Ríkasti hluti ríkasta prósentsins á langmest af öllum auði heimsins

original_big.jpg
Auglýsing

Ójöfn­uð­ur, sér­stak­lega vegna mis­skipt­ingar auðs, er á ný orðin mið­punktur stjórn­mála víða í heim­in­um. Bar­áttan gegn honum er kjarn­inn í stefn­u Jer­emy Cor­byn, nýkjör­ins for­manns breska verka­manna­flokks­ins, og mál­flutn­ingur Bernie Sand­ers, sem sæk­ist eftir því að verða for­seta­efni Demókra­ta­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, hefur hverfst um það að stans­laust hafi verið grafið undan milli­stétt lands­ins síð­ast­lið­inn 40 ár með auk­inni mis­skipt­ingu.

Bók franska hag­fræð­ings­ins Thomas Piketty, Capi­tal in the Twenty-First Cent­ury, sem náði efsta sæti á met­sölu­listum bæði vestan og austan hafs þegar hún kom út á ensku árið 2014, fjall­aði m.a. um þá stað­reynd aukin hag­vöxtur auki ójöfn­uð. Á mánu­dag fékk svo skoski hag­fræð­ing­ur­inn Angus Deaton Nóbels­verð­launin í hag­fræði. Eitt hans helsta verk, The Great Escape sem kom út árið 2013, fjallar um hvernig ójöfn­uður í heim­inum hefur þró­ast á síð­ustu 250 árum.

Ójöfn­uður er því á sann­ar­lega á dag­skrá. Hann er enda stað­reynd. Hinir ríku er sífellt að verða rík­ari og á hverju ári safn­ast mun meiri auður upp hjá þeim en hjá rest mann­kyns. Þetta var stað­fest í nýrri úttekt Credit Suisse, sem var gerð opin­ber í vik­unni, og ­sýndi að rúm­lega helm­ingur af öllum auði í heim­inum væri í eigu rík­asta eins pró­sents jarð­ar­búa. Það þýðir að hin 99 pró­sentin skipta á milli sín 49,6 pró­sent af auði heims­ins. Það þýðir að tæp­lega 50 millj­ónir manna (út­tektin nær ein­ungis til full­orð­inna) á meiri auð en rúm­lega 4,7 millj­arðar manna.  Þessar tölur segja hins vegar ekki alla sög­una.

Auglýsing

Rík­asti hluti rík­asta pró­sents­insWorld Economic Forum sam­tökin hafa rýnt nánar í úttekt Credit Suisse. Á meðal þess sem þar kemur fram er að það þurfi að eiga um 760 þús­und dali, um 95 millj­ónir króna, til að til­heyra rík­asta pró­senti mann­kyns. Þegar ein­ungis þeir sem eiga yfir milljón dali, um 124,5 millj­ónir króna, eru skoð­aðir kemur í ljós að þeir eru 0,7 pró­sent mann­kyns og þeir eiga sam­tals rúm­lega 45 pró­sent allra eigna. Í þessu hópi eru um 34 millj­ónir ein­stak­linga.

Innan efsta pró­sents­ins eru hins vegar einnig um 123 þús­und full­orðnir ein­stak­lingar sem eru stór­kost­lega rík­ir, en þeir eiga yfir 50 millj­ónir dala, um 6,2 millj­arðar króna. Þar af eiga 44.900 ein­stak­lingar meira en 100 millj­ónir dala hver, eða 12,4 millj­arða króna. Og 4.500 manns eiga yfir 500 millj­ónir dala, 62,3 millj­arða króna, hver.

Úttekt Credit Suisse á skiptingu auðs í heiminum hefur vakið mikla athygli. Úttekt Credit Suisse á skipt­ingu auðs í heim­inum hefur vakið mikla athygl­i.

Í úttekt­inni kemur einnig fram að 71 pró­sent jarð­ar­búa eigi sam­tals um þrjú pró­sent af auði heims­ins og að helm­ingur manna eigi eignir sem eru undir þrjú þús­und döl­um, 373.500 krón­um. Rúmur fimmt­ung­ur, 21 pró­sent manna, á eignir á bil­inu tíu til hund­rað þús­und dali, 1.245 þús­und krónur til 12.5 millj­ónir króna. Hins vegar eigi 8,1 pró­sent jarð­ar­búa sam­tals 84,6 pró­sent alls auðs sem til er í heim­in­um.

80 rík­ustu eiga meira en helm­ingur mann­kynsFyrir þá sem fylgj­ast með skipt­ingu auðs í heim­inum þá kemur ekki á óvart að þró­unin hafi verið í þessa átt. Aukin auð­myndun hjá hinum allra rík­ustu hefur reyndar verið aðeins hrað­ari en búist var við.

Í jan­úar birtu mann­úð­ar­sam­tökin Oxfam nið­ur­stöðu rann­sóknar sinnar sem sýndi að 80 rík­ustu ein­stak­ling­arnir í heim­inum ættu meira en fátæk­ari helm­ingur mann­kyns. Auður þessa litla hóps jókst um 50 pró­sent á fjórum árum, eða um 600 millj­arða dala. Það gera 74.700 millj­arðar króna. Þessir 80 ein­stak­lingar auðg­uð­ust því um tæp­lega 38 árlegar lands­fram­leiðslur Íslands á fjórum árum. Með­al­auðs­aukn­ing hvers og eins í hópnum á umræddu ára­bili var 934 millj­arðar króna. Á sama tíma minnk­uðu eignir þess helm­ings mann­kyns sem var fátæk­astur um 750 millj­arði dala, 93.375 millj­arða króna. Þorri þess sem hinir fátæk­ustu töp­uðu rataði því til rík­asta eins pró­sents­ins.

Þar kom einnig fram að árið 2009 hafi rík­asta eitt pró­sent íbúa í heim­inum átt 44 pró­sent alls auðs og að það hlut­fall hafi verið komið upp í 48 pró­sent árið 2014. Oxfam spáði því að fyrir lok árs 2016 myndi rík­asta eitt pró­sent heims­ins eiga meira en helm­ing alls auðs. Sú spá reynd­ist van­á­ætluð sam­kvæmt nið­ur­stöðu Credit Suisse úttekt­ar­inn­ar. Efsta pró­sentið á nú þegar meira en helm­ing­inn af öllum auði.

Spá Oxfam gerir ráð fyrir því að þetta gat ójöfn­uðar sé ekki að fara að minnka. Þvert á móti búast sam­tökin við því að rík­asta pró­sent heims­ins muni eiga um 54 pró­sent af auði hans innan fimm ára.

Mis­skipt­ing auðs eykst hratt á ÍslandiÞað er ekki bara út í hinum stóra heimi sem auður hinna ríku er að vaxa hratt. Kjarn­inn hefur rýnt í þau gögn sem birt eru opin­ber­lega hér­lendis og sýna hvernig sú þróun er á Íslandi. Í lok sept­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að sá fimmt­ung­ur Ís­lend­inga sem hafði hæstar tekjur á árinu 2014, alls tæp­lega 40 þús­und manns, jók hreina eign sína um 142,2 millj­arða króna á því ári. Tæpur helm­ingur aukn­ingar á auði íslenskra heim­ila á síð­asta ári féll í skaut þessa hóps.Tekju­hæsta tíund lands­manna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 millj­arða króna á árinu 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helm­ings þjóð­ar­innar sem er með lægstu tekj­urn­ar, alls um eitt hund­rað þús­und manns, um 72 millj­arða króna, eða 16,2 millj­arða króna minna en rík­asti hluti þjóð­ar­inn­ar. Þetta mátti lesa út úr tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuldir ein­stak­linga í árs­lok 2014 sem birtar voru 29. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Auk þess á rík­asta tíund þjóð­ar­innar yfir helm­ing allra verð­bréfa, en virði þeirra í þess­ari sam­an­tekt er á nafn­virði. Mark­aðsvirði þeirra verð­bréfa, sem eru til dæmis hluta­bréf í fyr­ir­tækjum lands­ins, er mun hærra en upp­gefið nafn­virði. Og hluta­bréf hafa hækkað gríð­ar­lega mikið í verði það sem af er þessu ári, eða 34 pró­sent. Því er eigið fé þessa hóps, alls 19.711 ein­stak­linga, því lík­lega mun meira en tölur Hag­stofu Íslands gefa til kynna.

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None