Hryðjuverk og ofstæki munu ekki stjórna dönsku samfélagi

h_51800177-1.jpg
Auglýsing

Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur segir voða­at­burð­ina í Kaup­manna­höfn í gær og síð­ast­liðna nótt ekki breyta dönsku sam­fé­lagi. Tján­ing­ar- og trú­frelsi verði áfram einn af horn­steinum sam­fé­lags­ins.

For­sæt­is­ráð­herr­ann og Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra héldu frétta­manna­fund í morg­un. Eftir að hafa vottað aðstand­endum hinna látnu hlut­tekn­ingu sína lögðu ráð­herr­arnir áherslu á að á stundum sem þessum stæði danska þjóðin sam­an. Voða­verk, eins þau sem hér voru fram­in, verði ekki til að hindra tján­inga­frelsi borg­ar­anna hvorki varð­andi trú­frelsi né stjórn­mála­skoð­an­ir. „Við látum ekki kúga okk­ur” sagði Helle Thorn­ing-Schmidt. Ráð­herr­arnir hrósuðu lög­regl­unni og störfum henn­ar.

Myrti einn og særði þrjá



Síð­degis í gær réðst vopn­aður maður inn í sam­komu- og kaffi­húsið Krudttønden á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn. Mað­ur­inn lét skotum úr hríð­skotariffli rigna yfir fólk í salnum en þar stóð yfir fundur um mál­frelsi. Meðal ræðu­manna var sænski teikn­ar­inn Lars Vilks, hann hefur meðal ann­ars teiknað skop­myndir af Múhameð spá­manni í hunds­líki. Í eða við and­dyri sam­komu­húss­ins skaut til­ræð­is­mað­ur­inn einn fund­ar­gesta til bana, hann hét Finn N ørgaard og var 55 ára. Árás­armað­ur­inn særði tvo líf­verði og einn lög­reglu­þjón áður en hann lagði á flótta.

Mikil og fjöl­menn leit hófst strax, en mann­inum tókst að kom­ast undan á bíl sem hann neyddi eig­and­ann til að afhenda sér. Bíl­inn skildi hann eftir skammt frá Svanemøl­len lest­ar­stöð­inni, gekk nokkurn spöl og hringdi síðan á leigu­bíl.

Auglýsing

Leigu­bíl­stjór­inn kom lög­regl­unni á sporið 



Leigu­bíl­stjór­inn ók mann­inum að íbúð­ar­húsi, rétt hjá Nør­rebro lest­ar­stöð­inni. Lög­reglan fékk nokkru síðar upp­lýs­ingar um þessa öku­ferð og á eft­ir­lits­mynda­vél sást að mað­ur­inn hafi stoppað í hús­inu í um tutt­ugu mín­útur og farið þaðan á fimmta tím­anum síð­degis og komið við í öðru húsi í nágrenn­inu. Lög­reglan vaktaði eftir það bæði hús­in.

Ekki er síðan vitað um ferðir manns­ins fyrr en um klukkan eitt síð­ast­liðna nótt þegar hann skaut til bana Dan Uzan, 37 ára gamlan en hann stóð vörð við bæna­hús gyð­inga við Krystal­ga­de, skammt frá Frú­ar­kirkju. Tveir lög­reglu­menn særð­ust en hefðu þeir ekki verið á staðnum hefði til­ræð­is­mað­ur­inn átt greiða leið inn í veislu­sal við bæna­húsið en þar voru átta­tíu manns í ferm­ing­ar­veislu. Mað­ur­inn hljóp svo í átt að Nør­report lesta­stöð­inni, skammt frá bæna­hús­inu.

Um klukkan fimm í morgun kom mað­ur­inn, sem lög­regla taldi víst að hefði verið að verki, bæði í Krudttønden og í Krystal­ga­de, aftur að öðru íbúð­ar­hús­anna á Nør­rebro, sem lög­regla vaktaði. Þegar kallað var til hans svar­aði hann með skot­hríð. Lög­reglan skaut á móti og mað­ur­inn lést.

Vopnaður maður réðst inn í samkomu- og kaffihúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í gær. Maðurinn lét skotum úr hríðskotariffli rigna yfir fólk í salnum en þar stóð yfir fundur um málfrelsi. Meðal ræðumanna var sænski teiknarinn Lars Vilks, hann hefur meðal annars teiknað skopmyndir af Múhameð spámanni í hundslíki. Vopn­aður maður réðst inn í sam­komu- og kaffi­húsið Krudttønden á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn í gær. Mað­ur­inn lét skotum úr hríð­skotariffli rigna yfir fólk í salnum en þar stóð yfir fundur um mál­frelsi. Meðal ræðu­manna var sænski teikn­ar­inn Lars Vilks, hann hefur meðal ann­ars teiknað skop­myndir af Múhameð spá­manni í hunds­lík­i.

Lög­reglan þekkti til manns­ins



Á frétta­manna­fundi um hádeg­is­bil í dag kom fram að lög­reglan hefði þekkt til árás­armanns­ins en vildi á þeirri stundu ekki veita frek­ari upp­lýs­ingar um hann. Ítar­leg rann­sókn er í fullum gangi, hún bein­ist að fjöl­mörgum þátt­um: var mað­ur­inn einn að verki, hver er bak­grunnur hans, hver var til­gangur hans o.s.frv. Rann­sókn lög­regl­unnar bein­ist ekki hvað síst að því hvort mað­ur­inn hafi með ein­hverjum hætti tengst alþjóð­legum hryðju­verka­sam­tök­um. Á áður­nefndum frétta­manna­fundi kom fram að lög­regla vissi ekki til að mað­ur­inn hefði starfað með erlendum sam­tökum eða fengið þar þjálf­un.

Hefði getað farið mun verr



Danskir fjöl­miðlar hafa í dag fjallað fjallað ítar­lega um atburði gær­dags­ins og næt­ur­inn­ar. Meðal ann­ars um frammi­stöðu lög­regl­unn­ar. Allir sem rætt hefur verið við eru á einu máli um að lög­reglan hafi staðið sig mjög vel og komið í veg fyrir að að verr færi.

Fyrr­ver­andi yfir­maður dönsku rann­sókn­ar­lög­regl­unnar hrós­aði lög­regl­unni, sem hann sagði hafa sýnt og sannað að hún kynni til verka. Hann lagði líka sér­staka áherslu á að aldrei yrði hægt að koma  í veg fyrir hryðju­verk en það væri lög­reglu að þakka að ekki fleiri skyldu týna lífi.

Danski dómsmálaráðherrann, Mette Frederiksen (til hægri) og franski innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve leggja blóm fyrir utan Krudttønden í morgun. Danski dóms­mála­ráð­herrann, Mette Frederik­sen (til hægri) og franski inn­an­rík­is­ráð­herr­ann Bern­ard Cazeneuve leggja blóm fyrir utan Krudttønden í morg­un­.

Hryðju­verkaógnin vofir áfram yfir



Danska lög­reglan hefur lengi talið sig vita að fyrr eða síðar myndu hryðju­verka­menn láta til skarar skríða í Dan­mörku. Sú umræða varð meira áber­andi eftir voða­verkin í París fyrir rúmum mán­uð­i.  Spurn­ing­unni hvort þau óhæfu­verk hafa á ein­hvern hátt verið kveikja að því sem gerð­ist hér í Kaup­manna­höfn verður kannski svarað síð­ar­.   Helle Thorn­ing Schmidt sagði í dag að hættan á hryðju­verkum væri áfram til staðar en danska þjóðin stæði saman og „við búum í góðu landi og það tekur eng­inn frá okk­ur"

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None