Hægt að nýta gott lánshæfismat – Frítt fyrir einstaklinga

andrea-ofurneytandi.jpg
Auglýsing

Í síð­asta þætti af Ferð til fjár fylgd­umst við með Andreu ofur­neyt­anda í bar­átt­unni um að bæta kjör sín sem víð­ast og auka yfir­sýn heim­il­is­bók­halds­ins. Hún fór meðal ann­ars með falda mynda­vél í bank­ann og ræddi við þjón­ustu­full­trúa í von um lægri korta­gjöld og betri inn­láns­kjör. Hér má sjá hvernig Andreu gekk. Það var sann­ar­lega ferð til fjár!

Áður en Andrea hélt í bank­ann þá hitti hún Tinnu Björk Bryde, við­skipta­stjóra hjá Credit­In­fo. Credit­Info er gagna­fyr­ir­tæki og reiknar meðal ann­ars láns­hæfi ein­stak­linga. Andrea fékk ein­kunn­ina B1 á skal­anum A til E úr sínu láns­hæf­is­mati, þar sem áhættu­minnstu Lán­tak­end­urnir fá A. Sam­kvæmt mat­inu eru lík­urnar á að Andrea lendi á van­skila­skrá aðeins 0,7%. Með þessi gögn að vopni, auk góðra ráða frá Aðal­steini Leifs­syni samn­inga-­sér­fræð­ingi, hélt Andrea á fund þjón­ustu­full­trú­ans.

Auglýsing

Frítt láns­hæf­is­mat

Með sam­starfi Ferðar til fjár og Credit­In­fo, þá býðst öllum ein­stak­lingum að fá láns­hæf­is­mat sitt að kostn­að­ar­lausu til 28. febr­úar næst­kom­andi. Það eina sem þarf að gera er að sækja um aðgang að þjón­ustu­vef Credit­Info.Við fengum Stefán B. Önunda­son, mark­aðs­stjóra hjá Credit­In­fo, til að útskýra betur hvað býr að baki láns­hæf­is­mati. Hvað þýðir þetta allt saman og hvernig getur mat á láns­hæfi hjálpað okk­ur? Hann bendir á að góða ein­kunn úr láns­hæf­is­mati megi t.d. nota sem rök­stuðn­ing fyrir því að fá lægri vexti ef ein­stak­ling­ur­inn er að taka til dæmis bíla­lán eða fram­kvæmda­lán. „Það er minni áhætta að lána skil­vísum ein­stak­ling­um,“ segir Stef­án.Hér að neðan má lesa það sem Stefán sagði um láns­hæf­is­mat­ið. Skýrt og fræð­andi!„Það getur skipt heil­miklu máli að vera með­vit­aður um stöðu sína þegar samið er um kaup og kjör við lán­töku. Ein­stak­lingar með gott láns­hæf­is­mat standa betur að vígi og geta farið fram á betri kjör en ella, almennt stendur fólk betur að vígi ef það er með allar sömu upp­lýs­ing­arnar og gagn­að­ili þegar samið er.Þegar ein­stak­lingur sækir um lán þá er láns­hæfi hans og staða könnuð af lán­veit­anda í sam­ræmi við neyt­enda­lög sem sett voru í lok árs 2013. Þá var fyr­ir­tækjum í lána­starf­semi gert skylt að kanna láns­hæfi umsækj­enda áður en til láns kæmi, þ.e. að gera svo­kallað láns­hæf­is­mat. Einnig geta trygg­inga­fé­lög, síma­fyr­ir­tæki og fyr­ir­tæki sem ein­stak­lingar eru í reikn­ings­við­skiptum við óskað eftir að gera láns­hæf­is­mat áður en samn­ingur er gerður um við­skipti.Mis­jafnt er hvernig lán­veit­endur gera láns­hæf­is­mat en það er alltaf byggt á ein­hverjum gögnum um þann sem sækir um lán­ið. Ef til er við­skipta­saga þá er hún gjarnan notuð en ef lán­veit­and­inn á engin gögn um lán­tak­ann þá er hægt að nota láns­hæf­is­mat Credit­in­fo. Góðar og nákvæmar upp­lýs­ingar hjálpa lán­veit­and­anum að meta áhættu á tapi og öðrum vanda­mál­um.Láns­hæf­is­mat er m.a. byggt á

  •  Sögu­legum van­skilum
  •  Upp­flett­ingum í van­skila­skrá
  •  Upp­lýs­ingum úr skatt­skrá
  •  Aldri og búsetu
  •  Hjú­skap­ar­stöðu
  •  Tengslum við fyr­ir­tæki

Láns­hæf­is­mat er lík­inda­reikn­ingur þar sem lík­urnar á því að ein­stak­lingur lendi í van­skilum eru metn­ar. Láns­hæf­is­mat segir ekk­ert til um það hversu mikið ein­stak­lingur getur greitt af láni, til þess er gert svo kallað greiðslu­mat.

Þú hefur aðgang að sömu upp­lýs­ingum

Credit­info er gagna­fyr­ir­tæki sem býður fyr­ir­tækjum upp á gerð láns­hæf­is­mats, en býður ein­stak­lingum aðgang að sömu upp­lýs­ingum um sjálfa sig (ekki um aðra). Allir Íslend­ingar sem náð hafa 18 ára aldri geta því verið upp­lýstir um hvað eykur eða dregur úr þeirra per­sónu­legu mögu­leikum á lán­töku. Þeir sem eru með gott láns­hæf­is­mat eru lík­legri til að hljóta fyr­ir­greiðslu heldur en þeir sem eru með slæmt mat.Í til­efni af sam­starfi Credit­info við Stofnun um fjár­mála­læsi í þátt­unum „Ferð til fjár“ býður Credit­info nú öllum ein­stak­lingum að fá láns­hæf­is­matið sitt sér að kostn­að­ar­lausu til 28. febr­úar 2015. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um aðgang að þjón­ustu­vef Credit­info hér, þú færð lyk­il­orð sent í heima­bank­ann og getur sótt láns­hæf­is­matið þitt.

Hvernig á svo að nota láns­hæf­is­mat­ið?

Ef þú færð góða ein­kunn og þarft t.d. að taka bíla­lán eða fram­kvæmda­lán getur þú notað þær upp­lýs­ingar sem rök­stuðn­ing fyrir því að fá lægri vexti á lánið vegna þess að það er minni áhætta að lána skil­vísum ein­stak­ling­um. Mik­il­vægt er að hafa í huga að lán­veit­endur hafa nokk­urt frjáls­ræði um það hvaða gögn þeir nota við láns­hæf­is­mat og getur nið­ur­staðan verið breyti­leg eftir því.“Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 29. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.ferd-til-fjar_bordiÍsland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None