Réttarhöld aldarinnar í Finnlandi

jari.jpg
Auglýsing

Finnar hrósa sér iðu­lega af því að þeir séu óspillt þjóð enda hafa þeir, í mörgum könn­un­um, á und­an­förnum árum, oftar en ekki verið í hópi þeirra þjóða þar sem spill­ing er talin minnst. Þess vegna hrökk finnska þjóðin illi­lega við, fyrir tæpum tveim árum, þegar Jari Aarnio einn af æðstu yfir­mönnum lög­regl­unnar í Helsinki var hand­tek­inn. Ástæða hand­tök­unnar var hvorki sú að hann hefði hnuplað sultu­krukku í verslun né ekið yfir gatna­mót á rauðu ljósi. Þessi lag­anna vörður var nefni­lega grun­aður um að vera umsvifa­mik­ill fíkni­efna­sali. Segja má að hann hafi þekkt vel til í fíkni­efna­heim­inum því hann var yfir­maður fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar, virtur maður innan stétt­ar­innar og hafði fengið opin­berar við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín í þágu sam­fé­lags­ins.

Síma­hler­anir og sms skila­boð leiddu til hand­tök­unnarFinnska lög­reglan hafði um margra mán­aða skeið fylgst með sím­tölum og sms send­ingum tveggja manna vegna við­skipta með fíkni­efni. Lög­reglan vissi vel hver annar mann­anna, kaup­and­inn, var en gekk mjög illa að finna út hver selj­and­inn væri, sá sem útveg­aði efn­in. Innan fíkni­efna­deild­ar­innar var hann kall­aður „Sá snjall­i“. Dag­blaðið Helsinki Times hefur eftir ónafn­greindum lög­reglu­manni að starfs­menn fíkni­efna­deild­ar­inn­ar  hafi staðið agn­dofa þegar þeir komust að því að „Sá snjalli“ var yfir­maður þeirra, sjálfur Jari Aarnio.

Jari Aarnio, einn af æstðu yfirmönnum lögreglunnar í Helsinki, var handtekinn fyrir að vera umsvifamikill fíkniefnasali. Réttarhöldin yfir honum hófust í júní síðastliðnum. Jari Aarnio, einn af æðstu yfir­mönnum lög­regl­unnar í Helsinki, var hand­tek­inn fyrir að vera umsvifa­mik­ill fíkni­efna­sali. Rétt­ar­höldin yfir honum hófust í júní síð­ast­liðn­um.

Millj­ónir í garð­inumJari Aarnio var hand­tek­inn í nóv­em­ber 2013. Þá hafði lög­reglan gert hús­leit á heim­ili hans og meðal ann­ars fund­ið, í skó í bíl­skúrn­um, síma sem „Sá snjalli“ hafði not­að. Þar höfðu líka verið hand­skrifuð skila­boð, sem senni­lega hefði átt að senda síð­ar, með fyr­ir­mælum um hvernig maður sem smyglaði efnum frá Hollandi til Finn­lands skyldi bera sig að. Sak­sókn­ari sagði enn­fremur að Jari Aarnio hefði skipu­lagt flutn­ing á sex stórum tunnum af fíkni­efnum frá Hollandi. Jari Aarnio sagði hins­vegar að þetta hafi verið liður í störfum sínum við að upp­ræta eit­ur­lyfja­smygl.

Í des­em­ber 2011 fékk hol­lenska lög­reglan vit­neskju um að til stæði að senda tunnu með 150 kílóum af hassi til Finn­lands. Jari Aarnio, sem vissi um mál­ið, lét Peter Mika­el-Fa­ger­holm, sem kall­aður var „­sjó­mað­ur­inn“ og átti að taka við tunn­unni, vita að lög­reglu væri kunn­ugt um ferðir tunn­unnar og sagði honum að reyna ekki að nálg­ast send­ing­una. „­Sjó­mað­ur­inn“ stóðst hins­vegar ekki freist­ing­una og var grip­inn með tunn­una. Hann var dæmdur í níu ára fang­elsi. Í von um mild­ari dóm lýsti hann sig reiðu­bú­inn til að leysa frá skjóð­unni og segja allt sem hann vissi um eit­ur­lyfja­smygl og sam­starfs­menn Jari Aarnios í eit­ur­lyfja­söl­unn­i.  Sak­sókn­ari sagði að Jari Aarnio hefði þá sent tvo harðsvíraða fíkni­efna­sala til fundar við „­sjó­mann­inn” með þau skila­boð að ef hann héldi sér ekki saman myndi það bitna á fjöskyldu hans.

Auglýsing

Jari Aarnio bað líka lög­reglu­mann sem hann þekkti að fara heim til konu sinnar og segja henni að „­setja dálitla möl“ undir runna í garð­in­um. „­Möl­in“ reynd­ist vera pokar með pen­ing­um, sam­tals um 65 þús­und evrur (9,6 millj­ónir íslenskar krón­ur).

Sterk­efn­aður lög­reglu­þjónnÞótt yfir­menn hjá finnsku lög­regl­unni hafi þokka­leg laun höfðu ýmsir undr­ast hversu miklu Jari Aarnio tókst að öngla sam­an. Fyrir utan stórt ein­býl­is­hús átti hann átta bif­reið­ar, flestar mjög dýr­ar. Við rétt­ar­höldin yfir honum hefur komið fram að tekjur hans af fíkni­efna­söl­unni séu taldar hafa verið að minnsta kosti 500.000 evr­ur, um það bil sjö­tíu og sjö millj­ónir íslenskar krón­ur.

Var kall­aður keis­ar­innJari Aarnio, sem er 58 ára gam­all, var af starfs­fé­lögum sínum kall­aður „Keis­ar­inn“. Þegar rétt­ar­höldin yfir honum hófust í júní síð­ast­liðnum sagði sak­sókn­ar­inn að sá ákærði væri maður sem hefði yfir­grips­mikla þekk­ingu á eit­ur­lyfja­mark­aðn­um, senni­lega meiri en nokkur annar Finni. Hann hefði starfað innan lög­regl­unnar um nær 30 ára skeið og þekkti þess vegna „öll trikkin í brans­an­um“ betur en flestir ef ekki allir aðr­ir.

Má búast við margra ára fanga­vistJari Aarnio hefur þegar verið dæmdur í tveggja ára fang­elsi fyrir mútu­þægni og brot í opin­beru starfi. Hann hefur hins­vegar ekki enn verið dæmdur fyrir 30 ákæru­liði en sumir finnskir fjöl­miðlar telja að hann muni að minnsta kosti verða dæmdur í 13 ára fang­elsi, aðrir telja að hann fái mun þyngri dóm. Við rétt­ar­höldin hefur Jari Aarnio stað­fast­lega neitað að hafa aðhafst nokkuð ólög­legt, allt sem hann sé nú ákærður fyrir hafi verið í þágu laga og rétt­ar. Finnskir fjöl­miðlar hafa ítrekað rifjað upp að í sjón­varps­við­tali árið 2000 sagði Jari Aarnio að þeir stóru og sterku í eit­ur­lyfja­heim­inum gæt­i þess vel að á þá sann­ist aldrei neitt. „þetta er eins og í skák, peðin vernda kóng­inn“. Í skák Jari Aarnios virð­ast peðin fallin og kóng­ur­inn líka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None