Margoft lagt til að auðlindasjóður verði stofnaður á Íslandi - en aldrei verið gert

16626095916_be0d4311f9_z.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði á árs­fundi Lands­virkj­unar í dag að hann vilji setja á stofn sér­stakan orku­auð­linda­sjóð hér á landi. Hluti af tekjum af orku­auð­lindum þjóð­ar­innar myndi renna í sjóð­inn þegar vel árar en hægt væri að nýta fjár­mun­ina í sjóðnum þegar illa áraði. Sjóð­ur­inn yrði þannig nokk­urs konar vara­sjóð­ur.

Bjarni sagði rétta tím­ann til að stofna slíkan sjóð núna, og ætlar að leita stuðn­ings hjá þing­inu fyrir stofnun sjóðs af þessu tagi. Þetta er þó langt frá því að vera í fyrsta skipti sem hug­myndin um auð­linda­sjóð kemur fram á Íslandi. Ýmsar hug­myndir þess efnis hafa komið upp und­an­farin ár, þótt aldrei hafi þeim verið hrint í fram­kvæmd.

Þverpóli­tísk auð­linda­nefnd lagði til „þjóð­ar­sjóð“ árið 2000Al­þingi ákvað árið 1998 að setja á fót auð­linda­nefnd sem svo skil­aði af sér nið­ur­stöðum í sept­em­ber árið 2000, en sú nefnd fjall­aði ítar­lega um gjald­töku af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Sú nefnd lagði til að stofn­aður yrði þjóð­ar­sjóð­ur, þangað sem tekjur af gjöldum af auð­lindum í þjóð­ar­eign yrðu sett­ar. „Margt mælir með því að hluti þeirra [tekna, innsk. blaða­manns] gangi til að mynda sjóð sem almenn­ingur eigi aðild að og varið yrði til að efla þjóð­hags­legan sparnað og upp­bygg­ing­u,“ stóð í nið­ur­stöðum nefnd­ar­innar. Gjald­töku af auð­lindum væri meðal ann­ars ætlað að tryggja þjóð­inni sýni­lega hlut­deild í þeim umfram­arði sem nýt­ing auð­linda í þjóð­ar­eign skap­aði.

Nefndin var þverpólítísk og kosin af Alþingi en í henni sátu Jóhannes Nor­dal, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, sem var for­mað­ur, Ari Edwald, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Eiríkur Tóm­as­son, pró­fess­or, Guð­jón Hjör­leifs­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, Lúð­vík Berg­vins­son, alþing­is­mað­ur, Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, alþing­is­mað­ur, Ragnar Árna­son, pró­fess­or, Styrmir Gunn­ars­son, rit­stjóri og Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, alþing­is­mað­ur.

Auglýsing

Þegar Jón Sig­urðs­son var iðn­að­ar­ráð­herra, árið 2007, lagði hann fram frum­varp á Alþingi um breyt­ingar á lögum um rann­sóknir og nýt­ingu á auð­lindum í jörðu, en frum­varpið byggð­ist meðal ann­ars á störfum auð­linda­nefnd­ar­inn­ar. Í því frum­varpi var miðað við að meg­in­reglan yrði sú að tekið væri upp gjald fyrir afnot á auð­lindum í eigu almenn­ings, bæði í jörðu og í vatns­afli. Frum­varpið náði hins vegar aldrei fram að ganga.

Jón Sig­urðs­son ræddi líka um mögu­lega stofnun auð­linda­sjóðs á Sprota­þingi sem haldið var árið 2007, þar sem hann sagð­ist telja að slíkur sjóður gæti tekið virkan þátt í efl­ingu nýsköp­un­ar- og sprota­kerf­is, sem íslenska þjóðin þyrfti á að halda. Þannig yrði arði af auð­lindum varið til að byggja upp til fram­tíðar auk þess að greiða beint til almenn­ings.

Víglund­ur, Björgólfur og Sig­ur­jón lögðu líka til stofnun sjóðsÍ milli­tíð­inni, árið 2006, hafði Víglundur Þor­steins­son, sem þá var stjórn­ar­for­maður BM Vallár, lagt til stofnun Íslenska auð­linda­sjóðs­ins ohf., sem allir íslenskir rík­is­borg­arar yrðu hlut­hafar í og fengju greiddan arð úr. Inni í sjóðnum yrðu allar sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­innar og Lands­virkj­un.

Á aðal­fundi Lands­bank­ans í apríl 2008 sagði Björgólfur Guð­munds­son, þáver­andi for­maður banka­ráðs bank­ans, að Íslend­ingar ættu að koma sér upp ein­hvers konar þjóð­ar­sjóði til að tryggja sig bet­ur, mæta sveiflum og skapa stöð­ug­leika í efna­hags- og fjár­málaum­hverfi lands­ins. Sjóð­ur­inn ætti að hafa tekjur af auð­lindum lands og hug­viti. Nokkrum dögum síð­ar­ fjall­aði Frétta­blaðið um tæki­færin í orku­málum. Þar tók Sig­ur­jón Árna­son, þáver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, í sama streng og Björgólfur og sagði að ein hug­mynd væri stofnun auð­linda­sjóðs, sem yrði svip­aður olíu­sjóði Norð­manna. Þannig ætti að vera hægt að skapa meiri stöð­ug­leika í efna­hags­málum en hefði ver­ið.

Geir Haarde og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, sem þá voru for­sæt­is- og utan­rík­is­ráð­herrar Íslands, tóku vel í hug­mynd Lands­banka­manna. Geir taldi hug­mynd­ina allrar athygli verða og Ingi­björg sagð­ist telja að slíkur sjóður gæti skipt miklu máli þegar takast þyrfti á við áföll í efna­hags­mál­um. Inn­heimta ætti almennt auð­linda­gjald fyrir nýt­ingu.

Líka lagt til um og eftir hrunÍ greinum í Morg­un­blað­inu í lok sept­em­ber 2008 lagði Helgi Hjörvar, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, til að stofn­aður yrði sér­stakur auð­linda­sjóð­ur, sem næði yfir olíu­rétt, vatns- og hita­rétt­indi og rétt­inn til að nýta fisk­veiði­stofna lands­ins. Þetta var hluti af hug­myndum hans um það sem gera mætti til að styrkja efna­hags­líf­ið. „Þannig yrði tryggt að arð­ur­inn af nýt­ingu þeirra rynni í sam­eig­in­legan sjóð en einka­að­ilar gætu séð um nýt­ing­una, hvort sem er fisk­veið­ar, vatns­út­flutn­ing eða orku­vinnslu.“

Í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna árið 2009 var lagt til að stofna auð­linda­sjóð sem „fer með ráð­stöfun fisk­veiði­rétt­inda í eigu þjóð­ar­inn­ar. Arður af rekstri sjóðs­ins renni til atvinnu­upp­bygg­ing­ar.“

Þá var einnig stofn­aður stýri­hópur um mótun heild­stæðrar orku­stefnu sem skil­aði til­lögum árið 2011 sem voru lagðar fyrir þing­ið. Oddný Harð­ar­dótt­ir, sitj­andi iðn­að­ar­ráð­herra, mælti svo fyrir skýrsl­unni í febr­úar 2012. Í til­lög­unum kom fram að setja ætti á fót sér­stakan sjóð þar sem haldið yrði utan um allar orku­auð­lindir rík­is­ins. „Sjóð­ur­inn muni bjóða út nýt­ing­ar­samn­inga til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn og í skýrsl­unni er lagt til að sá tími verði til dæmis til 25–30 ára eða eftir eðli hvers virkj­un­ar­kosts að teknu til­liti til upp­hafs­fjár­fest­ingar og afskrifta­tíma,“ sagði Odd­ný.

Síð­asta rík­is­stjórn setti einnig á fót nefnd um stefnu­mörkun í auð­linda­málum rík­is­ins, auð­linda­stefnu­nefnd, árið 2011, en hún skil­aði til­lögum haustið 2012. Sú nefnd lagði til stofnun auð­linda­sjóðs, til þess „að tryggja að auð­lindaarður og með­ferð hans verði sýni­leg.“

Og for­set­inn, auð­vitaðÓlafur Ragnar Gríms­son for­seti Íslands hefur líka talað um sér­stakan auð­linda­sjóð, í tengslum við mögu­legan olíufund. Í við­tali við Bloomberg árið 2012 sagði hann að í bígerð væri að setja á stofn sér­stakan auð­linda­sjóð sem í myndu renna tekjur tengdar olíu, þar sem Íslend­ingar líti á þá auð­lind sem þjóð­ar­auð­lind. Það væri almenn stefna.

Stofnun auð­linda­sjóðs hefur einnig komið til tals á þessu þingi. Ólína Þor­varð­ar­dótt­ir, vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Sig­rúnu Magn­ús­dóttur umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um málið og hvort hún teldi til bóta að slíkur sjóður yrði stofn­að­ur. Sig­rún sagð­ist ekki telja það lyk­il­at­riði að búa til sér­stakan sjóð.

Ólína ræddi líka stofnun auð­linda­sjóðs við Ragn­heiði Elínu Árna­dóttur iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra í umræðum um nátt­úrupassa. Hún sagði þá að ef „menn hefðu haft þá fram­sýni fyrir þó nokkru að stofna auð­linda­sjóð og sam­ræma nýt­ingu allra auð­linda í land­inu“ væri ekki nauð­syn­legt að standa í umræðu um að taka gjöld af ein­stak­lingum í gegnum nátt­úrupassa. Ragn­heiður Elín sagði þetta vera „ná­kvæm­lega mál­ið. Ég man reyndar ekki eftir umræðum um að stofna ein­hvern auð­linda­sjóð“ sagði ráð­herrann, og sagð­ist ekki muna eftir því að Ólína hafi lagt til á síð­asta kjör­tíma­bili stofnun slíks sjóðs. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­kona VG, og Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­kona Pírata, tóku undir að ráð­ast ætti í stofnun auð­linda­sjóðs.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None