Sérfræðingar gætu verið ákærðir brjóti þeir trúnað um haftalosun

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Sér­fræð­ing­ar, innan og utan stjórn­ar­ráðs­ins, sem taka þátt í vinnu við losun fjár­magns­hafta eru bundnir af inn­herja­reglum sem stað­festar voru af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, 7. októ­ber 2014 og tóku gildi 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Brjóti þeir gegn við­kom­andi reglum gætu þeir átt fang­els­is­vist yfir höfði sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingar vegna vinnu við losun fjár­magns­hafta.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn­inni til ráðu­neyt­is­ins 20. febr­úar síð­ast­lið­inn. Hún hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum síð­an. Svar barst í gær, átján dögum eftir að fyr­ir­spurnin var send, og í morgun birti ráðu­neytið síðan svarið á vef sín­um.

Hóp­ur­inn breyst á síð­ustu miss­erumBreyt­ingar voru gerðar á fram­kæmda­stjórn um afnám hafta í jan­úar síð­ast­liðn­um. Þá fór Freyr Her­manns­son, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Seðla­bank­ans, út úr hópnum og Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, tók sæti í hon­um. Seðla­banki Íslands til­nefndi líka tvo starfs­menn bank­ans til að starfa í fram­kvæmda­hópn­um: Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans,og Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóra alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu banka­stjóra.

Í til­kynn­ingu sagði að Glenn Victor Kim gegndi áfram for­mennsku í fram­kvæmda­hópn­um, en hann hefur ára­langa reynslu af erlendum fjár­mála­mörk­uðum og starf­aði m.a. áður sem sér­stakur ráð­gjafi þýska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar á evru­svæð­inu. Auk ofan­greindra eru í hópnum Bene­dikt Gísla­son, ráð­gjafi fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra í hafta­mál­um.

Auglýsing

Eiríkur Svav­ar­son hæsta­rétt­ar­lög­maður hætti störfum í hópnum fyrir skemmstu en Ásgeir Helgi Reykj­fjörð Gylfa­son, yfir­lög­fræð­ingur MP banka, tók sæti í hópnum fyrr á þessu ári.

Kurr innan fjár­mála­geiransLjóst er að þeir sem starfa að áætl­un­ar­gerð um losun hafta búa yfir mjög verð­mætum upp­lýs­ingum sem gætu nýst á mark­aði til að hagn­ast veru­lega. Í trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu sem allir sem vinna með hafta­los­un­ar­hópnum eru látnir skrifa undir kemur fram hversu við­kvæmar upp­lýs­ing­arnar eru og hversu mik­il­vægt það sé fyrir sér­fræð­ing­anna að halda trúnað um þær.

Brjóti þeir gegn þeim trún­aði eða mis­noti upp­lýs­ing­arnar með ein­hverjum hætti gæti það verið talið sak­næmt athæfi, og við­kom­andi gæti verið ákærður fyrir vik­ið.

Sigurður Hannesson er varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta. Sig­urður Hann­es­son er vara­for­maður fram­kvæmda­hóps um losun fjár­magns­hafta.

Áhyggjur af þess­ari stöðu eru vel þekktar og mikið ræddar innan fjár­mála­geirans. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru ástæður þess að skipan  þriggja manna sem starfað hafa í MP banka: Sig­urðar Hann­es­son­ar, Bene­dikts Gísla­sonar og Ás­geirs Helga Reyk­fjörð Gylfa­son­ar, hafa vakið upp kurr er sú að áhyggjur eru á meðal stjórn­enda og starfs­manna ann­arra fyr­ir­tækja innan fjár­mála­geirans að einn banki fái betri upp­lýs­ingar um stöðu mála en allir hin­ir. Ef einn banki veit meira um hvað sé framundan varð­andi losun hafta, og þær leiðir sem stjórn­völd ætla að fara í þeirri veg­ferð, þá sé hann með stórt sam­keppn­is­legt for­skot á sam­keppn­is­að­ila sína á mark­aði.

Þing­menn leggja dreng­skap sinn undirÞað eru ekki bara sér­fræð­ing­arnir sem þurfa að skrifa undir skjöl vegna hafta­los­un­ar­á­ætl­un­ar. Þeir þing­menn sem sitja í sam­ráðs­nefnd þing­flokka um afnám fjár­magns­hafta hafa allir und­ir­ritað þagn­ar­heit sem í felst að þeir gæti „þag­mælsku um atriði sem ég kann að fá vit­neskju um í starfi mínu fyrir hóp­inn sem leynt skulu fara sam­kvæmt lögum eða eðli máls. Þagn­ar­skyldan skal hald­ast þótt störfum hóps­ins sé lok­ið“.

Þegar þing­menn­irnir skrif­uðu undir þagn­ar­heitið var þeim einnig gert ljóst að þeir kunni, í tengslum við störf hóps­ins, að fá vit­neskju um inn­herj­a­upp­lýs­ingar og telj­ist þar með inn­herjar sam­kvæmt lögum um verð­bréfa­við­skipti.

Sam­ráðs­hóp­ur­inn hefur reyndar ekki verið upp­lýstur mik­ið. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hann ekki fundað það sem af er þessu ári. Innan Vinstri grænna hafa verið uppi háværar raddir um að rétt sé að flokk­ur­inn segi sig úr hópnum vegna sam­ráðs­leys­is.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None