Hallinn á rekstri ríkissjóðs var 68 milljörðum krónum minni en áætlað var

Tekjur ríkissjóðs á síðasta ári voru mun hærri en áætlað var þegar fjárlög voru kynnt í október. Nánar tiltekið 121 milljarði króna hærri. Útgjöld voru líka meiri en þar skeikaði minna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 í byrjun október í fyrra. Þar kom fram áætlun um ríkisbúskapinn 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 í byrjun október í fyrra. Þar kom fram áætlun um ríkisbúskapinn 2020.
Auglýsing

Þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2021 var að finna í því áætlun um rekstur rík­is­sjóðs í fyrra, á árinu 2020. Tekjur rík­is­sjóðs voru áætl­aðar 769 millj­arðar króna en útgjöld 1.038 millj­arðar króna. Það þýddi að fjár­laga­hall­inn átti að verða 269,2 millj­arðar króna, sem yrði mesti halli frá því að byrjað var að mæla slíka í íslenska rík­is­rekstr­in­um. Meiri en á hru­nár­unum 2008 0g 2009. 

Í gær birti Hag­stofa Íslands bráða­birgða­tölur um afkomu hins opin­bera á síð­asta ári. Í þeim tölum kemur fram að tekjur íslenska rík­is­ins hafi verið mun hærri en áætlað var, eða 890,4 millj­arðar króna. Tekjur sem skil­uðu sér til íslenska rík­is­ins voru því, á end­an­um, 121,4 millj­örðum krónum meiri en reiknað var með við fram­lagn­ingu fjár­laga en 45 millj­örðum krónum minni en þær voru árið 2019. Útgjöld voru líka hærri en reiknað hafði verið með, eða 1.091 millj­arður króna, en þar skeik­aði minna en á tekju­hlið­inn­i. 

Nið­ur­staðan er sú að hall­inn á rík­is­sjóð er mun minni en áætlað var við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins, eða 201 millj­arðar króna. Fjár­laga­hall­inn 2020 var því 68,2 millj­örðum krónum minni en rík­is­stjórnin reikn­aði með, eða fjórð­ungi minn­i. 

Mik­ill kostn­aður vegna atvinnu­leysis

Þegar fjár­lög fyrir 2020 voru sam­þykkt í nóv­em­ber 2019 var gert ráð fyrir að halli á rík­is­sjóði yrði tíu millj­arðar króna. Sú mikla breyt­ing sem orðið hefur á bæði útgjöldum og tekjum rík­is­sjóðs síðan að sú áætlun var lögð fram má rekja að langstærstu leyti til áhrifa af COVID-19.

Auglýsing
Þannig greiddi rík­is­sjóður sam­tals 35 millj­arðar króna í hluta­bóta­leið­ina, sem átti að vernda atvinnu­sam­bönd á meðan að á heims­far­aldr­inum stóð, og í svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki til fyr­ir­tækja, sem gerðu þeim kleift að eyða atvinnu­sam­bandi án þess að bera jafn mik­inn kostnað og áður af þeirri aðgerð. 

Hinir svoköll­uðu sjálf­virku sveiflu­jafn­arar virk­uðu líka til hækk­unar á ákveðnum útgjöldum og lækk­unar á skatt­tekj­um. Helsti útgjalda­lið­ur­inn sem þeir hækka eru kostn­aður við rekstur Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs vegna útgreiðslu almennra atvinnu­leys­is­bóta. Sá kostn­aður fór úr 23 millj­örðum króna árið 2019 í 54 millj­arða króna í fyrra sem er aukn­ing um 136 pró­sent. Almenna atvinnu­leysið, það sem mælir þá sem eru að öllu leyti án atvinnu, var enda 11,4 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar. Það þýðir að 21.352 ein­stak­lingar voru án vinnu að öllu leyti um liðin mán­aða­mót. Auk þess voru 4.331 að nýta sér hluta­bóta­leið­ina og því voru sam­tals 25.683 án atvinnu að öllu leyti eða hluta í febr­ú­ar. Það eru lít­il­lega færri en voru það í jan­úar þegar atvinnu­leysið náði sínum hæsta punkti frá því að far­ald­ur­inn hófst. Sam­an­lagt atvinnu­leysi nú mælist 12,5 pró­sent. 

Alls höfðu 4.719 almennir atvinnu­leit­endur verið án atvinnu í meira en tólf mán­uði í lok febr­ú­ar, en þeir voru 4.508 í jan­ú­ar­lok 2021. Hins vegar voru þeir 1.893 í febr­ú­ar­lok 2020. Lang­tíma­at­vinnu­lausum hefur því fjölgað um 2.826 milli ára, eða um 149 pró­sent.

Fjár­fest­ing dróst saman í kreppu

Fjár­fest­ing hins opin­bera, sem sam­anstendur að uppi­stöðu af rík­is­sjóði og sveit­ar­fé­lög­um, dróst saman milli áranna 2019 og 2020. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru áætluð fjár­fest­ing­ar­út­gjöld 104,4 millj­arðar króna í fyrra og dróg­ust saman um sex millj­arða króna milli ára. 

Hag­stofan segir að þennan sam­drátt megi rekja til þess að fjár­fest­ingar sveit­ar­fé­laga lands­ins hafi dreg­ist saman um tæpa tíu millj­arða króna milli ára, en getur þess þó að fjár­fest­ing þeirra hafi mælst tals­vert mikil á árunum 2018 og 2019 sam­an­borið við árin þar á und­an.

Sam­kvæmt grein­ing sem Sam­tök iðn­að­ar­ins birtu eftir síð­asta Útboðs­þing þeirra þá var heild­­ar­verð­­mæti allra opin­berra fram­­kvæmda á síð­­asta ári 29 pró­­sentum minna heldur en boðað var á Útboðs­­þing­inu í fyrra. Úr þeirri grein­ingu má lesa að rík­­is­­stofn­an­ir- og fyr­ir­tæki fram­­kvæmdu mun minna á árinu 2020 heldur en áætlað var á Útboðs­­þingi 2020. Þar mun­aði mest um að Vega­gerð­in, Isa­via og Nýi Lands­spít­al­inn fram­kvæmdu öll fyrir minna fjár­magn en boðað hafði ver­ið.

Í útgáfu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um rík­is­fjár­mál, sem birt var í fyrra­haust, voru þróuð ríki hvött til að stór­auka opin­berar fjár­­­fest­ingar til að kom­­ast fljótar upp úr kór­ónu­veiru­kreppu. Í útgáf­unni stóð að hag­­kvæmt sé að taka lán fyrir slíkri fjár­­­fest­ingu út af lágum vöxtum og upp­­safn­aðri þörf. 

Áætluð vaxta­gjöld hins opin­bera hafa lækkað umtals­vert síð­ustu ár og sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu námu þau fjögur pró­sent á árinu 2020 sam­an­borið við 6,9 pró­sent árið 2015.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar