OK-Skat.jpg
Auglýsing

Emb­ætt­is­menn dönsku Skatt­stof­unnar (SKAT) og starfs­menn danska skatta­ráðu­neyt­is­ins þekkja lík­ast til ekki texta og lag Bubba Morthens "Lög og reglu". Setn­ing­una "ekki benda á mig" hafa þeir þó til­einkað sér, eins og varð­stjór­inn í texta Bubba. Eng­inn telur sig bera ábyrgð á stærsta skattsvika­máli í sögu Dan­merkur en erlend fyr­ir­tæki eru grunuð um að hafa svikið 6.2 millj­arða króna (rúma 120 millj­arða íslenska) út úr danska skatt­in­um. Danskir skatta­sér­fræð­ingar telja hugs­an­legt að upp­hæðin sé mun hærri.

Ábend­ing frá útlöndum



Danska Skatt­stof­an, SKAT, fékk fyrir tveimur mán­uðum ábend­ingu frá erlendum skatta­yf­ir­völd­um. Þar var vakin athygli á að lík­legt væri að erlend fyr­ir­tæki hefðu fengið háar fjár­hæðir greiddar frá dönsku skatt­stof­unni. Erlend fyr­ir­tæki sem eiga hluta­bréf í fyr­ir­tækjum í Dan­mörku eiga að halda eftir 27% af hugs­an­legum arð­greiðslum og greiða dönskum skatta­yf­ir­völd­um.

Vegna tví­skött­un­ar­samn­inga eiga erlendir hlut­hafar að greiða skatt af arð­inum í heima­land­inu og eiga jafn­framt rétt á að fá skatt­inn sem borg­aður var í Dan­mörku end­ur­greidd­an. Stað­reyndin var hins­vegar sú að þau "fyr­ir­tæki" sem fengu end­ur­greiðsl­urnar frá Dan­mörku áttu ekki hluta­bréf í dönskum fyr­ir­tækjum og áttu þess vegna ekki rétt á neinum end­ur­greiðslum frá SKAT.

Þau fyrirtæki, með erlent heimilisfesti, sem sóttust eftir endurgreiðslu og fengu voru sum hver ekki með neina starfsemi í Danmörk. Þau fyr­ir­tæki, með erlent heim­il­is­festi, sem sótt­ust eftir end­ur­greiðslu og fengu, áttu sum hver engin hluta­bréf í dönskum fyr­ir­tækjum og áttu því ekki rétt á end­ur­greiðsl­unn­i.

Auglýsing

Uppi varð fótur og fit   



Ekki er ofmælt að allt hafi farið í háa­loft í Dan­mörku þegar frétt­irnar um end­ur­greiðsl­urnar komust í danska fjöl­miðla fyrir viku síð­an. Stjórn­mála­menn­irnir keppt­ust við að lýsa hneykslan sinni og kröfð­ust skýr­inga frá SKAT, skatta­ráð­herr­anum og skatta­ráðu­neyt­inu.

Allir voru sam­mála um að það væri með hreinum ólík­ind­um, og auð­vitað óþol­andi, að millj­arðar gætu streymt út úr rík­is­kass­anum án þess að nokkur lif­andi sála fylgd­ist með hvort allt væri með felldu. Athyglin og spurn­ing­arnar beindust fyrst og fremst að starfs­fólki SKAT. Næstu daga fjöll­uðu dönsku fjöl­miðl­arnir ítar­lega um "skanda­len" eins og þau köll­uðu mál­ið. Þar kom ýmis­legt fram í dags­ljós­ið.

Starfs­fólkið hafði marg­sinnis vakið athygli á vand­anum



Fjöl­miðl­arnir hafa rætt við fjöld­ann allan af fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­fólki SKAT. Nær engir vilja koma fram undir nafni, þótt fjöl­miðl­arnir viti nöfn allra við­mæl­enda. Núver­andi starfs­menn ótt­ast um stöðu sína, "það er ekki til vin­sælda fallið að gagn­rýna yfir­menn­ina" sagði einn starfs­maður hjá SKAT og mælti þar fyrir munn margra.

Meðal þess sem komið hefur fram er að margir starfs­menn höfðu marg­sinnis vakið athygli yfir­manna sinna á að miklar brotala­mir væru í eft­ir­liti skatts­ins á mörgum svið­um, þar á meðal vegna end­ur­greiðslna. Í skýrslu sem innra eft­ir­lit SKAT gerði árið 2000, og dag­blaðið Berl­ingske komst yfir, komu fram alvar­legar athuga­semdir varð­andi eft­ir­litið og svip­aðar athuga­semdir er að að finna í minn­is­blaði frá 2005.

Peter Loft, sem var ráðuneytisstjóri í Skattaráðuneytinu frá 1993-2012 sagðist ekki muna sérlega mikið eftir þessu máli þegar eitt dönsku blaðanna spurði hann um það. Peter Loft, sem var ráðu­neyt­is­stjóri í Skatta­ráðu­neyt­inu frá 1993-2012 sagð­ist ekki muna sér­lega mikið eftir þessu máli þegar eitt dönsku blað­anna spurði hann um það.

 

Peter Loft, sem var ráðu­neyt­is­stjóri í Skatta­ráðu­neyt­inu frá 1993-2012 (var rek­inn í tengslum við mikið og til­hæfu­laust mold­viðri í kringum skatta­mál Helle Thorn­ing-Schmid­t), sagð­ist ekki muna sér­lega mikið eftir þessu máli þegar eitt dönsku blað­anna spurði hann um það. Fjöl­miðl­arnir gefa lítið fyrir þessi svör, kalla þau aum­legt yfir­klór. Starfs­menn SKAT, sem fjöl­miðlar hafa rætt við síð­ustu daga segja að þeim hafi virst sem ekki væri sér­stakur vilji hjá skatta­yf­ir­völdum til að aðhaf­ast neitt þótt athygli þeirra væri vakin á fjöl­mörgum málum þar sem vafi lék á hvort lögum væri fylgt.

Hver ber ábyrgð­ina?



Við­brögð stjórn­mála­manna og hátt­settra emb­ætt­is­manna minna um margt á sög­una um litlu gulu hæn­una, nema það að í þess­ari sögu vantar þá litlu gulu. Fyrr­ver­andi skatta­ráð­herrar segja að þeir hafi ekki haft minnstu hug­mynd um að ein­hver maðkur væri í þess­ari end­ur­greiðslu­mysu. Emb­ætt­is­menn­irnir benda svo hver á ann­an. Sumir þeirra bera við gleymsku þegar spurt hefur verið hvort þeir hafi heyrt ávæn­ing af því að pottur væri brot­inn í end­ur­greiðslu­kerf­inu.

Fjöl­miðla­menn og skatta­sér­fræð­ingar eru sam­mála því að ráð­herra hvorki megi né geti verið með nefið niðri í ein­stökum mál­um. Þeir beri hins­vegar ábyrgð á því að á und­an­förnum árum hefur verið þrengt mjög að starf­semi skatts­ins. Í dag eru starfs­menn­irnir um það bil sex þús­und og tvö hund­ruð en fyrir tíu árum voru þeir um tíu þús­und. Rök­semdir sumra stjórn­mála­manna hafa verið þau að nú sé orðin svo mikil sjálf­virkni í öllu kerf­inu að hægt sé að kom­ast af með mun færra fólk. Aðrir segja að allt of langt hafi verið gengið í nið­ur­skurð­in­um. Kann­anir fjöl­miðla sýna að almenn­ingur er mjög ósáttur við að skera svo mikið niður hjá einni mik­il­væg­ustu stofnun rík­is­ins. Alls kyns mis­tökum hjá skatt­inum hefur fjölgað mjög síð­ustu ár, hverju þar er um að kenna er ekki gott að segja. 

Ráðu­neytið og yfir­stjórn SKAT bera ábyrgð­ina



Þótt ráðu­neyt­is­stjóri Skatta­ráðu­neyt­is­ins (og líka sá fyrr­ver­andi) segi fullum fetum að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá yfir­stjórn SKAT taka ekki allir þær skýr­ingar gild­ar. Yfir­stjórn SKAT telur ráðu­neytið ekki geta fríað sig ábyrgð, SKAT sé stofnun sem heyri undir ráðu­neytið og þar liggi höf­uð­á­byrgðin í þessu máli sem öðr­um. Innra eft­ir­lit SKAT hefur frá árinu 2012 margoft sent ráðu­neyt­is­stjóra Skatta­ráðu­neyt­is­ins skýrslur og minn­is­blöð þar sem vakin er athygli á brota­lömum í end­ur­greiðslu­kerf­inu.

Danskir fjöl­miðlar full­yrða að skýrsl­urnar og minn­is­blöðin hafi endað í skúffu ráðu­neyt­is­stjór­ans og aldrei náð lengra. Sér­fræð­ingar sem blöðin hafa rætt við segja engan vafa leika á að Skatta­ráðu­neyti beri höf­uð­á­byrgð­ina á öllu því er varðar skatta­mál, en yfir­stjórn SKAT beri þó einnig mikla ábyrgð. Um næstu mán­aða­mót á nefnd sem núver­andi skatta­ráð­herra skip­aði að skila skýrslu en sú skýrsla fjallar fyrst og fremst um fram­kvæmd end­ur­greiðsln­anna.  Á næstu dögum tekur önnur nefnd til starfa, sú  verður á vegum Rík­is­end­ur­skoð­un­ar­innar og á að rann­saka sam­skipti ráðu­neyt­is­ins og SKAT. Skýrsla nefnd­ar­innar á að liggja fyrir um mitt næsta ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None