Einkaneysla, bankahagnaður, íbúðarkaup, dauði og drykkja juku tekjur ríkissjóðs

Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins voru tíu prósent hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auknar skatttekjur og sala á hlut í Íslandsbanka eru ástæðan.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og félagar hans í ríkisstjórninni geta verið sátt með að hallinn í ár stefnir í að vera mun minni en áætlað var.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og félagar hans í ríkisstjórninni geta verið sátt með að hallinn í ár stefnir í að vera mun minni en áætlað var.
Auglýsing

Afkoma rík­is­sjóðs var mun betri en áætl­anir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021. Reiknað hafði verið með halla upp á 189 millj­arða króna en hann reynd­ist vera 138 millj­arðar króna, eða 51 millj­arði króna betri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. 

Ástæðan er fyrst og fremst sú að tekjur rík­is­sjóðs voru tíu pró­sent hærri en reiknað hafði verið með í áætl­un­um. Frá byrjun árs og til loka sept­em­ber skil­aði 621 millj­arður króna sér sem tekjur í rík­is­kass­ann, en rík­is­fjár­mála­á­ætlun hafði gert ráð fyrir því að tekj­urnar yrðu 565 millj­arðar króna á tíma­bil­inu. Tekj­urnar voru því 56 millj­örðum krónum meiri en búist hafði verið við. 

Útgjöldin voru aðeins hærri en áætl­anir höfðu gert ráð fyr­ir, alls tæp­lega fimm millj­örðum króna, og fjár­muna­tekjur voru rúm­lega níu millj­örðum krónum lægri en stefnt hafði verið að. 

Þetta kemur fram í upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2021 sem gert var opin­bert í gær.

Virð­is­auka­skattur langt yfir áætlun

Auknar tekjur eru fyrst og síð­ast vegna þess að rík­is­sjóður inn­heimti 45,5 millj­arða króna meira í skatt­tekjur en til stóð. Auk þess voru fjár­fest­inga­hreyf­ingar jákvæðar og nam hreint inn­streymi þeirra á tíma­bil­inu 12,9 millj­örðum króna, aðal­lega vegna sölu á 35 pró­sent hlut í Íslands­banka í sum­ar. Búast má við því að virði 65 pró­sent eign­ar­hlutar rík­is­ins í Íslands­banka muni hækka umtals­vert um kom­andi ára­mót þegar hann verður í fyrsta sinn met­inn á mark­aðsvirði, en bank­inn var skráður á markað í júní. Mark­aðsvirði hlut­ar­ins er sem stendur 162,5 millj­arðar króna.

Auglýsing
Mestu mun­aði um það að virð­is­auka­skattur sem leggst á flestar vörur og þjón­ustu skil­aði 23,3 millj­örðum krónum meira í kass­ann en búist var við, sem er merki um að einka­neysla hér­lendis hafi verið mun kröft­ugri en áætl­anir höfðu gert ráð fyr­ir. Alls voru tekjur rík­is­sjóðs af virð­is­auka­skatti 40 pró­sent hærri á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021 en á sama tíma­bili árið áður.

Hagn­aður bank­anna skil­aði auknum skatt­tekjum

Nokkrir smærri skatt­stofnar skil­uðu mun hærri fjár­hæðum en búist var við í rík­is­sjóð. 

Þar má til að mynda nefna sér­staka skatta sem leggj­ast á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Áætl­anir gerðu ráð fyrir að þeir myndu skila 2,7 millj­örðum króna í rík­is­kass­ann frá byrjun árs og til loka sept­em­ber en raunin varð sú að tekjur vegna þeirra voru 7,3 millj­arðar króna, eða 170 pró­sent hærri en reiknað var með.

Þar munar mestu um það sem í dag­legu tali er kallað banka­skatt­ur.  Hann leggst á þá banka sem skulda meira en 50 millj­arða króna. ​​Alls borga fimm fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki skatt­inn en þorra hans greiða stóru bank­­arnir þrír: Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki og Arion banki. Þessir þrír bankar hafa skilað miklum hagn­aði það sem af er ári, en á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nam sam­an­lagður hagn­aður þeirra um 60 millj­örðum króna. Það er meiri hagn­aður en þeir hafa sýnt innan árs síðan árið 2015. 

Banka­skatt­ur­inn var lækk­aður í fyrra úr 0,376 í 0,145 pró­­sent. Fyrir vikið lækk­­aði álagður banka­skattur sem rík­­is­­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­­arð króna vegna árs­ins 2020 og var 4,8 millj­­arðar króna. Það er lækkun upp á 56,2 pró­­sent. Þótt álagður banka­skattur hafi hækkað mikið milli ára vegna gríð­ar­legrar hagn­að­ar­aukn­ingar hjá stærstu bönkum lands­ins er ljóst að ef banka­skatt­ur­inn hefði ekki verið lækk­aður þá hefðu tekjur rík­is­sjóðs af honum verið miklu hærri en raun ber vitn­i. 

Til við­bótar við banka­skatt­inn greiða Fjár­mála­fyr­ir­tæki, verð­bréfa­fyr­ir­tæki og trygg­inga­fé­lög fjár­sýslu­skatt og sér­stakan fjár­sýslu­skatt. Stofn fjár­sýslu­skatts eru allar teg­undir skatt­skyldra launa og þókn­ana og er hann 5,5 pró­sent. Sér­staki fjár­sýslu­skatt­ur­inn er svo 6,0 pró­sent við­bótar tekju­skattur á tekju­stofn umfram einn millj­arð króna. 

Dauð­inn og drykkjan tekju­ber­andi

Tekjur af erfða­fjár­skatti, áfeng­is­gjaldi og stimp­il­gjöldum voru líka umtals­vert meiri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

Erfða­fjár­skattur er tíu pró­sent af heild­ar­verð­mæti allra fjár­hags­legra verð­mæta og eigna sem liggja fyrir við and­lát arf­leif­anda að frá­dregnum skuldum og útfar­ar­kostn­aði.

Skatt­leys­is­mörk erfða­fjár­skatts hækk­uðu úr 1,5 í fimm millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót en þau eiga þó ekki við þegar um fyr­ir­fram­greiddan arf er að ræða. 

Áætl­anir gerðu ráð fyrir að erfða­fjár­skattur myndi skila 2,6 millj­örðum króna í rík­is­kass­ann á fyrstu níu mán­uðum árs­ins en raunin varð sú að tekjur vegna hans voru 5,4 millj­arðar króna, eða rúm­lega tvisvar sinnum hærri en reiknað var með. 

Stimp­il­gjöld, sem greið­ast aðal­lega þegar fast­eigna­við­skipti eiga sér stað, skil­uðu 1,2 millj­arða króna meiri tekjum en gert var ráð fyr­ir, eða 30 pró­sent umfram áætl­un.

Þá inn­heimt­ust 2,1 millj­arður króna meira í áfeng­is­gjöld en reiknað var með eða alls 17,2 millj­arðar króna. Það eru 14 pró­sent meiri tekjur vegna áfeng­is­kaupa en áætlað var.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar