Réttarhöld aldarinnar í Finnlandi

jari.jpg
Auglýsing

Finnar hrósa sér iðu­lega af því að þeir séu óspillt þjóð enda hafa þeir, í mörgum könn­un­um, á und­an­förnum árum, oftar en ekki verið í hópi þeirra þjóða þar sem spill­ing er talin minnst. Þess vegna hrökk finnska þjóðin illi­lega við, fyrir tæpum tveim árum, þegar Jari Aarnio einn af æðstu yfir­mönnum lög­regl­unnar í Helsinki var hand­tek­inn. Ástæða hand­tök­unnar var hvorki sú að hann hefði hnuplað sultu­krukku í verslun né ekið yfir gatna­mót á rauðu ljósi. Þessi lag­anna vörður var nefni­lega grun­aður um að vera umsvifa­mik­ill fíkni­efna­sali. Segja má að hann hafi þekkt vel til í fíkni­efna­heim­inum því hann var yfir­maður fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar, virtur maður innan stétt­ar­innar og hafði fengið opin­berar við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín í þágu sam­fé­lags­ins.

Síma­hler­anir og sms skila­boð leiddu til hand­tök­unnar



Finnska lög­reglan hafði um margra mán­aða skeið fylgst með sím­tölum og sms send­ingum tveggja manna vegna við­skipta með fíkni­efni. Lög­reglan vissi vel hver annar mann­anna, kaup­and­inn, var en gekk mjög illa að finna út hver selj­and­inn væri, sá sem útveg­aði efn­in. Innan fíkni­efna­deild­ar­innar var hann kall­aður „Sá snjall­i“. Dag­blaðið Helsinki Times hefur eftir ónafn­greindum lög­reglu­manni að starfs­menn fíkni­efna­deild­ar­inn­ar  hafi staðið agn­dofa þegar þeir komust að því að „Sá snjalli“ var yfir­maður þeirra, sjálfur Jari Aarnio.

Jari Aarnio, einn af æstðu yfirmönnum lögreglunnar í Helsinki, var handtekinn fyrir að vera umsvifamikill fíkniefnasali. Réttarhöldin yfir honum hófust í júní síðastliðnum. Jari Aarnio, einn af æðstu yfir­mönnum lög­regl­unnar í Helsinki, var hand­tek­inn fyrir að vera umsvifa­mik­ill fíkni­efna­sali. Rétt­ar­höldin yfir honum hófust í júní síð­ast­liðn­um.

Millj­ónir í garð­inum



Jari Aarnio var hand­tek­inn í nóv­em­ber 2013. Þá hafði lög­reglan gert hús­leit á heim­ili hans og meðal ann­ars fund­ið, í skó í bíl­skúrn­um, síma sem „Sá snjalli“ hafði not­að. Þar höfðu líka verið hand­skrifuð skila­boð, sem senni­lega hefði átt að senda síð­ar, með fyr­ir­mælum um hvernig maður sem smyglaði efnum frá Hollandi til Finn­lands skyldi bera sig að. Sak­sókn­ari sagði enn­fremur að Jari Aarnio hefði skipu­lagt flutn­ing á sex stórum tunnum af fíkni­efnum frá Hollandi. Jari Aarnio sagði hins­vegar að þetta hafi verið liður í störfum sínum við að upp­ræta eit­ur­lyfja­smygl.

Í des­em­ber 2011 fékk hol­lenska lög­reglan vit­neskju um að til stæði að senda tunnu með 150 kílóum af hassi til Finn­lands. Jari Aarnio, sem vissi um mál­ið, lét Peter Mika­el-Fa­ger­holm, sem kall­aður var „­sjó­mað­ur­inn“ og átti að taka við tunn­unni, vita að lög­reglu væri kunn­ugt um ferðir tunn­unnar og sagði honum að reyna ekki að nálg­ast send­ing­una. „­Sjó­mað­ur­inn“ stóðst hins­vegar ekki freist­ing­una og var grip­inn með tunn­una. Hann var dæmdur í níu ára fang­elsi. Í von um mild­ari dóm lýsti hann sig reiðu­bú­inn til að leysa frá skjóð­unni og segja allt sem hann vissi um eit­ur­lyfja­smygl og sam­starfs­menn Jari Aarnios í eit­ur­lyfja­söl­unn­i.  Sak­sókn­ari sagði að Jari Aarnio hefði þá sent tvo harðsvíraða fíkni­efna­sala til fundar við „­sjó­mann­inn” með þau skila­boð að ef hann héldi sér ekki saman myndi það bitna á fjöskyldu hans.

Auglýsing

Jari Aarnio bað líka lög­reglu­mann sem hann þekkti að fara heim til konu sinnar og segja henni að „­setja dálitla möl“ undir runna í garð­in­um. „­Möl­in“ reynd­ist vera pokar með pen­ing­um, sam­tals um 65 þús­und evrur (9,6 millj­ónir íslenskar krón­ur).

Sterk­efn­aður lög­reglu­þjónn



Þótt yfir­menn hjá finnsku lög­regl­unni hafi þokka­leg laun höfðu ýmsir undr­ast hversu miklu Jari Aarnio tókst að öngla sam­an. Fyrir utan stórt ein­býl­is­hús átti hann átta bif­reið­ar, flestar mjög dýr­ar. Við rétt­ar­höldin yfir honum hefur komið fram að tekjur hans af fíkni­efna­söl­unni séu taldar hafa verið að minnsta kosti 500.000 evr­ur, um það bil sjö­tíu og sjö millj­ónir íslenskar krón­ur.

Var kall­aður keis­ar­inn



Jari Aarnio, sem er 58 ára gam­all, var af starfs­fé­lögum sínum kall­aður „Keis­ar­inn“. Þegar rétt­ar­höldin yfir honum hófust í júní síð­ast­liðnum sagði sak­sókn­ar­inn að sá ákærði væri maður sem hefði yfir­grips­mikla þekk­ingu á eit­ur­lyfja­mark­aðn­um, senni­lega meiri en nokkur annar Finni. Hann hefði starfað innan lög­regl­unnar um nær 30 ára skeið og þekkti þess vegna „öll trikkin í brans­an­um“ betur en flestir ef ekki allir aðr­ir.

Má búast við margra ára fanga­vist



Jari Aarnio hefur þegar verið dæmdur í tveggja ára fang­elsi fyrir mútu­þægni og brot í opin­beru starfi. Hann hefur hins­vegar ekki enn verið dæmdur fyrir 30 ákæru­liði en sumir finnskir fjöl­miðlar telja að hann muni að minnsta kosti verða dæmdur í 13 ára fang­elsi, aðrir telja að hann fái mun þyngri dóm. Við rétt­ar­höldin hefur Jari Aarnio stað­fast­lega neitað að hafa aðhafst nokkuð ólög­legt, allt sem hann sé nú ákærður fyrir hafi verið í þágu laga og rétt­ar. Finnskir fjöl­miðlar hafa ítrekað rifjað upp að í sjón­varps­við­tali árið 2000 sagði Jari Aarnio að þeir stóru og sterku í eit­ur­lyfja­heim­inum gæt­i þess vel að á þá sann­ist aldrei neitt. „þetta er eins og í skák, peðin vernda kóng­inn“. Í skák Jari Aarnios virð­ast peðin fallin og kóng­ur­inn líka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None