Apple geymir fúlgur fjár í skattaskjólum - Skatturinn í viðbragðsstöðu

h_51561512-1.jpg
Auglýsing

Eitt af því sem hefur mikið verið umræða á alþjóða­vett­vangi - ekki ein­ungis á Íslandi - frá því að fjár­mála­kerfi heims­ins var á barmi hruns, fyrir sjö árum, er það kallað er skatta­skjól. Í stuttu máli ganga þau út á það, að sér­sniðið reglu­verk til­tek­inna ríkja eða jafn­vel svæða inna þeirra, gera alþjóð­legum fyr­ir­tækjum og fjár­festum kleift, að geyma eignir án þess að þurfa greiða af þeim skatt í heima­land­inu. Íslend­ing­ar áttu í lok árs í fyrra um 32 millj­arða króna í skatta­skjól­inu Tortóla, en erlend fjár­muna­eign nam um þús­und millj­örðum króna, séu eignir líf­eyr­is­sjóða og fyr­ir­tækja teknar með í reikn­ing­inn, sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands frá því í sept­em­ber.

Lög og reglur um þessa starf­semi eru víða í end­ur­skoð­un, meðal ann­ars á bresku jóm­frú­areyj­un­um, Sviss, Lúx­em­borg og í Suð­ur­-Am­er­íku. En eng­inn ætti að gefa sér að hlut­irnir muni ganga hratt fyrir sig enda gríð­ar­lega miklir hags­munir í húfi fyrir mörg af stærstu fyr­ir­tækjum heims­ins og ein­staka fjár­festa sömu­leið­is.

Kast­ljósið bein­ist að Apple

Verð­mætasta fyr­ir­tæki heims­ins, þegar horft er til mark­aðsvirð­is, er hug­bún­að­ar- og fjar­skipt­ar­is­inn Apple. Mark­aðsvirði þess er nú 624 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 80 þús­und millj­örðum króna. Frá því um mitt ár hefur mark­aðsvirði þess lækkað tölu­vert, eða um tutt­ugu pró­sent. Ekk­ert fyr­ir­tæki á meiri eignir utan skatta­legs heima­lands en App­le, en Banda­ríkin er skatta­legt heima­land þess. Eignir erlend­is, sem meðal ann­ars eru geymdar í skatta­skjól­um, hækk­uðu um 70 millj­arða Banda­ríkja­dala milli áranna 2013 og 2014, sam­kvæmt skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits Banda­ríkj­anna (SEC). Heild­ar­eignir utan skatta­legs heima­lands nema ríf­lega 180 millj­örðum Banda­ríkja­dala, en næsta fyr­ir­tækja sem kemur á eftir er General Elect­ric með 119 millj­arða Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt gögnum sem Quartz hefur tekið sam­an. 

Auglýsing

Gríð­ar­legur vöxtur

En hvers vegna geymir Apple svona stóran hluta eigna sinna erlend­is, og hvers vegna fá fyr­ir­tæki að kom­ast upp með að gefa gríð­ar­lega miklar eignir sínar ekki upp til skatts? Apple hefur vaxið ógn­ar­hratt á síð­ustu árum, og eru í reynd fá dæmi í sög­unni um við­líka vöxt. Sala á iPhone símum og iPad spjald­tölv­um hefur verið gríð­ar­leg, en um mitt þetta ár átti félagið 203 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri, eða sem nemur um 26 þús­und millj­örðum króna. Stjórn­endur félags­ins, með stuðn­ingi hlut­hafa, hafa farið í umfangs­miklar aðgerðir til þess að reyna að koma í veg fyrir að þurfa að greiða háar upp­hæðir í banda­ríska rík­is­kass­ann. Sam­kvæmt grein­ingu Tech Crunch ákvað Apple að fara út í umfangs­mikla skulda­bréfa­út­gáfu og lán­töku, meðal ann­ars vegna þess­arar stöðu. Pen­ingar eru ódýrir í Banda­ríkj­unum í augna­blik­inu og fá fyr­ir­tæki hafa eins gott láns­traust og App­le, sem þarf varla að greiða neitt mark­aðsá­lag á lánum sem fyr­ir­tækið tek­ur. Í stað þess að koma með fjár­magnið og eign­irnar til Banda­ríkj­anna, og greiða af þeim skatt, þá hefur fyr­ir­tækið ein­fald­lega frekar kosið að stofna til skulda og greiða lága vexti. Það kemur betur út fyrir efna­hag­inn. Þá hafa lánin meðal ann­ars verið notuð í að nýta svig­rúm til kaupa á eigin bréf­um, þar sem hámarkað er fimm pró­sent, og einnig í að kaupa einka­leyfi og smærri sprota­fyr­ir­tæki til að styrkja vöru­þró­un.

Þrýst­ingur á banka

Fjár­mála­eft­ir­litið í Banda­ríkj­unum hefur fyrst og fremst unnið að því að styrkja reglur sem snúa að skilum á skatti, í tengslum við starf­semi banka á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Sam­tals hafa stærstu bankar heims­ins greitt fyrir 22 millj­arða Banda­ríkja­dala í sektir vegna aðstoðar við skattaund­an­skot við­skipta­vina. Sviss­neski bank­inn UBS hefur greitt hæstu sekt­ina af öll­um, vegna kerf­is­bund­innar starf­semi á sviði skattaund­an­skota fyrir við­skipta­vina, sam­tals 1,3 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 170 millj­örðum króna.

Gríð­ar­lega hraður vöxtur hug­bún­að­ar-, fjar­skipta og tækni­fyr­ir­tækja, og mikil fjár­muna­myndun erlend­is, hefur leitt til umræðu um hvernig eigi að taka á þessum hlutum til fram­tíðar lit­ið. Engar sér­tækar til­lögur hafa birst, en Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur sagt að skatta­skjól, utan skatta­leg heima­lands, sé að skapa mik­inn vanda fyrir margar þjóð­ir, meðal ann­ars Banda­rík­in. Rík­is­sjóður tapi fjár­munum á þessu, sem svo skili sér í verri þjón­ustu við almenn­ing og lak­ari lífs­kjör­um. Stjórn­endur App­le, með for­stjór­ann Tim Cook í broddi fylk­ing­ar, segj­ast leggja áherslu á að hafa allt í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins uppi á borðum og fara að lögum og reglum í einu og öllu. Fyr­ir­tækið þurfi að gæta að því í sínum rekstri að haga seglum eftir vindi, vernda eignir og setja sam­keppn­is­hæfni þessi efst á for­gangs­list­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None