Einkaneysla, bankahagnaður, íbúðarkaup, dauði og drykkja juku tekjur ríkissjóðs

Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins voru tíu prósent hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auknar skatttekjur og sala á hlut í Íslandsbanka eru ástæðan.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og félagar hans í ríkisstjórninni geta verið sátt með að hallinn í ár stefnir í að vera mun minni en áætlað var.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og félagar hans í ríkisstjórninni geta verið sátt með að hallinn í ár stefnir í að vera mun minni en áætlað var.
Auglýsing

Afkoma rík­is­sjóðs var mun betri en áætl­anir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021. Reiknað hafði verið með halla upp á 189 millj­arða króna en hann reynd­ist vera 138 millj­arðar króna, eða 51 millj­arði króna betri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. 

Ástæðan er fyrst og fremst sú að tekjur rík­is­sjóðs voru tíu pró­sent hærri en reiknað hafði verið með í áætl­un­um. Frá byrjun árs og til loka sept­em­ber skil­aði 621 millj­arður króna sér sem tekjur í rík­is­kass­ann, en rík­is­fjár­mála­á­ætlun hafði gert ráð fyrir því að tekj­urnar yrðu 565 millj­arðar króna á tíma­bil­inu. Tekj­urnar voru því 56 millj­örðum krónum meiri en búist hafði verið við. 

Útgjöldin voru aðeins hærri en áætl­anir höfðu gert ráð fyr­ir, alls tæp­lega fimm millj­örðum króna, og fjár­muna­tekjur voru rúm­lega níu millj­örðum krónum lægri en stefnt hafði verið að. 

Þetta kemur fram í upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2021 sem gert var opin­bert í gær.

Virð­is­auka­skattur langt yfir áætlun

Auknar tekjur eru fyrst og síð­ast vegna þess að rík­is­sjóður inn­heimti 45,5 millj­arða króna meira í skatt­tekjur en til stóð. Auk þess voru fjár­fest­inga­hreyf­ingar jákvæðar og nam hreint inn­streymi þeirra á tíma­bil­inu 12,9 millj­örðum króna, aðal­lega vegna sölu á 35 pró­sent hlut í Íslands­banka í sum­ar. Búast má við því að virði 65 pró­sent eign­ar­hlutar rík­is­ins í Íslands­banka muni hækka umtals­vert um kom­andi ára­mót þegar hann verður í fyrsta sinn met­inn á mark­aðsvirði, en bank­inn var skráður á markað í júní. Mark­aðsvirði hlut­ar­ins er sem stendur 162,5 millj­arðar króna.

Auglýsing
Mestu mun­aði um það að virð­is­auka­skattur sem leggst á flestar vörur og þjón­ustu skil­aði 23,3 millj­örðum krónum meira í kass­ann en búist var við, sem er merki um að einka­neysla hér­lendis hafi verið mun kröft­ugri en áætl­anir höfðu gert ráð fyr­ir. Alls voru tekjur rík­is­sjóðs af virð­is­auka­skatti 40 pró­sent hærri á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021 en á sama tíma­bili árið áður.

Hagn­aður bank­anna skil­aði auknum skatt­tekjum

Nokkrir smærri skatt­stofnar skil­uðu mun hærri fjár­hæðum en búist var við í rík­is­sjóð. 

Þar má til að mynda nefna sér­staka skatta sem leggj­ast á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Áætl­anir gerðu ráð fyrir að þeir myndu skila 2,7 millj­örðum króna í rík­is­kass­ann frá byrjun árs og til loka sept­em­ber en raunin varð sú að tekjur vegna þeirra voru 7,3 millj­arðar króna, eða 170 pró­sent hærri en reiknað var með.

Þar munar mestu um það sem í dag­legu tali er kallað banka­skatt­ur.  Hann leggst á þá banka sem skulda meira en 50 millj­arða króna. ​​Alls borga fimm fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki skatt­inn en þorra hans greiða stóru bank­­arnir þrír: Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki og Arion banki. Þessir þrír bankar hafa skilað miklum hagn­aði það sem af er ári, en á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nam sam­an­lagður hagn­aður þeirra um 60 millj­örðum króna. Það er meiri hagn­aður en þeir hafa sýnt innan árs síðan árið 2015. 

Banka­skatt­ur­inn var lækk­aður í fyrra úr 0,376 í 0,145 pró­­sent. Fyrir vikið lækk­­aði álagður banka­skattur sem rík­­is­­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­­arð króna vegna árs­ins 2020 og var 4,8 millj­­arðar króna. Það er lækkun upp á 56,2 pró­­sent. Þótt álagður banka­skattur hafi hækkað mikið milli ára vegna gríð­ar­legrar hagn­að­ar­aukn­ingar hjá stærstu bönkum lands­ins er ljóst að ef banka­skatt­ur­inn hefði ekki verið lækk­aður þá hefðu tekjur rík­is­sjóðs af honum verið miklu hærri en raun ber vitn­i. 

Til við­bótar við banka­skatt­inn greiða Fjár­mála­fyr­ir­tæki, verð­bréfa­fyr­ir­tæki og trygg­inga­fé­lög fjár­sýslu­skatt og sér­stakan fjár­sýslu­skatt. Stofn fjár­sýslu­skatts eru allar teg­undir skatt­skyldra launa og þókn­ana og er hann 5,5 pró­sent. Sér­staki fjár­sýslu­skatt­ur­inn er svo 6,0 pró­sent við­bótar tekju­skattur á tekju­stofn umfram einn millj­arð króna. 

Dauð­inn og drykkjan tekju­ber­andi

Tekjur af erfða­fjár­skatti, áfeng­is­gjaldi og stimp­il­gjöldum voru líka umtals­vert meiri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

Erfða­fjár­skattur er tíu pró­sent af heild­ar­verð­mæti allra fjár­hags­legra verð­mæta og eigna sem liggja fyrir við and­lát arf­leif­anda að frá­dregnum skuldum og útfar­ar­kostn­aði.

Skatt­leys­is­mörk erfða­fjár­skatts hækk­uðu úr 1,5 í fimm millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót en þau eiga þó ekki við þegar um fyr­ir­fram­greiddan arf er að ræða. 

Áætl­anir gerðu ráð fyrir að erfða­fjár­skattur myndi skila 2,6 millj­örðum króna í rík­is­kass­ann á fyrstu níu mán­uðum árs­ins en raunin varð sú að tekjur vegna hans voru 5,4 millj­arðar króna, eða rúm­lega tvisvar sinnum hærri en reiknað var með. 

Stimp­il­gjöld, sem greið­ast aðal­lega þegar fast­eigna­við­skipti eiga sér stað, skil­uðu 1,2 millj­arða króna meiri tekjum en gert var ráð fyr­ir, eða 30 pró­sent umfram áætl­un.

Þá inn­heimt­ust 2,1 millj­arður króna meira í áfeng­is­gjöld en reiknað var með eða alls 17,2 millj­arðar króna. Það eru 14 pró­sent meiri tekjur vegna áfeng­is­kaupa en áætlað var.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar