Eitt prósent þjóðarinnar komin til Amsterdam til að horfa á mikilvægasta leik Íslandssögunnar

9954418806_345a91c858_c.jpg
Auglýsing

Rúm­lega eitt pró­sent íslensku þjóð­ar­inn­ar, á milli þrjú og fjögur þús­und manns, er mætt til Amster­dam til að sitja í vondum sætum á Amster­dam Arena og fylgj­ast með íslenska karla­lands­lið­inu í knatt­spyrnu í því sem kallað hefur verið mik­il­væg­asti knatt­spyrnu­leikur Íslands­sög­unn­ar. Ísland er sem stendur í efsta sæti síns rið­ils í und­ankeppni Evr­ópu­móts­ins (EM) í knatt­spyrnu með 15 stig og marka­töl­una 14-3 þegar fjórir leikir eru eftir af riðla­keppn­inni. Tak­ist lið­inu að sigra Hol­lend­inga í kvöld þarf liðið ein­ungis þrjú stig úr þremur síð­ustu leikjum sínum til að gull­tryggja far­seð­il­inn til Par­ísar næsta sum­ar. Því er ekki loku fyrir það skotið að íslenskir knatt­spyrnu­á­huga­menn, og annað þjóð­rækn­is­fólk, geti farið að bóka miða til Frakk­lands næsta sumar strax á sunnu­dag, eftir að leik Íslands og Kasakstan er lok­ið.

Hol­lend­ingar eru vit­an­lega ein mesta knatt­spyrnu­þjóð í heimi. Þeir urðu Evr­ópu­meist­arar árið 1988 og spil­uðu til und­an­úr­slita á síð­asta heims­meist­ara­móti, sum­arið 2014. En síð­ast þegar þeir mættu litla Íslandi þá flengdi örríkið þá 3-0 í mögn­uðum leik þann 13. októ­ber 2014. Sá sigur vakti verð­skuld­aða athygli út um allan heim, líkt og Kjarn­inn tók saman að leik lokn­um.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrn­u.

Auglýsing

Síðan þá hefur íslenska liðið haldið áfram á fullu stími, síð­ast með stór­kost­legum sigri á Tékkum á troð­fullum Laug­ar­dals­velli í júní. Með þeim sigri tók liðið risa­skref í átt að loka­keppni EM.

Margir erlendir fjöl­miðlar vildu meina að Ísland væri komið með aðra löpp­ina á loka­mótið eftir þann sig­ur.

Ætla að slátra ÍslandiÍ aðdrag­anda leiks­ins í dag hafa leik­menn hol­lenska liðs­ins verið kok­hraust­ir, þótt liðið sé með fimm stigum færri en Ísland þegar fjórir leikir eru eftir af und­ankeppn­inni. Arjen Robben, nýr fyr­ir­liði hol­lenska liðs­ins, sagði til að mynda í sam­tali við hol­lenska mið­il­inn Onsor­anje að lið hans ætl­aði sér „að slátra Ísland­i“.

Árangur íslenska liðs­ins und­an­farnar tvær und­ankeppnir er þó þess eðlis að Hol­lend­ingar munu alls ekki geta leyft sér að van­meta and­stæð­inga sína. Ísland er í 23. sæti á nýjum heims­lista FIFA sem var birtur í morgun og fer upp um eitt sæti á milli mán­aða. Hol­lend­ingar eru í tólfta sæti.

Íslenska liðið hefur aldrei verið ofar á list­anum en er þó ekki lengur besta lið Norð­ur­landa, þar sem Danir skjót­ast upp fyrir íslenska liðið í 22. sæt­ið. Íslend­ingar geta þó huggað sig við að karla­lands­lið þjóð­ar­innar er sem stendur ofar á heims­list­anum en fyrrum heims- og Evr­ópu­meist­arar Frakka. Það hefur aldrei gerst áður.

Ástæður þess að íslensk knatt­spyrna er komin þangað sem hún er komin voru raktar ítar­lega í frétta­skýr­ingu í Kjarn­anum sem birt­ist í sept­em­ber 2014. Í aðdrag­anda leiks liðs­ins við Tékk­land í júní síð­ast­liðnum var svo farið yfir þá þróun á lands­lið­inu sem átt hefur sér stað und­an­farna ára­tugi á ekki síður ítar­legri hátt.

Icehot1 mættur til HollandsHall­grímur Odds­son, blaða­maður Kjarn­ans, er mættur til Amster­dam og mun fjalla um leik­inn þaðan síðar í kvöld. Það sem af er degi hefur hann drukkið í sig stemmn­ing­una í borg­inni og sér­stak­lega á Dam-­torg­inu, sem er stappað af íslenskum stuðn­ings­mönnum að und­ir­búa sig fyrir leik­inn í kvöld með söng og þorsta­svöl­un.

Svona var staðan þar um hádeg­is­bilið í dag:

https://vi­meo.com/138213810

Og greini­legt er að harðir stuðn­ings­menn hafa ekki látið hvers­dags­þrasið heima á Íslandi fram­hjá sér fara.

icehot

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
Kjarninn 21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None