Rússar ítreka hótanir gegn Dönum og Nato vegna eldflaugavarna

h_51864274-1.jpg
Auglýsing

Þann 21. mars síð­ast­lið­inn birt­ist í dag­blað­inu Jót­land­s­póst­inum grein eftir sendi­herra Rússa í Dan­mörku, Mik­hail Van­in. Í grein­inni segir sendi­herr­ann að ef Danir taki þátt í eld­flauga­vörnum NATO gæti Dan­mörk (dönsk her­skip voru sér­stak­lega nefnd) orðið skot­mark rúss­neskra kjarn­orkuflauga. Það er ekki dag­legt brauð að rúss­neski sendi­herr­ann í Dan­mörku skrifi greinar í dönsk dag­blöð og þessi blaða­grein vakti mikla athygli og varð umfjöll­un­ar­efni nær allra danskra fjöl­miðla.

Martin Lidegaard utan­rík­is­ráð­herra (Ra­dikale ven­stre) sagði í við­tölum að sér væri alvar­lega brugðið og Danir gætu ekki sætt sig við jafn alvar­legar hót­anir og fram kæmu í grein sendi­herr­ans. Mette Gjerskov for­maður utan­rík­is­mála­nefndar danska þings­ins sagði tón­inn í grein sendi­herr­ans auka spenn­una milli Rúss­lands og NATO.  Margir danskir þing­menn og hern­að­ar­sér­fræð­ingar tóku í sama streng. Tals­maður NATO kvaðst undr­ast þennan tón sem ekki væri til þess fall­inn að stuðla að stöð­ug­leika og trausti. Sumir veltu því fyrir sér hvort sendi­herr­anum hefði verið alvara með orðum sín­um, aðrir sögðu að sendi­herra Rússa væri ekki mikið fyrir grín af þessu tagi og greinin hefði örugg­lega verið skrifuð með sam­þykki stjórn­valda í Moskvu. Frá þeim heyrð­ist hins­vegar ekk­ert fyrstu dag­ana eftir að greinin birt­ist.

Martin Lidegaard, utanríkisráðherra Danmerkur er ekki skemmt vegna nýlegra yfirlýsinga Rússa. Martin Lidegaard, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur er ekki skemmt vegna nýlegra yfir­lýs­inga Rússa.

Auglýsing

Rúss­neska utan­rík­is­ráðu­neytið stað­festir hót­anir sendi­herr­ans



Grein sendi­herr­ans í Jót­land­s­póst­inum vakti athygli víða um heim og á frétta­manna­fundi í rúss­neska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu tæpri viku eftir að hún birt­ist var tals­maður ráðu­neyt­is­ins kraf­inn svara um hvort hót­an­irnar hefðu verið settar fram með sam­þykki rúss­neskra stjórn­valda. Tals­mað­ur­inn, Aleksandr Lukasjevitj, sagði að grein sendi­herr­ans hefði ekki verið nein reyk­sprengja heldur fúlasta alvara. Hann sagði jafn­framt að Rússar myndu ekki grípa til neinna ónauð­syn­legra aðgerða en þeir sem tækju þátt í þessu eld­flauga­varna­kerfi skyldu vita að Rússar gætu gert slíkt kerfi ónot­hæft.

Lukasjevitj vís­aði þarna til þess að í ágúst í fyrra sam­þykkti danska þingið að Dan­mörk tæki virkan þátt í eld­flauga­vörnum NATO (kjarn­orku­skild­inum svo­nefnda) „Þetta er ekki hót­un, heldur aðvör­un,“ sagði Lukasjevitj. Ekki lyft­ist brúnin á Dönum við þessar yfir­lýs­ingar enda ljóst að þessar „að­var­an­ir“ eru settar fram með vit­und og vilja æðstu stjórn­valda í Kreml.

Tónn­inn er skarp­ari og ákveðn­ari en oft áður



Yf­ir­lýs­ing­arnar núna eru ekki þær fyrstu sem komið hafa frá Rússum, þeir hafa marg­sinnis „látið hringla í kjarn­orku­bjöll­unn­i,“ eins og danskur blaða­maður orð­aði það. Núna er tónn­inn hins­vegar mun bein­skeytt­ari og ákveðn­ari en áður og skemmst er að minn­ast nýlegrar heim­ilda­myndar þar sem Vla­dimír Pútín for­seti sagði að hann hefði verið við­bú­inn því að setja rúss­neska kjarn­orku­her­afl­ann í við­bragðs­stöðu.

Þessum ummælum for­set­ans tóku ráða­menn um allan heim vel eftir og þau vöktu ugg í brjósti margra. Ekki hefur heldur farið fram­hjá neinum að Rússar hafa á síð­ustu mán­uðum lagt aukna áherslu á að sýna mátt sinn og megin á hern­að­ar­svið­inu með fjöl­mennum her­æf­ingum sem tugir þús­unda her­manna hafa tekið þátt í. Þar hafa meðal ann­ars verið not­aðar sprengju­flug­vélar sem borið geta kjarna­odda og eld­flaugar af gerð­inni Iskander sem einnig geta borið kjarna­odda.

Sænski herinn leitar á orustuskipum, tundurspillum og þyrlum auk þess sem meira en 200 manns leita. Mörgum er enn í fersku minni þeg­ar ­uppi varð fótur og fit í Stokk­hólmi þegar ótt­ast var að rúss­neskur kaf­bátur hefði sést í skerja­garð­inum fyrir utan höf­uð­borg­ina.

Pútín þarf að sýna klærnar



Ýmsir sér­fræð­ingar sem þekkja vel til Rúss­lands og stjórn­mála þar í landi telja að stór­karla­legar yfir­lýs­ingar rúss­neskra stjórn­valda, með for­set­ann í far­ar­broddi, séu fyrst og fremst til „heima­brúks.“ Pútín bæði þurfi og vilji sýna rúss­neskum almenn­ingi að hann sé karl í krap­inu og yfir­lýs­ing­arnar und­an­farið séu fyrst og fremst til þess gerðar að styrkja ímynd hans heima fyr­ir.

Margir Rússar sakna þeirra tíma þegar Sov­ét­ríkin og Banda­ríkin voru nefnd í sömu andránni sem heims­veldin tvö. Eftir tíma­bil umróts og nið­ur­læg­ingar (að sumra mati) sé nauð­syn­legt að Rússar skynji að landið sé risið úr öskustónni og að þeir skynji jafn­framt að það sé hinn sterki leið­togi Vla­dimír Pútín sem eigi heið­ur­inn af því verki. Pútín vilji jafn­framt gera leið­togum Vest­ur­landa, fyrst og fremst NATO, það ljóst að þau skuli ekki skipta sér af því sem for­set­inn kallar rúss­nesk mál­efni og vísar þar til ástands­ins í Úkra­ínu. Blaða­kon­an  og stjórn­mála­skýr­and­inn Julia Latyn­ina segir í grein í blað­inu Novaja Gaseta að allt þetta bram­bolt, hót­anir og her­æf­ing­ar, séu „íburð­ar­mikil svið­setn­ing“ ætluð til að skjóta Vest­ur­landa­búum skelk í bringu.

Rússar eiga ekk­ert svar við kjarn­orku­skildi NATO



Danski hern­að­ar­sér­fræð­ing­ur­inn Johannes Riby Nordby  segir að á und­an­förnum árum hafi Rússar dreg­ist aftur úr í hern­að­ar­tækn­inni og þeirra eina svar við því hafi verið kjarn­orku­vopn. Þannig hafi hald­ist ákveðið jafn­vægi, kjarn­orku­skjöld­ur­inn svo­nefndi slái nú vopnin úr höndum Rússa sem eigi ekk­ert svar við hon­um.  Þetta sé Rússum mæta­vel ljóst og þess vegna slái þeir nú um sig með stór­yrðum og hót­un­um.  Það hafi iðu­lega dugað vel þótt ekki hafi alltaf verið miklar inn­stæður fyrir þeim hót­un­um. „Við verðum bara að vona og treysta því að þetta sé enn einn storm­ur­inn í vatns­glasi,“ sagði danski hern­að­ar­sér­fræð­ing­ur­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None