Arion banki segir að gagnrýni á sölu í Símanum til vildarviðskiptavina hafi verið réttmæt

Íslenskir fjárfestar með litla sérþekkingu á fjarskiptum keyptu stærstan hluta þeirra bréfa sem seld voru á genginu 2,5. Sú sala var ákveðin í maí en tilkynnt í ágúst.

orri-hauks.jpg
Auglýsing

Stjórnendur Arion banka viðurkenna að sala á fimm prósent hlut í Símanum til viðskiptavina bankans skömmu fyrir útboð á verði sem reyndist vera nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins, hafi ekki verið heppileg. Gagnrýni á þá sölu hafi verið réttmæt og verklagi varðandi sölu á stærri eignarhlutum verði í kjölfarið breytt.

Varðandi sölu á fimm prósent hlut til hóps sem Orri Hauksson, forstjóri Símans, setti saman, á verði sem var langt undir útboðsgengi, þá leit Arion banki hins vegar„aldrei svo á að verið væri að selja hluti í Símanum með afslætti.“ Í gagnrýni á þá ráðstöfun hafi verið horft frámhjá þróun hlutabréfamarkaðsins frá því að söluverðið var ákveðið snemma á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í dag.

Auglýsing

Sala til stjórnenda ákveðin í maí

Tilkynningin sem Arion banki sendi er ítarlegasta svar við þeirri gagnrýni sem dunið hefur á bankanum vegna sölu á tíu prósent hlut í Símanum í aðdraganda útboðs og skráningar hans á markað. Fyrst fékk hópur stjórnenda Símans, og meðfjárfesta þeirra, að kaupa fimm prósent hlut á genginu 2,5 krónur á hlut. Um þau kaup var tilkynnt í ágúst. Í lok september, nokkrum dögum fyrir útboð, seldi Arion banki síðan völdum viðskiptavinum sínum, sem hafa ekki verið nafngreindir, annan fimm prósent hlut á genginu 2,8 krónur á hlut. Meðalverð í útboði Símans var 3,33 krónur á hlut og í dag er gengi bréfa hans um 3,7 krónur á hlut.

Höskuldur Ólafsson er bankastjóri Arion banka.

Arion greinir nú frá því að samkomulagið við fjárfestahópinn sem keypti fyrst hafi verið gert í maí. Arion banki segir að sú töf sem orðið hafi á að upplýsa um kaupin hafi verið „óheppileg“. Verðmatið hafi á þeim tíma, í maí, verið svipað og á Vodafone, hinu skráðu fjarskiptafyrirtækinu. Síðan þá hafi hlutabréf í Vodafone hækkað um 23 prósent.

Nú er einnig komið í ljós að stjórnendur Símans keyptu 0,5 prósent hlut til viðbótar við þau fimm prósent sem áður hafði verið greint frá, á sama verði. Samtals var keypti hópurinn því 5,5 prósent hlut. Miðað við gengi Símans í dag hefur virði hlutar þeirra hækkað um 47 prósent.  Það gera rúmlega 680 milljónir króna.

Söluhömlur eru á fyrstu fimm prósentunum til 1. janúar 2017. Stjórnendur Símans mega hins vegar selja 0,5 prósent hlut sinn strax í mars á næsta ári, eftir rúma fjóra mánuði.

Ekki sagt frá Árna og Hallbirni

Þegar tilkynnt var um söluna, þann 21. ágúst síðastliðinn, var lögð mikil áhersla á að í hópnum væru erlendir fjárfestar með mikla reynslu af fjarskiptamálum. Þegar Kjarninn leitaði eftir upplýsingum um hvernig samsetning hópsins væri gaf Síminn upp nokkur nöfn, þeirra á meðal nöfn erlendu fjárfestanna.

Ómar Svavarsson var forstjóri Vodafone þegar það félag var skráð í Kauphöll Íslands. Nú er hann hluthafi í Símanum.

Í því svari var hins vegar ekki sagt hvernig fimm prósent hluturinn skiptist á milli stjórnenda Símans, alþjóðlegra fjárfesta og annarra sem tilheyrðu hópnum. Þar var enn fremur tilgreint að þrír einkafjárfestar væru í honum: þeir Sigurbjörn Þorkelsson, sem starfaði lengi sem yfirmaður hjá Lehman Brothers, var einn eigandi Haga og stofnaði fyrr á þessu ári verðbréfamiðlunina Fossa markaði með nokkrum fyrrum lykilstarfsmönnum úr Straumi, Stefán Ákason, fyrrum forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Kaupþings, og Ómar Svavarsson, fyrrum forstjóri Vodafone á Íslandi.

Síðar kom í ljós Sigurbjörn var ekki einn á ferðinni. Fjárfesting hans var í gegnum félagið Æðanes ehf., sem er í eigu hans og tveggja meðfjárfesta hans: Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Í tilkynningu Arion banka segir að aðkoma Sigurbjarnar hafi legið fyrir þegar ákvörðun um söluna til fjárfestahópsins var tekin „en aðkoma Árna og Hallbjörns lá fyrir við frágang viðskiptanna“. Samt var ekki tilkynnt um aðkomu þeirra þegar salan var gerð opinber 21. ágúst.

Íslensku fjárfestarnir með stærstan hluta

Arion banki segir að með viðskiptunum hafi bankinn viljað „styrkja félagið fyrir útboð og gera það söluvænlegra með því að fá í hlutahafahópinn hluta af stjórnendateymi Símans ásamt alþjóðlegum fagfjárfestum með mikla reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Stjórnendur Símans settu fjárfestahópinn saman en Arion banki gerði kröfu um að hann byggi yfir alþjóðlegri reynslu og tengslum“.

Þar segir líka að Æðanes sé stærsti eigandinn innan fjárfestahópsins. Félagið hafi keypt stærstan hluta af þeim fimm prósent hlut í Símanum sem seldur var á genginu 2,5 krónur á hlut. Sigurbjörn, Árni og Hallbjörn eru allir umsvifamiklir fjárfestar á íslenskum markaði, en Árni sat í stjórn Vodafone á árum áður og hefur þar með einhverja reynslu af fjarskiptamarkaði. Þess vegna hefur sú ákvörðun Arion banka að selja þessum hópi fjárfesta hlut í Símanum á verði sem var langt undir útboðsverði verið harðlega gagnrýnd. Eðlilegast væri að allir fjárfestar sætu við sama borð í þeim málum.

Arion banki telur hins vegar ekki rétt að tala um að hópurinn hafi fengið afslátt á hlut sínum. Bankinn segir að fáir myndu halda því fram „nú í október að einstaklingur, sem seldi sinn hlut í Vodafone í maí, hefði verið að gefa kaupandanum 20 prósent afslátt,“ og vísar þannig í að hlutir í Vodafone hafa hækkað um 20 prósent síðan í maí.

Salan á hlut í Símanum í samræmi við stefnu stjórnar

Arion banki seldi einnig fimm prósent hlut til valinna viðskipta sinna á verði sem var við lægri enda verðbils útboðs á bréfum Símans nokkrum dögum áður en það fór fram. Í tilkynningunni sem send var í dag kemur fram að bankinn fjármagnaði hluta þessara viðskipta, en hann segir að það hafi verið lítill hluti. Það þýðir að fjárfestarnir sem fengu að kaupa greiddu ekki að öllu leyti fyrir hlutinn. Arion banki lánaði þeim.

Monica Caneman er stjórnarformaður Arion banka.

Bankinn segir aðekki hafi verið að „veita viðskiptavinum afslátt frá verðinu heldur[...]að gefa þeim kost á að kaupa nokkru stærri hlut en ella[...]Sú gagnrýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið framhjá stjórnendum bankans. Ekki var heppilegt að selja til viðskiptavina bankans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins. Bankinn vanmat hina miklu eftirspurn sem raun varð á. Þessi tilhögun er til skoðunar í bankanum og verður tekið mark á gagnrýninni“.

Þrátt fyrir það er það niðurstaða stjórnenda Arion banka er að salan á 31 prósent hlut bankans í Símanum, meðal annars til ofangreinda hópa, hafi verið „í samræmi við þá stefnu stjórnar bankans að yfirteknum félögum í óskyldum rekstri skuli eftir föngum vera komið í sem breiðast eignarhald og þau skráð í kauphöll“.

Gagnrýni á á söluna til vildarviðskiptavina bankans sé réttmæt og verklagi verði breytt í kjölfarið.Bankinn virðist hins vegar ekki telja að gagnrýni á söluna til fjárfestahópsins sem fékk að kaupa í maí, sem samanstóð af stjórnendum Símans, nokkrum alþjóðlegum fjárfestum með reynslu af fjarskiptum en að stærstum hluta af innlendum fjárfestum með litla slíka reynslu, eigi við rök að styðjast.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None