Erlendir ríkisborgarar eru 18 prósent íbúa í Reykjavík en fimm prósent íbúa í Garðabæ

Erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um tæplega 34 þúsund á áratug, eða 162 prósent. Reykjavík verður nýtt heimili langflestra þeirra og fjórði hver íbúi í Reykjanesbæ er nú erlendur.

Nær allir sem flytja til Íslands koma með flugi og fara þar af leiðandi um Leifsstöð.
Nær allir sem flytja til Íslands koma með flugi og fara þar af leiðandi um Leifsstöð.
Auglýsing

Alls bjuggu 24.160 erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­vík um nýliðin ára­mót, eða rúm­lega 44 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem skráðir eru til heim­ilis á Íslandi. Þeir eru nú tæp­lega 18 pró­sent allra íbúa höf­uð­borg­ar­innar en þar búa 36 pró­sent allra lands­manna.

Þetta má lesa úr nýjum mann­fjölda­tölum sem Hag­stofa Íslands birti í síð­ustu viku. 

Til sam­an­burðar búa 950 erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ, sem gera þá að rétt rúm­lega fimm pró­sent allra íbúa í því sveit­ar­fé­lagi. Í Mos­fellsbæ eru þeir 1.120, eða níu pró­sent íbúa, og á Sel­tjarn­ar­nesi eru þeir 450, eða tæp­lega tíundi hver íbúi.

Í næst stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, Kópa­vogi, eru erlendu rík­is­borg­ar­arnir 4.260, eða um ell­efu pró­sent íbúa, og í Hafn­ar­firði eru þeir 3.630, eða rúm­lega tólf pró­sent íbú­a. 

Fjórði hver íbúi Reykja­nes­bæjar er erlendur rík­is­borg­ari

Á ára­tug hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa hér­lendis fjölgað um 33.840 alls, eða 162 pró­sent. Rúm­lega 44 pró­sent þeirra sett­ist að í Reykja­vík og tæp­lega 12 pró­sent í Reykja­nes­bæ, en þar hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um úr 1.220 í 5.130 á ára­tug, eða um 320 pró­sent. 

Auglýsing
Á sama tíma fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum í Garða­bæ, Mos­fellsbæ og á Sel­tjarn­ar­nesi sam­an­lagt um 1.590. Það þýðir að tæp­lega fimm pró­sent þeirra erlendu rík­is­borg­ara sem fluttu til Íslands frá árs­lokum 2011 hafa sest að í þeim sveit­ar­fé­lög­um. 

Erlendum rík­is­borg­urum í Kópa­vogi hefur fjölgað um 2.500 á síð­ustu tíu árum, sem þýðir að rúm sjö pró­sent þeirra sem hingað fluttu sett­ust að í því sveit­ar­fé­lagi. Í Hafn­ar­firði er þró­unin svip­uð, útlend­ing­unum hefur fjölgað um 1.890. Það þýðir að tæp­lega sex pró­sent aukn­ing­ar­innar frá árs­lokum 2011 hefur komið sér fyrir í Hafn­ar­firð­i. 

Alls búa 63 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem eru með heim­il­is­festi á Íslandi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 37 pró­sent utan þess. Það er í takti við hlut­fall allra íbúa lands­ins sem búa á því svæði, sem er 64 pró­sent. Fjórð­ungur allra erlendra rík­is­borg­ara sem búa á lands­byggð­inni búa í Reykja­nesbæ en þar er hlut­fall aðfluttra af heild­ar­fjölda íbúa komið yfir 25 pró­sent. Í lok árs 2011 voru erlendir rík­is­borg­arar undir níu pró­sent íbúa þar.

Fóru ekki þegar kreppan kom

Lands­­­­mönnum öllum hefur fjölg­að um 56.440 síð­ast­lið­inn ára­tug og eru nú 376.000. Það þýðir að 60 pró­­sent fjölg­unar lands­­manna á síð­­ast­liðnum ára­tug hefur verið vegna aðflutn­ings fólks hingað til lands sem er af erlendu bergi brot­ið. 

Mest var fjölg­unin á árunum 2017 og 2018, þegar ferða­­þjón­ust­u­­geir­inn var í mestum vexti, en á þeim tveimur árum fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa hér um 13.930 alls. Á sama tíma fjölg­aði lands­­mönnum öllum um 18.600. Því voru inn­­flytj­endur ábyrgir fyrir 75 pró­­sent af mann­­fjölda­aukn­ingu á þessum tveimur árum. 

Á Þjóð­­­ar­­­spegli Háskóla Íslands, sem fór fram haustið 2019, voru mál­efni erlends starfs­­­fólks á Íslandi til umræðu. Á meðal þeirra sem sátu þar í pall­­­borði var Gissur Pét­­­ur­s­­­son, ráðu­­­neyt­is­­­stjóri í félags- og barna­­­mála­ráðu­­­neyt­inu og fyrr­ver­andi for­­­stjóri Vinn­u­­­mála­­­stofn­un­­­ar. Hann sagði þar að það væri mik­ill kostur að á Íslandi væri svo ein­falt að „losa sig“ við erlent vinn­u­afl um leið og sam­­­dráttur byrj­­­aði í efna­hags­líf­inu. Það hefði eng­inn beð­ið er­­­lenda verka­­­­menn um að koma til lands­ins til að vinna og því væri það ekki á ábyrgð Íslenska rík­­­­is­ins að hjálpa fólk­inu við að koma undir sig fót­unum með nokkrum hætti.

Ljóst má vera af þróun á fjölda þeirra erlendu rík­­is­­borg­­ara sem búa á Íslandi að þessi útlegg­ing ráðu­­neyt­is­­stjór­ans hefur ekki gengið eft­­ir. Gríð­­ar­­legur sam­­dráttur hefur verið í hag­­kerf­inu frá því að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á sem skil­aði því að áætlað er að rík­­is­­sjóður verði rek­inn í mörg hund­ruð millj­­arða króna halla sam­an­lagt árin 2020 og 2021.

Samt sem áður fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi um 5.270 frá byrjun árs 2020 og út síð­asta ár. 

Atvinn­u­­leysi eykst hjá erlendu fólki

Í lok síð­­­asta mán­aðar var atvinn­u­­­leysi hér­­­­­lendis komið niður fyrir fimm pró­­­sent, og er hlut­falls­lega nán­ast það sama og það var í febr­­­úar 2020, áður en kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­inn skall á. Í apríl 2020, þegar fjöldi fyr­ir­tækja setti starfs­­­fólk sitt á hluta­bæt­ur, mæld­ist atvinn­u­­­leysið 17,8 pró­­­sent en 10,3 pró­­­sent­u­­­stig féllu til vegna þeirra sem voru tíma­bundið sett á hluta­bæt­ur.

Auglýsing
Almennt atvinn­u­­­leysi mæld­ist mest í jan­úar í fyrra, 11,6 pró­­­sent, og heild­­­ar­at­vinn­u­­­leysi að með­­­­­töldum þeim sem enn voru á hluta­bótum í þeim mán­uði var 12,8 pró­­­sent. 

Þetta atvinn­u­­leysi bitn­aði mest á erlendum rík­­is­­borg­­ur­­um. Í jan­úar 2021 var atvinn­u­­leysi á meðal þeirra 24 pró­­sent og í lok des­em­ber mæld­ist það enn 11,6 pró­­sent, eða langt umfram almennt atvinn­u­­leysi. 

Í lok des­em­ber 2021 voru rúm­lega 42 pró­sent allra atvinnu­lausra á Íslandi erlendir rík­is­borg­arar og þeim fjölg­aði í hópi atvinnu­lausra í jóla­mán­uð­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar