Deilt um samband launahækkana og verðbólgu

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Kröfur margra stétt­ar­fé­laga í yfir­stand­andi kjara­deilum á vinnu­mark­aði hljóða upp á veru­lega hækkun launa­taxta og dæmi eru um að kröfur hljóði upp á um 20 pró­sent hækkun lægstu launa. Staðan sem uppi er á vinnu­mark­aði hefur að mati pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans verið ein helsta ástæða fyrir því að halda stýri­vöxtum óbreyttum und­an­farna mán­uði, þrátt fyrir lága verð­bólgu sem er undir 2,5 pró­senta mark­miði bank­ans. Seðla­bank­inn hefur áhyggjur af því að mikil hækkun launa valdi almennum verð­lags­hækk­un­um, það er verð­bólgu­skoti og til­heyr­andi óstöð­ug­leika. Hag­fræð­ingar stétt­ar­fé­laga og atvinnu­veit­enda hafa aftur á móti deilt um hversu mikil áhrif launa­hækk­ana raun­veru­lega eru á verð­lags­þró­un.

Óum­deilt er að miklar launa­hækk­anir myndu hafa nei­kvæð áhrif á verð­lags­þró­un. Versta mögu­lega útkoman væri svo há verð­bólga að kaup­máttur almenn­ings stæði í stað eða minn­ki, með til­heyr­andi hækkun verð­tryggðra lána. Hækkun launa myndi þá engu skila til laun­þega því laun og þjón­usta í land­inu myndu einnig hækka.

Auglýsing


Hvernig gæti það ger­st? Laun eru einn helsti kostn­að­ar­liður í flestum fyr­ir­tækjum og helsta tekju­lind flestra laun­þega. Launa­hækk­anir auka því kostnað fyr­ir­tækja og tekjur laun­þega. Hvoru tveggja getur ýtt undir verð­hækk­an­ir, eins og Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands, fjall­aði um hér. Fyr­ir­tækin bregð­ast við auknum kostn­aði með því að hækka verð á vör­unum sínum eða þjón­ustu. Launa­hækk­anir auka að sama skapi kaup­getu laun­þega sem einnig ýtir undir verð­hækk­anir vegna auk­innar eft­ir­spurn­ar.Hver er með­al­veg­ur­inn?En hversu mikil eru þessi áhrif? Hversu mikið er hægt að hækka laun án þess að verð­bólgan fari af stað? Um þetta er deilt.Sam­kvæmt ofan­sögðu eiga laun að end­ur­spegla fram­leiðslu­getu, eða það sem kallað er fram­leiðni vinnu­afls. En málið er auð­vitað ekki svo ein­falt, til að mynda vaxa laun ein­stakra hópa mis­hratt og launa­kjör geta þannig dreg­ist aftur úr því sem telja má rétt.For­svars­menn Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) telja svig­rúm til launa­hækk­ana vera 3 til 4 pró­sent, eigi að tryggja verð­stöð­ug­leika. Það mat SA byggir á þjóð­hags­spá Seðla­banka Íslands en Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur nefnt sama svig­rúm til launa­hækk­ana. SA ótt­ast að of miklar launa­hækk­anir valdi því sem rakið er hér að ofan, að verð­bólgan fari af stað og eyði jafn­óðum auknum kaup­mætti krónu­tölu­hækk­ana launa­taxta.Viðar Inga­son, hag­fræð­ingur VR, skrif­aði grein í febr­úar síð­ast­liðnum þar sem hann segir hlut­deild launa sem áhrifa­vald til verð­bólgu vera ofmetna á síð­ustu fjórum árum. Sam­kvæmt rann­sókn hans hafi aðrir þættir en launa­hækk­anir haft meiri áhrif verð­bólgu­hækk­ana frá árinu 2011, helst gengi krón­unnar og olíu­verðs­hækk­an­ir.Ólafur Mar­geirs­son, doktsor­snemi í hag­fræði, fjall­aði um pistil Við­ars á vef­síðu sinni og sagði frá rann­sókn sinni sem nær yfir tíma­bilið 1906 til 1985. Ólafur kann­aði sam­band launa­hækk­ana á Íslandi og verð­bólgu á þessu tíma­bili. Hann sýndi að verð­bólga á árunum 1960 til 1985 hafi að stórum hluta til verið vegna launa­hækk­ana, en það gildi þó ekki um tíma­bilið allt þar sem aðrir þættir hafi vegið þyngra. „ Já, þessar nið­ur­stöður segja okkur að launa­hækk­anir leiða ekki sjálf­krafa til verð­bólgu. Þetta slær því á ótta fólks varð­andi það að hvaða launa­hækk­anir sem er muni sjálf­krafa og óum­flýj­an­lega leiða til verð­bólgu. En þetta gefur ekki verka­lýðs­fé­lögum frítt spil: of miklar launa­hækk­anir munu leiða til verð­bólg­u,“ segir Ólafur í grein sinni.ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None