Segir Seðlabankann hafa öll spil á hendi til að hafa hemil á húsnæðismarkaðnum

Seðlabankastjóri sendi frá sér ákall til annarra, sérstaklega aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, um að vinna með bankanum gegn verðbólgunni. Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að aðgerðir til að milda áhrif verðbólgu verði ekki almennar.

Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson.
Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson.
Auglýsing

„Þetta er ákall frá okkur um að gera þetta sam­an. En við gætum gert þetta ein.“ Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri á kynn­ing­ar­fundi vegna ákvörð­unar pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands um að hækka stýri­vexti um eitt pró­sentu­stig í 3,75 pró­sent. 

Þar átti Ásgeir við bar­átt­una við að berja niður verð­bólg­una, sem mælist nú 7,2 pró­sent og upp­færðar spár bank­ans gera ráð fyrir að fari yfir átta pró­sent. Vaxta­tækið er helsta vopn Seðla­bank­ans í þeirri bar­áttu og hann hefur beitt því skarpt síð­ustu miss­eri, enda stýri­vextir farið úr 0,75 í 3,0 pró­sent á einu ári. Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar sem birt var í morgun var boðað að taum­haldið yrði hert enn frekar á næstu mán­uð­um, sem þýðir að frek­ari vaxta­hækk­anir eru framund­an. Sú fyrsta gæti komið í næsta mán­uði, þegar næsti vaxta­á­kvörð­un­ar­fundur verður hald­inn.

Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri pen­inga­stefnu bank­ans, sagði á fund­inum að Seðla­bank­anum væri falið af Alþingi að halda verð­bólgu við 2,5 pró­sent mark­mið og að bank­inn hefði tækin til að ná henni nið­ur. Það væri þó hægt að nota þau tæki, eins og vaxta­hækk­an­ir, minna ef aðrir tækju þátt í bar­átt­unni við verð­bólg­una með bank­an­um. „Ef við förum yfir umræð­una eins og hún hefur verið þá held ég að það skipti veru­lega miklu máli að orð­ræðan á vinnu­mark­aði fari að snú­ast um að auka kaup­mátt en ekki nafn­laun. Ég held að það geti haft veru­leg áhrif á lang­tíma­verð­bólgu­vænt­ing­ar.“

Auglýsing
Þá sagði Rann­veig að mik­il­vægt væri að þeir sem setji verð á vöru séu ekki að reyna að ná upp hagn­að­ar­margínu heldur virki­lega velti því fyrir sér hversu langt þurfi að ganga við að hækka verð. „Og síð­an, eins og  umræðan hefur verið svo­lítið núna, að ef hið opin­bera komi inn í til að milda áhrif verð­bólg­unn­ar, að það séu þá tar­get­erað en ekki almennar aðgerðir sem þar koma inn.“ Fyrir liggur að aukin verð­bólga mun hafa mest áhrif á þá sem hafa minnst milli hand­anna.

Von­brigði að hert skil­yrði hafi ekki bitið

Einn stærsti þátt­ur­inn í verð­bólg­unni er hús­næð­islið­ur­inn. Mikil hækkun á hús­næð­is­verði hefur því vigtað þungt í verð­bólgu­skrið­inu sem nú geis­ar, en án hús­næð­islið­ar­ins væri verð­bólga um fimm pró­sent. 

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans hefur reynt að hemja þessar hækk­anir með því að herða lán­þega­skil­yrði. Í sept­­­em­ber í fyrra ákvað hún að setja reglur um hámark greiðslu­­­byrðar á fast­­­eigna­lánum og end­­­ur­vekja hinn svo­­­kall­aða sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­auka. Áður hafði nefndin lækkað hámark veð­­­­setn­ing­­­­ar­hlut­­­­falls fast­­­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­­­sent en hámarks­­­­hlut­­­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­­­sent.

Ásgeir sagði á fund­inum í dag að það væru von­brigði að hert lán­þega­skil­yrði hefðu ekki haldið betur aftur af hús­næð­is­mark­aðnum en raun ber vitni, en árs­hækkun hús­næð­is­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist 22,2 pró­sent í mars. „Þetta er ákveðin til­rauna­starf­semi. Þessi skil­yrði hafa ekki áður verið þannig að við vitum ekki hvert sam­spil vaxta­hækk­ana verður við þessi skil­yrði. “

Hann sagði horfur á því að hús­næð­islið­ur­inn yrði „akk­eri“ fyrir verð­bólg­una þegar fram líða stund­ir. „Seðla­bank­inn ætti að hafa öll spil á hendi til að hafa hemil á þessum mark­aði. Það er bara spurn­ing hversu fast við viljum kveða að orði í því.“

Óvissa um hvort það hægi á verð­hækkun hús­næðis

Það mikla skrið sem hús­næð­is­mark­að­ur­inn er á núna hófst eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á að Seðla­bank­inn lækk­aði vexti niður í sögu­lega lágar lægð­ir. Sam­hliða jók hann útlána­getu banka með því að afnema tíma­bundið sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann og bank­arnir ákváðu að nýta það svig­rúm aðal­lega til að lána til hús­næð­is­kaupa. Á sama tíma var geta lands­manna til að eyða pen­ingum skert veru­lega vegna þeirra tak­mark­ana sem far­ald­ur­inn setti og sparn­aður jókst því gríð­ar­lega sam­hliða því að ráð­stöf­un­ar­tekjur juku­st, meðal ann­ars vegna mik­illa launa­hækk­ana.  Lægri vext­ir, mik­ill upp­safn­aður sparn­aður og meiri ráð­stöf­un­ar­tekjur auð­veld­uðu kaup á stærra hús­næði og gerðu fleiri fyrstu kaup­endum kleift að kaupa sína fyrstu eign. 

Í nýjasta riti Pen­inga­mála, sem birt var í dag, er farið nokkuð ítar­lega yfir stöð­una á hús­næð­is­mark­aði. Þar er farið yfir þann mikla sam­drátt á fram­boði á mark­aðnum sem ýtt hefur undir verð­hækk­anir en bent á að bygg­inga­fram­kvæmdir hafi verið að glæð­ast að und­an­förnu sem ætti að auka fram­boð hús­næðis og létta á verð­þrýst­ingi á mark­að­i. 

Sam­kvæmt grunn­spá bank­ans eru horfur á að það hægi á verð­hækkun hús­næðis á seinni hluta þessa árs en nokkur óvissa er þó til stað­ar. „Þannig hafa stríðs­á­tök í Evr­ópu leitt til mik­illar verð­hækk­unar fjölda hrá­vara og skortur gæti orðið á aðföng­um. Það gæti gert bygg­ing­ar­verk­tökum erfitt fyrir og leitt til bakslags í fram­boði hús­næðis og frek­ari hækk­unar hús­næð­is­kostn­að­ar. Þá er einnig nokkur óvissa um áhrif kom­andi kjara­samn­inga og efna­hags­horfur almennt. Mikil fjölgun inn­flytj­enda og aukin skamm­tíma­leiga hús­næðis fyrir erlenda ferða­menn gæti einnig sett meiri þrýst­ing á hús­næð­is­verð en nú er gert ráð fyr­ir.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar