Píratar eini flokkurinn sem getur verið ánægður með gang mála

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Í næsta mán­uði eru tvö ár liðin frá því að síð­ast var kosið til Alþing­is. Þar af leið­andi er kjör­tíma­bil sitj­andi rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks tæp­lega hálfn­að.

Ljóst er að kjör­tíma­bil­ið hefur skilað þeim stjórn­mála­flokkum sem eiga full­trúa á Alþingi. Kjarn­inn fór yfir fylg­is­breyt­ingar hvers og eins.

Fastur í um fjórð­ungs­fylgi



Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins, líkt og hann hefur verið hart­nær alla íslenska stjórn­mála­sögu. Þeir tímar þegar flokk­ur­inn var breið­fylk­ing sem gat gengið að því vísu að fá um og yfir 40 pró­sent fylgi í kosn­ingum virð­ast hins vegar vera ræki­lega að baki. Flokk­ur­inn fékk herfi­lega útreið í kosn­ing­unum árið 2009. Þá fékk hann 23,7 pró­sent fylgi, eða 12,9 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum þar áður. Sam­hliða tap­aði hann titl­inum stærsti flokkur lands­ins til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í síð­ustu kosn­ingum náði hann vopnum sínum á loka­spretti kosn­inga­bar­átt­unnar og þegar talið var upp úr kjör­köss­unum reynd­ust 27,1 pró­sent greiddra atkvæða hafa fallið Sjálf­stæð­is­flokknum í skaut og hann aftur orð­inn stærstur í land­inu.

Auglýsing

Þrátt fyrir það gaf flokk­ur­inn eftir for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn til óum­deil­an­legs sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna, Fram­sókn­ar­flokks Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Það verður að segj­ast eins og er að stjórn­ar­set­an, þrátt fyrir að vera á köflum skraut­leg, hefur varla haft nein áhrif á fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Sama hvernig veðrar þá er fylgi flokks­ins mælt 25-27 pró­sent. Mögu­lega er ástæðan sú að þarna sé um kjarna­fylgi flokks­ins að ræða og að honum tak­ist illa að höfða til kjós­enda utan þess.

 

 

 

Fylgið hrunið

Stöð­ug­leiki er hins vegar ekki orð sem hægt er að nota um gengi hins stjórn­ar­flokks­ins, Fram­sókn­ar­flokks. Flokk­ur­inn rauk upp í fylgi í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga á baki kosn­inga­lof­orðs um að leið­rétta verð­tryggð hús­næð­is­lán og í kjöl­far Ices­a­ve-­dóms­ins, sem Fram­sókn tókst að eigna sér póli­tískt í umræð­unni. Í kosn­ing­unum í apríl 2013 fékk flokk­ur­inn heil 24,4 pró­sent og for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn. Það var tæp­lega tíu pró­sentum meira en hann fékk í kosn­ing­unum þar á und­an. Fylgið var þó fljótt að hverfa. Ári eftir kosn­ingar mæld­ist það 14 pró­sent. Og þrátt fyrir að hafa komið stærsta kosn­inga­mál­inu, leið­rétt­ingu á völdum verð­tryggðum hús­næð­is­lánum upp á 80 millj­arða króna, sem ráð­ist var í á síð­ari hluta árs­ins 2014, hefur fylgið bara haldið áfram að dala.  Í fjórum af síð­ustu fimm mæl­ingum Capacent hefur það mælst um ell­efu pró­sent. Það hefur ekki mæl­st ­jafn lágt síðan í mars 2009, um einum og hálfum mán­uði eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var kjör­inn for­maður flokks­ins. Óánægja með rík­is­stjórn­ina virð­ist því ein­ungis bitna á Fram­sókn­ar­flokkn­um, ekki Sjálf­stæð­is­flokkn­um.



Sam­fylk­ingin í vand­ræðum með að ná vopnum sínum



Sam­fylk­ingin ætl­aði sér að verða hinn turn­inn í íslenskum stjórn­mál­um, skýr val­kostur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Á þeim 15 árum sem liðin eru síðan að flokk­ur­inn var stofn­aður hefur orðið ljóst að það mark­mið er ekki að fara að nást. Ástæð­urnar sem tíndar hafa verið til eru mýmarg­ar. Ósam­staða miðju- og vinstri­flokka hefur til að mynda skilað því að vinstra­fylgið skipt­ist niður á marga flokka. Mörgum finnst flokk­ur­inn daðra allt of mikið við atvinnu­líf­ið. Og enn aðrir segja for­ystu­sveit hans í gegnum árin ein­fald­lega skorta aðdrátt­ar­afl.

Eftir að hafa sópað til sín óánægju­fylgi í fyrstu kosn­ing­unum eftir hrun, þrátt fyrir að hafa verið í rík­is­stjórn þegar efna­hags­kerfið féll, fjar­aði fljótt undan fylg­inu. Í kosn­ing­unum 2013 fékk Sam­fylk­ingin ein­ungis 12,9 pró­sent, heilum 16,9 pró­sentu­stigum minna en 2009. Það er skellur sem á sér vart hlið­stæðu í íslenskri stjórn­mála­sögu.

Mjög erfið stjórn­ar­seta, þar sem rík­is­stjórnin var í raun minni­hluta­stjórn stóran hluta kjör­tíma­bils­ins án þess að við­ur­kenna það, spil­aði auð­vitað inní þetta afhroð. En Björt fram­tíð, nýr stjórn­mála­flokkur sem stað­setti sig á mjög svip­uðum stað í hinu póli­tíska litrofi og Sam­fylk­ing­in, skipti þar líka máli og tók tölu­vert af fylgi hennar til sín. Þá má ekki van­meta áhrif kosn­inga­sig­urs Fram­sókn­ar­flokks­ins á fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sam­fylk­ingin hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu tveimur árunum í stjórn­ar­and­stöðu. Hann hefur hæst mælst með 20 pró­sent fylgi, en fyrir síð­ustu kosn­ingar hafði Sam­fylk­ingin minnst fengið 26,8 pró­sent í þing­kosn­ing­um. Í nýj­ustu mæl­ingum Capacent hefur fylgið enn verið að dala og rétt skríður nú um 17 pró­sent. Ef krísa er ekki farin að gera vart við sig hjá for­ystu Sam­fylk­ing­ar­innar gagn­vart fylg­is­leys­inu þá ætti hún að fara að læð­ast inn. Flokknum virð­ist ekk­ert ganga að ná til kjós­enda.

 

Bóla sem virð­ist alls ekk­ert ætla að springa

Eini flokk­ur­inn á þingi sem getur verið sátt­ur, raunar mjög sátt­ur, við nýj­ustu fylg­is­mæl­ingar eru Pírat­ar. Þeir mæl­ast nú með 15,2 pró­sent flygi og eru sam­kvæmt því þriðji stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins. Það er ótrú­lega góður árangur fyrir mjög rót­tækt fram­boð sem rétt skreið yfir fimm pró­sent þrösk­uld­inn sem tryggir fram­boði full­trúa á Alþingi í síð­ustu kosn­ing­um. Ef kosið yrði í dag myndu Píratar lík­lega fá yfir tíu þing­menn.

Stöð­ugur stíg­andi hefur verið í fylgi flokks­ins und­an­farin miss­eri. Hann má lík­ast til að mestu rekja til frammi­stöðu þing­mann­anna þriggja sem sitja fyrir fram­boðið á þingi. Þeir hafa náð að marka sér sér­stöðu með þeim málum sem þeir hafa lagt fram og stíga með því út fyrir þras­kennda síbylgj­una sem ein­kennir hið dag­lega stjórn­málakarp.

Fylg­is­sveiflur í skoð­ana­könn­unum eru auð­vitað engin trygg­ing fyrir árangri í þing­kosn­ing­um, það geta spútnik­fram­boð á borð við Þjóð­vaka Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og Sam­staða Lilju Mós­es­dótt­ur. En stuðn­ingur við Pírata, sér­stak­lega hjá yngra fólki, virð­ist vera í stöð­ugum vexti. Þeir sem bíða eftir því að Pírata-­bólan springi gætu því þurft að bíða lengi.



Festir sig í sessi sem stjórn­mála­afl



Eng­inn stjórn­mála­flokkur þarf að sitja jafn reglu­lega undir þeirri ásökun að vera til fyrir stjórn­mála­menn­ina sem honum stjórna, fyrir að vera ljós­rit af Sam­fylk­ing­unni, fyrir að vera verk­lítil og skoð­ana­laus og Björt fram­tíð. Sú gagn­rýni er ekki að öllu leyti sann­gjörn og ljóst að hún hefur lítil áhrif á þá sem flykkja sér að baki flokkn­um. Fylgið mælist nokkuð stöðugt 13-16 pró­sent og í flestum skoð­ana­könn­unum mælist Björt fram­tíð sem þriðji stærsti flokkur lands­ins. Það verður að telj­ast nokkuð góður árangur fyrir flokk sem var stofn­aður árið 2012, þótt hann græði tölu­vert á því að byggja á grunni Besta flokks­ins.

Það vita þó fáir jafn vel hversu fall­valt fylgið getur verið í aðdrag­anda kosn­inga og Björt fram­tíð. Fylgið mæld­ist allt að 18 pró­sent snemma árs 2013 en þegar talið var upp úr köss­unum í apríl sama ár fékk flokk­ur­inn rúm átta pró­sent og sex þing­menn.

 

Flokkur innri átaka

Vinstri græn eiga þann for­ystu­mann í íslenskum stjórn­mál­um, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem flestir Íslend­ingar treysta. Í könnun MMR sem var gerð fyrir um ári sögð­ust 46 pró­sent aðspurðra treysta henni. Samt nýtur flokkur hennar ekki mik­ils fylg­is. Í síð­ustu kosn­ingum fékk hann rúm ell­efu pró­sent og fylgið hefur haldið sig í þeirri stærð­argráðu í könn­un­um, verið á milli 11-14 pró­sent. Flokk­ur­inn er því svip­aður að stærð­argráðu og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, svona alla jafna. Mun­ur­inn á þeim er sá að Fram­sókn kann það flokka besta að stela kosn­inga­bar­áttum og auka við fylgið þegar það skiptir mestu máli. Vinstri græn eru líka löskuð af nán­ast krónískum inn­an­flokksá­tökum sem lit­uðu síð­asta kjör­tíma­bil. Fjór­ir ­þing­menn, þau Atli Gísla­son, Lilja Mósedótt­ir, Ásmundur Einar Daða­son og Jón Bjarna­son, yfir­gáfu þing­flokk­inn á þessum tíma og gerðu það að verkum að síð­asta rík­is­stjórn sat lengi sem minni­hlutastjórn. Auk þess fóru deilur Ögmundar Jón­as­sonar og Stein­gríms J. Sig­fús­sonar vart fram hjá mörg­um.  Báðir sitja enn sem þing­menn Vinstri grænna þótt að nýr for­maður sé tekin við. Það þvælist mögu­lega fyrir Katrínu að vera með þessa fyr­ir­ferða­miklu stjórn­mála­kempur í bak­pok­an­um. Eða kannski á mál­flutn­ingur Vinstri grænna ein­fald­lega ekki erindi við fleiri en raun ber vitni.



Auðir og ógildir



Og svo eru það allir hinir flokk­arn­ir, sem leggj­ast reyndar í dvala á meðan að kjör­tíma­bilið sjálft stendur yfir, en eru mættir í umræð­una strax og líður að kosn­ing­um. Þá verður lands­lagið eins og stúkan í hring­leika­hús­inu í Monty Phyton-­mynd­inni Life of Bri­an, þétt­setin alls konar flokks­brotum sem eru aðal­lega sam­mála um að vera ekki sam­mála neinum öðrum um neitt.

Sam­hliða minnk­andi kosn­inga­þátt­töku þá hefur hlut­fall þeirra sem vilja ekki kjósa neitt og skila því auð­u,eða ógilda vilj­andi seð­il­inn, auk­ist skarpt.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None