Deilt um samband launahækkana og verðbólgu

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Kröfur margra stétt­ar­fé­laga í yfir­stand­andi kjara­deilum á vinnu­mark­aði hljóða upp á veru­lega hækkun launa­taxta og dæmi eru um að kröfur hljóði upp á um 20 pró­sent hækkun lægstu launa. Staðan sem uppi er á vinnu­mark­aði hefur að mati pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans verið ein helsta ástæða fyrir því að halda stýri­vöxtum óbreyttum und­an­farna mán­uði, þrátt fyrir lága verð­bólgu sem er undir 2,5 pró­senta mark­miði bank­ans. Seðla­bank­inn hefur áhyggjur af því að mikil hækkun launa valdi almennum verð­lags­hækk­un­um, það er verð­bólgu­skoti og til­heyr­andi óstöð­ug­leika. Hag­fræð­ingar stétt­ar­fé­laga og atvinnu­veit­enda hafa aftur á móti deilt um hversu mikil áhrif launa­hækk­ana raun­veru­lega eru á verð­lags­þró­un.

Óum­deilt er að miklar launa­hækk­anir myndu hafa nei­kvæð áhrif á verð­lags­þró­un. Versta mögu­lega útkoman væri svo há verð­bólga að kaup­máttur almenn­ings stæði í stað eða minn­ki, með til­heyr­andi hækkun verð­tryggðra lána. Hækkun launa myndi þá engu skila til laun­þega því laun og þjón­usta í land­inu myndu einnig hækka.

Auglýsing


Hvernig gæti það ger­st? Laun eru einn helsti kostn­að­ar­liður í flestum fyr­ir­tækjum og helsta tekju­lind flestra laun­þega. Launa­hækk­anir auka því kostnað fyr­ir­tækja og tekjur laun­þega. Hvoru tveggja getur ýtt undir verð­hækk­an­ir, eins og Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands, fjall­aði um hér. Fyr­ir­tækin bregð­ast við auknum kostn­aði með því að hækka verð á vör­unum sínum eða þjón­ustu. Launa­hækk­anir auka að sama skapi kaup­getu laun­þega sem einnig ýtir undir verð­hækk­anir vegna auk­innar eft­ir­spurn­ar.Hver er með­al­veg­ur­inn?En hversu mikil eru þessi áhrif? Hversu mikið er hægt að hækka laun án þess að verð­bólgan fari af stað? Um þetta er deilt.Sam­kvæmt ofan­sögðu eiga laun að end­ur­spegla fram­leiðslu­getu, eða það sem kallað er fram­leiðni vinnu­afls. En málið er auð­vitað ekki svo ein­falt, til að mynda vaxa laun ein­stakra hópa mis­hratt og launa­kjör geta þannig dreg­ist aftur úr því sem telja má rétt.For­svars­menn Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) telja svig­rúm til launa­hækk­ana vera 3 til 4 pró­sent, eigi að tryggja verð­stöð­ug­leika. Það mat SA byggir á þjóð­hags­spá Seðla­banka Íslands en Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur nefnt sama svig­rúm til launa­hækk­ana. SA ótt­ast að of miklar launa­hækk­anir valdi því sem rakið er hér að ofan, að verð­bólgan fari af stað og eyði jafn­óðum auknum kaup­mætti krónu­tölu­hækk­ana launa­taxta.Viðar Inga­son, hag­fræð­ingur VR, skrif­aði grein í febr­úar síð­ast­liðnum þar sem hann segir hlut­deild launa sem áhrifa­vald til verð­bólgu vera ofmetna á síð­ustu fjórum árum. Sam­kvæmt rann­sókn hans hafi aðrir þættir en launa­hækk­anir haft meiri áhrif verð­bólgu­hækk­ana frá árinu 2011, helst gengi krón­unnar og olíu­verðs­hækk­an­ir.Ólafur Mar­geirs­son, doktsor­snemi í hag­fræði, fjall­aði um pistil Við­ars á vef­síðu sinni og sagði frá rann­sókn sinni sem nær yfir tíma­bilið 1906 til 1985. Ólafur kann­aði sam­band launa­hækk­ana á Íslandi og verð­bólgu á þessu tíma­bili. Hann sýndi að verð­bólga á árunum 1960 til 1985 hafi að stórum hluta til verið vegna launa­hækk­ana, en það gildi þó ekki um tíma­bilið allt þar sem aðrir þættir hafi vegið þyngra. „ Já, þessar nið­ur­stöður segja okkur að launa­hækk­anir leiða ekki sjálf­krafa til verð­bólgu. Þetta slær því á ótta fólks varð­andi það að hvaða launa­hækk­anir sem er muni sjálf­krafa og óum­flýj­an­lega leiða til verð­bólgu. En þetta gefur ekki verka­lýðs­fé­lögum frítt spil: of miklar launa­hækk­anir munu leiða til verð­bólg­u,“ segir Ólafur í grein sinni.ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None