Afríka rís: Bjartari tímar sunnan Sahara

africas-middle-class.jpg
Auglýsing

Þegar höf­undur ólst upp var ímyndin  af Afr­íku sunnan Sahara (til ein­föld­unar verður talað um „Afr­íku“ héðan í frá) eitt­hvað á þessa leið: Fátækt, hung­ursneyð, styrj­ald­ir, frum­byggjar og Kon­ungur Ljón­anna. Þó þessi atriði eigi ennþá við að mis­miklu leyti er ímyndin í dag meira á þessa leið: Nátt­úru­auð­lind­ir, fram­far­ir, tækni­væð­ing, ólýs­an­leg nátt­úru­feg­urð og fjöl­breytt mann­líf.

Ástæð­urnar fyrir þess­ari breyttu mynd eru aðal­lega tvenns­kon­ar. Í fyrsta lagi birt­ist Íslend­ingum og öðrum Vest­ur­landa­bú­aum afar skökk, nei­kvæð og ein­hæf mynd af Afr­íku í fjöl­miðl­um. Þó svo að þessi ímynd sé nær því að endu­spegla raun­veru­leikan í dag en áður fyrr eru for­dómar Vest­ur­landa­búa gagn­vart Afr­íku enn við lýði. Harka­leg við­brögð Vest­ur­landa­búa á Twitter við beinni útsend­ingu frá Naírobí (höf­uð­borg Kenýa) á Snapchat í síð­asta mán­uði er til vitnis um það. Í öðru lagi hafa síð­ustu tveir ára­tugir verið tími mik­illa fram­fara í álf­unni. Afr­íka á enn langt í land, en mögu­leik­arnir til að halda áfram á sömu braut og með meiri hraða hafa sjaldan verið meiri.

Fram­farir á flestum víg­stöðumAl­þjóða­bank­inn heldur utan um ara­grúa af hag­tölum og gögnum um mann­fjölda, heilsu og fjöl­marga aðra þætti sem sýna hvernig löndum vegnar á ýmsa vegu. Á árunum 2003-2013 jókst lands­fram­leiðsla á mann (miðað við kaup­mátt­ar­jöfnuð og leið­rétt fyrir verð­lags­þró­un) í löndum Afr­íku úr 318 þ. kr. á mann í 434 þ. kr. á mann. Á sama tíma fjölg­aði Afr­íku­búum um 30% svo að lands­fram­leiðslan jókst sam­an­lagt um 80%. Aukin efna­hags­leg vel­megun á sér aðrar birt­ing­ar­mynd­ir: Utan­rík­is­við­skipti hafa auk­ist hraðar en lands­fram­leiðsla frá byrjun 10. ára­tug­ar­ins og þá hefur bein erlend fjár­fest­ing tífald­ast í Afr­íku á 20 árum.

Árang­ur­inn birt­ist ekki ein­göngu í hefð­bundnum hag­töl­um. Ung­barna­dauði hefur nærri því helm­ing­ast frá árinu 1990, tíðni mærða­dauða hefur lækkað tölu­vert, aðgangur að menntun hefur auk­ist, stjórn­mála­þátt­taka kvenna fer vax­andi og með­al­ævi­lengd hækk­aði úr 50 í 56 ár á árunum 2000-2012. Lengri ævi­lengd ber m.a. að þakka árangri í bar­átt­unni við HIV, en tíðni smit­aðra kvenna 15-24 ára, sem eru í miklum áhættu­hóp, hefur fallið um helm­ing á öld­inni hingað til og litlu minna meðal karla á sama aldri.

Auglýsing

Þá voru innan við 50% mann­fjöld­ans með aðgang að hreinu vatni árið 1994, en það hlut­fall var komið upp í 64% árið 2012 skv. Alþjóða­bank­an­um, þrátt fyrir mikla fólks­fjölg­un. Einnig hefur hlut­fall fólks undir fátækra­mörkum bank­ans ($1,25 á dag) fallið nær alls­stað­ar, t.d. úr 84% í 44% í Tansaníu á þess­ari öld auk þess sem milli­stéttin í heims­hlut­anum hefur vaxið gríð­ar­lega hratt á síð­ustu árum og mun að öllu lík­indum halda áfram að vaxa. Síðan virð­ist oft gleym­ast að þrátt fyrir allt þá er Afr­íka sífellt að verða frið­sælli. Allt ber þetta að sama brunni: Lífs­skil­yrði fara sífellt batn­andi í Afr­íku.

Margar borgir í Afríku vaxa hratt, m.a. Dar es Salaam. Margar borgir í Afr­íku vaxa hratt, m.a. Dar es Salaam.

 

Far­síma­bylt­ingin hefur óvíða meiri áhrifÞað fellur ekki sér­stak­lega vel að klass­ísku ímynd­inni um Afr­íku, að fyrsta hugsun höf­undar þegar hann steig fyrst fæti í Afr­íku hafi ver­ið: „Það eru allir með síma hérna og annar hver maður að selja inn­eign.” Afr­íka hefur alls ekki verið und­an­skilin far­síma­bylt­ingu síð­ustu ára­tuga. Til vitnis um það eru meira en helm­ingur heim­ila í álf­unni með far­síma. Í mörgum blá­fá­tækum löndum eiga lang­flestir full­orðnir ein­stak­lingar far­síma - 89% full­orðna í Gana, 82% í Kenýa og 73% í Tansan­íu. Áhrifin sem þetta hefur á við­skipti og líf fólks almennt eru gríð­ar­leg. Í Afr­íku er lítið brot heim­ila með aðgang að land­línu, svo áður fyrr þurfti að treysta á óskil­virka póst­þjón­ustu eða að koma skila­boðum til skila á tveimur jafn­fljót­um. Með til­komu far­sím­ans hefur þetta vit­an­lega gjör­breyst. Það kemur því ekki á óvart að rann­sóknir sýni að 10% aukn­ing far­síma­eignar auki hag­vöxt um 0,8% í þró­un­ar­löndum. Far­síma­bylt­ingin hefur líka aðrar góðar og minna fyr­ir­sjá­an­legar afleið­ingar sem birt­ast í svoköll­uðu „mobile money“.

Þetta fyr­ir­bæri er ein­fald­lega greiðslu­miðlun með far­síma­inn­eign og hefur náð ótrú­legri útbreiðslu á þessum ára­tug. Þurfi maður að greiða leigu­bíl­stjóra í Tansaníu getur maður ein­fald­lega sent umsamda fjár­hæð með smá­skila­boðum til hans með litlum kostn­aði. Síðan getur leigu­bíl­stjór­inn farið á næsta sölu­stað síns síma­fyr­ir­tækis og tekið út pen­ing­inn þegar honum hent­ar, rétt eins og um hefð­bundna banka­þjón­ustu væri að ræða. Ekki er þörf á nýjasta snjall­sím­an­um, Nokia 5210 er meira en nóg. Í gömlum far­sím­um, sem safna ryki ofan í skúffum Íslend­inga, gæti því leynst gullið tæki­færi til að styðja við fram­farir og þróun á fátæk­ustu svæðum Afr­íku. Hefð­bundin fjár­mála­þjón­usta er í mýflugu­mynd víða í Afr­íku sem gerir það að verkum að hund­ruðir millj­óna manna eiga ekki bana­kreikn­ing. Til­koma „mobile money“ þýðir að við­skipta­mögu­leikar hafa gjör­breyst. Í stað þess að þurfa að geyma pen­inga undir kodd­anum eða að ferð­ast langar vega­lengdir til að borga t.d. fyrir lækn­is­þjón­ustu veiks ætt­ingja er hægt að greiða með „mobile money“ á nokkum sek­únd­um. Áhrifin á við­skipta­lífið þarfn­ast í raun engra útskýr­inga - þau eru gríð­ar­leg.

Aðrar tækni­fram­farir og nýsköpun vekja athygliFram­far­irnar birt­ast einnig í annarri tækni sem hefur rutt sér til rúms í Afr­íku á und­an­förnum árum. Til dæmis hefur hrað­bönkum á hverja 100.000 íbúa fjölgað úr 0,7 í 4,5 á innan við 10 árum. Þá eru sumir þeirrar skoð­unar að flygildi (e. dro­nes) muni leika stórt hlut­verk í minni vöru­flutn­ingum í Afr­íku í fram­tíð­inni. Vega­kerfi víða í álf­unni eru annað hvort í molum eða hrein­lega ekki til stað­ar, þannig að gár­ung­arnir nefna oft „afrískt nudd“ í sömu andrá og langan akst­ur. Þá hefur borið á auk­inni áherslu á frum­kvöðla­starf­semi og nýsköpun und­an­farin ár. Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Íslands hafa lagt sitt á vog­ar­skál­arnar í þeim málum í Úganda og með góðum árangri. Einnig hefur fræða­sam­fé­lagið víða í álf­unni verið í sókn und­an­far­ið, þar sem að birt­ingum vís­inda­greina hefur fjölgað um helm­ing á aðeins 10 árum. Í Afr­íku er skortur á raf­orku eitt af því sem stendur þróun og vexti atvinnu­lífs­ins mest fyrir þrif­um. Raf­orku­fram­leiðsla hefur auk­ist tals­vert á síð­ast­liðnum ára­tug­um, en þó ekki nægi­lega til að halda í við mann­fjölda­þró­un. Þetta kann að þó að breyt­ast. á næstu árum og ára­tug­um. Kjarn­inn fjall­aði um áhrif Kín­verja í Afr­íku fyrir skömmu, en Kín­verjar hafa lagt mikið í upp­bygg­ingu inn­viða og t.d. munu nýjar virkj­an­ir, fjár­magn­aðar af þeim, tvö­falda raf­orku­fram­leiðslu Eþíópíu á nokkrum árum. Einnig eru stór verk­efni í píp­unum eins og Grand Inga virkj­unin í Kongó, sem er eitt allra fátæk­asta ríki heims. Sú virkjun myndi verða sú lang stærsta í heim­inum og fram­leiða 60-falt meira raf­magn en Kára­hnjúka­virkj­un. Þá eru einnig bundnar vonir við aðra end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa eins og sól­ar­orku.

Skiptar skoð­anir og ennþá fátæk­asti heims­hlut­innEkki eru allir sam­mála um það að hlut­irnir séu að þró­ast í rétta átt. Margir hafa bent á að ójöfn­uður sé of mik­ill og vax­andi. Vissu­lega er ójöfn­uður mjög mik­ill og ein stærsta áskorun næstu ára­tuga verður að tryggja að allir njóti auk­innar vel­meg­unar í Afr­íku. Stað­reyndin er samt sú að ójöfn­uður hefur víð­ast hvar staðið í stað eða minnkað á und­an­förnum árum sam­kvæmt Gini stuðl­in­um. Einnig hafa sumir bent á að fram­far­irnar byggi nær alfarið á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, sem hafa orðið verð­mæt­ari und­an­farna ára­tugi. Það er vissu­lega rétt að nokkru leyti, en það lítur út fyrir að lækk­andi olíu- og hrá­vöru­verð und­an­farið muni hafa minni áhrif á efna­hags­lífið í heims­hlut­anum en það hefur áður bert. Ástæð­urnar eru fyrst og fremst tvær: Aukið fram­lag ann­arra atvinnu­vega og betri hag­stjórn. Þetta birt­ist m.a. í því að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáir meiri hag­vexti í Afr­íku heldur en víð­ast hvar í heim­inum á næstu árum.

Styðjum betur við fram­far­irnarAfr­íka er ennþá fátæk­asti heims­hlut­inn og verður það senni­lega áfram í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Flestir Afr­íku­búar geta ein­ungis látið sig dreyma um lífs­skil­yrði Íslend­inga og mann­rétt­indi eru víða langt frá því að vera í hávegum höfð. Einnig felst mikil áskorun í því að ekki verði gengið of mikið á umhverfið með auknum fólks­fjölda og efna­hags­legum fram­för­um. En það er ástæða til bjart­sýni, óásætt­an­legar aðstæður geta haldið áfram að batna og lík­lega batnað hraðar en áður á næstu ára­tug­um.

Spár gera ráð fyrir því ríf­lega þriðji hver jarð­ar­búi verði frá löndum Afr­íku við lok ald­ar­inn­ar. Vegna þessa og alls þess sem tíundað er hér að ofan ættum við að veita Afr­íku meiri athygli. Það þýðir þó alls ekki að við eigum sitja á hlið­ar­lín­unni og fylgj­ast með. Afr­íka þarfn­ast stuðn­ings, sem Íslend­ingar hafa svo sann­ar­lega efni á þó við séum eft­ir­bátar flestra þjóða í Vest­ur­-­Evr­ópu þegar kemur að þró­un­ar­sam­vinnu. Það er senni­lega ennþá mik­il­væg­ara að eiga við­skipti við Afr­íku. Að fara til Aust­ur-Afr­íku í ferða­lag er til dæmis góð leið til þess og nokkuð sem höf­undur mælir tví­mæla­laust með.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None