pilotsasleep.jpg
Auglýsing

Á næstu tutt­ugu árum verður þörf fyrir fleiri en hálfa milljón nýrra flug­manna í heim­in­um. Og enn fleiri flug­virkja, flug­freyjur og -þjóna. Evr­ópsk flug­fé­lög mega búast við harðri sam­keppni frá félögum í Asíu sem bjóða hærri laun.

Stærsti flug­véla­fram­leið­andi heims, Boeing, birti fyrir skömmu fróð­legar og áhuga­verðar tölur um þróun flug­mála í heim­inum næstu ára­tug­ina. Starfs­fólk þró­un­ar­deildar fyr­ir­tæk­is­ins hefur ekki rýnt í kaffi­bolla til að sjá fram í tím­ann en styðst við tölur um pant­anir á flug­vél­um, bæði frá Boeing og Air­bus. Þessir tveir stærstu fram­leið­endur far­þega­véla í heim­inum voru sam­tals með fyr­ir­liggj­andi pant­anir á rúm­lega tólf þús­und flug­vélum um síð­ast­liðin ára­mót, og gera ráð fyrir að fram til árs­ins 2035 muni fyr­ir­tækin tvö afhenda um það bil 38 þús­und nýjar flug­vél­ar.

28 þús­und flug­menn á hverju áriTil þess að manna þennan flug­flota þarf margt fólk. Þró­un­ar­deild Boeing hefur reiknað út, miðað við fjölda nýrra flug­véla, þurfi á hverju ári að bæt­ast við 28 þús­und nýir flug­menn, semsé um 560 þús­und fram til árs­ins 2035. Flug­freyjum og -þjónum þarf að fjölga álíka mikið eða jafn­vel rúm­lega það og á þessu tutt­ugu ára tíma­bili þarf flug­virkjum að fjölga um hvorki meira né minna en 610 þús­und.

Ell­efti sept­em­ber, fuglaflensa og kreppa Fyrstu ár ald­ar­innar voru ekki upp­gangs­tímar í flug­in­u.  Fyrst var það 11.sept­em­ber 2001, því næst fuglaflensan 2003 og svo fjár­málakreppan 2008. Þetta þrennt hafði mikil áhrif um allan heim. Almenn­ingur ferð­að­ist minna og flug­ferðum tengdum vinnu fækk­aði sömu­leið­is. Þetta hafði í för með sér miklar svipt­ingar í flug­rekstri, mörg félög lögðu upp laupana, önnur héngu á horrim­inni.

Til varð það sem nefnt hefur verið lággjalda­flug­fé­lög, sum þeirra eins­konar hlið­ar­fé­lög við stóru "gömlu" félög­in, önnur sem verið höfðu lítil og flogið á til­teknum leið­um, sem stóru félögin sinntu ekki, sáu sér leik á borði til að nýta sér aðstæð­urn­ar. Í þessum hópi eru meðal ann­ars Ryana­ir, Easyjet og Norweg­ian sem öll hafa þanið væng­ina, ef svo má segja, á síð­ustu árum.

Auglýsing

Asía skiptir mestu, einkum KínaAllt tekur enda er stundum haft á orði, ekki síst þegar von­ast er eftir betri tíð. Þótt afleið­ingar krepp­unnar sem reið yfir heim­inn fyrir nokkrum árum séu ekki að fullu liðnar hjá gildir það ekki um flug­ið. Þar er upp­gang­ur.

Geysi­legur upp­gangur í Kína á und­an­förnum árum hefur verið mjög áber­andi í frétt­u­m.  Kín­verskir ferða­menn eru áber­andi víða um lönd, ekki síst í Evr­ópu. Ástæðan er aug­ljós: meiri efni sem gera sístækk­andi hópi Kín­verja kleift að að ferð­ast um heim­inn. Jafn­framt fjölgar árlega í þeim hópi, ekki síst Vest­ur­landa­bú­um, sem heim­sækja ris­ann í austri eins og Kína er stundum nefnt. En Kín­verjarnir ferð­ast ekki ein­göngu til ann­arra landa, þeir ferð­ast í síauknum mæli inn­an­lands og með bættum efna­hag velja sífellt fleiri flug fram­yfir lestar- eða rútu­ferð. Sem kallar á flug­vél­ar, margar flug­vél­ar, og áhafn­ir. Flug­vél­arnar kaupa Kín­verjar frá stóru fram­leið­end­unum tveim, þar eru þeir ein­fald­lega í kaup­enda­röð­inni. Og svo þarf fólk, margt fólk.

225 þús­und flug­mennÞótt Kín­verjar séu um margt fram­sýnir og iðu­lega sagðir hugsa ára­tugi fram í tím­ann gildir það ekki um menntun flug­manna og flug­virkja. Að mati þró­un­ar­deildar Boeing verða Kín­verjar ekki í vand­ræðum með að mennta flug­freyjur og -þjóna en öðru máli gegni um flug­menn og flug­virkja. Á næstu 20 árum þurfa Kín­verjar að ráða til starfa að minnsta kosti 150 þús­und flug­menn og aðrar Asíu­þjóðir að minnsta kosti 75 þús­und. Og þá er spurt: hvaðan kemur þessi mann­skap­ur?  Og svar­ið: að miklu leyti frá Evr­ópu. Þá er spurt: eru svona margir flug­menn þar án atvinn­u.  Svarið við því er nei, en þá er til gott ráð: bjóða hærri laun, miklu hærri laun. Það er þetta ráð sem Kín­verjarnir grípa til.  Bjóða ein­fald­lega miklu betri kjör en flug­fé­lög í Evr­ópu, þar sem sam­keppnin er mjög hörð og allra leiða leitað til að ná niður kostn­aði.

Víðar vantar flug­mennÞró­un­ar­deild Boeing telur að í Banda­ríkj­unum vanti á næstu 20 árum 95 þús­und flug­menn, annan eins fjölda í Evr­ópu, og Suð­ur­-Am­er­íku, Mið­aust­ur­löndum og Rúss­landi og Afr­íku  um það bil 145 þús­und. Við þetta bæt­ist svo sá fjöldi flug­manna sem kemst á eft­ir­launa­ald­ur.

Evr­ópsk flug­fé­lög hafa áhyggjurÁ síð­ustu árum hafa mörg evr­ópsk flug­fé­lög, til dæmis SAS, beint kröftum sínum að upp­sögnum og sparn­aði. Það kemur ekki til af góðu, ástæð­urnar eru síharðn­andi sam­keppni og auk­inn til­kostn­að­ur. Félögin hafa þess vegna ekki, fyrr en kannski nú, áttað sig á að þau geti ekki gengið út frá því sem vísu að alltaf verði nægi­legt fram­boð á flug­mönnum og flug­virkj­um. Flug­maður sem Jót­land­s­póst­ur­inn danski ræddi nýlega við sagði að nú væri af það sem áður var, í dag væru flug­menn til­búnir að ráða sig til starfa nán­ast hvar sem væri í ver­öld­inni.

Reyndir flug­menn, einkum flug­stjór­ar, gætu valið úr störfum og leit­uðu auð­vitað þangað sem best kjör byð­ust. Jan Her­lev Chri­stoff­er­sen yfir­flug­stjóri hjá Norweg­ian flug­fé­lag­inu sagði í við­tali  við dag­blaðið Berl­ingske að hann þyrfti á næstu 12 mán­uðum að ráða til starfa 250 flug­menn "og ég hef ekki hug­mynd um hvernig ég á að fara að því," sagði hann. Þessi yfir­flug­stjóri er ekki sá eini sem þarf að klóra sér í koll­inum á næstu árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None