Bára Huld Beck

Af löstum og dyggðum ríkisstjórnarsamstarfsins – Sitt sýnist hverjum

Í lok hvers þings ræða þingmenn afrek og ófarir stjórnmálanna og var í gær engin undantekning þar á. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar voru ekki á eitt sáttir um ágæti samstarfs Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eins og gefur að skilja.

Eld­hús­dags­um­ræður eru almennar stjórn­mála­um­ræður sem fara fram á Alþingi í lok hvers þings og oft verður sam­fé­lags­um­ræðan fjörug í kjöl­far þeirra.

Orðið eld­hús­dagur hefur fleiri en eina merk­ingu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á Vís­inda­vefn­um. Það getur í fyrsta lagi merkt „anna­dagur í eld­húsi“ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í slát­ur­tíð­inni þegar unnið er við að sauma vamb­ir, brytja mör og svo fram­veg­is. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eld­hús­dag um að gera sér glaðan dag, til dæmis þegar sauð var slátrað og menn fengu nýtt kjöt til til­breyt­ing­ar, en sú notkun heyr­ist mjög sjaldan núna. Í þriðja lagi var talað um að taka sér eða gera sér eld­hús­dag og var sá dagur þá nýttur til þess að gera hreint í eld­hús­inu en einnig ann­ars staðar í vist­ar­verum, ganga frá ýmsu sem dreg­ist hafði að koma fyr­ir.

Eld­hús­dags­um­ræð­urnar fóru fram í gær með heldur öðru sniði en venju­lega. Umferð­irnar voru tvær í stað þriggja svo tveir þing­menn úr hverjum flokki héldu ræður að þessu sinni. Kjarn­inn fer yfir það helsta sem bar á góma.

Rauðu fing­urnir henta best

Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar reið á vaðið og sagði meðal ann­ars að þau sem störf­uðu á vett­vangi stjórn­mál­anna mættu aldrei missa sjónar á lit­rófi mann­lífs­ins og til­gangi starfa þeirra við að rækta þann jarð­veg sem mann­lífið vex upp úr.

„Það er talað um að hafa græna fingur þegar rækta á plönt­ur, en ég er ekki frá því að það séu rauðu fing­urnir sem henti best þegar rækta á grósku­fullt mann­lífið því að þeir taka lit sinn frá hjart­anu. Þar finna þeir umhyggju og sam­kennd. Það þarf að hafa hjarta í stjórn­mál­um, virkt og opið hjarta til að gera það besta mögu­lega fyrir íbúa þessa lands og jarð­ar­innar allr­ar. Og þrátt fyrir átökin sem birt­ast almenn­ingi héðan úr þing­sal þá bera störf okkar í sam­ein­ingu oft árang­ur. Þá er gott að það var til ein­hvers að vinna hérna langt fram eftir kvöldum við að reyna að leysa úr verk­efnum líð­andi stund­ar,“ sagði hún meðal ann­ars.

Hún benti á að því miður stæðu Íslend­ingar frammi fyrir því að inn­viðir hér á landi væru orðnir „býsna lakir“. Hún telur að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, sem gegnt hefur því emb­ætti nán­ast án hlés frá árinu 2013, beri mikla ábyrgð á því hvernig fjár­munum skatt­greið­enda hafi verið ráð­stafað á þeim tæpu tíu árum og hverjir það séu sem bera þyngstu byrð­arn­ar.

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Bára Huld

Helga Vala sagði að það væri ekki nátt­úru­lög­mál að neyð­ar­á­stand ríkti í heil­brigð­is­kerf­inu. „Það er póli­tísk ákvörðun að setja árum saman umtals­vert lægra hlut­fall lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­kerfið en frænd­ríki okkar á Norð­ur­lönd­unum gera. En það að halda því fram að það bitni ekki á nauð­syn­legri þjón­ustu við almenn­ing ber vott um afskap­lega lít­inn skiln­ing á verk­efn­inu. Við megum heldur ekki gleyma því að sökum fæðar og smæðar þess­arar þjóðar þá ætti að kosta hlut­falls­lega meira að reka þjón­ust­una hér en á Norð­ur­lönd­un­um. Fjár­mála­á­ætlun næstu fimm ára sýnir að rík­is­stjórnin hefur ekki í hyggju að sækja fjár­magn þangað sem nóg er af því. Ofurarð­greiðslur stór­fyr­ir­tækja verða áfram ósnertar á meðan grunn­þjón­ustan skerð­ist frá degi til dags.

Breiðu bökin gildna á sama tíma og mönn­un­ar­vandi, sem rekja má til van­fjár­mögn­unar og skiln­ings­leysis stjórn­valda á verk­efn­inu, eykst. Fram­boð heil­brigð­is­þjón­ustu er ónógt, biðlistar of langir, verk­efnin verða fyrir vikið þyngri og neyðin meiri. Þetta ástand snertir hvert ein­asta heim­ili á land­inu og hverfur ekk­ert á meðan við bregð­umst ekki við með veru­lega auknu fjár­fram­lagi, ekki einu sinni heldur til næstu ára. Þegar rík­is­sjóður er svo í vanda eftir heims­far­aldur þá þurfum við að hafa rík­is­stjórn sem þorir að sækja fé þangað sem það er að finna.“

Í lok ræðu sinnar sagði hún að þing­menn þyrftu átak í að auka traust á stjórn­mál­um. „Það hefur nefni­lega ítrekað beðið hnekki eftir að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hóf sinn leið­angur og það breyt­ist ekki nema með því að fólk sem fer með völd við­ur­kenni og skilji eðli þess hlut­verks sem það gegn­ir.“

Íslend­ingar geta sann­ar­lega þakkað sínum sæla

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins var önnur í röð­inni og sagði meðal ann­ars í sinni ræðu að hún hefði heyrt sagt um dag­inn að „það væri óvænt og ekki gleði­legt að upp­lifa tíma þar sem orð á borð við heims­far­ald­ur, hung­ursneyð og heims­styrj­öld væru farin að skjóta upp koll­inum í fréttum með reglu­legu milli­bil­i“.

„Engu að síður er þetta reynd­in. Eftir rúm­lega tvö ár þar sem heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar drottn­aði nán­ast yfir heims­byggð­inni tók við inn­rás kjarn­orku­vædds stór­veldis inn í full­valda ríki í Evr­ópu. Grá­glettni örlag­anna hag­aði því þannig að inn­rásin í Úkra­ínu átti sér stað dag­inn eftir að heil­brigð­is­ráð­herra til­kynnti um afnám allra tak­mark­ana á Íslandi vegna far­ald­urs­ins og dag­inn eftir sprengjuregn Rússa hófst í Úkra­ínu féllu tak­mark­an­irnar hér úr gildi. Afleið­ingar af þessum tveimur skað­völdum birt­ast svo í þeirri hrylli­legu stað­reynd að hund­ruð millj­óna manna, kvenna og barna í heim­inum búa nú við þann raun­veru­leika að nær­ing­ar­skortur og hungur er yfir­vof­and­i,“ sagði ráð­herr­ann.

Þórdís Kolbrún Mynd: Bára Huld Beck

Að hennar mati eru Íslend­ingar í þessu sam­hengi að öllu leyti heppn­ir. „Eins og sakir standa er það rétt og satt sem segir í ljóð­inu og við erum svo þakk­lát fyrir að við erum sann­ar­lega „langt frá heims­ins víga­slóð“, þótt hér á Alþingi sé ekki bein­línis hægt að segja að við „lifum sæl við ást og ljóð“. Hér tök­umst við á og þau átök eiga sér jafnan stað hvort sem til­efnið er stórt eða lít­ið.

Hér ríkir oft dæg­ur­þras og rígur og það er sú mynd sem gjarnan blasir við og það er gjarnan svo að miklu auð­veld­ara er að fanga athygli með nei­kvæðni og sundr­ungu heldur en með upp­byggi­legri og mál­efna­legri umræðu þar sem gagn­kvæm virð­ing ræður för þrátt fyrir ólík sjón­ar­mið. Vissu­lega er það þreytt tugga að stjórn­mála­menn, einkum þeir sem sitja í meiri hluta, kvarti yfir smá­muna­semi og þras­girni stjórn­ar­and­stöð­unnar og ekki ætla ég að standa hér og þykj­ast vera alsak­laus af slíku. En við Íslend­ingar getum þó sann­ar­lega þakkað okkar sæla fyrir að deilu­efnin og við­fangs­efnin eru oft þess eðlis að þau geta nú trauðla flokk­ast sem dauð­ans alvara í hinu stóra sam­hengi hlut­anna,“ sagði hún meðal ann­ars.

Rík­is­stjórin vill helst ekki vita af til­vist fátæks fólks, öryrkja, fatl­aðra og aldr­aðs fólks

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins lét sig ekki vanta og sagði í sinni ræðu að nýja rík­is­stjórnin væri nauða­lík þeirri sem fór frá. „Þessi rík­is­stjórn er full­trúi þeirra sem hafa nóg á milli hand­anna og vilja helst ekki vita af til­vist fátæks fólks, öryrkja, fatl­aðra og aldr­aðs fólks. Líkt og svo oft áður lofar rík­is­stjórnin heild­ar­end­ur­skoðun almanna­trygg­inga­kerf­is­ins, betrum­bótum í heil­brigð­is­kerf­inu og átaki í hús­næð­is­mál­um. En það dugar ekki að lofa öllu fögru. Verkin tala. Væg­ast sag­t.“

Þing­mað­ur­inn sagði jafn­framt að heil­brigð­is­kerfið stæði í dag á brauð­fót­um. „Mann­ekla er við­var­andi vanda­mál og fyrir vikið er meira álag á hverjum og einum starfs­manni. Vaktir eru langar og streitan mik­il. Starfs­menn bráða­mót­tök­unnar hafa ítrekað kallað eftir við­brögðum rík­is­stjórn­ar­innar við því neyð­ar­á­standi sem þar ríkir en lítið er um svör. Ég velti því fyrir mér hvort það væri svo mikil mann­ekla í heil­brigð­is­kerf­inu ef heil­brigð­is­starfs­menn fengju sann­gjörn kjör og eðli­legan vinnu­tíma. Biðlista­vand­inn er ekki nýr af nál­inni en rík­is­stjórnin hefur látið hann við­gang­ast ár eftir ár og jafn­vel ára­tugi.

Í dag eru um 1.000 börn á biðlista eftir nauð­syn­legri þjón­ustu í heil­brigð­is­kerf­inu. Verst af þessu öllu saman er að börn þurfa að bíða eftir lífs­nauð­syn­legri þjón­ustu. Eitt barn á bið er einu barni of mik­ið. 10 pró­sent ung­menna á Íslandi hafa íhugað að gera til­raun til sjálfs­vígs. Það segir okkur að það er eitt­hvað rosa­lega mikið að í þessu mein­gall­aða kerfi okk­ar. Börn eiga aldrei að þurfa að bíða eftir aðgerðum eða bíða eftir rétt­læti. Það má ekki fara í póli­tískar skot­grafir þegar hags­munir barna eru und­ir. Allt of mörg börn búa við fátækt á Íslandi í dag og það er okkur öllum hér inni til hábor­innar skammar,“ sagði Guð­mundur Ingi.

Guðmundur Ingi Mynd: Bára Huld Beck

Þá sagð­ist hann vera miður sín yfir því að Íslend­ingar sem búa í auð­ugu og gjöf­ulu landi skyldu leyfa sér að láta þús­undir barna lifa í fátækt og því miður einnig í sára­fá­tækt. „Ég segi fyrir mitt leyti að það er grafal­var­legt mál ef ein­hver getur ekki leitað sér lækn­is­hjálpar vegna fátæktar eða leyst út lyfin sín. Hækkun barna­bóta og hækkun skerð­ing­ar­marka þeirra dugar engan veg­inn til. Á barna­fólki skella hækk­anir á mat­vælum og hækk­anir ýmsum öðrum gjöldum úr öllum átt­um, til dæmis fast­eigna­gjöld­um, bif­reiða­gjöld­um, sókn­ar­gjöld­um, útvarps­gjöld­um, sorp­eyð­ing­ar­gjöldum og fleiri gjöldum og skött­um. Þetta eru gjöld sem ekki bara éta upp þann litla ávinn­ing sem boð­aður er í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar heldur valda þau því að þeir verst stöddu verða að herða fastar sultar­ól­ina.“

Hann spurði í lokin hvað væri að hjá rík­is­stjórn eftir rík­is­stjórn sem nærði þá auð­ugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi. „Fólkið sem á ekki til hnífs og skeiðar býr einnig á leigu­mark­aði við óheyri­lega háan leigu­kostnað með til­heyr­andi óör­yggi. Það er verið að við­halda fátækt­ar­víti fyrir þá sem verst hafa það hér á landi. Þeir verst settu í okkar sam­fé­lagi líða nauð á meðan þeir ríku fá meiri og meiri auð – við eigum ekki að sætta okkur við slíkt.“

Með sam­vinnu, sam­tali og virð­ingu fyrir ólíkum skoð­unum er hægt að kom­ast í gegnum verk­efnin saman

Stefán Vagn Stef­áns­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hóf sína ræðu á því að segja að hann lang­aði að tala um „að halda áfram“.

„Síð­ast­liðin fjögur og hálft ár hefur miklu verið áorkað þrátt fyrir mik­inn öldu­gang. Rík­is­stjórn­inni hefur tek­ist að rétta skút­una af og sigla henni í rétta átt þrátt fyrir ólgu­sjó í formi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og nú inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. En við ætlum að halda áfram. Mörg þjóð­þrifa­mál bíða afgreiðslu okkar og það er okkar á Alþingi að vakta þau, breyta og bæta og að lokum afgreiða þau með besta mögu­lega hætti. Með sam­tali og sam­vinnu að leið­ar­ljósi vinnum við best í þágu sam­fé­lags­ins alls.“

Hann sagði jafn­framt að á lands­byggð­inni væru land­bún­aður og sjáv­ar­út­vegur burð­ar­stoðir í atvinnu­lífi og grunn­stoðir fæðu­ör­yggis Íslands. Mik­il­vægt væri að standa vörð um þessar starfs­grein­ar, ekki aðeins fyrir þá sem þar vinna heldur einnig í þágu neyt­enda og fæðu­ör­yggis þjóð­ar­inn­ar.

Stefán Vagn Stefánsson Mynd: Bára Huld Beck

„Fæðu­ör­yggi er þjóðar­ör­ygg­is­mál og við eigum að horfa þannig á mála­flokk­inn. Í land­bún­aði berj­ast margir í bökkum við að finna rekstr­ar­grund­völl í núver­andi stöðu og ekki hefur stríðið í Úkra­ínu bætt aðstæður með hækk­andi kostn­aði á aðföng­um. Við megum engan tíma missa við að finna lausnir á þeirri stöðu sem bændur lifa við í dag. Vinna þarf með land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi í sátt í leit að lausn­um. Mik­il­vægi sáttar og sam­vinnu er óum­deilt og þau sjón­ar­mið verða að vera leið­ar­ljós í nýrri vinnu sam­ráðs­nefndar um sjáv­ar­út­vegs­stefnu sem mat­væla­ráð­herra hefur nú skip­að.

Verk­efnin fram undan eru mis­jöfn að stærð og burð­um. Með sam­vinnu, sam­tali og virð­ingu fyrir ólíkum skoð­unum munum við kom­ast í gegnum þau sam­an. Það er verk­efn­ið,“ sagði hann að lok­um.

Banda­lag um það að við­halda jafn­vægi á „banka­bókum lít­ils minni­hluta þjóð­ar­inn­ar“

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata hóf sína ræðu á því að rifja upp að haustið 2017 hefði andi breyt­inga verið í loft­inu á Íslandi.

„Fjórar kjark­aðar konur höfðu hátt og sviptu hul­unni af leyni­makki for­sæt­is­ráð­herr­ans Bjarna Bene­dikts­sonar utan um aðkomu föður síns að upp­reist æru barn­a­níð­ings. Rík­is­stjórnin sprakk og #metoo bylgjan hófst af fullum krafti hér á Fróni. Boðað var til kosn­inga og virt­ist flestum Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð vera með pálmann í hönd­un­um. Þau tefldu fram for­mann­inum Katrínu Jak­obs­dóttur undir slag­orð­inu „Gerum bet­ur“.

Hér var kom­inn leið­togi sem myndi stunda ný og ann­ars konar stjórn­mál en hið gam­al­kunna stef leynd­ar­hyggju og klíku­skapar sem ráðið hafði ríkj­um. Hér var kom­inn leið­togi sem leit á Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem höf­uð­and­stæð­ing sinn í íslenskri póli­tík. Hefði vænt­an­legur kjós­andi VG ratað í tíma­vél á þessum tíma og skroppið fimm ár fram á við hefði við­kom­andi átt erfitt með að trúa eigin augum er hann sæi hverju atkvæði hans hefði skil­að,“ sagði hún.

Þing­mað­ur­inn sagði að það væri hins vegar rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur að þakka að fjár­magns­eig­endur hefðu aldrei haft það betra. Á sama tíma neit­aði rétt um helm­ingur lands­manna og rúm­lega 80 pró­sent fatl­aðs fólks sér um nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu vegna þess að þau hefðu ekki efni á henni. Nær 7.000 heim­ili lifðu við skort á efn­is­legum gæð­um, og barna­fjöl­skyldum í þeirri stöðu færi fjölg­andi. Fjórð­ungur launa­fólks ætti erfitt með að ná endum sam­an, meira en þriðj­ungur inn­flytj­enda, meira en helm­ingur atvinnu­lausra og ein­stæðra for­eldra og átta af hverjum tíu öryrkjum ættu erfitt með að ná endum sam­an.

„Þökk sé hag­stjórn­ar­mis­tökum rík­is­stjórn­ar­innar hefur stjarn­fræði­leg hækkun á hús­næð­is­verði gert það að verkum að sífellt stærri hópur mun eiga í erf­ið­leikum með að ná endum sam­an, og æ færri hafa ráð á að kaupa sína fyrstu íbúð. Verð­bólga hefur ekki verið hærri síðan 2010 og leigu­verð fer sífellt hækk­andi. Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar eru að greiða út 20.000 kr. ein­skipt­is­barna­bóta­auka og hækka örorku og húsa­leigu­bætur lít­il­lega.

Hver hefði trúað þessu fyrir fimm árum síð­an? Hver hefði trúað því að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur væri í þessum töl­uðu orðum að vinna að því að slá Íslands­met í fjölda­brott­vís­unum flótta­fólks? Að á tímum þegar fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri sé hún að vinna hörðum höndum að því að koma frum­varpi í gegnum þingið sem hefur það helsta hlut­verk að auð­velda stjórn­völdum að vísa flótta­fólki á göt­una, hvort sem það er í Grikk­landi eða hér heima? Hver hefði trúað því að neyð­ar­á­stand ríkti í heil­brigð­is­kerf­in­u?“ spurði hún.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Þór­hildur Sunna spurði jafn­framt í lok ræðu sinnar hvar sam­hljóm­ur­inn væri. „Hvar liggur jafn­væg­ið? Það er í raun­inni ekk­ert ýkja erfitt að sitja á þingi og breyta rétt því við vitum vel hvað almenn­ingur vill. En í stað þess að berj­ast fyrir breyt­ingum sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna vill gera á sam­fé­lag­inu sínu hefur Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð myndað banda­lag um það að við­halda jafn­vægi á banka­bókum lít­ils minni­hluta þjóð­ar­innar sem inni­heldur rík­asta og vold­ug­asta fólk lands­ins. Og hver hefði trúað því?“

VG sú stjórn­mála­hreyf­ing sem hefur kjark til að takast á við áskor­anir

Orri Páll Jóhanns­son þing­maður Vinstri grænna steig í pontu á eftir Þór­hildi Sunnu og sagði meðal ann­ars að að baki væru fjögur við­burða­rík ár og hefði rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír sýnt að sjón­ar­mið ólíkra flokka, sem spanna hið póli­tíska lit­róf, gætu sam­ein­ast á breiðum grund­velli landi og þjóð til heilla. „Og það sem sam­einar okkur öll hér á Alþingi er að við höfum vilja til þess að vinna að betra sam­fé­lagi. Grunn­stoðir Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs; umhverf­is­vernd, kven­frelsi, alþjóð­leg frið­ar­hyggja og félags­legt rétt­læti, eru góðar stoðir til að byggja fram­tíð­ina á. Þessar stoðir eiga alls staðar erind­i.“

Hann sagði enn fremur að þrátt fyrir áskor­anir væri fullt til­efni til þess að líta björtum augum fram á veg­inn. „Und­ir­stöðu­greinar og atvinnu­horfur hér­lendis eru með besta móti og við sjáum að ferða­menn eru komnir á kreik sem aldrei fyrr, ólmir að skoða fjölda nýfrið­lýstra svæða um land allt. Við búum nefni­lega svo vel að eiga ríf­lega 40 pró­sent af þeim ósnortnu víð­ernum sem eftir eru í Evr­ópu. Það er auður sem við verðum að gæta vel að, fyrir okkur sjálf og kom­andi kyn­slóð­ir.“

Orri Páll Jóhannsson Mynd: Bára Huld Beck

Þá telur hann að þing­mönnum beri ærin skylda til þess að standa með fólki í við­kvæmri stöðu. „Það að vera frið­ar­sinni felur síst í sér afskipta­leysi, en því er oft kastað fram sem högg­stað á okkur sem aðhyll­umst slíka stefnu. Sem frið­ar­sinnum gefst okkur tæki­færi til þess að berj­ast fyrir hug­sjónum og friði með samúð og virð­ingu alls fólks að leið­ar­ljósi. Ég stend fastar á því en fót­unum að við vinnum ekki stríð með stríð­i.“

Taldi hann upp þau mál sem Vinstri græn hefðu náð árangri með og sem væru á dag­skrá þings­ins sem nú er að ljúka.

Hann sagði að lokum að Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð hefði sannað sig að vera sú stjórn­mála­hreyf­ing sem hefði kjark til að takast á við áskor­anir og verk­efni, stjórn­mála­hreyf­ing sem hik­aði ekki við sam­starf við aðra, sem gæti verið í for­ystu og gæti vísað veg­inn.

„Við eigum að treysta íslensku þjóð­inni“

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar var með þeim síð­ustu sem töl­uðu í eld­hús­dags­um­ræð­un­um. Hún sagði meðal ann­ars að stjórn­málin í öðrum löndum öxl­uðu sína ábyrgð og sinntu grund­vall­ar­hlut­verki sínu alls.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Stjórn­mála­leið­togar og flokkar líta á það sem hlut­verk sitt að leiða sam­tal um við­brögð við stöð­unni óháð því hver afstaða þeirra er. Þessi umræða hefur ekki farið fram vegna þess að allir séu sam­mála, en eng­inn flokkur segir að þessi mál séu ekki á dag­skrá, eins og við heyrum því miður hér í þessum sal. Opið og bein­skeytt sam­tal stjórn­mál­anna um hags­muna­mat hefur farið fram og fyrir vikið er stefna þess­ara ríkja skýr­ari.

Það heyr­ist ekki heldur að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur séu tóm vand­ræði, eins og hér hefur verið sagt. Og þá spyr ég: Hvað er svona hættu­legt við umræðu um það hvernig við verjum hags­muni íslensku þjóð­ar­innar best? Svarið er ein­falt: Það er auð­vitað ekk­ert hættu­legt við það sam­tal, það er and­stæðan við umræð­una sem er hættu­leg; þögn­in. Hið lýð­ræð­is­lega sam­tal er hinn rétti vett­vangur til að rök­ræða og jafn­vel takast harka­lega á. Það þroskar umræð­una og skerpir stefnu þjóð­ar­inn­ar,“ sagði hún.

Þing­mað­ur­inn benti á að á frið­ar­tímum reyndi ekki svo mjög á það að rík­is­stjórn Íslands væri klofin í utan­rík­is- og varn­ar­mál­um. „Núna er þetta hins vegar aug­ljós veik­leiki. Á tímum sem þessum leitar sú spurn­ing á okkur hvort hags­munum her­lausrar smá­þjóðar sé betur borgið í virkara sam­starfi við aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. Eftir síð­ari heims­styrj­öld gerðu lýð­ræð­is­þjóð­irnar sér grein fyrir því að frið­ur­inn yrðu ekki bara tryggður með her­vörn­um, heldur einmitt með náinni sam­vinnu ríkja sem sæju hag sinn í auknu sam­starfi.

Þess vegna er Evr­ópu­hug­sjónin svo fal­leg. Evr­ópu­sam­bandið er í grunn­inn frið­ar­sam­band og nágranna­ríki okkar eru ekki í neinum vafa um það eða mik­il­vægi þess. Það eru ekki heldur nágranna­ríki Rúss­lands, sem nú sækj­ast eftir aðild. Staðan núna kennir okkur hver þörf lýð­ræð­is­þjóða er fyrir sam­vinnu í þágu öryggis en ekki síður fyrir grunn­gild­in, full­veld­ið, frelsið, lýð­ræðið og mann­rétt­ind­in, við­skiptin og efna­hag­inn. Við eigum allt undir því að alþjóða­kerfið og alþjóða­lög séu virt. Við erum sterk­ari saman sem heild. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um þetta hags­muna­mat sem þjóðin stendur frammi fyrir og umræðan í aðdrag­anda hennar er frá­bær leið til að þroska sam­talið um hags­muni Íslands. Það er ekki bara eðli­legt heldur nauð­syn­legt að þjóðin fái að taka þessa ákvörð­un. Við eigum að treysta íslensku þjóð­inn­i,“ sagði hún að lok­um.

„Með þess­ari stjórn fengum við kött­inn í sekkn­um“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins steig í pontu fyrir flokk­inn sinn og í ræðu sinni sagði hann að við eld­hús­dags­um­ræður væri venjan að meta afrakstur rík­is­stjórn­ar. „Nú hefur þessi rík­is­stjórn setið í nærri fimm ár ef með eru talin árin tvö þegar rík­is­stjórnin fól sér­fræð­inga­veldi stjórn lands­ins. Það segir sína sögu að það voru bestu árin á ferli þess­arar rík­is­stjórn­ar. En nú hefur hún misst COVID-­skjólið og tíma­bært að snúa sér aftur að stjórn­málum en það er reyndar ekki sér­svið þess­arar rík­is­stjórnar sem var mynduð úr einum vinstri flokki, einum fyrr­ver­andi hægri flokki og einum tæki­fær­is­sinna­flokki. Lausnin átti að vera sú að starfa sem kerf­is­stjórn en þótt kerfið hafi að mestu fengið að ráða hafa stjórn­ar­flokk­arnir brallað ýmis­leg­t.“

Taldi hann í fram­hald­inu upp 30 dæmi um „afrakstur rík­is­stjórn­ar­inn­ar“. Hann sagði meðal ann­ars að rík­is­stjórnin hefði tekið U-beygju í banka­mál­um. „Hún skil­aði einum banka til vog­un­ar­sjóða og einka­væddi annan án þess að nota ein­stakt tæki­færi til að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið í þágu almenn­ings og fyr­ir­tækja. Allir við­kom­andi ráð­herrar vör­uðu sjálfan sig við eða eng­inn þeirra gerði það. Ráð­herr­arnir eru ósam­mála um það.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mynd: Bára Huld Beck

Sig­mundur Davíð sagði jafn­framt að umhverf­is­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, tal­aði nú fyrir umhverf­is­stefnu sem hefði þótt of öfga­kennd í Vinstri grænum fyrir nokkrum árum og að rík­is­stjórnin hefði lagt til bann við vinnslu á olíu og gasi í íslenskri lög­sögu og rann­sóknum á sama tíma og mik­il­vægi þess að Vest­ur­lönd yrðu sjálfum sér næg um orku hefði aldrei verið meira.

Rík­is­stjórnin hefði enn fremur ákveðið að banna „sjálf­sagðar aðgerð­ir“ sem hefðu bætt lífs­gæði barna fyrir lífs­tíð ára­tugum sam­an. Það væri bann við ákveðnum fram­förum í lækna­vís­ind­um. Hann benti á að ramma­á­ætlun sæti föst og hefði verið breytt í „verk­færi til að koma í veg fyrir meira og minna allar umhverf­is­vænar fram­kvæmd­ir“.

Hann sagði að báknið stækk­aði og stækk­aði og hefði aldrei verið stærra.„ Eftir höfð­inu dansa lim­irnir því for­sæt­is­ráðu­neytið hefur þan­ist út í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar, meira en það gerði áður á nokkrum ára­tugum sam­an­lag­t“. Öll met hefðu verið slegin í fjölgun póli­tískra aðstoð­ar­manna ráð­herra og ætl­aði Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra að taka á sjáv­ar­út­vegs­málum en gera það með því að skipa 46 manns í nefndir og ráð.

„Ít­rekað er ráð­ist í laga­setn­ingu um kyn­rænt sjálf­dæmi án þess að líta á þætti eins og rétt­indi og öryggi kvenna, áhrif á kvenna­í­þróttir eða annað sem mikið er rætt í öðrum löndum í tengslum við rétt­inda­aukn­ing­u,“ sagði hann og bætti því við að upp úr þurru hefði rík­is­stjórnin ákveðið að setja heims­met í hversu lengi mætti eyða fóstri. „For­sæt­is­ráð­herra sagði svo ítrekað að ganga ætti miklu lengra og leyfa fóst­ur­eyð­ingar fram að fæð­ingu barns. Hinir flokk­arnir létu sig hafa það,“ var meðal punkt­anna sem for­maður Mið­flokks­ins taldi upp.

Síð­asta athuga­semdin hjá Sig­mundi Davíð var að rík­is­stjórnin hefði ítrekað slegið Norð­ur­landa­met í hæl­is­um­sóknum þrátt fyrir að Ísland væri fjar­læg­asti áfanga­stað­ur­inn. „Það bitnar á getu okkar til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda, meðal ann­ars Úkra­ínu­mönnum nú eins og hæst­virtur dóms­mála­ráð­herra við­ur­kennd­i.“

„Hver veit hvaða önnur afrek þessi rík­is­stjórn mun ná að klára á þeim stutta tíma sem eftir er af þing­inu, svo ekki sé minnst á næstu ár, en með þess­ari stjórn fengum við kött­inn í sekkn­um. Því má segja um hana eins og sungið var um jóla­kött­inn: Út með þessa stjórn, hún hefur unnið helj­ar­mikið tjón,“ sagði Sig­mundur Davíð í lok ræðu sinn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar