Mynd: Skjáskot Einkaleyfisstofa

ÁTVR borgaði Rolf Johansen bætur fyrir að hætta að kaupa neftóbakið Lunda

Fyrir tæpum áratug ætluðu nokkrir aðilar að fara í samkeppni við ÁTVR í sölu á löglegu neftóbaki, sem þó var aðallega notað sem munntóbak. ÁTVR brást við með því að hætta innkaupum á vörum samkeppnisaðila. Sú ákvörðun var ólögmæt og í desember 2020 greiddi ríkisfyrirtækið einum þeirra 13,6 milljónir króna í bætur fyrir þann skaða sem ákvörðunin olli.

Árið 2012 var gerð til­raun til að kom­ast inn á íslenskan nef­tó­baks­mark­að. ÁTVR hafði þá setið að mark­aðnum eitt í nokk­urt tíma, en rík­is­fyr­ir­tækið fram­leiðir sitt eigið nef­tó­bak, sem gengur oft­ast undir nafn­inu „Rudd­i“. 

Á þessum tíma hafði hefð­bundið munn­tó­bak og fín­korna nef­tó­bak verið bannað hér­lendis í 16 ár og þeir sem vildu setja tóbak í vör­ina á sér sneru sér að „Rudd­an­um“ í stað­inn og not­uðu hann sem munn­tó­bak. Þessi grófa vara, sem hafði þótt fremur hall­æris­leg og hafði aðal­lega verið notuð af eldri mönn­um, hafði verið talin á útleið. Við­tekið við­horf var að eft­ir­spurn eftir henni myndi ein­fald­lega deyja út með síð­asta nef­tó­bakskall­inum í sveit­inn­i. 

Þetta breytt­ist þegar nýr mark­hóp­ur, að uppi­stöðu yngri karl­menn, hóf að setja „Rudd­ann“ í vör­ina. Frá 2002 og til 2011 þre­fald­að­ist salan á vör­unni. Það leiddi til þess að íslenska heild­salan Rolf Johan­sen & Company (RJC) ákvað að reyna fyrir sér á mark­aði fyrir gróft munn­tó­bak og kynnti til leiks reyklausa tóbakið Lunda haustið 2011. Fyr­ir­tækið hefur frá árinu 1999 ein­beitt sér að inn­flutn­ingi og dreif­ingu á tóbaks­vörum, áfeng­is­vörum og tengdum varn­ingi og var því í umfangs­miklum við­skiptum við ÁTVR á fleiri sviðum en ein­ungis þessu.

Mun­ur­inn á Lunda og „Rudda“ var aðal­lega sá að Lund­inn var blaut­ari, og líkt­ist þar með meira sænsku munn­tó­baki í áferð. Ljóst var að eft­ir­spurn var til stað­ar, enda seld­ust 600 kíló af Lunda á fyrstu þremur dög­unum eftir að hann kom á mark­að. 

Hvenær er nef­tó­bak munn­tó­bak?

Sala á Lunda þurfti að fara fram í gegnum ÁTVR, enda hefur fyr­ir­tækið einka­leyfi á heild­sölu tóbaks á Íslandi sam­kvæmt lög­um. Nýir fram­leið­endur á grófu tóbaki sem hægt var að taka í nef eða setja í vör þurftu því að selja ÁTVR, sam­keppn­is­að­ila sínum á smá­sölu­mark­aði fyrir reyk­laust tóbak, vör­una sem síðan dreifði henni áfram í versl­an­ir. 

Nokkrum mán­uðum síð­ar, í jan­úar 2012, birt­ist til­kynn­ing á vef ÁTVR. Fyr­ir­tækið hafði ákveðið að hætta inn­kaupum á Lunda og öðrum teg­undum af reyklausu tóbaki „á meðan úr því verði skorið hvort þessar vörur séu í raun munn­tó­bak frekar en nef­tó­bak.“

Auglýsing

Þessi ákvörðun var rök­studd með því að margar vís­bend­ingar væru uppi um að reyk­laust tóbak væri frekar notað í munn en nef, ólíkt því sem var á árum áður. „ÁTVR lítur svo á að svara þurfi hvort og hvenær nef­tó­bak verður munn­tó­bak,“ og vís­aði þar til þess að bannað væri að selja allt munn­tó­bak hér­lend­is. 

Þrátt fyrir að þetta ætti aug­ljós­lega líka við um „Rudd­ann“ þá var hann ekki tek­inn úr sölu á meðan að kom­ist var til botns í skil­grein­ingu á því hvort gróft reyk­laust tóbak væri nef- eða munn­tó­bak. „ÁTVR bendir meðal ann­ars á að skil­grein­ingar varð­andi nef- og munn­tó­bak séu óljós­ar. Í núver­andi lögum nær skil­grein­ingin nær ein­göngu til korna­stærðar en ekki til raka­stigs. Raka­stig getur hins vegar skorið úr um það hvort yfir­höfuð sé hægt að taka tóbakið í nef.“

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu var kynnt málið og óskað var eftir afstöðu ráðu­neyt­is­ins til þess þar sem tóbaks­varnir voru  á for­ræði ráðu­neyt­is­ins. Í til­kynn­ingu ÁTVR sagði að ekki væri hægt að segja neitt um hverjar lyktir máls­ins yrðu á þessu stigi en að reiknað væri með því að þrír til fimm mán­uðir gætu liðið þar til end­an­leg nið­ur­staða lægi fyr­ir. Inn­kaupa­bannið var síðar fram­lengt út árið 2012 og fram­leiðsla á Lunda logn­að­ist ein­fald­lega út af. 

Engar laga­breyt­ingar voru nokkurn tím­ann gerðar sem skil­greindu mun­inn á nef- og munn­tó­baki eitt­hvað frek­ar. 

Tekjur upp á rúm­lega sjö millj­arða

ÁTVR sat eitt að lög­lega mark­aðnum fyrir reyk­laust tóbak næstu árin, og keppti þar aðal­lega við smyglað sænskt munn­tó­bak sem selt var á svörtum mark­aði. Árið 2019, þegar sala á „Rudda“ náði hámarki, seldu ÁTVR 46,1 tonn af hon­um. Salan hafði næstum fimm­fald­ast frá árinu 2002. Tekjur ÁTVR af söl­unni ruku því upp á þessu tíma­bil­i. 

Sala á „Rudda“ dróst saman um hálfan milljarð í fyrra

ÁTVR hefur framleitt neftóbak árum saman. Framlegð af þeirri framleiðslu er mikil enda hafa einungis sjö starfsmenn verið í því að framleiða vöruna, sem er unnin úr hrátóbaki frá tóbaksframleiðandanum Swedish Match. Árið 1996 var innflutningur og sala á munntóbaki og fínkornuðu neftóbaki bannað með lögum á Íslandi. Markmiðið var að bæta heilsufar þjóðarinnar.

ÁÞað þýðir að grófa neftóbakið sem ÁTVR framleiðir hefur verið í nánast einokunarstöðu á markaðnum síðan lögin voru sett. Þeir sem nota munntóbak keyptu annaðhvort smyglvarning á svörtum markaði eða notuðu neftóbakið sem ÁTVR framleiðir, „Ruddann“, sem munntóbak. Þessi aukna neysla skilaði auknum tekjum í vasa hins opinbera svo um munaði, bæði vegna hækkunar á tóbaksgjaldi og stóraukinnar eftirspurnar.

Árið 2002 seldi ÁTVR 10,9 tonn af neftóbakinu sem fyrirtækið framleiðir. níu árum síðar seldi fyrirtækið næstum þrefalt það magn af þessari vöru. Árið 2019, þegar sala á „Rudda“ náði hámarki, seldu ÁTVR 46,1 tonn af honum.

Í fyrra hrundi hins vegar þessi sala niður í 25,4 tonn. Hún nánast helmingaðist og hefur ekki verið minni síðan árið 2009. Fimmtíu grömm af tóbaki eru í hverri íslenskri neftóbaksdollu. Þessi samdráttur nemur því um 414 þúsund dollum. Samkvæmt tölum sem Kjarninn hefur fengið hjá ÁTVR skilaði salan á „Rudda“ 1.512 milljónum króna í kassann hjá fyrirtækinu árið 2019, án virðisaukaskatts. Í fyrra var söluverðmæti tóbaksins einn milljarður króna, og samdrátturinn milli ára því rúmlega hálfur milljarður króna. Tekjurnar skruppu því saman um þriðjung.

Ástæðan er einföld: svokallaðir níkótínpúðar, tóbakslausir púðar frá erlendum framleiðendum sem eru til notkunar undir efri vör, hófu innreið sína á markaðinn og tóku stóran hluta hans til sín hratt. Slíkir púðar eru meðal annars seldir í öllum helstu smásöluverslunum en einnig sérvöruverslunum. Þar eru verslanir undir merkjum Sven mest áberandi. Í könnun sem embætti landlæknis gerði síðasta sumar kom fram að tæplega fimmti hver karlmaðaur á Íslandi á aldrinum 18 til 34 ára notaði nikótínpúða. Þessi hraða aukning á neyslu hefur gert það að verkum að lagt var fram stjórnarfrumvarp í apríl síðastliðnum til að fella þessa nýju vöru undir lög um nikótínvörur, sem áður náðu einungis yfir rafrettur og áfyllingar fyrir þær.

Árið 2012, þegar ákveðið var að hætta að kaupa inn Lunda, námu sölu­tekjur ÁTVR að und­an­skildum virð­is­auka­skatti 381 millj­ónum króna. Árið 2019 voru þær 1.512 millj­ónir króna. Tekj­urnar fjör­föld­uð­ust. Sam­an­lagt skil­aði sala á „Rudda“ ÁTVR tekjum upp á 7,3 millj­örðum króna frá byrjun árs 2012 og til loka árs 2019. Mark­að­ur­inn sem RJC, fram­leið­andi Lunda, og aðrir sem höfðu uppi áform um að setja reyk­laust tóbak á markað á árinu 2012 misstu af, var stór. 

Árið 2019 dró svo aftur til tíð­inda. Við­skipta­blaðið birti umfjöllun þar sem fram kom að ÁTVR hefði aflað lög­fræði­á­lits sem er dag­sett í febr­úar 2013 þar sem fram kom að þær nýju teg­undir sem til stóð að setja á markað 2011 og 2012 væru sam­bæri­legar „Rudd­an­um“ að flestu leyti.

Í maí 2019 sendi ÁTVR svo bréf til heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem sagði meðal ann­ars: „ÁTVR telur sig ekki hafa laga­heim­ild til þess að banna [nef­tó­bak] alfarið miðað við óbreytt lagaum­hverfi. Þar sem ekki er lengur stætt á því út frá sam­keppn­is­sjón­ar­miðum að halda núver­andi sölu­stöðvun mun ÁTVR frá og með 1. júní nk., að óbreyttu, heim­ila sölu á reyklausu tóbaki frá öðrum birgj­u­m.“ 

Sölu­bann­ið, sem sett hafði verið á í jan­úar 2012 og tryggði ein­okun „Rudda“ á mark­aði fyrir reyk­laust tóbak, hafði verið afnumið. 

Samið um bætur vegna tjóns

Þetta þýddi að ákvörðun ÁTVR frá árinu 2012 var án laga­stoð­ar. Í ljósi þess að hún hélt öðrum fram­leið­endum frá afar arð­bærum mark­aði, þar sem sala nam um sjö millj­örðum króna þangað til að sölu­bannið var afnu­mið, þá var ljóst að þeir fram­leið­endur máttu ætla að þeir hefðu orðið fyrir fjár­hags­legu tjón­i. 

Auglýsing

Þar fór fremst í flokki RJC, fram­leið­andi Lunda. Í lok árs 2020, rúmu ári eftir að sölu­bannið var afnumið var unnið minn­is­blað, dag­sett 9. des­em­ber, sem sýndi með ótví­ræðum hætti að ákvörðun ÁTVR um að hætta inn­kaupum á Lunda hafi verið ólög­mæt. Degi síð­ar, 10. des­em­ber, var und­ir­ritað sam­komu­lag milli RJC og ÁTVR um að síð­ar­nefnda fyr­ir­tækið myndi greiða hinu fyrr­nefnda bæt­ur. Í sam­komu­lag­inu, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að þetta sé gert „vegna alls þess tjóns sem RJC varð fyrir eða telur sig hafa orðið fyrir egna stöðv­un­ar  reyklausa tóbaks­ins Lunda í árs­byrjun 2012.“

13,6 millj­ónir króna vegna sölu­banns í átta ár

Bæt­urnar sem ÁTVR greiddi eru 13,6 millj­ónir króna. Í sam­komu­lag­inu segir að um fulln­að­ar­greiðslu sé að ræða vegna alls tjóns, beins og óbeins, sem RJC telur sig hafa orðið fyrir frá upp­hafi sölu­banns­ins 2012 og til enda árs­ins 2019. 

Í sam­komu­lag­inu er sér­stak­lega tekið fram að það sé trún­að­ar­mál og að ekki verði gerður reikn­ingur vegna greiðslu ÁTVR á áður­nefndum 13,6 millj­ónum króna. 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn um sam­komu­lagið til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 25. maí síð­ast­lið­inn í ljósi þess að yfir ÁTVR er ekki stjórn og fyr­ir­tækið heyrir beint undir ráðu­neyt­ið. Óskað var eftir því að fá minn­is­blaðið frá 9. des­em­ber 2020 og sam­komu­lagið við RJC frá 10. des­em­ber 2020 afhent. 

Auglýsing

Ráðu­neytið svar­aði sex dögum síðar og sagði að umbeðin gögn hefðu ekki fund­ist í ráðu­neyt­inu. „Ráðu­neytið hefur ekki aðkomu að ein­stökum ákvörð­unum og/eða samn­ingum sem gerðir eru af hálfu ÁTVR. Það er þáttur í starf­semi margra fyr­ir­tækja í rík­i­s­eigu að gera samn­inga sem bundnir eru trún­aði. Beina verður erindi þínu um aðgang að umræddum upp­lýs­ingum gagn­vart ÁTVR. Ef slíkum aðgangi er synjað verður ÁTVR að svara fyrir for­sendur þess.“ 

Sam­dæg­urs var sömu fyr­ir­spurn beint til ÁTVR. Í svari Sig­rúnar Óskar Sigð­ur­ar­dótt­ur, aðstoð­ar­for­stjóra ÁTVR, sem bár­ust 8. júní stað­festi hún að RJC hefðu verið greiddar sam­komu­lags­bætur vegna tjóns sem talið var að fyr­ir­tækið hefði orði ðfyrir þegar Lundi var tekin úr sölu hjá ÁTVR árið 2012. „Ástæða sölu­stöðv­un­ar­innar var grunur um að tóbakið væri í raun munn­tó­bak í skiln­ingi tóbaks­varn­ar­laga, sem bannað er að fram­leiða, flytja inn og selja og var sölu­bannið sett á í sam­ráði við heil­brigð­is­yf­ir­völd. Síðan var bann­inu fram­haldið að til­mælum vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Lundi var eina reyklausa tóbakið sem ÁTVR hafði þá tekið til sölu til við­bótar við Íslenska nef­tó­bak­ið, sem selt hefur verið á grund­velli ára­tuga langrar hefð­ar. Því eru engir aðrir birgjar í sömu stöðu og RJC og bóta­grund­völlur ekki fyrir hend­i.“

Sig­rún Ósk segir að sam­komu­lagið hafi verið bundið trún­aði að beiðni RJC, enda varði það við­skipta­lega hags­muni þess fyr­ir­tæk­is. Því geti ÁTVR ekki orðið við því að afhenda minn­is­blaðið sem sam­komu­lagið byggði á né sam­komu­lagið sjálft nema að RJC kjósi að aflétta trún­að­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar