15465072021_38a7190fca_z.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra ákvað í dag kvóta fyrir helstu nytja­teg­undir í íslenskri lög­sögu fyrir næsta fisk­veiðiár (2015/2016).  Ráð­herra fór í öllum aðal­at­riðum eftir ráð­gjöf Hafró sem sett var fram á dög­un­um.  Ráð­herrar síð­ustu ára hafa farið að ráð­gjöf Hafró þegar kvóti helstu teg­unda er ákveð­inn. Margir mik­il­vægir nytja­stofnar eru í góðu ástandi, þar ber hæst þorsk­stofn­inn. Gott ástand helstu teg­unda telj­ast gleði­tíð­indi fyrir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin út um land sem halda áfram að styrkj­ast eftir gott árferði í grein­inni und­an­gengin ár.

Þorsk­stofn­inn á upp­leið

Þorsk­kvót­inn verður 239 þús. tonn á næsta fisk­veiði­ári og eykst um 10% frá núver­andi fisk­veiði­ári. Ýsu­kvót­inn verður auk­inn um 6 þús. tonn og munar tals­vert um það. Fram kemur í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins að alls gæti verð­mæta­aukn­ing vegna kvóta­aukn­ingar kom­andi árs numið 7-8 millj­örðum króna, hald­ist afurða­verð svipað því sem af er ári.

Kvóti hlýsjáv­ar­teg­unda dregst saman

Eins og vitað var er enn óvissa um nokkrar mik­il­vægar upp­sjáv­ar­fisk­teg­undir líkt og norsk-­ís­lenska síld og loðnu en kvóti verður ákveð­inn síðar fyrir þær teg­und­ir. Hið eina nei­kvæða í kvóta­á­kvörðun ráð­herra og nýlegri ástands­skýrslu Hafró eru versn­andi horfur í keilu, löngu, blá­löng­u,skötu­sel, lang­lúru, humri og fleiri teg­undum sem að mestu halda sig í hlýjum sjó við suð­ur- og vest­ur­strönd­ina.

Auglýsing

Risa mak­rílút­hlutun

At­hygli vekur að mak­ríl­kvóti íslenskra skipa verður 173 þús. tonn sem er aukn­ing frá metár­inu í fyrra. Hlut­falls­leg skipt­ing mak­ríl­kvót­ans á milli flokka (upp­sjáv­ar-, frysti- ísfisk­skip og smá­bát­ar) er með sama hætti og árið 2014. Kvót­inn í ár er sá stærsti frá upp­hafi veiða í íslensku lög­sög­unni. Í fyrra nam útflutn­ings­verð­mæti mak­ríls 24 millj­örðum króna.  Í ljósi þess hve kvót­inn er mik­ill í ár má búast við því að útflutn­ings­verð­mætið verði áfram hátt.  Þó er óvissa um afurða­verð á mak­ríl­af­urðum vegna ástands­ins í Rúss­landi. Helsta óvissan um mak­ríl­veið­ina í ár er þó hvort breyt­ingar verði á göngu­mynstri mak­ríls í íslenska lög­sög­u.  Það skýrist á næstu vik­um.  Vegna þess að sjór­inn í lög­sög­unni er óvenju­lega kaldur er óvissan um mak­ríl­gengd í ár meiri en á síð­ustu árum. Mak­ríl­veiði íslenskra skipa hefur haf­ist í lok júní á síð­ustu árum.  Mesta veiðin hefur farið fram í júlí og ágúst ár hvert.

makrilv

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None