Pexels

Parísarsáttmálinn – tímamótasamningur en tíminn á þrotum

Parísarsáttmálinn markar tímamót í alþjóðasamvinnu á sviði loftslagsmála. Sáttmálinn hefur þó ekki skilað tilætluðum árangri og eru ríki heims nú langt frá því að ná settu markmiði um að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C eða 2°C. Miðað við núverandi landsframlög mun meðalhitastig jarðar að öllum líkindum hækka um 2.7-3.1 gráður. Kjarninn fer yfir Parísarsáttmálann, kosti hans og galla, hvernig staðan er í dag og hvernig staðan gæti orðið ef ekki er gripið til róttækra aðgerða.

Lofts­lags­breyt­ingar eru óum­deil­an­lega flókn­asta og alvar­leg­asta umhverf­is­mál sem alþjóða­sam­fé­lagið stendur frammi fyr­ir. Þetta hefur verið vitað í ára­tugi en árið 1992 var ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna um umhverfi og þróun haldin í Rio de Jan­eiro, einnig þekkt sem Ríófund­ur­inn. Þar var Ramma­samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (UN­FCCC) sam­þykktur af 155 ríkjum og Evr­ópu­sam­band­inu. Í kjöl­farið var fyrsta aðild­ar­ríkja­þing lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (Con­fer­ence of Parties, eða COP) haldið árið 1995. Síðan þá hafa árlegar ráð­stefnur verið haldnar þar sem hátt í 200 ríki eiga í við­ræðum og taka ákvarð­anir varð­andi aðgerðir í lofts­lags­mál­u­m. 

Þrátt fyrir ára­tugi af samn­inga­við­ræðum hafa þessar ráð­stefnur skilað tak­mörk­uðum árangri. Ríki sem taka þátt í ráð­stefn­unum eru ólík af stærð, stjórn­ar­fari og eru mis­næm fyrir afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Þegar ákvarð­anir eru teknar þarf að vera sam­staða á milli þess­ara ólíku ríkja. Því miður vill nið­ur­staðan oft verða sú að lægsti sam­nefn­ar­inn ræður för. 

Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) hefur það hlut­verk að taka saman vís­inda­leg­ar, tækni­leg­ar, félags- og efna­hags­legar upp­lýs­ingar um lofts­lags­breyt­ingar af manna­völd­um. IPCC hefur bent á að nauð­syn­legt sé að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C ann­ars muni það hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir jarð­ar­búa, líf­ríki og vist­kerfi á jörð­inn­i. 

Auglýsing

Í París árið 2015 komu ríki heims sér loks­ins saman um nauð­syn­leg lofts­lags­mark­mið og skrif­uðu undir hinn umtal­aða Par­ís­ar­sátt­mála. Þá komust ríki heims að þeirri sam­eig­in­legu nið­ur­stöðu að til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ingar þyrftu allir að leggj­ast á eitt til að halda hnatt­rænni hlýnun and­rúms­lofts­ins vel undir 2°C að með­al­tali miðað við með­al­hita­stig við upp­haf iðn­væð­ing­ar­innar og reyna með fremsta megni að halda hlýn­unni undir 1,5°C fyrir árið 2100.

Hvernig virkar Par­ís­ar­sátt­mál­inn? 

Meg­in­mark­mið sátt­mál­ans er að halda hlýnun jarðar vel undir 2°C, en auk þess er lögð áhersla á að styrkja stöðu þró­un­ar­ríkja til að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ingum og ná hápunkti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eins fljótt og hægt er. Mark­miðið er að alþjóð­legu kolefn­is­hlut­leysi verði náð um miðja þessa öld, þ.e. að draga úr losun eins mikið og hægt er og bæta upp fyrir eft­ir­stand­andi losun með kolefn­is­bind­ingu.

Í stuttu máli virkar Par­ís­ar­sátt­mál­inn svona: Til að ná settum mark­miðum sátt­mál­ans setja aðild­ar­ríki sér sjálf­stæð mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loff­teg­unda, svo­nefnd lands­á­kvörðuð fram­lög eða lands­mark­mið (Nationally Det­ermined Contri­butions eða NDCs). Þá leggur hvert ríki fram drög að því hversu mikið þau ætla að draga úr losun til árs­ins 2030. Á fimm ára fresti þurfa ríki síðan að skila inn nýjum og metn­að­ar­fyllri mark­mið­um. Til dæmis skil­aði Evr­ópu­sam­bandið inn mark­miði árið 2015 um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40% fyrir árið 2030. Í árs­lok 2020 skil­aði Evr­ópu­sam­bandið síðan inn nýju, metn­að­ar­fyllra mark­miði um 55% sam­drátt í los­un. 

EPA

Par­ís­ar­sátt­mál­inn tekur þannig til­lit til ein­stakrar stöðu hvers ríkis hvað varðar t.d. efna­hag, end­ur­nýj­an­lega orku, umhverf­is­þætti o.s.frv. Þannig geta aðild­ar­ríki aðlagað lands­fram­lögin að sinni stöðu og hvernig þau telja að þau geti lagt sitt að mörk­um. 

Þrátt fyrir skýr mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans eru ýmis flækju­stig sem honum fylgja. Mik­ill munur er á fram­lögum ríkja, fram­lögin eru frjáls og einnig er aðild­ar­ríkjum frjálst að nálg­ast lausn­ina eins og þeim hent­ar. Flest lands­fram­lög taka fram ákveðið los­un­ar­mark­mið og tíma­setn­ingu til að ná settu mark­miði. Þannig er í raun ekk­ert sam­eig­in­legt við­mið­un­arár sem ríki nota til að ná los­un­ar­mark­mið­un­um. Til dæmis hefur Evr­ópu­sam­bandið sett sér mark­mið um að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við árið 1990, Japan ætlar að draga úr losun um 26% fyrir 2030 miðað við 2013 og Kína ætlar að ná hápunkti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda árið 2030. 

Þar að auki felur sátt­mál­inn ekki í sér laga­lega skuld­bind­ingu. Það eru því í raun engar afleið­ingar eða refsi­á­kvæði fyrir lönd sem ná ekki að stand­ast lands­mark­miðin sín. Í sátt­mál­anum er hins vegar að finna ákvæði um skyldu ríkja til að halda los­un­ar­bók­hald og veita upp­lýs­ingar um stefnu, aðgerðir og árang­ur.

Auglýsing

Lofts­lags­rétt­læti í París

Í lofts­lags­við­ræðum snýst einn helsti ágrein­ing­ur­inn um hvernig á að „deila byrð­inni“ (e. burden shar­ing). Lofts­lags­breyt­ingar eiga sér að stærstum hluta stað vegna meng­andi lífs­stíls hnatt­ræna Norð­urs­ins (e. global Nort­h), þ.e. rík­ari, „þró­aðri“ landa. Þessi ríki bera ábyrgð á lung­anum af sögu­legri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sem og 92% af umfram­losun gróð­ur­hús­lof­t­eg­unda, eða losun umfram það sem talið er örugg mörk (e. safe bound­aries). Því telja ríki í hinu hnatt­ræna Suðri (e. global Sout­h), þ.e. fátæk­ari „þró­un­ar­rík­i“, að rík­ari lönd í Norðri beri ábyrgð á því að draga hlut­falls­lega meira úr los­un. Ríki í Norðri hafa hins vegar bent á að iðn­væð­ing og fólks­fjölgun í Suðri bendi til þess að bráðum verði þessi ríki megin los­un­ar­að­il­arnir og því þurfa þau einnig að axla ábyrgð. 

Þegar kom að því að setja hlýn­un­ar­mark­mið í París voru Evr­ópu­sam­bandið og önnur vest­ræn ríki sam­mála um tveggja gráðu mark­mið­ið. Við gerð Par­ís­ar­samn­ings­ins var hins vegar meiri­hluti ríkja, eða 106 ríki, sem kröfð­ust þess að markið yrði sett á 1,5°C. Eyríki og Afr­íku­lönd hafa kraf­ist þess í ára­tugi að halda þurfi hlýnun undir 1,5°C til að koma í veg fyrir verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga - sem ógna til­vist þeirra meira en ann­ara ríkja. Þetta leiddi á end­anum til þess að mark­miðið var sett á 2°C og að „reyna með fremsta megni að halda hlýnun undir 1,5°C“.  

Lands­fram­lög ekki í sam­ræmi við mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans

Eins og áður sagði er meg­in­mark­mið Par­ís­ar­ar­sam­komu­lags­ins að halda hlýnun jarðar undir að minnsta kosti 2°C, það er því lyk­il­at­riði að lands­fram­lög ríkja séu í sam­ræmi við það. Þetta er hins vegar ekki raun­in. Rann­sóknir hafa sýnt fram á að ef öll ríki myndu ná að stand­ast mark­miðin sín þá mun hlýnun jarðar samt ekki hald­ast undir 2°C heldur að öllum lík­indum leiða til 2.7-3.1 gráðu hlýn­unar. Með öðrum orð­um, lands­fram­lög ríkja eru langt frá því að vera nógu metn­að­ar­full til að stand­ast mark­mið um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C eða 2°C.

Til dæmis hefur The Climate Act­ion Tracker sagt að 55% los­un­ar­mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Íslands sé ekki nógu metn­að­ar­fullt til að vera sam­ræm­an­legt við mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Ofan á það bæt­ist að flest ríki heims virð­ast vera fjarri því að ná mark­miðum sem þau hafa sjálf sett sér. Miðað við núver­andi losun munu lík­urnar á því að halda hita­stigi and­rúms­lofts­ins undir 1,5°C gráðu renna okkur úr greipum eftir rúm­lega fimm ár.  

Bára Huld Beck

Vert er að minna á að mik­il­vægt er að halda jörð­inni undir 1,5°C til að koma í veg fyrir verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. Árið 2020 var með­al­hita­stig jarðar 1,2°C hærra en fyrir iðn­bylt­ingu og sam­kvæmt nýút­gef­inni skýrslu IPCC mun hlýnun upp á hvern tíunda úr gráðu til við­bótar skipti máli. Afleið­ingar hlýn­unar eru nú þegar sjá­an­legar með hita­bylgj­um, skriðu­föll­um, gríð­ar­legum skóg­ar­eldum sem geisað hafa m.a. í Norð­ur­-Am­er­íku, Evr­ópu, Ástr­alíu og Bras­ilíu á und­an­förnum árum, útrým­ingu dýra­teg­unda, hopi jökla, hækk­unar sjáv­ar­máls, þurrk­um, útrým­ingu kór­al­rifs, lofts­lags­flótta­fólki, þiðnun sífreris o.s.frv. Þessar afleið­ingar mann­legra athafna, eða í raun athafna ákveð­ins hluta mann­kyns, munu ein­ungis versna með hækk­andi hita­stig­i. 

Hvað ger­ist við þriggja gráðu hlýn­un?

Eins og áður kom fram stefnir heim­ur­inn nú í allt að þriggja gráðu hlýnun á innan við 80 árum. En hvernig myndi jörðin líta út við tveggja til þriggja gráðu hlýn­un? Mik­il­vægt er að hafa í huga að um að ræða með­al­hlýn­un. Ein­hvers staðar í heim­inum mun hlýna um meira en þrjár gráður og annar staðar minna. Til dæmis er Norð­ur­heim­skautið að hlýna rúm­lega tvisvar sinnum hraðar heldur en aðrir staðir á jörð­inni og þétt­býlar borgir munu hitna hlut­falls­lega meira heldur en dreif­býli.

Auglýsing

Lík­legt er að þriggja gráðu hlýnun muni leiða til for­dæma­lausar hita­bylgja og ríki í suður Evr­ópu líkt og Ítal­ía, Spánn og Grikk­land verða skil­greind sem eyði­merkur. Talið er að allt að 150.000 Evr­ópu­búar geti dáið ár hvert sökum hita. Norð­ur­heim­skautið mun verða algjör­lega íslaust yfir sum­ar­mán­uð­ina fyrir árið 2050 og talið er að bráðnun jökla Græn­lands sé nú þegar komið að svo köll­uðum vendi­punkti, þ.e. óaft­ur­kræfra breyt­inga.

Líkt og með önnur lofts­lagstengd vanda­mál leiðir bráðnun jökla af sér snjó­bolta­á­hrif. Það er að segja, því meira sem jörðin hitn­ar, því meira bráðna jökl­arnir og því minni er end­ur­speglun sól­ar­geisla frá jöklunum og því meiri hitnar jörð­in. Bráðnun jökla leiðir einnig til hækk­andi sjáv­ar­máls en miðað við 3 gráðu hlýnun er gert ráð fyrir því að sjáv­ar­mál mun hækka um einn til tvo metra. Það þýðir að borgir á við Amster­dam, New York og Jakarta eiga í hættu á óvið­ráð­an­legum flóð­um. Stór hluti regn­skóga verður horf­inn, upp­skeru­brestur og áhrifin sem lofts­lags­breyt­ingar munu hafa á land­búnað mun leiða til enn meiri hung­ursneyð­ar, far­sótta og veirum líkt og kór­ónu­veirunni mun fjölga. Með öðrum orð­um, ef hita­stigið á jörð­inni hækkar um þrjár gráður mun stór hluti jarð­ar­innar ein­fald­lega vera ólíf­væn­leg­ur. 

Það er óyggj­andi stað­reynd að hita­stig jarðar mun hækka svo um munar og að lofts­lagstengdar ham­farir verða tíð­ari og alvar­legri. Þetta þýðir hins vegar ekki að öll von sé úti. Sam­kvæmt nýj­ustu skýrslu IPCC er mögu­leiki á að snúa þess­ari þróun við. Tak­ist að stöðva losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda mun hnatt­ræn hlýnun tíma­bundið fara yfir 1,5°C á þess­ari öld en byrja síðan að lækka aft­ur. Með rót­tækum aðgerðum til að draga úr losun er þannig hægt að stöðva hækkun hita­stigs á jörð­inni og koma í veg fyrir verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga.

Helstu heim­ild­ir:

https://clima­teact­iontracker.org/

https://him­innog­haf.is/

https://wedocs.unep.org­/bitstr­eam/hand­le/20.500.11822/34438/EGR20ES­E.pdf

https://un­fccc.in­t/reso­urce/docs/2015/cop21/eng/10a01.pdf

https://www.ipcc.ch/report/­ar6/wg1/down­loads/report/IPCC_­AR6_WG­I_­SPM.pdf

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnRakel Guðmundsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar