Birgir Þór Harðarson

Armslengd í endalok Bankasýslu sem Bjarni vildi aldrei sjá

Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009 meðal annars til þess að tryggja að pólitíkusar væru ekki að skipta sér beint af eignarhaldi ríkisins á bönkum. Nú syngur þessi stofnun brátt hið síðasta, eftir að ríkisstjórnin rataði í vandræði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun væntanlega leggja fram frumvarp um niðurlagningu stofnunarinnar, rétt eins og hann gerði árið 2015.

Rík­is­stjórnin kynnti í gær­morgun þá ákvörðun for­manna stjórn­ar­flokk­anna þriggja að leggja niður Banka­sýslu rík­is­ins, fámenna stofnun sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og hefur frá því í árs­byrjun 2010 haft það hlut­verk að fara með hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Ákvörð­unin er póli­tískt við­bragð leið­toga rík­is­stjórn­ar­innar við þeirri gagn­rýni sem fram hefur komið á lokað útboð á 22,5 pró­senta hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Angar af útboð­inu eru til rann­sóknar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, auk þess sem Rík­is­end­ur­skoðun skoðar málið að beiðni fjár­mála­ráð­herra.

Eftir yfir­legu leið­toga rík­is­stjórn­ar­innar yfir páska­há­tíð­ina stendur nú til að leggja fram frum­varp um að leggja Banka­sýsl­una niður og inn­leiða „nýtt fyr­ir­komu­lag til að halda utan um eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um“ með áherslu á „rík­ari aðkomu Alþingis og að styrk­ari stoðum verði skotið undir að tryggja gagn­sæi, jafn­ræði, lýð­ræð­is­lega aðkomu þings­ins og upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings.“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn vilja sumir meina að sé á hlaupum undan póli­tískri ábyrgð vegna fram­kvæmdar útboðs­ins í Íslands­banka, mun vænt­an­lega leggja fram stjórn­ar­frum­varp þar um þessar fyr­ir­hug­uðu breyt­ing­ar.

Það verður ekki í fyrsta sinn sem Bjarni leggur fram frum­varp sem felur í sér að Banka­sýsla rík­is­ins verði lögð nið­ur.

Sagði Banka­sýsl­una full­kom­lega óþarfa árið 2011

Reyndar vildi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins aldrei að stofn­unin yrði sett á lagg­irnar til að byrja með, en Banka­sýslan var stofnuð árið 2009 í stjórn­ar­tíð Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna. Frá upp­hafi stóð til að stofn­unin yrði lögð niður árið 2015, þegar hún yrði búin að ljúka afmörk­uðu hlut­verki sínu.

Sam­kvæmt lögum stóð til að færa umsýslu þeirra eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem eftir stæðu og haga þeim „með hefð­bundnum hætti í gegnum skýra eig­enda­stefnu og eft­ir­lit fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.“

Sól­ar­lags­á­kvæðið um að Banka­sýslan ætti ein­ungis að starfa í fimm ár var fellt á brott árið 2019, en stofn­unin hafði þá reyndar starfað í rúm níu ár. Þá var nýju bráða­birgða­á­kvæði bætt inn í lögin þess efnis að stofn­un­ina ætti að „leggja niður þegar verk­efnum hennar er lok­ið.“

Bjarni sagði haustið 2011, þá sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í stjórn­ar­and­stöðu, að leggja ætti niður Banka­sýsl­una. „Hana átti aldrei að stofna heldur vista verk­efnin í fjár­mála­ráðu­neyt­inu," skrif­aði Bjarni á Face­book og lét það fylgja stofn­unin væri með öllu óþörf, þar sem fjár­mála­ráð­herra væri hvort sem er alltaf kraf­inn svara ef eitt­hvað bját­aði á.

„Leggjum þessa stofnun nið­ur,“ skrif­aði Bjarni.

Til upp­rifj­unar má nefna að á þessum tíma stóð nokkur póli­tískur styr um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Páll Magn­ús­son, sem ráð­inn hafði verið sem for­stjóri Banka­sýsl­unnar í lok sept­em­ber 2011, ákvað að taka ekki við starf­inu í kjöl­far þess að stjórn stofn­un­ar­innar sagði af sér í heilu lagi eftir að stjórn­ar­þing­menn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna gagn­rýndu ráðn­ingu Páls.

Gagn­rýnin var helst sett fram á þeim grund­velli að Páll hefði verið aðstoð­ar­maður Val­gerðar Sverr­is­dóttur við­skipta­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins á þeim dögum er bank­arnir voru einka­væddir í fyrra skipt­ið. Þessi sami Páll er í dag ráðu­neyt­is­stjóri í félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyti Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar.

Undir lok árs 2011, þegar búið var að skipa nýja stjórn yfir Banka­sýsl­una, var svo Jón Gunnar Jóns­son ráð­inn for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar. Í því starfi er Jón Gunnar enn og mun vænt­an­lega sitja þar til Banka­sýsla rík­is­ins verður felld á brott með nýjum lög­um.

Lagði fram stjórn­ar­frum­varp um nið­ur­lagn­ingu Banka­sýsl­unnar 2015

Sem áður segir átti Banka­sýslan upp­haf­lega ein­ungis að starfa í fimm ár og var það bein­línis skrifað inn í lögin um stofn­un­ina. Þegar Bjarni var fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar hafði hann fyr­ir­ætl­anir um að leggja stofn­un­ina nið­ur. Frum­varp Bjarna um það efni var lagt fram 1. apríl 2015.

Með því var gert ráð fyrir að eign­ar­hlutir rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum yrðu færðir undir ráð­herra, sem myndi setja eig­enda­stefnu og skipa þriggja manna ráð­gjaf­ar­nefnd, án til­nefn­inga, til að veita ráð­herra ráð­gjöf um með­ferð eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og und­ir­búa sölu þeirra.

Sam­kvæmt frum­varp­inu sem Bjarni lagði fram áttu Rík­is­kaup að ann­ast sölu­með­ferð á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um. Ráð­herra átti hins vegar einn að taka ákvörðun um hvort að taka ætti til­­­boði í við­kom­andi eign­­ar­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki eða ekki.

And­staða við frum­varp Bjarna var nokkur í þing­inu. Stein­grímur J. Sig­fús­son þáver­andi þing­maður Vinstri grænna gagn­rýndi meðal ann­ars að með frum­varp­inu væri verið leggja til breyt­ingar sem myndu veikja „arms­lengd­ar­sjón­ar­mið­in“ sem hefðu verið veiga­mikil í umræð­unni er rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttir hefði staðið að stofnun Banka­sýslu rík­is­ins „í ann­ríki dag­anna á vor­dögum 2009“.

„Arms­lengd­in“ er einmitt tölu­vert í umræð­unni nú og hafa þing­menn og leið­togar í stjórn­ar­lið­inu vísað til arms­lengd­ar­sjón­ar­miða þegar rætt er um hvort Bjarni þurfi að bera póli­tíska ábyrgð á síð­ara útboð­inu í Íslands­banka. Vís­aði Katrín Jak­obs­dóttir meðal ann­ars til þess­ara sjón­ar­miða í sam­tali við Kjarn­ann í gær, er hún var spurð út í kröfur þess efnis að Bjarni léti af emb­ætti. Fram­kvæmd söl­unnar var jú á borði Banka­sýsl­unn­ar.

Stein­grímur hafði það á orði í ræðu sinni árið 2015 að sumir sjálf­stæð­is­menn hefðu lagt mikið upp úr arms­lengd­ar­sjón­ar­miðum er verið var að stofna Banka­sýsl­una árið 2009 – og að þeir hefðu talið að þau lög sem verið var að setja og enn gilda um Banka­sýsl­una tryggðu ekki nægi­lega fjar­lægð á milli ráð­herra og verk­efna Banka­sýsl­unn­ar.

Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.
Úr safni

​​„Nú kann að vera að afstaða Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi mót­ast mjög af því hver var ráð­herr­ann á þessum tíma en þá bara spyr ég: Er það mál­efna­legt? Er það þannig sem hlut­irnir eiga að ganga fyrir sig í póli­tík­inni, að lög­gjöfin eigi að mót­ast af við­horfum manna til þess hver fer með ein­stök emb­ætti þá og þá? Nei, ég ætla sjálf­stæð­is­mönnum ekki það þó að ég viti vel að þeim var ekk­ert öll­um, og er ekki enn, hlýtt til mín. Ég ætla þeim að þetta hafi verið mál­efna­leg afstaða, að þeir hafi haft svona miklar áhyggjur af því að arms­lengd­ar­sjón­ar­mið­anna yrði ekki nógu vel gætt, að póli­tíska vald­inu yrði ekki haldið nógu skýrt frá eign­ar­haldi á bönk­um. Ég skil það sjón­ar­mið mjög vel og er því sam­mála,“ sagði Stein­grímur í ræðu sinni þetta vor­ið.

Þrátt fyrir að málið væri ein­ungis rætt á þingi í upp­hafi maí og ekki orðið að lögum fyrir sum­ar­frí virt­ist gert ráð fyrir því af hálfu rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs að dagar Banka­sýsl­unnar yrðu brátt taldir og þegar fjár­laga­frum­varp Bjarna leit dags­ins ljós haustið 2015 var búið að skrúfa vænt fram­lög til Banka­sýsl­unnar niður í núll krón­ur.

Er fjár­lögin voru afgreidd undir lok árs­ins var þó heldur betur búið að breyta um stefnu, en í breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­lögin voru fram­lög til Banka­sýslu rík­is­ins þre­földuð frá fyrra ári og henni ætlað að ganga til verka við að und­ir­búa það sem þá var í píp­un­um, sala á 30 pró­senta hlut í Lands­bank­an­um, sem ekk­ert varð af. Banka­sýslan fékk svo Íslands­banka í fangið þegar kröfu­hafar Glitnis afhentu rík­is­sjóði 95 pró­sent hluta­fjár í bank­anum í febr­úar árið 2016.

Nú rúmum sex árum síðar hafa svo póli­tísk vand­ræði rík­is­stjórn­ar­innar við sölu á hlut í þeim sama banka orðið til þess að stjórn­völdum þykir fýsi­leg­ast að leggja stofn­un­ina nið­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent