pilotsasleep.jpg
Auglýsing

Á næstu tutt­ugu árum verður þörf fyrir fleiri en hálfa milljón nýrra flug­manna í heim­in­um. Og enn fleiri flug­virkja, flug­freyjur og -þjóna. Evr­ópsk flug­fé­lög mega búast við harðri sam­keppni frá félögum í Asíu sem bjóða hærri laun.

Stærsti flug­véla­fram­leið­andi heims, Boeing, birti fyrir skömmu fróð­legar og áhuga­verðar tölur um þróun flug­mála í heim­inum næstu ára­tug­ina. Starfs­fólk þró­un­ar­deildar fyr­ir­tæk­is­ins hefur ekki rýnt í kaffi­bolla til að sjá fram í tím­ann en styðst við tölur um pant­anir á flug­vél­um, bæði frá Boeing og Air­bus. Þessir tveir stærstu fram­leið­endur far­þega­véla í heim­inum voru sam­tals með fyr­ir­liggj­andi pant­anir á rúm­lega tólf þús­und flug­vélum um síð­ast­liðin ára­mót, og gera ráð fyrir að fram til árs­ins 2035 muni fyr­ir­tækin tvö afhenda um það bil 38 þús­und nýjar flug­vél­ar.

28 þús­und flug­menn á hverju áriTil þess að manna þennan flug­flota þarf margt fólk. Þró­un­ar­deild Boeing hefur reiknað út, miðað við fjölda nýrra flug­véla, þurfi á hverju ári að bæt­ast við 28 þús­und nýir flug­menn, semsé um 560 þús­und fram til árs­ins 2035. Flug­freyjum og -þjónum þarf að fjölga álíka mikið eða jafn­vel rúm­lega það og á þessu tutt­ugu ára tíma­bili þarf flug­virkjum að fjölga um hvorki meira né minna en 610 þús­und.

Ell­efti sept­em­ber, fuglaflensa og kreppa Fyrstu ár ald­ar­innar voru ekki upp­gangs­tímar í flug­in­u.  Fyrst var það 11.sept­em­ber 2001, því næst fuglaflensan 2003 og svo fjár­málakreppan 2008. Þetta þrennt hafði mikil áhrif um allan heim. Almenn­ingur ferð­að­ist minna og flug­ferðum tengdum vinnu fækk­aði sömu­leið­is. Þetta hafði í för með sér miklar svipt­ingar í flug­rekstri, mörg félög lögðu upp laupana, önnur héngu á horrim­inni.

Til varð það sem nefnt hefur verið lággjalda­flug­fé­lög, sum þeirra eins­konar hlið­ar­fé­lög við stóru "gömlu" félög­in, önnur sem verið höfðu lítil og flogið á til­teknum leið­um, sem stóru félögin sinntu ekki, sáu sér leik á borði til að nýta sér aðstæð­urn­ar. Í þessum hópi eru meðal ann­ars Ryana­ir, Easyjet og Norweg­ian sem öll hafa þanið væng­ina, ef svo má segja, á síð­ustu árum.

Auglýsing

Asía skiptir mestu, einkum KínaAllt tekur enda er stundum haft á orði, ekki síst þegar von­ast er eftir betri tíð. Þótt afleið­ingar krepp­unnar sem reið yfir heim­inn fyrir nokkrum árum séu ekki að fullu liðnar hjá gildir það ekki um flug­ið. Þar er upp­gang­ur.

Geysi­legur upp­gangur í Kína á und­an­förnum árum hefur verið mjög áber­andi í frétt­u­m.  Kín­verskir ferða­menn eru áber­andi víða um lönd, ekki síst í Evr­ópu. Ástæðan er aug­ljós: meiri efni sem gera sístækk­andi hópi Kín­verja kleift að að ferð­ast um heim­inn. Jafn­framt fjölgar árlega í þeim hópi, ekki síst Vest­ur­landa­bú­um, sem heim­sækja ris­ann í austri eins og Kína er stundum nefnt. En Kín­verjarnir ferð­ast ekki ein­göngu til ann­arra landa, þeir ferð­ast í síauknum mæli inn­an­lands og með bættum efna­hag velja sífellt fleiri flug fram­yfir lestar- eða rútu­ferð. Sem kallar á flug­vél­ar, margar flug­vél­ar, og áhafn­ir. Flug­vél­arnar kaupa Kín­verjar frá stóru fram­leið­end­unum tveim, þar eru þeir ein­fald­lega í kaup­enda­röð­inni. Og svo þarf fólk, margt fólk.

225 þús­und flug­mennÞótt Kín­verjar séu um margt fram­sýnir og iðu­lega sagðir hugsa ára­tugi fram í tím­ann gildir það ekki um menntun flug­manna og flug­virkja. Að mati þró­un­ar­deildar Boeing verða Kín­verjar ekki í vand­ræðum með að mennta flug­freyjur og -þjóna en öðru máli gegni um flug­menn og flug­virkja. Á næstu 20 árum þurfa Kín­verjar að ráða til starfa að minnsta kosti 150 þús­und flug­menn og aðrar Asíu­þjóðir að minnsta kosti 75 þús­und. Og þá er spurt: hvaðan kemur þessi mann­skap­ur?  Og svar­ið: að miklu leyti frá Evr­ópu. Þá er spurt: eru svona margir flug­menn þar án atvinn­u.  Svarið við því er nei, en þá er til gott ráð: bjóða hærri laun, miklu hærri laun. Það er þetta ráð sem Kín­verjarnir grípa til.  Bjóða ein­fald­lega miklu betri kjör en flug­fé­lög í Evr­ópu, þar sem sam­keppnin er mjög hörð og allra leiða leitað til að ná niður kostn­aði.

Víðar vantar flug­mennÞró­un­ar­deild Boeing telur að í Banda­ríkj­unum vanti á næstu 20 árum 95 þús­und flug­menn, annan eins fjölda í Evr­ópu, og Suð­ur­-Am­er­íku, Mið­aust­ur­löndum og Rúss­landi og Afr­íku  um það bil 145 þús­und. Við þetta bæt­ist svo sá fjöldi flug­manna sem kemst á eft­ir­launa­ald­ur.

Evr­ópsk flug­fé­lög hafa áhyggjurÁ síð­ustu árum hafa mörg evr­ópsk flug­fé­lög, til dæmis SAS, beint kröftum sínum að upp­sögnum og sparn­aði. Það kemur ekki til af góðu, ástæð­urnar eru síharðn­andi sam­keppni og auk­inn til­kostn­að­ur. Félögin hafa þess vegna ekki, fyrr en kannski nú, áttað sig á að þau geti ekki gengið út frá því sem vísu að alltaf verði nægi­legt fram­boð á flug­mönnum og flug­virkj­um. Flug­maður sem Jót­land­s­póst­ur­inn danski ræddi nýlega við sagði að nú væri af það sem áður var, í dag væru flug­menn til­búnir að ráða sig til starfa nán­ast hvar sem væri í ver­öld­inni.

Reyndir flug­menn, einkum flug­stjór­ar, gætu valið úr störfum og leit­uðu auð­vitað þangað sem best kjör byð­ust. Jan Her­lev Chri­stoff­er­sen yfir­flug­stjóri hjá Norweg­ian flug­fé­lag­inu sagði í við­tali  við dag­blaðið Berl­ingske að hann þyrfti á næstu 12 mán­uðum að ráða til starfa 250 flug­menn "og ég hef ekki hug­mynd um hvernig ég á að fara að því," sagði hann. Þessi yfir­flug­stjóri er ekki sá eini sem þarf að klóra sér í koll­inum á næstu árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None