Íslendingar eyddu 10,5 til 12 milljörðum króna í fjárhættuspil á síðasta ári

Happdrætti Háskóla Íslands vill opna spilavíti á Íslandi og vísar meðal annars í árlega upphæð sem Íslendingar eyða í fjárhættuspil máli sínu til stuðnings, sem nam um 12 milljörðum króna á síðasta ári. HHÍ vill einnig bjóða upp á fjárhættuspil á netinu.

Happdrætti Háskóla Íslands hefur lagt til við starfshóp um happdrætti og fjárhættuspil að sérleyfishöfum skjávéla og söfnunarkassa verði heimilt að opna spilavíti hér á landi.
Happdrætti Háskóla Íslands hefur lagt til við starfshóp um happdrætti og fjárhættuspil að sérleyfishöfum skjávéla og söfnunarkassa verði heimilt að opna spilavíti hér á landi.
Auglýsing

Íslend­ingar eyddu á bil­inu 10,5 til 12 millj­örðum króna í fjár­hættu­spil á síð­asta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minn­is­blaði frá Happ­drætti Háskóla Íslands (HHÍ) til starfs­hóps dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins um happ­drætti og fjár­hættu­spil sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Upp­hæðin mið­ast við upp­lýs­ingar frá Lands­bank­anum en ekki er tekið fram hve stór hluti upp­hæð­ar­innar kom frá íslenskum fyr­ir­tækj­um. Hins vegar liggur fyrir að hreinar happ­drætt­is­tekjur erlendra net­síðna af pen­inga­spili hér á landi á síð­asta ári voru um 5,7 millj­arðar króna, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá talna­gagna­fyr­ir­tæk­inu H2 Gambling. Áætlað er að upp­hæðin muni hækka á næstu árum og verði um 6,5 millj­arðar í ár og rúm­lega átta millj­arðar árið 2025.

Auglýsing
Bryndís Hrafn­kels­dótt­ir, for­stjóri HHÍ, und­ir­ritar minn­is­blað­ið, sem dag­sett er í maí síð­ast­liðn­um, en hún á einnig sæti í starfs­hópnum sem minn­is­blaðið er stílað á.

Vilja reka spila­víti sem „spila­höll“ á Íslandi

Breski mið­ill­inn Times Hig­her Education, sem fjallar sér­stak­lega um mál­efni háskóla, greindi frá inni­haldi minn­is­blaðs­ins í síð­ustu viku, þar sem kemur meðal ann­ars fram að HHÍ leggur fram til­lögu um að núver­andi sér­leyf­is­höfum skjá­v­éla og söfn­un­ar­kassa verði heim­ilt að opna spila­víti. Í minn­is­blað­inu er þó not­ast við annað orða­lag en spila­víti og lagt til að leyfi verði veitt til að opna „spila­höll (Casínó)“.

HHÍ leggur til að sérleyfishöfum spilakassa verði heimilt að opna spilavíti hér á landi. Mynd: Pexels

Um til­lögu er að ræða og rétt er að taka fram að form­leg beiðni um leyfi til að opna spila­víti hefur ekki borist dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Ekki er fjallað nánar um útfærslu spila­vít­is­ins í minn­is­blað­inu en lagt er til að stjórn­völd fái erlendan sér­fræð­ing á sviði happ­drætt­is­mála, Phil­ippe Vla­em­innck, til að „ráð­leggja hvernig málum verði best háttað með það að mark­miði að íslensk happ­drætt­is­lög stand­ist sam­an­burð við slíka lög­gjöf ann­ars staðar í Evr­ópu“. Miðar það að því að skil­yrði EES-­samn­ings­ins verði upp­fyllt og að staða íslenskra happ­drætta verði styrkt „svo þau geti sinnt því óum­deil­an­lega meg­in­hlut­verki sínu til að afla fjár til styrktar íslenskum þjóð­þrifa­mál­u­m“.

HHÍ hefur „barist ötul­lega“ fyrir fjár­hættu­spili á net­inu

HHÍ leggur einnig til að þeir sem starfa á grund­velli sér­stakrar laga­heim­ildar á íslenskum happ­drætt­is- og get­rauna­mark­aði verði heim­ilað að bjóða út vörur sínar og þjón­ustu, það er fjár­hættu­spil, á net­inu. Lagt er til að öðrum íslenskum happ­drætt­is­fyr­ir­tækjum verði veitt heim­ild til að taka þátt í að standa að því að bjóða upp á net­leiki sem ekki rúm­ast innan leyfa núver­andi sér­leyf­is­hafa skjá­v­éla og söfn­un­ar­kassa, til dæmi Bingó.

Í rök­stuðn­ingi til­lög­unnar segir að Íslend­ingar hafi í dag greiðan aðgang að erlendu og jafn­framt ólög­legu pen­inga­spili á net­inu. „Það skýtur því skökku við að inn­lendir sér­leyf­is­hafar hafi ekki mátt bjóða upp á pen­inga­spil á Net­inu og þarf að leið­rétta það mis­ræmi,“ segir í til­lögu HHÍ.

Í til­lög­unni segir jafn­framt að þróun á leikja­mörk­uðum innan ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins hafi leitt í ljós að breyt­ingar og reglu­setn­ing eru nauð­syn­legar til að bregð­ast við auk­inni eft­ir­spurn neyt­enda eftir net­leikj­um. „Reglu­setn­ing er leið til að skapa heil­brigt leikjaum­hverfi sem allir njóta góðs af,“ segir í til­lögu HHÍ.

HHÍ hefur lengi barist fyrir því að fá að halda úti fjár­hættu­spili á net­inu. Á heima­síðu HHÍ er sér­stak­lega tekið fram að ötul­lega hafi verið barist fyrir því síð­ustu ár að bjóða upp á íslenskt pen­inga­spil á net­inu, með leikjum sam­bæri­legum þeim sem eru í Gull­námunni og skaf­mið­unum í Happa­þrenn­unni „en ekki haft erindi sem erf­iði hjá stjórn­völd­um. Nið­ur­stöður eru ekki í sjón­máli og því alls óvíst hvort og hvenær af því verð­ur,“ segir á heima­síðu HHÍ.

Með til­lög­unni til starfs­hóps­ins er von­ast til þess að HHÍ fái loks leyfi til að bjóða upp á fjár­hættu­spil á net­inu.

Hagn­aður HHÍ yfir millj­arður þrátt fyrir áhrif heims­far­ald­urs

Happ­drætti Háskóla Íslands aflar tekna með þrenns konar hætti. HHÍ var stofnað árið 1933 og hefur aflað fjár með happ­drættum allt frá árinu 1934. Árið 1987 hóf HHÍ að selja skaf­miða, hinar svoköll­uðu happa­­þrenn­­ur, og árið 1993 voru fyrstu spila­­kassar HHÍ teknir í notkun undir merkjum Gull­­námunn­­ar. Fram kemur á heima­­síðu HHÍ að frá stofnun hafi happ­drættið fjár­­­magnað nær allar bygg­ingar Háskóla Íslands en allur hagn­aður af rekstri HHÍ fer til upp­­­bygg­ingar Háskóla Íslands.

Aðalbygging Háskóla Íslands, sem reist var árið 1940, var fjármögnuð með happdrættisfé, líkt og nær allar byggingar háskólans.

Nýjasti aðgengi­legi árs­reikn­ingur happ­drætt­is­ins er frá árinu 2020. Þar kemur fram að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi haft veru­leg áhrif á rekstr­ar­af­komu árs­ins, sér­stak­lega á rekstur Gull­námunnar sem heldur úti spila­köss­um. Allir staðir í Gull­námunni og sjálfsalar í Happa­þrenn­unni voru lok­aðir frá 24. mars til 24. maí 2020.

Hagn­aður árið 2020 var 1.026 millj­ónir króna og minnk­aði um 37 pró­sent milli ára, eða 593 millj­ónir króna. Veltan jókst í Flokka­happ­drætt­inu en minnk­aði í Gull­námunni og Happa­þrenn­unni.

Fram­lag HHÍ til Háskóla Íslands nam 950 millj­ónum króna, sem er tölu­vert hærra en árið á undan þegar fram­lagið var 580 millj­ónir króna. Vert er að taka fram að hagn­aður HHÍ kemur ekki alfarið frá rekstri spila­­kassa, heldur eru tekju­­stoð­­irnar þrjá; happ­drætt­ið, happa­­þrenn­­urnar og spila­­kass­­arn­­ir.

Spurn­inga­merki ítrekað sett við tekju­öflun HHÍ

Umræða um fjár­hættu­spil sem tekju­öfl­un­ar­leið HHÍ og þar með Háskóla Íslands koma reglu­lega upp í sam­fé­lags­um­ræð­unni.

Í byrjun febr­úar 2021 stóðu Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn (SÁS), sem stofnuð voru árið 2019, fyrir her­ferð­inni Lokum spila­kössum. Í árs­reikn­ingi HHÍ fyrir árið 2020 segir að her­ferð­inni hafi mark­visst verið beint gegn rekstri Gull­námunnar og Íslands­spilum og bendir HHÍ að happ­drættið hafi „lagt ríka áherslu á ábyrga spilun og hefur meðal ann­ars inn­leitt staðal sam­taka evr­ópsku happ­drætt­is­fyr­ir­tækja um ábyrga spil­un.“ HHÍ og Íslands­spil reka saman vef­inn abyrg­spil­un.is, sem hét áður spilafikn.is.

Auglýsing
Í fram­haldi af átaki SÁS sendi stjórn Sið­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor HÍ, bréf um ólík sjón­ar­horn á rekstri háskól­ans á happ­drætti og spila­köss­um. Í mars skip­aði rektor starfs­hóp innan háskól­ans sem ætlað var að meta sið­ferði­leg og önnur álita­efni tengd tekju­öflun HHÍ.

Í sama mán­uði, mars 2021, skip­aði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, starfs­hóp til að kanna mögu­legar rétt­ar­bætur á sviði happ­drætt­is­mála. Hópnum er ætlað að gera til­lögur til ráð­herra um breyt­ingar á lögum og reglu­gerðum um happ­drætti, telj­ist þær nauð­syn­leg­ar, og eftir atvikum að greina fjár­þörf til þess að tryggja að mögu­legar breyt­ingar geti átt sér stað.

For­maður hóps­ins er Sig­urður Kári Krist­jáns­son lög­maður en þar eiga einnig sæti full­trúar þeirra happ­drætt­is­fyr­ir­tækja sem starfa á íslenskum happ­drætt­is­mark­aði, auk full­trúa Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn. Hópnum var gert að skila til­lögum í júní 2021 en það gekk ekki eftir og var hópnum veittur ótil­greindur frest­ur.

Háskól­inn leggi áherslu á skaða­minnk­andi aðgerðir

Starfs­hópur Háskóla Íslands skil­aði hins vegar sínum til­lögum í júní í fyrra. Hóp­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að Háskóli Íslands verði að taka til­lit til nýj­ustu rann­sókna um áhrif spila­kassa á til­tekna hópa sam­fé­lags­ins. Hvorki sam­keppn­is­sjón­ar­mið né mögu­legt tekju­tap séu nægj­an­legar ástæður til fresta því að grípa til aðgerða sem tryggja ábyrga spil­un. Hóp­ur­inn telur HHÍ bera að leggja sér­staka áherslu á skaða­minnk­andi aðgerð­ir.

Á síð­asta þingi lagði Flokkur fólks­ins fram frum­varp um bann við spila­kössum. Í umsögn Háskóla Íslands um frum­varpið er kallað eftir því að málin „séu skoðuð heild­stætt og ekki hrapað að nið­ur­stöð­u,“ enda sé árlegt fram­lag HHÍ skól­anum mik­il­vægt. Frum­varpið náði ekki fram að ganga en var end­ur­flutt í haust en hefur ekki verið tekið til umræðu á þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar