Kreppan sem ekki var

stavanger.jpg
Auglýsing

Lækk­unin á heims­mark­aðs­verði eru slæmar fréttir fyrir Stafang­ur, olíu­höf­uð­borg Nor­egs. Atvinnu­lífið í hér­að­inu telur að botn­inum sé ekki náð. Í fyrra voru 40 pró­sent allra starfa í fylk­inu Roga­landi tengd olíu­iðn­að­inum og í ein­stökum byggða­lögum náði hlut­fallið upp í 85 pró­sent.

Á lands­vísu voru um 330,000 störf á lands­vísu tengd olíu­iðn­að­inum árið 2014. Und­an­farið ár hafa hins vegar um 25,000 olíu­störf horf­ið, mörg þeirra í Stafangri og nágrenni. Nú síð­ast á fimmtu­dag­inn birti Stavan­ger Aften­blad for­síðu­frétt um að 5000 störf til við­bótar gætu tap­ast ef ekki finn­ast ný verk­efni fyrir 23 fær­an­lega bor­p­alla með verk­samn­inga sem renna út á næstu 12 mán­uð­um.

Krísu­frétt frá Stafangri gæti litið svona út: Atvinnu­leysið hefur auk­ist um 67%, fast­eign­irnar ílend­ast á sölu­skránni og verðið hefur lækk­að. Atvinnu­lífið er svart­sýnna. Olíu­verðið er ekki að fara að hækka vegna birgða­stöð­unnar á heims­vísu. Fleiri munu missa vinn­una og þeir sem þó halda starf­inu þurfa að búa sig undir þrengri kjör.

Auglýsing

Ef nánar er að gáð eru samt sem áður fá merki um alvöru kreppu. Þetta er vænt­inga­kreppa í olíu­iðn­að­inum og vissu­lega per­sónu­leg kreppa fyrir þá sem missa vinn­una. En það er fátt sem minnir á hið kerf­is­læga, alltum­lykj­andi neyð­ar­á­stand sem Ísland lenti í.

Hrun? – eða aftur í jafn­vægi?



Upp­sagnir í olíu­brans­anum hafa bitnað illa á ákveðnum hópum og stétt­um. Verk­fræð­ingum á atvinnu­leys­is­skrá hefur fjölgað um 60 pró­sent. Ófag­lærðum atvinnu­lausum fjölgar um 20 pró­sent og sama gildir um fólk sem áður vann hjá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækj­um. Þeir sem hafa misst vinn­una í olíu­brans­anum keppa nú um fá störf við fjölda ann­arra atvinnu­lausra með sama bak­grunn og mennt­un. Margir eru ráða­laus­ir, því allan starfs­fer­il­inn hafa fyr­ir­tækin sleg­ist um starfs­krafta þeirra.

Atvinnu­leysið í Roga­landi hefur vissu­lega hækkað um tvo þriðju, en það er samt ekki nema 3,5 pró­sent. Það er ennþá lágt í sögu­legu sam­hengi, lægra en á árunum 2001-2006, og enn undir lands­með­al­tal­inu í Nor­egi, sem er 4,3 pró­sent.





Hjaðn­andi fast­eigna­bóla



Í Roga­landi hefur fast­eigna­verðið fallið um 0,9 pró­sent frá því í fyrra. Ann­ars staðar í land­inu heldur það áfram að hækka. Þetta á sér hins vegar flókn­ari skýr­ing­ar. Verð­þró­unin í Stafangri und­an­farin ár hefur verið sú brattasta í Nor­egi. Með­al­verðið á fast­eign í Stafangri hefur hækkað um 111,4 pró­sent á tíu árum og var þegar hæst lét í námunda við fast­eigna­verðið í höf­uð­borg­inni Osló.

Margir olíu­starfs­menn sem áttu heima ann­ars staðar áttu sér auka­heim­ili, pendler­leilig­het, í Stafangri. Þeir voru kannski á tíðum fundum í Stafangri eða gistu í íbúð­inni á milli vinnu­ferða út á bor­p­all­ana. Í sumum til­fellum borg­aði fyr­ir­tækið íbúð­ina. Þetta var einn af skýr­ing­ar­þátt­unum á bak við miklar hús­bygg­ingar und­an­far­inna ára.

Fast­eigna­bólan var þó byrjuð að hjaðna árið 2013, áður en olíu­verðið fór að falla. Leigu­verð hafði einnig verið him­in­hátt en hafði lækkað all­nokkuð síðan 2013 eftir að fram­boðið marg­fald­að­ist, og hefur lækkað enn frekar síðan í árs­byrjun eftir að eft­ir­spurnin fór að drag­ast saman að auki.

Lækk­unin á fast­eigna­verði er því frekar leið­rétt­ing en hrun. Loks­ins hafa stúd­entar og fólk “í venju­legri vinnu” aftur efni á að leigja og geta látið sig dreyma um að kaupa fast­eign.

Dóms­dags­spár og upp­hrópana­stíll



Það vantar samt ekki dóms­dags­spá­menn­ina eða upp­hrópun­ar­merk­in. „Í ár var það Detroit, á næsta ári Stafang­ur”, sagði Øystein Dørum, aðal­hag­fræð­ingur DNB Markets, við Dag­ens Nær­ingsliv fyrir tveimur vikum. Sam­an­burð­ur­inn er ekki frá­leit­ur.

Detroit var ein af mið­stöðvum vel­meg­unar í Banda­ríkj­un­um, þar sem allir gátu fengið störf í bíla­iðn­að­inum – og “all­ir” unnu í bíla­iðn­að­inum eða við störf tengd hon­um. Þegar banda­rískir bíl­fram­leið­endur misstu fót­anna eftir 2008 fór Detroit sömu leið. „Þetta er aug­ljós­lega ekki sagt í fullri alvöru”, segir Dørum, „en hér eru engu að síður atriði sem hægt er að líkja við Nor­eg.”

“Blóðið rennur um götur Stafang­ur­s”, sagði hót­el­kóng­ur­inn Petter Storda­len í mik­illi æsifrétt VG í júní. Þar var meðal ann­ars sagt frá því að einka­neyslan hefði dreg­ist svo mikið saman að í miðbæ Stafang­urs hafi hver búðin á fætur annarri lagt upp laupana.

Ef rýnt er í frétt­ina á bak við fyr­ir­sagn­irnar eru þar sögur á borð við þessa frá skart­gripa­búð­inni Diam­ant­hu­set: „Fólk heldur áfram að gifta sig og trú­lofa sig en hvat­vísin er næstum horf­in. Áður fyrr kom fólk inn og keypti eyrna­lokka fyrir 30,000 [norskar] krónur af því það lang­aði í þá.” Já, við erum að tala um hvat­vís skart­gripa­kaup upp á rúma hálfa milljón íslenskra króna, á gengi júní­mán­að­ar.

Veltan eykst í versl­unum



Gangi maður um götur mið­bæj­ar­ins í Stafangri ber fátt þess merki að hér hafi nokkuð mark­vert gerst eða stórar breyt­ingar átt sér stað. Í öllu falli ekki með augum blaða­manns sem bjó við Lauga­veg­inn þegar hver búð­ar­glugg­inn á fætur öðrum var vegg­fóðr­aður með mask­ínu­pappír haustið 2008.

Þó að sumir versl­un­ar­eig­endur sem rætt er við finn­ist kaupæðið vera renna af heima­mönn­um, þá er töl­fræðin á öðru máli. Kathrine Sør­nes hjá sam­tökum eig­enda versl­un­ar­hús­næðis í mið­bænum segir velt­una hjá 130 búðum hafa auk­ist um 3,8 pró­sent frá því í fyrra. Stórir versl­un­ar­kjarnar á borð við Tasta­senteret og AMFI Madla hafa séð aukn­ingu upp á 13,7 pró­sent og 5,6 pró­sent, eftir því sem kemur fram í Ros­enk­ild­en, riti Sam­taka atvinnu­lífs­ins í Stafangri.

Þegar á heild­ina er litið ber allt að sama marki, nokkurn veg­inn á þessa leið: Gullöld­inni er kannski að ljúka. Loftið að síga úr bólunni. Núver­andi ástand er eig­in­lega ekki svo slæmt, eig­in­lega bara frekar eðli­legt, en ef við berum það saman við brjál­æð­is­lega upp­gang­inn sem er búinn að vera hér síð­ustu árin, þá virð­ist þetta eðli­lega ástand geta jafn­ast á við kreppu.

Traustur efna­hagur Nor­egs



Þó er mik­il­væg­ast að hafa í huga að þó að Stafangur og Roga­land verði fyrir áfalli, þá eru þessir staðir samt sem áður hluti af einu rík­asta landi í heimi. Já, ef ekki bara rík­asta landi í heimi, allt eftir því hvaða mæli­kvarðar eru skoð­að­ir. Vel­ferð­ar­kerfið mýkir lend­ing­una fyrir þá sem missa vinn­una og norska ríkið hefur bol­magn til að aðstoða við­skipta­lífið við að þreyja þorr­ann eða end­ur­nýja sig.

Þó að norska hag­kerfið eigi mikið undir olí­unni kom­ið, þá er hún ekki eina stoðin sem Norð­menn reiða sig á. Norð­menn hafa verið stór­tækir í að virkja fall­vötn og aðra end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Stór­iðja á borð við ál og járn­blendi hefur byggst upp víða í fjörðum og dölum með gnægð af raf­orku.

Sem von er fær Nor­egur einnig miklar tekjur af fisk­veiðum og fisk­eldi, auk þess að reka einn stærsta far­skipa­flota í heimi. Lækk­andi gengi norsku krón­unnar upp á síðkastið eru góðar fréttir fyrir þessar útflutn­ings­grein­ar.

bensin_olia_eldsneyti-1 Olían er und­ir­staða atvinnu­lífs­ins í Roga­landi, beint og óbeint. Mynd: EPA.

 

Hand­lings­regelen – hin heilaga kýr



Í stað þess að nýta olíu­tekj­urnar í þjóð­ar­bú­skap­inn hafa Norð­menn lagt fyrir í öll þessi ár, í gríð­ar­mik­inn olíu­sjóð sem er í dag einn af stærstu fjár­fest­ing­ar­sjóðum í heimi. Síðan 2001 hefur verið nokkuð góð póli­tísk sátt um svo­kall­aða fjár­laga­reglu, eða hand­lings­regelen, sem gengur út á að nýta ekki nema að hámarki fjögur pró­sent af áætl­uðum eignum sjóðs­ins við rík­is­rekst­ur­inn á ári hverju.

Það má líkja þessu við að maður eigi feita banka­inni­stæðu en nýti samt bara vext­ina til að drýgja launa­tekj­urnar og leyfa sér aðeins betra líf. Mark­miðið er vita­skuld að tryggja sterkan efna­hag um ókomna tíð, líka eftir að olían er upp­urin eða komin úr tísku í fram­tíð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None