Átta fyrirlestrar um vísindi loftslagsmála og hvernig skal bregaðst við

nattura_blom_gras_.jpg
Auglýsing

Loft­lags­mál er stærsta hags­muna­mál mann­kyns­ins í dag enda snertir það vel­sæld allra í heim­in­um. Kjarn­inn ætlar að fjalla ítar­lega um lofts­lags­mál í haust, í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í des­em­ber. The Climate Rea­lity Program hefur tekið saman átta TED-­fyr­ir­lestra um lofts­lags­mál­in, vís­indin þar á bak­við og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir frek­ari hlýn­un.

James Han­sen - febr­úar 2012James Han­sen, fyrr­ver­andi stjórn­andi Godd­ar­t-­stofn­unar NASA um vís­inda­rann­sókn­ir, hefur fylgst með hlýnun jarðar verða að veru­leika í meira en 30 ár. Hann segir hér frá því þegar hann rann­sak­aði kol­ví­sýr­ings­hjúp Venus­ar, hvernig hann heldur hita­stigi á Venus háu og því þegar hann átt­aði sig á að það sama væri að ger­ast á jörð­inni. Hann fór þá að bera stað­reyndir til almenn­ings og lýsa þungum áhyggjum sínum á fram­hald­inu.

Gavin Schmidt - mars 2014Loft­lags­fræð­ing­ur­inn Gavin Schmidt fjallar um hvernig vís­inda­menn rann­saka lofts­lag jarðar og hvernig þeir hafa kom­ist að nið­ur­stöðu um að hita­stig á jörð­inni sé að hækka af manna­völd­um. Lofts­lags­rann­sóknir eru flókn­ari en maður skyldi halda; gríð­ar­lega flókin líkön gera ráð fyrir millj­ónum breyta enda er ekki hægt að gera rann­sóknir á tak­mörk­uðum þætti lofts­lags­ins því um flókið sam­spil alls heims­ins er að ræða.

Auglýsing

Vicki Arroyo - júní 2012Vicki Arroyo frá New Orleans útskýrir hvernig mann­kynið þarf að und­ir­búa sig fyrir breytt veð­ur­far og áhrif þess á heim­kyni fólks. Með reynsl­una af felli­bylnum Katrínu sem flæddi yfir New Orleans árið 2005 að vopni útskýrir Arroyo hvernig borgir heims­ins þurfa að búa til áætl­anir til að koma í veg fyrir gríð­ar­legt tjón.

Nicolas Stern - sept­em­ber 2014Hag­fræð­ing­ur­inn Nicholas Stern hefur verið kall­aður faðir hag­fræði lofts­lags­breyt­inga. Hann leggur áherslu á sam­vinnu ríkja til þess að takast á við lofts­lags­breyt­ingar vegna þess að ekk­ert eitt ríki getur barist eitt gegn nátt­úr­unni. Sýn hans á það hvernig takast eigi við lofts­lags­vandan felur einnig í sér mun betra líf fyrir alla jarð­ar­búa.

Amory Lovins - mars 2012Amory Lovins, eðl­is­fræð­ingur og orku-gúrú, sýnir í fyr­ir­lestri sínum hvernig Banda­ríkin geta hætt að nota olíu og kol árið 2050 án aðkomu stjórn­valda og skipt yfir í ódýr­ari orku­gjafa, allt með hvötum mark­að­ar­ins. Lyk­ill­inn að þessu er sam­runi orku­frekra iðn­greina og fjög­urra leiða nýsköp­un­ar.

John Doerr - mars 2007Ef það á að stöðva hlýnun jarðar verður mann­kynið að fjár­festa í fyr­ir­tækjum sem geta skipt sköp­um. Hér koma við­skipti við sögu. John Doerr, fjár­festir í Kís­il­dal í Banda­ríkj­un­um, útskýrir heilla­væn­leg skref til að koma í veg fyrir lofts­lags­ham­far­ir.

David MacKay - mars 2012Hversu mikið land­rými þyrfti til að knýja orku­notkun lands eins og Bret­lands með end­ur­nýt­an­legri orku? Svarið er allt land­ið. David MacKay ræðir stærð­fræð­ina á bak við það hversu tak­mark­aða mögu­leika mann­kynið hefur á að nota end­ur­nýj­an­lega orku og ástæð­urnar fyrir því hvers vegna við verðum að nota hana hvort sem er.

Al Gore - mars 2008Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, er kannski þekkt­ari í dag sem einn helsti aðgerð­ar­sinni í lofts­lags­málum í heim­in­um. Hann hefur lagt áherslu á að virkja fólk til að bregð­ast við, enda telur hann mann­kynið eiga að vera þakk­látt fyrir það sem jörðin hefur þegar gef­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None