Miklir hagsmunir í Vatnsendamáli - Spjótin beinast að Kópavogsbæ

kjarninn_vatnsendi_vef.jpg
Auglýsing

Erf­ingjar Vatns­enda, sem fengu nýlega stað­fest end­an­lega með dómi Hæsta­réttar að þeir væru rétt­mætir eig­endur Vatns­enda en ekki  ein­ungis Þor­steinn Hjalte­sted, telja Kópa­vogsbæ skulda sér meira en tíu millj­arða króna vegna þess hvernig bær­inn hefur staðið að upp­bygg­ingu á Vatns­enda á grund­velli samn­ings við Þor­steinn Hjalte­sted. Nú liggur fyrir að Þor­steinn á ekki Vatns­enda og að hann var aldrei einn rétt­mætur eig­andi jarð­ar­innar heldur fimmtán erf­ingjar með hon­um, líkt og þeir hafa haldið fram árum sam­an. Þetta var end­an­lega stað­fest með dómi Hæsta­réttar 5. mars síð­ast­lið­inn.

Erfða­deilur



Þor­steinn tók við jörð­inni í sam­ræmi við erfða­skrá sem frændi hans, Magnús Ein­ars­son Hjalte­sted, gerði. Þegar Magnús dó erfði Sig­urður Krist­ján Lár­us­son Hjalte­sted jörð­ina. Þegar hann lést svo árið 1966 fór sonur hans af fyrra hjóna­bandi, Magn­ús, fram á að fá jörð­ina, sem hann fékk á end­an­um. Þor­steinn er elsti sonur Magn­ús­ar.

Málið hefur verið fyrir dóm­stólum í mörg ár, en aðrir erf­ingjar hafa reynt að fá erfða­skránni hnekkt frá 2007. Árið 2013 dæmdi Hæsti­réttur að skiptum á dán­ar­búi afa Þor­steins, Sig­urðar Krist­jáns, hefði aldrei lokið og því þyrfti að ljúka skipt­um. Skipta­stjór­inn, Jón Auð­unn Jóns­son, sem það gerði taldi sig þurfa að gera það í sam­ræmi við erfða­skrána og að Þor­steinn væri rétt­mætur erf­ingi, sem nú hefur verið end­an­lega stað­fest að vera alls ekki rétt.

Kópa­vogs­bær á mikið undir



Kópa­vogs­bær hefur tekið hluta af Vatns­enda eign­ar­námi, síð­ast 864 hekt­ara árið 2007, og greiddi þá fyrir það ríf­lega tvo millj­arða króna til Þor­steins Hjalte­sted, sem jafn­gildir ríf­lega 3,7 millj­örðum að núvirði. Upp­bygg­ing á jörð­inni hefur verið gríð­ar­lega mikil á und­an­förnum árum og sér ekki fyrir end­ann á henni. Hinir rétt­mætu eig­endur Vatns­enda telja sig eiga rétt á greiðslu frá Kópa­vogs­bæ, og að samn­ing­arnir sem gerðir voru við Þor­stein hafi verið byggðir á röngum for­send­um, þar sem hann var ekki rétt­mætur eig­andi Vatns­enda.

Sig­mundur Hann­es­son hrl., lög­maður erf­ingj­ana sem nú hafa náð fram rétti sínum með Hæsta­rétt­ar­dóm­um, sagði í við­tali við Kjarn­ann í jan­úar í fyrra, að for­svar­menn Kópa­vogs­bæjar gerðu sér ekki grein fyrir alvar­leika máls­ins. „Upp­hæð­irnar sem um ræðir eru geggj­aðar og hags­mun­irnir miklir fyrir alla sem tengj­ast mál­in­u,“ sagði Sig­mund­ur. Erf­ingjar dán­ar­bús­ins telja enn, ekki síst á grund­velli nýlegra dóma Hæsta­rétt­ar, að Kópa­vogs­bær skuldi tæp­lega níu millj­arða króna í eign­ar­náms­bætur vegna upp­bygg­ingar á Vatns­enda, að við­bættum vöxt­um. Sam­tals nam upp­hæðin um tíu millj­örðum króna í jan­úar í fyrra, en eftir því sem tím­inn líður safn­ast upp vextir ofan á höf­uð­stól­inn.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er fjár­hags­staða Þor­steins í upp­námi, þar sem hann hefur tapað nær öllu fé sínu og eign­um, meðal ann­ars millj­örðum sem hann fékk frá Kópa­vogs­bæ. Þor­steinn hefur oft verið á listum yfir rík­ustu menn lands­ins, og var skatta­kóngur um tíma, en nú hefur fjár­hags­staða hans breyst til hins verra, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Máttu treysta þing­lýs­ing­ar­bók



Kjarn­inn sendi Ármanni Kr. Ólafs­syni, bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi, fyr­ir­spurn vegna mál­efna er tengj­ast Vatns­enda í fyrra, þegar málið komst einu sinni sem oftar í hámæli. Þar sagði Ármann að Kópa­vogs­bær hefði tekið land úr Vatns­enda eign­ar­námi í fjögur skipti, 1992, 1998, 2000 og 2007. Hann sagði bæinn hafa gert ráð fyrir því, að þing­lýstur eig­andi jarð­ar­innar væri rétt­mætur eig­andi henn­ar, en það var Þor­steinn Hjalte­sted á þeim tíma sem samn­ingar um eign­ar­námið voru gerð­ir.  „Sveit­ar­fé­lögin máttu að sjáf­sögðu treysta því að þing­lýs­ing­ar­bók væri rétt um eign­ar­hald­ið. Kópa­vogs­bær vill árétta að bær­inn er eig­andi að því landi sem hann hefur tekið eign­ar­námi úr Vatns­enda á síð- ustu tveimur ára­tug­um. Eign­ar­námin fóru fram sam­kvæmt eign­ar­náms­heim­ild ráð­herra og beindust að þeim aðila sem þing­lýs­ing­ar­bók til­greindi sem eig­anda,“ sagði Ármann.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vog­i.

Áður en bær­inn gekk frá samn­ingum við Þor­stein var búið að benda for­svars­mönnum bæj­ar­ins á deil­urnar um Vatns­enda, og vafi léki á því hver væri raun­veru­legur eig­andi Vatns­enda og þar með rétt­mætur þiggj­andi eign­ar­náms­bóta.

Hvað nú?



Í ljósi þess að óum­deilt er nú, að Þor­steinn fékk bætur frá Kópa­vogsbæ á röngum for­send­um, er óvíst hvernig mál­inu mun ljúka. Ekki er úti­lokað að Kópa­vogs­bær muni þurfa að greiða millj­arða til við­bótar vegna Vatns­enda, í ljósi þess að þiggj­andi fjár­muna bæj­ar­ins reynd­ist ekki vera rétt­mætur eig­andi lands­ins, en bær­inn hefur til þessa staðið fast á því að hann hafi gengið með rétt­mætum hætti frá samn­ingum vegna Vatns­enda. Fá dæmi, ef þá nokk­ur, eru fyrir víð­líka máli hér á landi, ekki síst þegar horft til umfangs þess í krónum talið. Málið hefur ekki verið til lykta leitt enn­þá. Lík­lega mun Hæsti­réttur þurfa að skera úr um hverjar lykt­irnar verða í mál­inu, líkt og hann hefur gert ítrekað til þessa, þegar ein­stök deilu­efni þess hafa farið í gegnum dóms­kerf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None