Hallinn á rekstri ríkissjóðs var 68 milljörðum krónum minni en áætlað var

Tekjur ríkissjóðs á síðasta ári voru mun hærri en áætlað var þegar fjárlög voru kynnt í október. Nánar tiltekið 121 milljarði króna hærri. Útgjöld voru líka meiri en þar skeikaði minna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 í byrjun október í fyrra. Þar kom fram áætlun um ríkisbúskapinn 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 í byrjun október í fyrra. Þar kom fram áætlun um ríkisbúskapinn 2020.
Auglýsing

Þegar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 var að finna í því áætlun um rekstur ríkissjóðs í fyrra, á árinu 2020. Tekjur ríkissjóðs voru áætlaðar 769 milljarðar króna en útgjöld 1.038 milljarðar króna. Það þýddi að fjárlagahallinn átti að verða 269,2 milljarðar króna, sem yrði mesti halli frá því að byrjað var að mæla slíka í íslenska ríkisrekstrinum. Meiri en á hrunárunum 2008 0g 2009. 

Í gær birti Hagstofa Íslands bráðabirgðatölur um afkomu hins opinbera á síðasta ári. Í þeim tölum kemur fram að tekjur íslenska ríkisins hafi verið mun hærri en áætlað var, eða 890,4 milljarðar króna. Tekjur sem skiluðu sér til íslenska ríkisins voru því, á endanum, 121,4 milljörðum krónum meiri en reiknað var með við framlagningu fjárlaga en 45 milljörðum krónum minni en þær voru árið 2019. Útgjöld voru líka hærri en reiknað hafði verið með, eða 1.091 milljarður króna, en þar skeikaði minna en á tekjuhliðinni. 

Niðurstaðan er sú að hallinn á ríkissjóð er mun minni en áætlað var við framlagningu fjárlagafrumvarpsins, eða 201 milljarðar króna. Fjárlagahallinn 2020 var því 68,2 milljörðum krónum minni en ríkisstjórnin reiknaði með, eða fjórðungi minni. 

Mikill kostnaður vegna atvinnuleysis

Þegar fjárlög fyrir 2020 voru samþykkt í nóvember 2019 var gert ráð fyrir að halli á ríkissjóði yrði tíu milljarðar króna. Sú mikla breyting sem orðið hefur á bæði útgjöldum og tekjum ríkissjóðs síðan að sú áætlun var lögð fram má rekja að langstærstu leyti til áhrifa af COVID-19.

Auglýsing
Þannig greiddi ríkissjóður samtals 35 milljarðar króna í hlutabótaleiðina, sem átti að vernda atvinnusambönd á meðan að á heimsfaraldrinum stóð, og í svokallaða uppsagnarstyrki til fyrirtækja, sem gerðu þeim kleift að eyða atvinnusambandi án þess að bera jafn mikinn kostnað og áður af þeirri aðgerð. 

Hinir svokölluðu sjálfvirku sveiflujafnarar virkuðu líka til hækkunar á ákveðnum útgjöldum og lækkunar á skatttekjum. Helsti útgjaldaliðurinn sem þeir hækka eru kostnaður við rekstur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna útgreiðslu almennra atvinnuleysisbóta. Sá kostnaður fór úr 23 milljörðum króna árið 2019 í 54 milljarða króna í fyrra sem er aukning um 136 prósent. Almenna atvinnuleysið, það sem mælir þá sem eru að öllu leyti án atvinnu, var enda 11,4 prósent í lok síðasta mánaðar. Það þýðir að 21.352 einstaklingar voru án vinnu að öllu leyti um liðin mánaðamót. Auk þess voru 4.331 að nýta sér hlutabótaleiðina og því voru samtals 25.683 án atvinnu að öllu leyti eða hluta í febrúar. Það eru lítillega færri en voru það í janúar þegar atvinnuleysið náði sínum hæsta punkti frá því að faraldurinn hófst. Samanlagt atvinnuleysi nú mælist 12,5 prósent. 

Alls höfðu 4.719 almennir atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok febrúar, en þeir voru 4.508 í janúarlok 2021. Hins vegar voru þeir 1.893 í febrúarlok 2020. Langtímaatvinnulausum hefur því fjölgað um 2.826 milli ára, eða um 149 prósent.

Fjárfesting dróst saman í kreppu

Fjárfesting hins opinbera, sem samanstendur að uppistöðu af ríkissjóði og sveitarfélögum, dróst saman milli áranna 2019 og 2020. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru áætluð fjárfestingarútgjöld 104,4 milljarðar króna í fyrra og drógust saman um sex milljarða króna milli ára. 

Hagstofan segir að þennan samdrátt megi rekja til þess að fjárfestingar sveitarfélaga landsins hafi dregist saman um tæpa tíu milljarða króna milli ára, en getur þess þó að fjárfesting þeirra hafi mælst talsvert mikil á árunum 2018 og 2019 samanborið við árin þar á undan.

Samkvæmt greining sem Samtök iðnaðarins birtu eftir síðasta Útboðsþing þeirra þá var heild­ar­verð­mæti allra opin­berra fram­kvæmda á síð­asta ári 29 pró­sentum minna heldur en boðað var á Útboðs­þing­inu í fyrra. Úr þeirri grein­ingu má lesa að rík­is­stofn­an­ir- og fyr­ir­tæki fram­kvæmdu mun minna á árinu 2020 heldur en áætlað var á Útboðs­þingi 2020. Þar munaði mest um að Vegagerðin, Isavia og Nýi Landsspítalinn framkvæmdu öll fyrir minna fjármagn en boðað hafði verið.

Í útgáfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ríkisfjármál, sem birt var í fyrrahaust, voru þróuð ríki hvött til að stór­auka opin­berar fjár­fest­ingar til að kom­ast fljótar upp úr kórónuveirukreppu. Í útgáf­unni stóð að hag­kvæmt sé að taka lán fyrir slíkri fjár­fest­ingu út af lágum vöxtum og upp­safn­aðri þörf. 

Áætluð vaxtagjöld hins opinbera hafa lækkað umtalsvert síðustu ár og sem hlutfall af landsframleiðslu námu þau fjögur prósent á árinu 2020 samanborið við 6,9 prósent árið 2015.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar