Átta fyrirlestrar um vísindi loftslagsmála og hvernig skal bregaðst við

nattura_blom_gras_.jpg
Auglýsing

Loft­lags­mál er stærsta hags­muna­mál mann­kyns­ins í dag enda snertir það vel­sæld allra í heim­in­um. Kjarn­inn ætlar að fjalla ítar­lega um lofts­lags­mál í haust, í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í des­em­ber. The Climate Rea­lity Program hefur tekið saman átta TED-­fyr­ir­lestra um lofts­lags­mál­in, vís­indin þar á bak­við og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir frek­ari hlýn­un.

James Han­sen - febr­úar 2012James Han­sen, fyrr­ver­andi stjórn­andi Godd­ar­t-­stofn­unar NASA um vís­inda­rann­sókn­ir, hefur fylgst með hlýnun jarðar verða að veru­leika í meira en 30 ár. Hann segir hér frá því þegar hann rann­sak­aði kol­ví­sýr­ings­hjúp Venus­ar, hvernig hann heldur hita­stigi á Venus háu og því þegar hann átt­aði sig á að það sama væri að ger­ast á jörð­inni. Hann fór þá að bera stað­reyndir til almenn­ings og lýsa þungum áhyggjum sínum á fram­hald­inu.

Gavin Schmidt - mars 2014Loft­lags­fræð­ing­ur­inn Gavin Schmidt fjallar um hvernig vís­inda­menn rann­saka lofts­lag jarðar og hvernig þeir hafa kom­ist að nið­ur­stöðu um að hita­stig á jörð­inni sé að hækka af manna­völd­um. Lofts­lags­rann­sóknir eru flókn­ari en maður skyldi halda; gríð­ar­lega flókin líkön gera ráð fyrir millj­ónum breyta enda er ekki hægt að gera rann­sóknir á tak­mörk­uðum þætti lofts­lags­ins því um flókið sam­spil alls heims­ins er að ræða.

Auglýsing

Vicki Arroyo - júní 2012Vicki Arroyo frá New Orleans útskýrir hvernig mann­kynið þarf að und­ir­búa sig fyrir breytt veð­ur­far og áhrif þess á heim­kyni fólks. Með reynsl­una af felli­bylnum Katrínu sem flæddi yfir New Orleans árið 2005 að vopni útskýrir Arroyo hvernig borgir heims­ins þurfa að búa til áætl­anir til að koma í veg fyrir gríð­ar­legt tjón.

Nicolas Stern - sept­em­ber 2014Hag­fræð­ing­ur­inn Nicholas Stern hefur verið kall­aður faðir hag­fræði lofts­lags­breyt­inga. Hann leggur áherslu á sam­vinnu ríkja til þess að takast á við lofts­lags­breyt­ingar vegna þess að ekk­ert eitt ríki getur barist eitt gegn nátt­úr­unni. Sýn hans á það hvernig takast eigi við lofts­lags­vandan felur einnig í sér mun betra líf fyrir alla jarð­ar­búa.

Amory Lovins - mars 2012Amory Lovins, eðl­is­fræð­ingur og orku-gúrú, sýnir í fyr­ir­lestri sínum hvernig Banda­ríkin geta hætt að nota olíu og kol árið 2050 án aðkomu stjórn­valda og skipt yfir í ódýr­ari orku­gjafa, allt með hvötum mark­að­ar­ins. Lyk­ill­inn að þessu er sam­runi orku­frekra iðn­greina og fjög­urra leiða nýsköp­un­ar.

John Doerr - mars 2007Ef það á að stöðva hlýnun jarðar verður mann­kynið að fjár­festa í fyr­ir­tækjum sem geta skipt sköp­um. Hér koma við­skipti við sögu. John Doerr, fjár­festir í Kís­il­dal í Banda­ríkj­un­um, útskýrir heilla­væn­leg skref til að koma í veg fyrir lofts­lags­ham­far­ir.

David MacKay - mars 2012Hversu mikið land­rými þyrfti til að knýja orku­notkun lands eins og Bret­lands með end­ur­nýt­an­legri orku? Svarið er allt land­ið. David MacKay ræðir stærð­fræð­ina á bak við það hversu tak­mark­aða mögu­leika mann­kynið hefur á að nota end­ur­nýj­an­lega orku og ástæð­urnar fyrir því hvers vegna við verðum að nota hana hvort sem er.

Al Gore - mars 2008Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, er kannski þekkt­ari í dag sem einn helsti aðgerð­ar­sinni í lofts­lags­málum í heim­in­um. Hann hefur lagt áherslu á að virkja fólk til að bregð­ast við, enda telur hann mann­kynið eiga að vera þakk­látt fyrir það sem jörðin hefur þegar gef­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None