Ályktanir Framsóknar í andstöðu við nokkur ríkisstjórnarfrumvörp

15377657853_2d6e3e826f_c.jpg
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hélt flokks­þing um helg­ina sem náði heldur betur athygli þjóð­ar­inn­ar. Fyrir utan þrumu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra á föstu­dag, sem var þétt­setin tíð­ind­um, voru margar stefnu­mark­andi álykt­anir sam­þykktar af þing­inu.

Það vekur hins vegar athygli að hlut­i þeirra álykt­anna sem sam­þykktar voru á flokks­þing­ingu eru bein­leiðis í and­stöðu við frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur sem rík­is­stjórn flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks hefur lagt fram að und­an­förnu.

Í and­stöðu við rík­is­fjár­mála­á­ætlunBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði til að mynda fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rík­is­fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2016 og 2019 í byrjun þessa mán­aðar. Áætl­unin er mjög ítar­leg og sam­kvæmt henni er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður skili að minnsta kosti tíu millj­arða króna afgangi á næsta ári og að afgang­ur­inn verði orð­inn nálægt 40 millj­örðum króna árið 2019. Til að ná þessum árangri gerið ríkið meðal ann­ars ráð fyrir að selja eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, meðal ann­ars 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um.

Sá vilji Bjarna kemur raunar einnig fram í frum­varpi til laga um með­ferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem dreift var á vef Alþingis 1. apríl síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt því frum­varpi er fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra falið að skipa ráð­gjafa­nefnd sem á að veita honum ráð­gjöf um með­ferð eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og und­ir­búa sölu og sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í bönk­um. Á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins um helg­ina var hins vegar sam­þykkt ályktun um að Lands­bank­inn verði áfram í rík­i­s­eigu og starfi sem sam­fé­lags­banki þar sem mark­miðið er ekki að hámarka arð­semi.

Auglýsing

Banka­bónusar og höftFlokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins sam­þykkti einnig til­lögu Karls Garð­ars­son­ar, þing­manns flokks­ins, um að bónusar í banka­kerf­inu verði alfarið bann­að­ir. Afstaða Fram­sókn­ar­flokks­ins er í and­stöðu við þá stefnu um bónusa í fjár­mála­kerf­inu sem mörkuð er í frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son lagði fram 31. mars síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt frum­varp­inu mega bón­us­greiðslur ekki verða hærri en 25 pró­sent af árs­launum starfs­manna í fjár­mála­geir­an­um.

Þá vakti yfir­lýs­ing Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um stöð­ug­leika­skatt og yfir­vof­andi skref í átt að losun hafta í ræðu sinni á þing­inu mikla athygli. Um var að ræða hug­tak sem ekki hefur verið í umræð­unni áður, þótt margir telji að um sé að ræða útfærslu á svoköll­uðum útgöngu­skatti.

Bjarni Bene­dikts­son skil­aði grein­ar­erð um fram­gang áætl­unar um losun fjár­magns­hafta 18. mars síð­ast­lið­inn. Þar sagði að tvær leiðir væru færar til þess að taka á þeim greiðslu­jafn­að­ar­vanda sem Ísland stendur frammi fyrir við losun fjár­magns­hafta. Önnur er sú að eig­endur inn­lendra eigna veiti afslátt á þeim í skiptum fyrir erlendan gjald­eyri. Hin er sú að tryggja að kvikar eign­ir, þær sem eru lík­legar til að vilja fara út úr íslensku hag­kerfi við losun hafta, fær­ist í lang­tíma­eign­ir. Þar var ekki minnst einu orði á skatt­lagn­ingu.

Við­bygg­ingar og sjúkra­húsRaunar hefur fleira sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lagt fram und­an­farna daga í and­stöðu við rík­is­fjár­mála­á­ætlun Bjarna Bene­dikts­son­ar. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­mundar Dav­íðs um við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið, bygg­ingu nýrrar Val­hallar á Þing­völlum og að gefa þjóð­inni nýtt húns undir stofnun Árna Magn­ús­sonar í full­veld­is­af­mæl­is­gjöf 1. des­em­ber 1918 felur í sér kostnað á annan tug millj­arða króna. Ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­inni sem Bjarni lét dreifa til þing­heims sama dag og þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­mundar Dav­íðs var lögð fyrir rík­is­stjórn­ina.

Yfir­lýs­ing Sig­mundar Dav­íðs um að hann vilji kanna hvort skyn­sam­legt væri að reisa nýtt hátækni­s­sjúkra­hús á lóð Rík­is­út­varps­ins við Efsta­leiti, sem hann opin­ber­aði í byrjun apr­íl, er auk þess í and­stöðu við fjár­lög árs­ins 2015, þings­á­lyktun um upp­bygg­ingu nýs Lands­spít­ala og yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar sem gefin var út í tengslum við verk­föll lækna. Þetta sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra við RÚV í síð­ustu viku.

Skrifað var undir yfir­lýs­ing­una vegna kjara­samn­inga lækna 8. jan­úar 2015. Einn þeirra þriggja ráð­herra sem skrifa undir hana eru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None