Deilt um samband launahækkana og verðbólgu

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Kröfur margra stétt­ar­fé­laga í yfir­stand­andi kjara­deilum á vinnu­mark­aði hljóða upp á veru­lega hækkun launa­taxta og dæmi eru um að kröfur hljóði upp á um 20 pró­sent hækkun lægstu launa. Staðan sem uppi er á vinnu­mark­aði hefur að mati pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans verið ein helsta ástæða fyrir því að halda stýri­vöxtum óbreyttum und­an­farna mán­uði, þrátt fyrir lága verð­bólgu sem er undir 2,5 pró­senta mark­miði bank­ans. Seðla­bank­inn hefur áhyggjur af því að mikil hækkun launa valdi almennum verð­lags­hækk­un­um, það er verð­bólgu­skoti og til­heyr­andi óstöð­ug­leika. Hag­fræð­ingar stétt­ar­fé­laga og atvinnu­veit­enda hafa aftur á móti deilt um hversu mikil áhrif launa­hækk­ana raun­veru­lega eru á verð­lags­þró­un.

Óum­deilt er að miklar launa­hækk­anir myndu hafa nei­kvæð áhrif á verð­lags­þró­un. Versta mögu­lega útkoman væri svo há verð­bólga að kaup­máttur almenn­ings stæði í stað eða minn­ki, með til­heyr­andi hækkun verð­tryggðra lána. Hækkun launa myndi þá engu skila til laun­þega því laun og þjón­usta í land­inu myndu einnig hækka.

Auglýsing


Hvernig gæti það ger­st? Laun eru einn helsti kostn­að­ar­liður í flestum fyr­ir­tækjum og helsta tekju­lind flestra laun­þega. Launa­hækk­anir auka því kostnað fyr­ir­tækja og tekjur laun­þega. Hvoru tveggja getur ýtt undir verð­hækk­an­ir, eins og Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands, fjall­aði um hér. Fyr­ir­tækin bregð­ast við auknum kostn­aði með því að hækka verð á vör­unum sínum eða þjón­ustu. Launa­hækk­anir auka að sama skapi kaup­getu laun­þega sem einnig ýtir undir verð­hækk­anir vegna auk­innar eft­ir­spurn­ar.Hver er með­al­veg­ur­inn?En hversu mikil eru þessi áhrif? Hversu mikið er hægt að hækka laun án þess að verð­bólgan fari af stað? Um þetta er deilt.Sam­kvæmt ofan­sögðu eiga laun að end­ur­spegla fram­leiðslu­getu, eða það sem kallað er fram­leiðni vinnu­afls. En málið er auð­vitað ekki svo ein­falt, til að mynda vaxa laun ein­stakra hópa mis­hratt og launa­kjör geta þannig dreg­ist aftur úr því sem telja má rétt.For­svars­menn Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) telja svig­rúm til launa­hækk­ana vera 3 til 4 pró­sent, eigi að tryggja verð­stöð­ug­leika. Það mat SA byggir á þjóð­hags­spá Seðla­banka Íslands en Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur nefnt sama svig­rúm til launa­hækk­ana. SA ótt­ast að of miklar launa­hækk­anir valdi því sem rakið er hér að ofan, að verð­bólgan fari af stað og eyði jafn­óðum auknum kaup­mætti krónu­tölu­hækk­ana launa­taxta.Viðar Inga­son, hag­fræð­ingur VR, skrif­aði grein í febr­úar síð­ast­liðnum þar sem hann segir hlut­deild launa sem áhrifa­vald til verð­bólgu vera ofmetna á síð­ustu fjórum árum. Sam­kvæmt rann­sókn hans hafi aðrir þættir en launa­hækk­anir haft meiri áhrif verð­bólgu­hækk­ana frá árinu 2011, helst gengi krón­unnar og olíu­verðs­hækk­an­ir.Ólafur Mar­geirs­son, doktsor­snemi í hag­fræði, fjall­aði um pistil Við­ars á vef­síðu sinni og sagði frá rann­sókn sinni sem nær yfir tíma­bilið 1906 til 1985. Ólafur kann­aði sam­band launa­hækk­ana á Íslandi og verð­bólgu á þessu tíma­bili. Hann sýndi að verð­bólga á árunum 1960 til 1985 hafi að stórum hluta til verið vegna launa­hækk­ana, en það gildi þó ekki um tíma­bilið allt þar sem aðrir þættir hafi vegið þyngra. „ Já, þessar nið­ur­stöður segja okkur að launa­hækk­anir leiða ekki sjálf­krafa til verð­bólgu. Þetta slær því á ótta fólks varð­andi það að hvaða launa­hækk­anir sem er muni sjálf­krafa og óum­flýj­an­lega leiða til verð­bólgu. En þetta gefur ekki verka­lýðs­fé­lögum frítt spil: of miklar launa­hækk­anir munu leiða til verð­bólg­u,“ segir Ólafur í grein sinni.ferd-til-fjar_bordi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None