Bandaríkin minnka útblástur um 32% til ársins 2030

barack_obama.jpg
Auglýsing

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur sett nýjar loft­lags­reglur með ein­hliða ákvörðun emb­ætt­is­ins um að losun koltví­oxíðs út í and­rúms­loftið verði minnkuð um 32 pró­sent árið 2030 miðað við losun árs­ins 2005. Ákvörð­unin hefur mætt þó nokk­urri and­stöðu frá repúblikönum og orku­fyr­ir­tækj­um.

Regl­urnar snúa að hverju ríki innan Banda­ríkj­anna fyrir sig enda er fram­leiðsla þeirra mis­mun­andi. Þær hvetja ein­stök ríki til að hverfa frá brennslu kola til raf­orku­fram­leiðslu og í átt til end­ur­nýt­an­legra orku­gjafa, svo sem kjarn­orku og vind­orku. Í ávarpi Obama sagði hann að regl­urnar myndu bæði lækka orku­reikn­ing almenn­ings í land­inu og stuðla að vel­sæld þeirra sem helst ættu undir höggi að sækja vegna hlýn­unar Jarð­ar.

„Við eigum bara eitt heim­ili. Það er bara ein Jörð. Það er ekk­ert plan B,“ sagði Obama. „Við erum fyrsta kyn­slóðin sem finnur fyrir áhrifum hnatt­rænnar hlýn­un­ar. Við erum síð­asta kyn­slóðin sem getur gert eitt­hvað í því.“

AuglýsingÁætl­unin var ekki lögð fyrir banda­ríska þingið heldur und­ir­rituð ein­hliða af for­set­an­um. Repúblikanar í banda­ríska þing­inu voru fljótir að gagn­rýna áætlun for­set­ans og segja nýju regl­urnar eiga eftir að hafa nei­kvæð áhrif á orku­fyr­ir­tækin og að orku­verð eigi eftir að hækka í kjöl­far­ið. „Ég ætla að gera allt sem ég get til að stoppa þetta,“ sagði Mich McConn­ell, leið­togi meiri­hlut­ans í öld­ung­ar­deild Banda­ríkja­þings.

Aðrir úr röðum repúblik­ana hafa kallað þessa áætlun Obama „orku­skatt“. „Ég held að þessi áætlun sé of dýr og hroka­full móðgun við Banda­ríkja­menn sem eiga erfitt með að ná endum sam­an,“ sagði John Boehner, for­seti full­trúa­deildar þings­ins.

Þá hafa orku­fyr­ir­tæki og ríki sem fram­leiða raf­orku og elds­neyti hótað því að kæra ákvörðun for­set­ans og leyfa dóm­stólum að skera úr um lög­mæti regl­anna.

Þetta útspil stjórnar Obama hefur þegar haft áhrif á kosn­inga­bar­átt­una til emb­ættis for­seta. Hill­ary Clint­on, sem gefur kost á sér sem for­seta­efni demókrata, hefur sagst ætla að verja áætl­un­ina kom­ist hún til valda í Was­hington.Margir af helstu leið­togum heims­ins hafa fagnað þess­ari áætlun Obama. Francois Hollande, Frakk­lands­for­seti, sagði hug­rekki Obama mikið í að ná þessu í gegn. „Þetta mun hjálpa mikið til þegar kemur að lofts­lags­ráð­stefn­unni í Par­ís,“ sagði hann. Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, tók í sama streng. „Áætlun Obama er til fyr­ir­myndar um nauð­syn­lega fram­tíð­ar­sýn sem þarf til að minnka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ sagði í yfir­lýs­ingu frá skrif­stofu aðal­rit­ar­ans.

Langur und­ir­bún­ingur

Obama kynnti sýn sína á hlut­verk Banda­ríkj­anna í mót­væg­is­að­gerðum gegn hlýnun lofts­lags í ræðu í Geor­getown háskól­anum í Was­hington fyrir tveimur árum. Þar útskýrði hann hug­myndir stjórn­valda um viða­miklar aðgerðir til að minnka losun spill­andi efna út í and­rúmslofið og und­ir­búa Banda­ríkin fyrir lofts­lags­breyt­ing­arn­ar.„Áður en við getum leitt önnur lönd í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, þurfum við að ná þeim,“ sagði Obama. Þessi reglu­gerð sem nú hefur verið und­ir­rituð er mik­il­væg fyrir for­seta­tíð Obama og verður eflaust, ef hún stenst próf dóm­stóla, álitin lyk­il­þáttur í for­seta­tíð hans. Í kosn­inga­bar­átt­unni 2008 gerði hann lofts­lags­málin að aðal­máli en á lofts­lags­ráð­stefn­unni í Kaup­manna­höfn ári síðar mistókst hins vegar að ná sátt um minnkun útblást­urs koltví­oxíðs. Hefur kröfum vest­rænna ríkja til van­þró­aðri hag­kerfa verið kennt um.

Á póli­tíska svið­inu heima fyrir hefur verk­efni rík­is­stjórnar Obama verið að sann­færa þá sem ekki telja hlýnun Jarðar vera af manna­völdum heldur nátt­úru­lega þró­un. Í ræð­unni í Geor­getown eyddi for­set­inn til dæmis tölu­verðum tíma í að rekja rök fyrir því hvers vegna hlýn­unin ætti sér stað vegna áhrifa mann­kyns.

Lín­urnar lagðar fyrir lofts­lags­ráð­stefnu í París

Stjórn Barack Obama hefur und­an­farið tekið mik­il­væg skref til að koma sér í væna samn­ing­stöðu á loft­lags­ráð­stefn­unni í París í des­em­ber. Í nóv­em­ber í fyrra und­ir­rit­uðu Banda­ríkin og Kína sam­komu­lag um að minnka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. Obama sagði það skref hafa verið mik­il­vægt vegna þess gríð­ar­lega fjölda fólks sem býr í Kína og hversu ótrú­lega hratt hag­kerfið þar er að þró­ast.

„Að setja þeim mark­mið sendir kröftug skila­boð til heims­ins um að öll ríki, þróuð eða van­þró­uð, verða að kom­ast yfir gamlan ágrein­ing, horfa blákalt á vís­indin og kom­ast að góðu sam­komu­lagi um lofts­lags­mál á næsta ári. Ef Kína og Banda­ríkin geta kom­ist að sam­komu­lagi um þetta þá getur heim­ur­inn það líka, við getum klárað þetta og það er mik­il­vægt að við klárum þetta,“ sagði Obama í ræðu í Ástr­alíu síðar í sömu viku.

Miklar vonir eru bundnar við lofts­lags­ráð­stefn­una í París en þar er mark­miðið að búa til laga­lega bind­andi þver­þjóð­legt sam­komu­lag um lofts­lags­mál­in. Und­ir­bún­ingur fyrir ráð­stefn­una hefur staðið und­an­farin ár, ekki síst með­ ­stefnu­mótun ein­stakra þjóða í orku­mál­um.

Nýverið til­kynntu íslensk stjórn­völd mark­mið lands­ins í lofts­lags­málum til árs­ins 2030. Íslensk stjórn­völd munu leit­ast við að ná sam­eig­in­legu mark­miði með Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum og Nor­egi um 40 pró­sent minnkun los­unar koltví­oxíðs sé miðað við árið 1990.

Á ráð­stefn­unni í París verður meiri krafa gerð til þró­aðra ríkja en þró­un­ar­ríkja, að því er segir í frétta­til­kynn­ingu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins síðan í júní. Þar segir einnig af aðferð­inni sem freist­ast verður til að nota. Ólíkt því þegar Kýótó-­sam­komu­lagið var gert, þegar samið var um los­un­ar­mark hvers rík­is, er hverju ríki ætlað að setja sér eigin mark­mið til árs­ins 2030.

Banda­ríkin skil­uðu lofts­lags­mark­miðum sínum í mars en þar er gert ráð fyrir að lofts­lags­mengun Banda­ríkj­anna verði minnkuð um 26 til 28 pró­sent árið 2025, miðað við árið 2005. Regl­urnar sem Obama und­ir­rit­aði á mánu­dag eru mik­il­vægur liður í stefnu­mótun stjórn­valda vest­an­hafs í loft­lags­mál­um. Auk þess telja frétta­skýrendur að þetta útspil Obama sé mik­il­vægt til að liðka fyrir sam­komu­lagi á lofts­lags­þing­inu. Banda­ríkin séu nú í góðri samn­ings­stöðu gagn­vart öðrum ríkj­um.

USA GOVERNMENT ENERGY Raf­magn í Banda­ríkj­unum er víða fram­leitt með brennslu jarð­efna eins og kola. Með nýjum reglum Obama er hvati fyrir ríki til að hverfa frá slíkum raf­orku­verum og yfir í end­ur­nýj­an­lega orku.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None