Arion banki segir að gagnrýni á sölu í Símanum til vildarviðskiptavina hafi verið réttmæt

Íslenskir fjárfestar með litla sérþekkingu á fjarskiptum keyptu stærstan hluta þeirra bréfa sem seld voru á genginu 2,5. Sú sala var ákveðin í maí en tilkynnt í ágúst.

orri-hauks.jpg
Auglýsing

Stjórn­endur Arion banka við­ur­kenna að sala á fimm pró­sent hlut í Sím­anum til við­skipta­vina bank­ans skömmu fyrir útboð á verði sem ­reynd­ist vera nokkuð lægra en nið­ur­staða útboðs­ins, hafi ekki verið heppi­leg. Gagn­rýn­i á þá sölu hafi verið rétt­mæt og verk­lagi varð­andi sölu á stærri eign­ar­hlut­u­m verði í kjöl­farið breytt.

Varð­andi sölu á fimm pró­sent hlut til hóps sem Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, setti sam­an, á verði sem var langt und­ir­ út­boðs­gengi, þá leit Arion banki hins veg­ar„aldrei svo á að verið væri að selja hluti í Sím­anum með afslætt­i.“ Í gagn­rýni á þá ráð­stöfun hafi verið horft frámhjá þróun hluta­bréfa­mark­aðs­ins frá því að sölu­verðið var ákveðið snemma á þessu ári.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Arion banki sendi frá sér í dag.

Auglýsing

Sala til stjórn­enda ákveðin í maí

Til­kynn­ingin sem Arion banki sendi er ítar­leg­asta svar við þeirri gagn­rýni sem dunið hefur á bank­anum vegna sölu á tíu pró­sent hlut í Sím­anum í aðdrag­anda útboðs og skrán­ingar hans á mark­að. Fyrst fékk hóp­ur ­stjórn­enda Sím­ans, og með­fjár­festa þeirra, að kaupa fimm pró­sent hlut á geng­in­u 2,5 krónur á hlut. Um þau kaup var til­kynnt í ágúst. Í lok sept­em­ber, nokkrum ­dögum fyrir útboð, seldi Arion banki síðan völdum við­skipta­vinum sín­um, sem hafa ekki verið nafn­greind­ir, annan fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Með­al­verð í útboði Sím­ans var 3,33 krónur á hlut og í dag er gengi bréfa hans um 3,7 krónur á hlut.

Höskuldur Ólafsson er bankastjóri Arion banka.

Arion greinir nú frá því að sam­komu­lagið við fjár­festa­hóp­inn ­sem keypti fyrst hafi verið gert í maí. Arion banki segir að sú töf sem orð­ið hafi á að upp­lýsa um kaupin hafi verið „óheppi­leg“. Verð­matið hafi á þeim tíma, í maí, verið svipað og á Voda­fo­ne, hinu skráðu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu. Síðan þá hafi hluta­bréf í Voda­fone hækkað um 23 pró­sent.

Nú er einnig komið í ljós að stjórn­endur Sím­ans keyptu 0,5 ­pró­sent hlut til við­bótar við þau fimm pró­sent sem áður hafði verið greint frá­, á sama verði. Sam­tals var keypti hóp­ur­inn því 5,5 pró­sent hlut. Miðað við geng­i Sím­ans í dag hefur virði hlutar þeirra hækkað um 47 pró­sent.  Það gera rúm­lega 680 millj­ónir króna.

Sölu­hömlur eru á fyrstu fimm pró­sent­unum til 1. jan­úar 2017. ­Stjórn­endur Sím­ans mega hins vegar selja 0,5 pró­sent hlut sinn strax í mars á næsta ári, eftir rúma fjóra mán­uði.

Ekki sagt frá Árna og Hall­birni

Þegar til­kynnt var um söl­una, þann 21. ágúst síð­ast­lið­inn, var lögð mikil áhersla á að í hópnum væru erlendir fjár­festar með mikla reynslu af fjar­skipta­mál­um. Þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um hvern­ig ­sam­setn­ing hóps­ins væri gaf Sím­inn upp nokkur nöfn, þeirra á meðal nöfn erlend­u fjár­fest­anna.

Ómar Svavarsson var forstjóri Vodafone þegar það félag var skráð í Kauphöll Íslands. Nú er hann hluthafi í Símanum.

Í því svari var hins vegar ekki sagt hvernig fimm pró­sent hlut­ur­inn skipt­ist á milli stjórn­enda Sím­ans, alþjóð­legra fjár­festa og ann­arra ­sem til­heyrðu hópn­um. Þar var enn fremur til­greint að þrír einka­fjár­festar væru í hon­um: þeir Sig­ur­björn Þor­kels­son, sem starf­aði lengi sem ­yf­ir­maður hjá Lehman Brothers, var einn eig­andi Haga og stofn­aði fyrr á þessu ári verð­bréfa­miðl­un­ina Fossa mark­aði með nokkrum fyrrum lyk­il­starfs­mönnum úr ­Straumi, Stefán Áka­son, fyrrum for­stöðu­maður skulda­bréfa­miðl­unar Kaup­þings, og Ómar Svav­ars­son, fyrrum for­stjóri Voda­fone á Íslandi.

Síðar kom í ljós Sig­ur­björn var ekki einn á ferð­inn­i. Fjár­fest­ing hans var í gegnum félagið Æða­nes ehf., sem er í eigu hans og t­veggja með­fjár­festa hans: Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­son­ar. Í til­kynn­ingu Arion banka segir að aðkoma Sig­ur­bjarnar hafi legið fyrir þeg­ar á­kvörðun um söl­una til fjár­festa­hóps­ins var tekin „en aðkoma Árna og Hall­björns lá fyrir við frá­gang við­skipt­anna“. Samt var ekki til­kynnt um aðkomu þeirra þeg­ar ­salan var gerð opin­ber 21. ágúst.

Íslensku fjár­fest­arnir með stærstan hluta

Arion banki segir að með­ við­skipt­unum hafi bank­inn viljað „styrkja félagið fyrir útboð og gera það ­sölu­væn­legra með því að fá í hluta­hafa­hóp­inn hluta af stjórn­enda­teymi Sím­ans á­samt alþjóð­legum fag­fjár­festum með mikla reynslu af fjár­fest­ingum og fjar­skiptum í fjölda landa. Stjórn­endur Sím­ans settu fjár­festa­hóp­inn saman en ­Arion banki gerði kröfu um að hann byggi yfir alþjóð­legri reynslu og tengsl­u­m“.

Þar segir líka að Æða­nes sé stærsti eig­and­inn inn­an­ fjár­festa­hóps­ins. Félagið hafi keypt stærstan hluta af þeim fimm pró­sent hlut í Sím­anum sem seldur var á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Sig­ur­björn, Árni og Hall­björn eru allir umsvifa­miklir fjár­festar á íslenskum mark­aði, en Árni sat í stjórn Voda­fone á árum áður og hefur þar með ein­hverja reynslu af fjar­skipta­mark­aði. Þess ­vegna hefur sú ákvörðun Arion banka að selja þessum hópi fjár­festa hlut í Sím­anum á verði sem var langt undir útboðs­verði verið harð­lega gagn­rýnd. Eðli­leg­ast væri að allir fjár­festar sætu við sama borð í þeim mál­um.

Arion banki telur hins vegar ekki rétt að tala um að hóp­ur­inn hafi fengið afslátt á hlut sín­um. Bank­inn segir að fáir myndu halda því fram „nú í októ­ber að ein­stak­ling­ur, sem seldi sinn hlut í Voda­fone í maí, hefði verið að gefa kaup­and­anum 20 pró­sent afslátt,“ og vís­ar þannig í að hlutir í Voda­fone hafa hækkað um 20 pró­sent síðan í maí.

Salan á hlut í Sím­anum í sam­ræmi við stefnu stjórnar

Arion banki seldi einnig fimm pró­sent hlut til val­inna við­skipta sinna á verði sem var við lægri enda verð­bils útboðs á bréfum Sím­ans nokkrum dögum áður en það fór fram. Í til­kynn­ing­unni sem send var í dag kemur fram að bank­inn fjár­magn­aði hluta þess­ara við­skipta, en hann seg­ir að það hafi verið lít­ill hluti. Það þýðir að fjár­fest­arnir sem fengu að kaupa greiddu ekki að öllu leyti fyrir hlut­inn. Arion banki lán­aði þeim.

Monica Caneman er stjórnarformaður Arion banka.

Bank­inn segir aðekki hafi verið að „veita við­skipta­vinum afslátt frá verð­inu held­ur[...]að gefa þeim kost á að ­kaupa nokkru stærri hlut en ella[...]Sú gagn­rýni að ekki hafi allir setið við ­sama borð hefur ekki farið fram­hjá stjórn­endum bank­ans. Ekki var heppi­legt að ­selja til við­skipta­vina bank­ans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo ­reynd­ist nokkuð lægra en nið­ur­staða útboðs­ins. Bank­inn van­mat hina miklu eft­ir­spurn sem raun varð á. Þessi til­högun er til skoð­unar í bank­anum og verð­ur­ ­tekið mark á gagn­rýn­inn­i“.

Þrátt fyrir það er það nið­ur­staða stjórn­enda Arion banka er að ­salan á 31 pró­sent hlut bank­ans í Sím­an­um, meðal ann­ars til ofan­greinda hópa, hafi verið „í sam­ræmi við þá stefnu stjórnar bank­ans að ­yf­ir­teknum félögum í óskyldum rekstri skuli eftir föngum vera komið í sem breið­ast eign­ar­hald og þau skráð í kaup­höll“.

Gagn­rýni á á söl­una til­ vild­ar­við­skipta­vina bank­ans sé rétt­mæt og verk­lagi verði breytt í kjöl­far­ið.­Bank­inn virð­ist hins vegar ekki telja að gagn­rýni á söl­una til fjár­festa­hóps­ins sem ­fékk að kaupa í maí, sem sam­an­stóð af stjórn­endum Sím­ans, nokkrum alþjóð­leg­um fjár­festum með reynslu af fjar­skiptum en að stærstum hluta af inn­lend­um fjár­festum með litla slíka reynslu, eigi við rök að styðj­ast.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Við komum tvíefld til baka
Kjarninn 30. mars 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagsleg áhrif heimsfaraldurs
Kjarninn 30. mars 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
„Þurfum að fara í miklu róttækari aðgerðir gagnvart heimilum í landinu og fólkinu sjálfu“
Formaður Samfylkingarinnar segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar blikni í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkjanna. Forsætisráðherra andmælir því.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None