Obama réttir fram hjálparhönd en stígur línudans í hernaðarspennu

flottamenn.jpg
Auglýsing

Ákvörðun stjórn­valda í Banda­ríkj­unum um að taka við tíu þús­und flótta­mönnum frá Sýr­landi á næsta ári sætir tíð­ind­um, þó fjöld­inn sé aðeins dropi í hafi vanda­máls­ins sem þjóðir heims­ins, ekki síst í Evr­ópu, standa frammi fyrir vegna gríð­ar­legs straums fólks frá stríðs­hrjáðum svæð­um, einkum Sýr­landi, Írak og Afganist­an. Fram að þessu hafa stjórn­völd í Banda­ríkj­unum haft sjálf­stæða stefnu gagn­vart Sýr­landi og ekki fylgt ákvörð­unum ann­arra ríkja, hvorki varð­andi vanda flótta­manna eða ann­að, en frétta­skýrendur hér í Banda­ríkj­unum segja að ákvörðun Obama sé „tákn­ræn“ og hann vilji að gefa út þau skila­boð, að hann standi með Evr­ópu­ríkjum og verði þeim innan hand­ar. Þetta sé mik­il­væg diplómat­ísk lína að draga í ástandi sem ein­kenn­ist af vax­andi spennu.

Til sam­an­burðar ætla Þjóð­verjar að taka á móti 600 þús­und flótta­mönnum á næsta ári, og hefur Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hvatt þjóðir heims til að standa saman og taka við flótta­mönnum opnum örm­um. Auk þess þurfi að huga að rótum  vand­ans, í stríðs­hrjáðum löndum - Sýr­landi ekki síst - með mannúð að leið­ar­ljósi. Hún ítrek­aði í dag þá afstöðu sína að Evr­ópu­þjóðir þyrftu að opna faðm sinn fyrir flótta­fólki, og sagði að landa­mæri Þýska­lands yrðu áfram opin. Þrátt fyrir tíma­bundna lokun þeirra, sem væri fyrst og fremst til að bæta mót­töku­ferlið og auka öryggi flótta­manna, þá yrði það meg­in­mark­mið aðgerð­anna að bjarga fólki úr brýnni neyð. Sjálf hefur hún sagt að koma mik­ils fjölda flótta­manna til Þýska­lands, mun að lík­indum „var­an­lega“ breyta Þýska­landi.

Hern­að­ar­spenna - Banda­ríkin og Rúss­land í hár saman



John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og Sergei Lavron utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands ræddu saman í síma, síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, að því er Reuters greindi frá í dag. Ræddu þeir fyrst og fremst aðkomu Rússa að hern­að­ar­að­gerðum í Sýr­landi, en Kerry hefur full­yrt að Rússar séu að styðja við ólög­mætar aðgerðir stjórnar Assads. Hann beiti her Sýr­lands gegn óbreyttum borg­ur­um, og Rússar muni ekki kom­ast upp með að leggja til stuðn­ing sinn. Lavrov birti yfir­lýs­ingu á vef ráðu­neytis síns, að því er fram kemur í umfjöllun Reuters, þar sem hann seg­ist hafa ítrekað við Kerry að nauð­syn­legt væri að mynda þétt banda­lagt gegn hryðju­verka­hópum sem séu vax­andi ógn við almanna­hag í Sýr­landi.

Hvað sem líður þessum við­horfum utan­rík­is­ráð­herrana þá ein­kenn­ast sam­skipti Rússa og Banda­ríkj­anna af vax­andi spennu, og segir í umfjöllun Was­hington Post að fram­ferði rúss­neska hers­ins í Úkra­ínu að und­an­förnu og í Sýr­landi, þar sem her­menn hafa komið sér fyrir á mik­il­vægum svæðum og her­flug­vélar flogið inn í loft­helgi þar sem þær eiga ekki að vera, sé „ögrun“  við Banda­rík­in, Evr­ópu­ríki og raunar heims­frið. Í reynd séu Rússar ein­angr­aðir og reyni hvað þeir geti til að styrkja sam­band við banda­lags­þjóð­ir, eins og Kín­verja, á meðan þeir færa sig sífellt upp á skaft­ið, með veikan efna­hag. Sitt sýn­ist hverjum um þetta mat, og hafa Rússar alfarið neitað því að þeir séu að styðja ólög­mætar aðgerðir í Sýr­landi. Í dag fóru þeir form­lega fram á það að Obama og Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, ræddu um stöðu mála í Sýr­landi, og hvernig megi tryggj þar frið og um leið draga úr spennu milli þess­ara fornu póli­tísku óvina.

Auglýsing




Reynir á póli­tíska hæfi­leika



Leið­togar valda­mestu ríkja heims­ins eru undir mik­illi pressu þessa dag­ana, vegna vax­andi spennu í Evr­ópu og stríðsták­anna í Sýr­landi, Írak og Afganist­an. Margt bendir til þess að við­brögð ríkja heims­ins, ekki síst í Evr­ópu, við þeim miklu erf­ið­leikum sem blasa við millj­ónum manna, hafi verið alltof sein. Góður vilji nú sé ekki nóg til þess að bregð­ast við yfir­þyrm­andi vanda sem allt að 25 millj­ónir manna glíma nú við.

Til þess að lág­marka tjónið þurfi að grípa aðgerða sem gætu orðið umdeild­ar. Svo sem um­fangs­meiri hern­að­ar­í­hlut­unar í Sýr­landi. Hvernig sem mál munu þró­ast þá standa þjóð­ar­leið­togar frammi fyrir miklum vanda þar sem tím­inn vinnur ekki með þeim, frekar en millj­ónum óbreyttra borg­ara sem ógn­ar­öld stríðs bitnar á.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None