Enn pattstaða í viðræðum við ESB, vilja að Ísland borgi milljarða

forsida3-1.jpg
Auglýsing

Við­ræður Íslands, Nor­egs og Liechten­stein, ríkj­anna þriggja sem eru aðilar að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) vegna greiðslna í Þró­un­ar­sjóð EFTA hafa enn ekki skilað neinum árangri.

Greiðsl­urnar eru oft kall­aðar aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu, það gjald sem EES-löndin þrjú greiða fyrir auka­að­ild sína að þessum stærsta útflutn­ings­mark­aði sínum án þess að vera full­gildir með­limir Evr­ópu­sam­bands­ins.

Frá árinu 1994, þegar EES-­samn­ing­ur­inn gekk í gildi, hefur þurft að end­ur­semja um þennan aðgöngu­miða á fimm ára fresti. Síð­asta sam­komu­lag rann út 30. apríl 2014 og því má segja að samn­ingar hafi verið lausir í tæpt ár. Ástæð­an: Evr­ópu­sam­bandið hefur farið fram á allt að þriðj­ungs­hækkun á fram­lögum í sjóð­inn.

Auglýsing

Miðað við þær kröfur myndi Ísland þurfa að greiða um 6,5 millj­arða króna í sjóð­inn næstu fimm árin, en á tíma­bil­inu 2009-2014 greiddum við 4,9 millj­arða króna. Ekk­ert EFTA-­ríkj­anna þriggja sem greiða í sjóð­inn eru til­búin til að ganga að þessum kröfum og taka á sig hækk­anir af þess­ari stærð­argráðu. Og Evr­ópu­sam­band­ið, að minnsta kosti enn sem komið er, vill ekki gefa neitt eft­ir.

Samn­ing­ur­inn runn­inn útSamið er til fimm ára í senn um fram­lög­in. Síð­ast náði sam­komu­lagið yfir tíma­bilið frá 1. maí 2009 til 30. apríl 2014. Það sam­komu­lag er því á enda runnið fyrir tæpu ári síð­an. Við­ræð­urnar um það sam­komu­lag voru fjarri því að vera dans á rós­um. Þær gengi raunar það erf­ið­lega að ekki samd­ist fyrr en tæpu ári eftir að fyrra sam­komu­lag var útrunn­ið, eða á fyrri hluta árs 2010.

Þá var samið um að fram­lög Íslands, Nor­egs og Liect­hen­stein myndu hækka um 33 pró­sent á milli tíma­bila en að tvö síð­ar­nefndu ríkin myndu taka meiri hluta hækk­un­ar­innar á sínar herðar vegna þeirrar stöðu sem var uppi í íslensku efna­hags­lífi eftir banka­hrunið haustið 2008. Heim­ildir Kjarn­ans herma að kröfur Evr­ópu­sam­bands­ins um hækkun séu að sam­bæri­legri stærð­argráðu og um samd­ist síð­ast.

Utanríkisráðuneytið leiðir viðræðurnar við Evrópusambandið fyrir hönd Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson er utanríkisráðherra. Utan­rík­is­ráðu­neytið leiðir við­ræð­urnar við Evr­ópu­sam­bandið fyrir hönd Íslands. Gunnar Bragi Sveins­son er utan­rík­is­ráð­herra.

Sam­kvæmt síð­asta sam­komu­lagi greiddu EES-­ríkin tæpan millj­arð evra, um 150 millj­arða króna á verð­lagi dags­ins í dag, í sjóð­inn. Þar af greiða Norð­menn tæp­lega 95 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar. Til við­bótar felur sam­komu­lagið um greiðslur EES-­ríkj­anna til Evr­ópu­sam­bands­ins í sér að Norð­menn greiða til hliðar í sér­stakan Þró­un­ar­sjóð Nor­egs. Alls borg­uðu Norð­menn tæpa 125 millj­arða króna í hann á tíma­bil­inu. Þeir greiddu því um 260 millj­arða króna fyrir aðgöngu sína að innri mark­aðn­um. Ljóst er að þorri þeirrar fjár­hags­legu byrðar sem greiðsl­urnar orsaka lenda á Norð­mönn­um. Ástæður þessa eru ein­fald­ar. Þegar upp­haf­lega var samið um greiðsl­urnar þá var ákveðið að fram­lag hverrar þjóðar fyrir sig myndi reikn­ast út frá lands­fram­leiðslu og höfða­tölu. Norð­menn eru lang­rík­asta og lang­fjöl­menn­asta EFTA-­ríkið sem á aðild að EES-­samn­ingnum og borgar þar af leið­andi lang mest.

Greiðslur Íslands auk­ist um 70 pró­sentGreiðslur Íslands voru mun lægri, þótt þær hafi farið ört hækk­and­i.  Frá árinu 1994, þegar EES-­samn­ing­ur­inn gekk í gildi, og fram til 1. maí 2009 greiddum við sam­tals 2,9 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010. Þrátt fyrir að Íslandi hafi verið sýnt skiln­ingur í síð­asta samn­ingi þá juk­ust greiðslur lands­ins samt sem áður gríð­ar­lega og voru 4,9 millj­arðar króna á árunum 2009-2014. Þar af er áætlað að við greiddum um 1,4 millj­arða króna í sjóð­inn í fyrra, á árinu 2014. Aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins er því að hækka mjög hratt í verði. Greiðslur Íslands á síð­ust fimm árum eru 70 pró­sent hærri en greitt var í sjóð­inn fimmtán árin þar áður.

Við­ræður hófust í byrjun árs 2014Við­ræður um nýtt sam­komu­lag hófust snemma á síð­asta ári. Fyrsti form­legi fundur EFTA-­ríkj­anna og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þess var 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Síðan þá hafa tveir aðrir form­legir fundir verið haldn­ir, sá síð­asti á vor­mán­uð­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur þok­ast mjög lítið í átt nýju sam­komu­lagi. Mun­ur­inn á þessum við­ræðum og þeim sem hafa átt sér stað áður vegna fram­lag­anna eru þær að nú eru Norð­menn jafn harðir í afstöðu sinni gegn því að greiða meira og Íslend­ingar .

Þriðji  fundur í viðræðum um nýjan samning fór fram í Brussel í síðustu viku. Honum lauk án niðurstöðu. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans stendur yfir störukeppni milli samningsaðila. Þriðji fundur í við­ræðum um nýjan samn­ing fór fram í Brus­sel í síð­ustu viku. Honum lauk án nið­ur­stöðu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur yfir störu­keppni milli samn­ings­að­ila.

Þriðji  fundur í við­ræðum um nýjan samn­ing fór fram í Brus­sel í síð­ustu viku. Honum lauk án nið­ur­stöðu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur yfir störu­keppni milli samn­ings­að­ila. Það er ekki óal­gengt að slík staða komi upp þegar verið er að end­ur­semja um fram­lög í sjóð­inn, en nú hefur hún staðið yfir í mun lengri tíma en áður.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að það langt sé enn á milli samn­ings­að­ila að tölu­vert sé í land að samn­ings­að­ilar nái sam­an. Kröfur Evr­ópu­sam­bands­ins um auknar greiðslur séu ein­fald­lega enn mun hærri en Ísland, Nor­egur og Liect­hen­stein sætti sig við.

Gæti sett til­urð EES-­samn­ings­ins í upp­námVert er að taka fram að minni hópar á vegum við­ræð­enda hafa fundað í milli­tíð­inni, enda hanga önnur atriði á samn­ingnum en bara fram­lög í sjóð­inn. Þar ber helst að nefna ákveðna inn­flutn­ings­kvóta á fiski inn á mark­aði í Evr­ópu­sam­band­inu sem eru bæði Íslandi og Nor­egi mjög fjár­hags­lega mik­il­væg­ir.

Í raun er eng­inn form­legur loka­frestur sem ljúka þarf við­ræð­unum fyr­ir. Flækju­stígið mun hins vegar aukast eftir því sem sam­komu­lagið dregst og erf­ið­ara verður að fram­kvæma úthlut­anir úr sjóðn­um. Þá er auð­vitað sá mögu­leiki fyrir hendi að ekki tak­ist að semja. Þá er EES-­samn­ing­ur­inn í upp­námi.

Mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur ÍslandsEES-­samn­ing­ur­inn er mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur sem Ísland hefur gert. Hann veitir Íslandi nokk­urs­konar auka­að­ild að innir mark­aði Evr­ópu án tolla og gjalda á flestar vör­ur. Um 80 pró­sent af útflutn­ingi okkar fer til Evr­ópu, að lang­mestu leyti til landa sem til­heyra innri mark­að­in­um, og um 60 pró­sent af því sem við flytjum inn koma það­an.

Van­kost­irnir við EES-­samn­ing­inn eru síðan þeir að Ísland und­ir­gekkst að taka upp stóran hluta af reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins án þess að geta haft nokkur áhrif á mótun þess. Í Evr­ópu­stefnu sitj­andi rík­is­stjórnar er lögð áhersla á að efla hags­muna­gæslu Íslands innan EES og stór­efldu sam­starfi við Norð­menn á þeim vett­vangi. Þess­ari stefnu eigi að fram­fylgja meðal ann­ars með því að koma sjón­ar­miðum Íslands á fram í lög­gjaf­ar­starfi Evr­ópu­sam­bands­ins strax á fyrstu stigum mála. Það er ljóst að slík hags­muna­gæsla mun kosta tölu­vert fé, enda nauð­syn­legt að fjölga veru­lega starfs­fólki í Brus­sel, aðal­bæki­stöð Evr­ópu­sam­bands­ins, til að fram­fylgja henni.

Hvað er Þró­un­ar­sjóður EFTA og hverja styrkir hann?Þró­un­ar­sjóður EFTA var settur upp sem hluti af EES-­samn­ingn­um, sem gekk í gildi 1. jan­úar 1994. EFTA-­ríkin Ísland, Nor­egur og Liect­hen­stein greina í hann eftir stærð og lands­fram­leiðslu hvers þeirra. Yfir­lýstur til­gangur hans er að vinna gegn efna­hags­legri- og félags­legri mis­munum í þeim ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins sem þiggja aðstoð úr sjóðn­um.

Styrkir eru greiddir út á grund­velli áætl­anna sem styrkt­ar­löndin gera. Á síð­asta samn­ings­tíma­bili runnu greiðslur úr sjóðnum til 15 Evr­ópu­sam­bands­landa sem upp­fylltu skil­yrði til að þiggja þær. Stærstu heild­ar­styrkirnir fóru til Pól­lands (267 millj­ónir evra) og Rúm­eníu (191 milljón evr­a). Önnur ríki sem fengu greiðslur eru Bulgar­ía, Kýp­ur, Tékk­land, Eist­land, Grikk­land, Ung­verja­land, Lett­land, Lit­há­en, Malta, Portú­gal, Slóvakía, Sló­venía og Spánn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None