án atvinnu í lengri tíma en sex mán­uði hér­lendis í lok jan­ú­ar­mán­að­ar. Þeim fjölg­aði um 902 á milli mán­aða og hafa aldrei verið fleiri frá því að mæl­ingar Vinnu­mála­stofn­unar á atvinnu­leysi hófust.  Í jan­úar 2020 höfðu 3.920 manns verið án atvinnu í að minnsta kosti sex mán­uði. Því hefur fjölgað um 200 pró­sent í þessum hópi á einu ári. 

Af þeim sem voru atvinnu­lausir um síð­ustu mán­aða­mót höfðu 4.508 verið án atvinnu í meira en eitt ár, sem er aukn­ing um 155 pró­sent frá því í jan­úar í fyrra. Þeim sem hafa verið atvinnu­lausir í sex til tólf mán­uði hefur fjölgað um 240 pró­sent á einu ári.

Þetta má lesa út úr tölum sem Vinnu­mála­stofnun birti í nýlið­inni viku.  

Alls voru 21.809 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu í lok jan­ú­ar­mán­aðar og 4.594 voru á hluta­bóta­leið­inni svoköll­uðu. Það þýðir að sam­tals voru 26.403 atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti um síð­ustu mán­aða­mót. Sam­an­lagt atvinnu­leysi í almenna bóta­kerf­inu og minnk­aða starfs­hlut­fall­inu var 12,8 pró­sent í jan­ú­ar. 

Auglýsing
Til sam­an­burðar náði atvinnu­leysi hlut­falls­legu hámarki snemma árs 2010 eftir banka­hrun­ið, þegar það var 9,3 pró­sent. Flestir ein­stak­lingar voru þá atvinnu­lausir í mars 2009, alls 16.822 tals­ins. Hluti þess erlenda vinnu­afls sem hafði streymt til Íslands í aðdrag­anda hruns­ins sneri hins vegar til baka þá og við það fækk­aði atvinnu­lausum umtals­vert. Nú eru um tíu þús­und fleiri án atvinnu að öllu leyti eða hluta en voru þegar mest var eftir banka­hrun­ið.

Atvinnu­leysi á meðal erlendra orðið 26 pró­sent

Erlenda vinnu­aflið sem mann­aði störf á Íslandi í síð­asta góð­æri er ekki að fara aftur til upp­runa­landa sinna. Þvert á móti hefur erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi fjölgað frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á.

Alls voru 51.367 erlendir rík­­is­­borg­­arar skráðir á Íslandi í byrjun des­em­ber 2020. Í lok síð­asta mán­aðar mæld­ist atvinn­u­­leysi á meðal þeirra um 24 pró­­sent, enda 8.794 erlendir atvinnu­leit­endur án atvinnu, á meðan að almennt atvinn­u­­leysi í land­inu var 11,6 pró­­sent. Að teknu til­liti til þeirra sem voru á hluta­bótum var heild­ar­at­vinnu­leysi erlendra rík­is­borg­ara nálægt 26 pró­sent. Rúm­­lega 40 pró­­sent allra sem voru atvinn­u­­lausir að öllu leyti voru því erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar á atvinnu­leys­is­skrá án minnk­aðs starfs­hlut­falls komu frá Pól­landi eða 4.284 sem er tæpur helm­ingur allra erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leys­is­skrá. Því næst koma Lit­há­ar, Lettar og Rúm­enar en færri af öðrum þjóð­ern­um.

Erfitt að láta enda ná saman

Kjarn­inn greindi í lið­inni viku frá nið­ur­stöðu könn­unar sem lögð var fyrir félaga í aðild­­ar­­fé­lögum Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ) og BSRB í nóv­­em­ber og des­em­ber 2020 þar sem staða launa­­fólks var könn­uð. 

Könn­unin var gerð af Vörðu, rann­­sókn­­ar­­stofnun vinn­u­­mark­að­­ar­ins, sem ASÍ og BSB settu á fót í fyrra. 

Þar kom fram að um fjórð­ungur launa­­fólks á erfitt með að láta enda ná saman sem stendur og fimmt­ungur þess getur ekki mætt óvæntum útgjöld­­um. Þeir sem eru atvinn­u­­lausir eiga erf­ið­­ast með að láta enda ná sama og fleiri í hópi þeirra hafa þegið mat­­ar- eða fjár­­hags­að­­stoð og líða efn­is­­legan skort en í öðrum hóp­­um. 

Fjár­­hags­­staða inn­­flytj­enda er verri en þeirra sem telj­­ast til inn­­­fæddra Íslend­inga. Þeir eiga erf­ið­­ara með að láta enda ná sam­an, líða frekar efn­is­­legan skort en inn­­­fæddir og hafa þegið mat­­ar- og/eða fjár­­hags­að­­stoð í meira mæli. 

And­­legt heilsu­far inn­­flytj­enda mæld­ist líka verra en inn­­­fæddra en lík­­am­­legt heilsu­far þeirra betra. Þá sýndi könn­unin að atvinn­u­­lausir inn­­flytj­endur sýni almennt meiri virkni og sveigj­an­­leika en inn­­­fæddir og að það eigi sér­­stak­­lega við atvinn­u­­lausar kon­­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar