Hvað gerði Volkswagen rangt og hverjar verða afleiðingarnar?

volkswagen2.jpg
Auglýsing

Á föstu­dag til­kynnti Umhverf­is­vernd­ar­ráð Banda­ríkj­anna að Volkswagen hafi búið bíla sína ólög­legum hug­bún­aði sem var til þess gerður að svindla á útblást­urs­próf­un­um. Dísel-bílar bíla­fram­leið­and­ans losa þess vegna 40 sinnum meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en leyft er.

Banda­rísk stjórn­völd hafa fyr­ir­skipað inn­köllun 482.000 frá bæði Volkswagen og dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu Audi. Bíl­arnir voru allir fram­leiddir á árunum 2009 til 2015. Um leið hafa stjórn­völd vestra sagst vilja sekta Volkswagen um 37.500 banda­ríkja­dali fyrir hvert til­vik. Sekt­ar­upp­hæðin getur þess vegna orðið gríð­ar­lega há eða um 18 millj­arðar Banda­ríkja­dal­ir; meira en árs­hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa sett 6,5 millj­arða evra til hliðar til þess að borga skaða­bætur og kostnað vegna svindls­ins.

Auglýsing

Hversu slæmt er ástand­ið?

The Guar­dian tók saman lyk­il­at­riði máls­ins í gær og spurði: Hversu slæmt er þetta fyrir Volkswa­gen? Svörin voru betri í gær en í dag. Við lokun mark­aða í gær hafði mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins fallið um 26 millj­arða evra, and­virði 3.700 millj­arða íslenskra króna, síðan hneykslið kom upp. Til sam­an­burðar var lands­fram­leiðsla Íslands 2014 1.989 millj­arðar króna.



Blaða­maður The Guar­dian reynir einnig að leggja mat á orð­spor fyr­ir­tæk­is­ins til lengri tíma. Það gæti tekið langan tíma að end­ur­reisa. Volkswagen hefur nefni­lega lagt mikla áherslu á slag orð eins og „hreint dísel“ og mark­að­sett bíla sína sem umhverf­is­vænan kost fyrir öku­menn.



GERMANY VOLSWAGEN



Enn fremur virð­ist svind­lið ekki vera bundið við Banda­ríkin því ell­efu milljón bílar hafa verið seldir með þess­ari svindl­að­ferð um allan heim. Hjá Heklu, umboðs­að­ila Volkswagen á Íslandi, var fátt um svör þegar Kjarn­inn leit­aði þangað. Volkswa­gen-verk­smiðj­urnar hafa ein­fald­lega ekki haft sam­band eða gefið skýr­ingar á þessu.



Og hjá CNN hefur verið reynt að varpa ljósi á hversu alvar­legt þetta gæti reynst fyrir þýskan efna­hag. Þar er smíði gæða­bíla einn af lyk­il­þáttum góðs aorð­spors. Alls skipar bíla­út­flutn­ingur 20 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Þjóð­verja og hjá Volkswa­gen, Audi og Porsche starfa 775.000 manns.



Um leið og hluta­bréfa­verð í Volkswagen hrundi féll verð hluta í öðrum evr­ópskum bíla­fram­leið­endum líka. Hið franska Peu­geot hefur fallið um sjö pró­sent, BMW um fimm pró­sent og Daim­ler (eig­andi Mercedes-Benz) hefur fallið um 5 pró­sent. Aðeins eru nokkrir mán­uðir síðan sagt var frá því að Volkswa­gen-­sam­steyp­an, með Audi og Porsche inn­an­borðs, seldi flesta bíla allra bíla­smiða í heim­inum og um leið velti fyr­ir­tækið Toyota úr sessi.

Hvernig svindl­aði Volkswagen eig­in­lega á próf­inu?

Sam­kvæmt Umhverf­is­ráði Banda­ríkj­anna, og John German, emb­ætt­is­manns­ins sem komst að hinu sanna, þá vissi tölva bíls­ins hvenær verið væri að prófa bíl­inn og hvenær ekki. Svo þegar bílnum var stungið í sam­band til að reikna útblást­ur­inn minnk­aði hann sjálf­krafa. Um leið og bíll­inn var svo tek­inn úr sam­bandi 40 fald­að­ist los­unin svo skyndi­lega.



Ekki er víst hvernig Volkswagen ætlar að tækla vanda­mál­ið; það má hugs­an­lega gera með hug­bún­að­ar­upp­færslu. Hjá bíla­blað­inu Consu­mer Reports, sem er virt meðal bíl­greina í Banda­ríkj­un­um, benda menn á að bíl­arnir muni tapa eig­in­leikum sínum við lag­fær­ingu á vand­an­um. „Það er mjög lík­legt að upp­færsla muni hafa áhrif á eyðslu og eig­in­leika bíls­ins,“ segir Jake Fis­her, yfir­maður bíl­próf­ana hjá blað­inu. Litlir dísel­bílar geta kom­ist lang­leið­ina að eyðslu bens­ínknú­inna „hy­brid“-bíla, svo það er kannski aug­ljóst hvers vegna við­skipta­vinir Volkswagen völdu þessa bíla.



GERMANY VOLKSWAGEN EMISSION





The Guar­dian segir svo frá því í dag að sam­kvæmt grein­ingu þeirra á meng­un­inni sem Volkswagen kann að bera ábyrgð á hafi allir þessir 11 milljón bílar blásið nærri milljón tonnum af loft­meng­andi efnum út í and­rúms­loftið á hverju ári. Það sé um það bil jafn mikið og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá öllum orku­verum, bíl­um, iðn­aði og land­bún­aði á öllu Bret­landi.

Hvað svo?

Volkswagen hefur svarað þessu hneyksli með nokkrum yfir­lýs­ingum síð­ustu daga. For­stjór­inn Martin Winterkorn, baðst per­sónu­lega inni­lega afsök­unar á mál­inu þegar hann las yfir­lýs­ingu sína tár­votur á sunnu­dag. Þar kall­aði hann útfærslu hug­bún­að­ar­ins „galla“. Yfir­maður Volkswagen í Norð­ur­-Am­er­íku, Mich­ael Horn, sagði svo á mánu­dag að þeir hefðu „al­ger­lega klúðrað þessu“. Um leið við­ur­kenndi hann að fyr­ir­tækið hefði verið óheið­ar­legt gagn­vart banda­rískum yfir­völdum og almenn­ingi með því að eiga við hug­bún­að­inn til að falsa útblást­urs­gögn.



Í morgun var svo haldin krísufundur í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar sem Winter­korn sat fyrir svör­um. Þar er for­stjór­inn sagður vera í afar þröngri stöðu og erlendir fjöl­miðlar full­yrða að hann verði „grill­að­ur“ þar til stjórn­ar­menn verði sann­færðir um hvort for­stjór­inn sé að ljúga eða ekki.



Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafa þegar sagst ætla að hefja opin­bera rann­sókn á mál­inu. Á mánu­dag sagð­ist banda­ríska þingið ætla að setja saman rann­sókn­ar­nefnd um mál­ið. Úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu vestra hefur jafn­framt heyrst að glæpa­rann­sókn verði gerð á þessum svikum Volkswagen. Þá eru stjórn­völd í Þýska­landi og Suður Kóreu að rann­saka mál­ið.



Nokkrar laga­skrif­stofur hafa þegar hafið hóp­mál­sókn á hendur Volkswagen. Robert Clif­ford hjá Clif­ford Law í Chicago fer fyrir einni af stærstu mál­sókn­inni en hann segir við­skipta­vini bíla­fram­leið­and­ans hafa orðið fyrir gríð­ar­legu tjóni og að þeir hafi alls ekki fengið það sem þeir voru að kaupa.



Á meðan þessi stormur ríður yfir Volkswagen hafa sögu­sagnir flogið um að for­stjór­inn Martin Winter­korn verði lát­inn fara strax á föstu­dag­inn og að Matthias Müll­er, yfir­maður hjá dótt­ur­fé­lag­inu Porsche, verði ráð­inn í hans stað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None