Afríka rís: Bjartari tímar sunnan Sahara

africas-middle-class.jpg
Auglýsing

Þegar höf­undur ólst upp var ímyndin  af Afr­íku sunnan Sahara (til ein­föld­unar verður talað um „Afr­íku“ héðan í frá) eitt­hvað á þessa leið: Fátækt, hung­ursneyð, styrj­ald­ir, frum­byggjar og Kon­ungur Ljón­anna. Þó þessi atriði eigi ennþá við að mis­miklu leyti er ímyndin í dag meira á þessa leið: Nátt­úru­auð­lind­ir, fram­far­ir, tækni­væð­ing, ólýs­an­leg nátt­úru­feg­urð og fjöl­breytt mann­líf.

Ástæð­urnar fyrir þess­ari breyttu mynd eru aðal­lega tvenns­kon­ar. Í fyrsta lagi birt­ist Íslend­ingum og öðrum Vest­ur­landa­bú­aum afar skökk, nei­kvæð og ein­hæf mynd af Afr­íku í fjöl­miðl­um. Þó svo að þessi ímynd sé nær því að endu­spegla raun­veru­leikan í dag en áður fyrr eru for­dómar Vest­ur­landa­búa gagn­vart Afr­íku enn við lýði. Harka­leg við­brögð Vest­ur­landa­búa á Twitter við beinni útsend­ingu frá Naírobí (höf­uð­borg Kenýa) á Snapchat í síð­asta mán­uði er til vitnis um það. Í öðru lagi hafa síð­ustu tveir ára­tugir verið tími mik­illa fram­fara í álf­unni. Afr­íka á enn langt í land, en mögu­leik­arnir til að halda áfram á sömu braut og með meiri hraða hafa sjaldan verið meiri.

Fram­farir á flestum víg­stöðumAl­þjóða­bank­inn heldur utan um ara­grúa af hag­tölum og gögnum um mann­fjölda, heilsu og fjöl­marga aðra þætti sem sýna hvernig löndum vegnar á ýmsa vegu. Á árunum 2003-2013 jókst lands­fram­leiðsla á mann (miðað við kaup­mátt­ar­jöfnuð og leið­rétt fyrir verð­lags­þró­un) í löndum Afr­íku úr 318 þ. kr. á mann í 434 þ. kr. á mann. Á sama tíma fjölg­aði Afr­íku­búum um 30% svo að lands­fram­leiðslan jókst sam­an­lagt um 80%. Aukin efna­hags­leg vel­megun á sér aðrar birt­ing­ar­mynd­ir: Utan­rík­is­við­skipti hafa auk­ist hraðar en lands­fram­leiðsla frá byrjun 10. ára­tug­ar­ins og þá hefur bein erlend fjár­fest­ing tífald­ast í Afr­íku á 20 árum.

Árang­ur­inn birt­ist ekki ein­göngu í hefð­bundnum hag­töl­um. Ung­barna­dauði hefur nærri því helm­ing­ast frá árinu 1990, tíðni mærða­dauða hefur lækkað tölu­vert, aðgangur að menntun hefur auk­ist, stjórn­mála­þátt­taka kvenna fer vax­andi og með­al­ævi­lengd hækk­aði úr 50 í 56 ár á árunum 2000-2012. Lengri ævi­lengd ber m.a. að þakka árangri í bar­átt­unni við HIV, en tíðni smit­aðra kvenna 15-24 ára, sem eru í miklum áhættu­hóp, hefur fallið um helm­ing á öld­inni hingað til og litlu minna meðal karla á sama aldri.

Auglýsing

Þá voru innan við 50% mann­fjöld­ans með aðgang að hreinu vatni árið 1994, en það hlut­fall var komið upp í 64% árið 2012 skv. Alþjóða­bank­an­um, þrátt fyrir mikla fólks­fjölg­un. Einnig hefur hlut­fall fólks undir fátækra­mörkum bank­ans ($1,25 á dag) fallið nær alls­stað­ar, t.d. úr 84% í 44% í Tansaníu á þess­ari öld auk þess sem milli­stéttin í heims­hlut­anum hefur vaxið gríð­ar­lega hratt á síð­ustu árum og mun að öllu lík­indum halda áfram að vaxa. Síðan virð­ist oft gleym­ast að þrátt fyrir allt þá er Afr­íka sífellt að verða frið­sælli. Allt ber þetta að sama brunni: Lífs­skil­yrði fara sífellt batn­andi í Afr­íku.

Margar borgir í Afríku vaxa hratt, m.a. Dar es Salaam. Margar borgir í Afr­íku vaxa hratt, m.a. Dar es Salaam.

 

Far­síma­bylt­ingin hefur óvíða meiri áhrifÞað fellur ekki sér­stak­lega vel að klass­ísku ímynd­inni um Afr­íku, að fyrsta hugsun höf­undar þegar hann steig fyrst fæti í Afr­íku hafi ver­ið: „Það eru allir með síma hérna og annar hver maður að selja inn­eign.” Afr­íka hefur alls ekki verið und­an­skilin far­síma­bylt­ingu síð­ustu ára­tuga. Til vitnis um það eru meira en helm­ingur heim­ila í álf­unni með far­síma. Í mörgum blá­fá­tækum löndum eiga lang­flestir full­orðnir ein­stak­lingar far­síma - 89% full­orðna í Gana, 82% í Kenýa og 73% í Tansan­íu. Áhrifin sem þetta hefur á við­skipti og líf fólks almennt eru gríð­ar­leg. Í Afr­íku er lítið brot heim­ila með aðgang að land­línu, svo áður fyrr þurfti að treysta á óskil­virka póst­þjón­ustu eða að koma skila­boðum til skila á tveimur jafn­fljót­um. Með til­komu far­sím­ans hefur þetta vit­an­lega gjör­breyst. Það kemur því ekki á óvart að rann­sóknir sýni að 10% aukn­ing far­síma­eignar auki hag­vöxt um 0,8% í þró­un­ar­löndum. Far­síma­bylt­ingin hefur líka aðrar góðar og minna fyr­ir­sjá­an­legar afleið­ingar sem birt­ast í svoköll­uðu „mobile money“.

Þetta fyr­ir­bæri er ein­fald­lega greiðslu­miðlun með far­síma­inn­eign og hefur náð ótrú­legri útbreiðslu á þessum ára­tug. Þurfi maður að greiða leigu­bíl­stjóra í Tansaníu getur maður ein­fald­lega sent umsamda fjár­hæð með smá­skila­boðum til hans með litlum kostn­aði. Síðan getur leigu­bíl­stjór­inn farið á næsta sölu­stað síns síma­fyr­ir­tækis og tekið út pen­ing­inn þegar honum hent­ar, rétt eins og um hefð­bundna banka­þjón­ustu væri að ræða. Ekki er þörf á nýjasta snjall­sím­an­um, Nokia 5210 er meira en nóg. Í gömlum far­sím­um, sem safna ryki ofan í skúffum Íslend­inga, gæti því leynst gullið tæki­færi til að styðja við fram­farir og þróun á fátæk­ustu svæðum Afr­íku. Hefð­bundin fjár­mála­þjón­usta er í mýflugu­mynd víða í Afr­íku sem gerir það að verkum að hund­ruðir millj­óna manna eiga ekki bana­kreikn­ing. Til­koma „mobile money“ þýðir að við­skipta­mögu­leikar hafa gjör­breyst. Í stað þess að þurfa að geyma pen­inga undir kodd­anum eða að ferð­ast langar vega­lengdir til að borga t.d. fyrir lækn­is­þjón­ustu veiks ætt­ingja er hægt að greiða með „mobile money“ á nokkum sek­únd­um. Áhrifin á við­skipta­lífið þarfn­ast í raun engra útskýr­inga - þau eru gríð­ar­leg.

Aðrar tækni­fram­farir og nýsköpun vekja athygliFram­far­irnar birt­ast einnig í annarri tækni sem hefur rutt sér til rúms í Afr­íku á und­an­förnum árum. Til dæmis hefur hrað­bönkum á hverja 100.000 íbúa fjölgað úr 0,7 í 4,5 á innan við 10 árum. Þá eru sumir þeirrar skoð­unar að flygildi (e. dro­nes) muni leika stórt hlut­verk í minni vöru­flutn­ingum í Afr­íku í fram­tíð­inni. Vega­kerfi víða í álf­unni eru annað hvort í molum eða hrein­lega ekki til stað­ar, þannig að gár­ung­arnir nefna oft „afrískt nudd“ í sömu andrá og langan akst­ur. Þá hefur borið á auk­inni áherslu á frum­kvöðla­starf­semi og nýsköpun und­an­farin ár. Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Íslands hafa lagt sitt á vog­ar­skál­arnar í þeim málum í Úganda og með góðum árangri. Einnig hefur fræða­sam­fé­lagið víða í álf­unni verið í sókn und­an­far­ið, þar sem að birt­ingum vís­inda­greina hefur fjölgað um helm­ing á aðeins 10 árum. Í Afr­íku er skortur á raf­orku eitt af því sem stendur þróun og vexti atvinnu­lífs­ins mest fyrir þrif­um. Raf­orku­fram­leiðsla hefur auk­ist tals­vert á síð­ast­liðnum ára­tug­um, en þó ekki nægi­lega til að halda í við mann­fjölda­þró­un. Þetta kann að þó að breyt­ast. á næstu árum og ára­tug­um. Kjarn­inn fjall­aði um áhrif Kín­verja í Afr­íku fyrir skömmu, en Kín­verjar hafa lagt mikið í upp­bygg­ingu inn­viða og t.d. munu nýjar virkj­an­ir, fjár­magn­aðar af þeim, tvö­falda raf­orku­fram­leiðslu Eþíópíu á nokkrum árum. Einnig eru stór verk­efni í píp­unum eins og Grand Inga virkj­unin í Kongó, sem er eitt allra fátæk­asta ríki heims. Sú virkjun myndi verða sú lang stærsta í heim­inum og fram­leiða 60-falt meira raf­magn en Kára­hnjúka­virkj­un. Þá eru einnig bundnar vonir við aðra end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa eins og sól­ar­orku.

Skiptar skoð­anir og ennþá fátæk­asti heims­hlut­innEkki eru allir sam­mála um það að hlut­irnir séu að þró­ast í rétta átt. Margir hafa bent á að ójöfn­uður sé of mik­ill og vax­andi. Vissu­lega er ójöfn­uður mjög mik­ill og ein stærsta áskorun næstu ára­tuga verður að tryggja að allir njóti auk­innar vel­meg­unar í Afr­íku. Stað­reyndin er samt sú að ójöfn­uður hefur víð­ast hvar staðið í stað eða minnkað á und­an­förnum árum sam­kvæmt Gini stuðl­in­um. Einnig hafa sumir bent á að fram­far­irnar byggi nær alfarið á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, sem hafa orðið verð­mæt­ari und­an­farna ára­tugi. Það er vissu­lega rétt að nokkru leyti, en það lítur út fyrir að lækk­andi olíu- og hrá­vöru­verð und­an­farið muni hafa minni áhrif á efna­hags­lífið í heims­hlut­anum en það hefur áður bert. Ástæð­urnar eru fyrst og fremst tvær: Aukið fram­lag ann­arra atvinnu­vega og betri hag­stjórn. Þetta birt­ist m.a. í því að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáir meiri hag­vexti í Afr­íku heldur en víð­ast hvar í heim­inum á næstu árum.

Styðjum betur við fram­far­irnarAfr­íka er ennþá fátæk­asti heims­hlut­inn og verður það senni­lega áfram í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Flestir Afr­íku­búar geta ein­ungis látið sig dreyma um lífs­skil­yrði Íslend­inga og mann­rétt­indi eru víða langt frá því að vera í hávegum höfð. Einnig felst mikil áskorun í því að ekki verði gengið of mikið á umhverfið með auknum fólks­fjölda og efna­hags­legum fram­för­um. En það er ástæða til bjart­sýni, óásætt­an­legar aðstæður geta haldið áfram að batna og lík­lega batnað hraðar en áður á næstu ára­tug­um.

Spár gera ráð fyrir því ríf­lega þriðji hver jarð­ar­búi verði frá löndum Afr­íku við lok ald­ar­inn­ar. Vegna þessa og alls þess sem tíundað er hér að ofan ættum við að veita Afr­íku meiri athygli. Það þýðir þó alls ekki að við eigum sitja á hlið­ar­lín­unni og fylgj­ast með. Afr­íka þarfn­ast stuðn­ings, sem Íslend­ingar hafa svo sann­ar­lega efni á þó við séum eft­ir­bátar flestra þjóða í Vest­ur­-­Evr­ópu þegar kemur að þró­un­ar­sam­vinnu. Það er senni­lega ennþá mik­il­væg­ara að eiga við­skipti við Afr­íku. Að fara til Aust­ur-Afr­íku í ferða­lag er til dæmis góð leið til þess og nokkuð sem höf­undur mælir tví­mæla­laust með.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None