Sigríður Björk þurfti ekki að láta ráðuneytið fá persónuupplýsingar

sbg.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt úrskurði Per­sónu­verndar í Falun Gong mál­inu svo­kall­aða frá árinu 2003, er lög­reglu ekki skylt að afhenda ráðu­neytum per­sónu­upp­lýs­ing­ar. Í úrskurð­inum kemur fram að ráð­herra sé ekki hand­hafi lög­reglu­valds og því hafi hann ekki sömu heim­ild og lög­regla til vinnslu og miðl­unar per­sónu­upp­lýs­inga. Þá gildi einu þó ráð­herra sé æðsti yfir­maður lög­reglu. Úrskurð­ur­inn stang­ast á við ummæli Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur, þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum og núver­andi lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, í tengslum við leka­málið svo­kall­aða.

„Ef ráðu­neytið biður um eitt­hvað, þá fær ráðu­neytið það sem það biður um“Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, sendi Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, grein­ar­gerð um mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos í árdaga leka­máls­ins svo­kall­aða, sam­kvæmt óform­legu sím­tali þeirra á milli.

Í sam­tali við frétta­stofu RÚV á laug­ar­dag­inn sagði Sig­ríður Björk að umbeðin grein­ar­gerð hafi verið send Gísla Frey, þar sem hann hafi verið full­trú­i inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og full­trúi ráð­herra. „Ef ráðu­neytið biður um eitt­hvað þá fær ráðu­neytið það sem það biður um,“ sagði Sig­ríður Björk í sam­tali við RÚV.

Hún kvaðst hafa sent upp­lýs­ing­arnar á grund­velli 14. greinar laga um Stjórn­ar­ráð Íslands, en þar seg­ir: „Ráð­herra getur krafið stjórn­vald, sem heyrir undir yfir­stjórn hans, um hverjar þær upp­lýs­ingar og skýr­ingar sem honum er þörf á til að sinna yfir­stjórn­ar­hlut­verki sín­u.“ Þá sagði Sig­ríður Björk enn­fremur í áður­nefndri frétt RÚV: „Við höfum oft sent grein­ar­gerðir um ýmis mál inn í ráðu­neyt­ið, allir í kerf­inu gera það.“

Auglýsing

Ráð­herra er ekki hand­hafi lög­reglu­valdsEins og Kjarn­inn hefur áður rakið var umbeðin grein­ar­gerð send Gísla Frey í trássi við reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Þar segir að per­sónu­upp­lýs­ingum verði aðeins miðlað til ann­ara stjórn­valda eða til einka­að­ila; sam­kvæmt sam­þykki hins skráða, sam­kvæmt laga­heim­ild, sam­kvæmt heim­ild Per­sónu­verndar eða ef miðlun upp­lýs­inga er nauð­syn­leg til að koma í veg fyrir alvar­lega og aðsteðj­andi hættu.

Í úrskurði Per­sónu­verndar í Falun Gong mál­inu svo­kall­aða, frá árin­u 2003, var þá­ver­andi dóms­mála­ráðu­neyti óheim­ilt að miðla upp­lýs­ingum um með­lim Falun Gong til Flug­leiða og nokk­urra sendi­ráða Íslands­,þar sem ekki var gætt að því að upp­fyllt væru skil­yrði reglu­gerðar um miðlun per­sónu­upp­lýs­inga frá lög­reglu og ráðu­neytið var ekki réttur aðili til meta hvort aðstæður heim­il­uðu slíka miðl­un. Um var að ræða lista af hálfu Rík­is­lög­reglu­stjóra, yfir ein­stak­linga sem talið var að væru á leið til Íslands í því skyni að efna til mót­mæla og trufla þannig heim­sókn Kína­for­seta hingað til lands.

Frá mótmælum Falun Gong vegna opinberrar heimsóknar Kínaforseta til Íslands árið 2002. Frá mót­mælum Falun Gong vegna opin­berrar heim­sóknar Kína­for­seta til Íslands árið 2002.

Í nið­ur­stöðukafla úrskurð­ar­ins seg­ir: „Varð­andi tengsl dóms­mála­ráð­herra og lög­reglu skal tekið fram að í 4. gr. lög­reglu­laga nr. 90/1996 segir að dóms­mála­ráð­herra sé æðsti yfir­maður lög­regl­unnar í land­inu og að rík­is­lög­reglu­stjóri fari með mál­efni lög­reglu í umboði hans. Í 9. gr. lag­anna er hins vegar talið upp hverjir séu hand­hafar lög­reglu­valds og er dóms­mála­ráð­herra ekki þeirra á með­al. Að mati Per­sónu­verndar verður ákvæði 4. gr. ekki túlkað þannig að dóms­mála­ráð­herra hafi sömu heim­ild og lög­regla hefur til vinnslu og miðl­unar per­sónu­upp­lýs­inga.“

„Vinnsla“ per­sónu­upp­lýs­inga er skil­greind í lögum um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga. „Sér­hver aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með per­sónu­upp­lýs­ing­ar, hvort heldur sem vinnslan er hand­virk eða raf­ræn.“ Að taka við per­sónu­upp­lýs­ing­um, vista þær, skrá þær, lesa þær eða opna tölvu­póst sem þær ber­ast í fellur þannig allt undir „vinnslu“ per­sónu­upp­lýs­inga, sam­kvæmt athug­un Kjarn­ans.

Lög um Stjórn­ar­ráð Íslands eiga ekki við varð­andi miðlun per­sónu­upp­lýs­ingaÚr­skurður Per­sónu­verndar í Falun Gong mál­inu er því athygl­is­verður fyrir margar sak­ir. Þó Rík­is­lög­reglu­stjóra hafi ekki verið óheim­ilt að afla per­sónu­upp­lýs­inga um með­limi Falun Gong, getur ráð­herra ekki farið fram á að fá afhentar slíkar upp­lýs­ingar nema að skil­yrðum áður­nefndar reglu­gerðar um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu sé upp­fyllt. Í því sam­bandi er ekki hægt að líta til stöðu ráð­herra sem yfir­stjórn­anda lög­reglu eins og úrskurð­ur­ ­Per­sónu­verndar frá árinu 2003 stað­fest­ir.

Miðað við ummæli Sig­ríðar Bjarkar er vand­séð að hún­ hafi gætt þess að Gísli Freyr væri til þess bær aðili til að taka við per­sónu­upp­lýs­ingum sem aflað var í þágu lög­reglu­starfa, sem henni bar að gera áður en hún miðl­aði til hans gögn­um. Skýr­ingar hennar eru í raun á skjön við allar grund­vall­ar­reglur á sviði ábyrgrar stjórn­sýslu og réttrar með­ferðar á per­sónu­upp­lýs­ing­um.

Þá vekur sömu­leiðis athygli að Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir var ­skipuð aðstoð­ar­rík­is­lög­reglu­stjóri árið 2007, og hefði því ef til vill átt að vera upp­lýst um lyktir Falun Gong máls­ins hjá Per­sónu­vernd og hvaða lær­dóm hafi mátt draga af mál­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None