mynd_samherji_2.jpg

Skæruliðadeild Samherja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið

Hluti þess hóps sem rekur áróðursstríð Samherja gegn blaðamönnum og ákveðnum fjölmiðlum sem fjallað hafa um fyrirtækið lýsir sér í samtölum sem „skæruliðadeild Samherja“. Einn þeirra segist bara vera „eitt tannhjól í góðri vél“. Í gögnum sem Kjarninn hefur undir höndum, og sýna meðal annars samskipti milli þessa hóps og helstu stjórnenda Samherja, má sjá hversu mikið er lagt í að safna upplýsingum um blaðamenn, reyna að gera þá ótrúverðuga og jafnvel vanhæfa til að fjalla áfram um Samherja.

Þann 20. nóv­em­ber 2019, tæpri viku eftir að umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu birtist, sendi Mar­grét Ólafs­dótt­ir, rit­ari Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, sem hafði þá nýlega stigið til hliðar úr for­stjóra­stóli Sam­herja, póst til Þor­björns Þórð­ar­son­ar, fyrr­ver­andi fjöl­miðla­manns.

Þor­björn hafði í byrjun júlí sagt upp störfum hjá frétta­stofu Stöðvar 2 eftir rúman ára­tug í fjöl­miðl­um, og sagði við það til­efni við mbl.is að hann ætl­aði sér að hefja störf á nýrri lög­manns­stofu 1. sept­­em­ber 2019, eft­ir að hafa fengið mál­­flutn­ings­rétt­indi fyr­ir hér­aðs­dómi skömmu áður. „Það var komið að þeim tíma­­punkti hjá mér að ég þurfti nýja áskor­un og lög­­­mennsk­an hef­ur alltaf heill­að.“ 

Í nóv­em­ber var Þor­björn kom­inn til starfa fyrir Sam­herja. Mar­grét Ólafs­dóttir kynnti hann með eft­ir­far­andi hætti í tölvu­pósti: „Til uppl. Þor­björn er okkar PR ráð­gjafi.“

Auglýsing

Póst­ur­inn var til Páls Stein­gríms­son­ar, skip­stjóra hjá Sam­herja, til að láta hann vita að Þor­björn hefði verið ánægður með til­lögu sem Mar­grét hafði lagt fyrir hann. Til­lagan var eft­ir­far­andi: „Ég fékk skila­boð frá einum af skip­stjór­unum okkar Páli Stein­gríms­syni. Hann hefur verið mjög „aktíf­ur“ að skrifa bæði í blöð og á sam­fé­lags­miðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á ein­hver skrif.“ 

Heiti tölvu­pósts sem Mar­grét hafði sent á Þor­björn, og áframsendi nú á Pál, var „Nafn á skrif“. 

Þor­björn svar­aði: „Frá­bært að vita af þessu. Ég vista núm­erið hans og net­fang. Mér finnst mjög lík­legt að þetta nýt­ist.“

Farið í stríð

Grein­arnar sem Páll hafði áður skrifað fjöll­uðu flestar með jákvæðum for­merkjum um ríkj­andi skipu­lag í sjáv­ar­út­vegi og með þókn­an­legum hætti um þá sem stýra málum innan þeirrar atvinnu­grein­ar. Í tölvu­póst­sam­skiptum sem Kjarn­inn hefur fengið aðgang að sést að Páll hefur skrifað grein­ar, og sett ummæli á sam­fé­lags­miðla, í sam­starfi við fólk úr efsta lag­inu hjá Sam­herja. Þá las starfs­maður Lands­sam­bands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) yfir greinar hans um skeið. Nafni sam­bands­ins var breytt í Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) fyrir nokkrum árum og þegar áður­nefndur starfs­maður hætti störfum fyrir hags­muna­sam­tökin tók Bene­dikt Sig­urðs­son, núver­andi upp­lýs­inga­full­trúi SFS, við og las yfir greinar fyrir Pál. 

Þorbjörn Þórðarson var fréttamaður á Stöð 2 árum saman. Hann hætti störfum þar sumarið 2019 og réð sig skömmu síðar í störf fyrir Samherja.
Mynd: Skjáskot/Youtube

Sam­starf Þor­björns og Páls, sem voru leiddir saman af efsta lagi stjórn­enda og eig­enda Sam­herja, hófst form­lega þann 1. des­em­ber 2019 þegar Páll skrif­aði grunn að grein sem bar yfir­skrift­ina „Sak­laus uns sekt er sönn­uð“. Fjórum dögum fyrr sendi Páll grein­ina á Þor­björn og skrif­aði í tölvu­pósti: „Þú með­höndlar þetta eins og þér hennt­ar.“ 

Degi síðar sendi Þor­björn grein­ina til baka og skrif­aði með: „Ég breytti eig­in­lega öllu í grein­inni en merk­ingin er sú sama.“ 

Páll þakk­aði Þor­birni fyrir og degi síð­ar, 3. des­em­ber, sendi hann grein­ina til Mar­grétar Ólafs­dótt­ur,  sem sér um öll tölvu­póst­sam­skipti fyrir Þor­stein Má, með eft­ir­far­andi skila­boð­um: „Sendi þér mín fyrstu skref í þess­ari bar­áttu okk­ar.“ Skömmu síðar sendi hann grein­ina líka á Krist­ján Vil­helms­son, útgerð­ar­stjóra Sam­herja.

Þor­björn sendi svo leið­bein­ingar á Pál um hvert greinin ætti að fara til birt­ingar og hún birt­ist loks á Vísi þann 5. des­em­ber 2019. Í end­an­legri útgáfu hennar var um tíu pró­sent eftir af þeim drögum sem Páll hafði upp­haf­lega skrif­að. Hann er þó einn skrif­aður fyrir grein­inni.

Stríðið var haf­ið.

Helstu stjórn­endur beinir þátt­tak­endur

Í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, sem sýna meðal ann­ars tölvu­póst­sam­skipti og sam­töl milli ein­stak­linga í spjall­for­riti, sést hvernig varn­ar­bar­átta Sam­herja hefur þró­ast frá því að opin­berun fjöl­miðla á hinu svo­kall­aða Namib­íu­máli – þar sem grunur er um mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti – varð í nóv­em­ber 2019.

Auglýsing

Gögnin sýna að margir ein­stak­lingar innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar koma beint að öllum við­brögðum við þeim frétta­flutn­ingi og öðrum sem fylgt hafa í kjöl­far­ið. Þar ber að nefna, til við­bótar við áður­nefnda Þor­stein Má og Krist­ján, Bald­vin Þor­steins­son, for­stjóra Sam­herja í Evr­ópu, son Þor­steins Más og einn helsta eig­andi Sam­herja á Íslandi, Björgólf Jóhanns­son, sem sett­ist um tíma í for­stjóra­stól Sam­herja eftir að Namib­íu­málið kom upp, Örnu Bryn­dísi McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herja til margra ára, og Óskar Magn­ús­son, sem situr í stjórn Sam­herja og hefur verið náinn ráð­gjafi Þor­steins Más árum sam­an­. Þor­steinn Már og Arna eru á meðal þeirra sex núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Sam­herja sem fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings við yfir­heyrslur hjá sér­stökum sak­sókn­ara í fyrra. Í mál­inu er grunur um að mútu­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­ars til erlendra opin­berra starfs­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auðg­un­ar­brot. 

Ráð­gjaf­inn og einka­spæj­ar­inn Jón Óttar Ólafs­son leikur stórt hlut­verk á bak­við tjöldin og það gerir áður­nefndur Þor­björn Þórð­ar­son einnig. En þeim sem oft­ast er att út á for­aðið með skrif og mein­ingar ofan­greinds hóps er skip­stjór­arnum Páli Stein­gríms­syni.

Páll Steingrímsson hefur verið titlaður höfundur fjölmargra greina sem birst hafa á Vísi undanfarin ár. Í greinunum eru iðulega blaðamenn eða fjölmiðlar til umfjöllunar.
Mynd: Skjáskot/Vísir

Í sam­tali milli Örnu og Páls er ítrekað vísað til þess að þau séu, ásamt öðrum starfs­mönnum og ráð­gjöfum Sam­herja, hluti af því sem þau kalla „skæru­liða­deild Sam­herja“ sem vinni hörðum höndum á bak­við tjöldin í því stríði sem þau telja sig standa í. 

„Menn­irnir hafa gefið grænt ljós“

Þegar leið að jólum 2019 skipt­ust þeir Þor­björn og Páll á ýmsum upp­lýs­ingum um efni sem gæti not­ast til að koma höggi á þá fjöl­miðla sem Sam­herji hafði, og hef­ur, í sigti sínu, ásamt lista­mönnum og stjórn­mála­mála­mönn­um. 

Næstu mán­uði fór bar­átta Sam­herja þó að mestu fram í gegnum birt­ingar á ýmsum yfir­lýs­ingum og til­kynn­ingum á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins, þeirri sömu og við­skipta­vinir hennar fletta upp þegar þeir þurfa að nálg­ast upp­lýs­ingar um Sam­herja. Alls birt­ust vel á annan tug slíkra efna á þeim vett­vangi frá nóv­em­ber 2019 og fram á vor árið eft­ir. Flest fjöll­uðu um Helga Seljan eða RÚV.

Um sum­arið 2020 var svo komið að næstu skref­um. Í byrjun júní unnu Arna og Þor­björn saman að upp­færslu á drögum að grein sem á end­anum var birt í nafni Páls og bar fyr­ir­sögn­ina „Rit­sóð­inn Helgi Selj­an“. 

Kvöldið áður en greinin birt­ist á Vísi sendi Þor­björn póst á Pál með upp­færðri grein. Þar sagði meðal ann­ars: „Menn­irnir hafa gefið grænt ljós á grein­ina í þess­ari mynd svo þú mátt senda grein­ina á grein­ar@vis­ir.is þegar þú ert búinn að afrita þetta í Wor­d-skjal og vista.“

Meg­in­inni­hald grein­ar­innar var tján­ing Helga Seljan á sam­fé­lags­miðl­um. Ástæða þess að Páll átti að setja grein­ina í nýtt Wor­d-skjal og vista var að fela staf­ræn fingraför Þor­bjarnar á grein­inni.

„Bara eitt tann­hjól í góðri vél“

Nokkrum dögum síðar hófst ferlið á ný. Aftur var fram­kvæmdin svip­uð. Páll skrif­aði gróf drög að grein, Þor­björn breytti þeim umtals­vert og svo var beð­ið. Í tölvu­pósti sem sendur var degi áður en greinin birt­ist sagði Þor­björn: „Kíktu á þetta en ekki senda neitt inn til birt­ingar fyrr en þú færð grænt ljós frá mér. Ég á eftir að láta menn­ina lesa þetta yfir.“ Páll svarar honum og seg­ir: „Já sæll þú hefur lagt mikla vinnu í þetta og já ég bíð rólegur er bara eitt tann­hjól í góðri vél.“

Græna ljósið frá „mönn­un­um“ kom 13. júní, eftir að Arna hafði bætt við punkt­um, og degi síðar birt­ist annar hluti greinar­aðar í nafni Páls, „Rit­sóð­inn Helgi Seljan II“, á Vísi.

Næsta grein birt­ist 11. júlí á vef Mann­lífs. Hún fjall­aði um Ólaf Örn Jóns­son, oft kall­aður Óli Ufsi, í kjöl­far þess að hann hafði greint frá því að hann teldi sig hafa misst störf vegna and­stöðu sinnar við kvóta­kerf­ið. Greinin bar fyr­ir­sögn­ina „Þrá­hyggja Ólafs Arnar Jóns­son­ar“ og Páll er skrif­aður einn fyrir henni.

Segja að gögnunum hafi verið stolið og hafa kært til lögreglu

Kjarninn hafði samband við helstu stjórnendur Samherja vegna umfjöllunarinnar og lagði fyrir þá fjölmargar spurningar í tengslum við þessa umfjöllun. Þeim fyrirspurnum var beint til Þorsteins Más Baldvinssonar, Björgólfs Jóhannssonar og Eiríks Jóhannssonar, stjórnarformanns Samherja.

Páll Steingrímsson vildi ekki ræða efnislega um greinarskrif sín eða samskipti við stjórnendur Samherja þegar Kjarninn náði tali af honum. Ekki náðist samband við Þorbjörn Þórðarson, sem svaraði ekki símtölum frá blaðamanni Kjarnans.

Í svari sem Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, sendi fyrir hönd Samherja síðdegis í gær kom fram að fyrir lægi að þau gögn sem umfjöllun Kjarnans byggir á hafi fengist með innbroti í síma og tölvu Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja. Páll hafi kært innbrotið og meðferð gagnanna til lögreglu fyrir fáeinum dögum þar sem málið bíði lögreglurannsóknar. „Hvorki Samherji hf. né fyrirsvarsmenn félagsins munu fjalla um inntak gagna sem aflað hefur verið með refsiverðum hætti. Með því væri verið að ljá umfjöllun vægi sem hún á ekki skilið. Fyrirspurnum yðar verður því ekki svarað.“

Í svari Arnars Þórs er þó tiltekið að rétt sé að fram komi að „starfsfólk Samherja hf. hefur fullar heimildir til að ráða ráðum sínum um sameiginleg málefni sín og félagsins og ekkert óeðlilegt við það, sér í lagi þegar þeir og félagið sæta slíkum árásum sem á þeim hafa dunið að undanförnu af hálfu fjölmiðla.“

Ábyrgðarmenn Kjarnans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miðilsins bárust frá þriðja aðila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framið og fjöldi fordæma eru fyrir því hérlendis sem erlendis að fjölmiðlar birti gögn sem eiga erindi við almenning án þess að hafa upplýsingar um hvernig þeirra var aflað. Það var skýr niðurstaða ábyrgðarmanna Kjarnans að hluti gagnanna ætti sterkt erindi og því eru almannahagsmunir af því að fjalla um þau með ábyrgum hætti.

Nú sner­ust hlut­verkin hins vegar við. Þor­björn skrif­aði drögin og Páll gerði nokkrar breyt­ing­ar, áður en Þor­björn upp­færði hana á ný.  

Þremur dögum síð­ar, 14. júli birt­ist svo greinin „Hvar eru störfin sem glöt­uð­ust í Namib­íu“ sem Páll er skrif­aður fyr­ir. Þar er spjót­unum áfram beint að Helga Seljan auk þess sem Krist­inn Hrafns­son, sem starfar hjá Wiki­leaks og kom að Namib­íu-­mál­inu, er einnig til nei­kvæðrar umfjöll­un­ar. Í aðdrag­anda þeirrar birt­ingar áttu sér stað kunn­ug­leg vinnu­brögð. Þor­björn sendi póst þar sem stóð meðal ann­ars: „Þessi pist­ill er hugs­aður fyrir Vísi. Ég ætla að senda þetta á menn­ina og fá álit þeirra. Svo þegar við höfum fengið grænt ljós þá sendir þú pistil­inn inn.“

Mynd­banda­fram­leiðslan hefst

Í ágúst 2020 hófst birt­ing mynd­banda á vegum Sam­herja þar sem Helgi Seljan hefur verið helsti skot­spónn­inn. Mynd­böndin hafa birst reglu­lega alla tíð síðan og eru í dag orðin 13 tals­ins. Gögnin sem Kjarn­inn hefur undir höndum benda til þess að fleiri hafi verið fram­leidd en hafi þegar verið birt, en að hluti þess hóps sem tekur þátt í áróð­urs­stríð­inu hafi lagst gegn frek­ari birt­ing­u. 

Skjáskot úr einu myndbandi Samherja um Helga Seljan. Í því var birt leynileg upptaka af samtali við Helga.
Mynd: Skjáskot/Youtube

Í sama mán­uði birt­ist næsta grein Páls á Vísi. Henni var beint að Svav­ari Hall­dórs­syni, fyrr­ver­andi blaða­manni og eig­in­manni Þóru Arn­órs­dótt­ur, rit­stjóra Kveiks. Fyr­ir­sögn hennar var „At­huga­semdin sem Svavar Hall­dórs­son eyddi“. Hún skír­skotar í að Svavar hafi eytt ummælum sem skrifuð voru í nafni Páls við stöðu­upp­færslu hans á Face­book. Ummælin voru skrifuð af Þor­birni og send til Páls til birt­ing­ar. Sömu sögu er að segja um grein­ina sem birt­ist á Vísi. Þetta er hægt að sjá í tölvu­póstum sem til­heyra þeim gögnum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Sama fyr­ir­komu­lag var við­haft við birt­ingu næstu grein­ar, sem birt var 2. októ­ber 2020 með fyr­ir­sögn­inni „Þögn Aðal­steins“. Umræddur Aðal­steinn er Kjart­ans­son og var hluti af því Kveik­steymi sem vann umfjöll­un­ina um Namib­íu­mál­ið. Degi fyrir birt­ingu sendi Þor­björn tölvu­póst á Pál þar sem honum var sagt að afrita text­ann í Wor­d-skal, en slíkt kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hver höf­undur upp­runa­lega skjals­ins sé. 

Kjarn­inn næstur í röð­inni

Skammur tími leið þar til að næsta grein tvíeyk­is­ins rataði á Vísi. Páll sendi Þor­birni upp­kast sem Þor­björn end­ur­skrif­aði að nán­ast öllu leyti, en inn­tak grein­ar­innar var að Kjarn­inn hefði ekki birt frétt um upp­boð á afla­heim­ildum í Namib­íu. Kjarn­inn birti hins vegar slíka frétt nokkrum klukku­stundum áður en grein Þor­bjarnar og Páls, „Þögn um upp­boð“, birt­ist. 

Á meðal helstu breyt­inga sem Þor­björn gerði á grein­inni voru þær að bæta við kafla undir milli­fyr­ir­sögn­inni: „Marg­þætt tengsl RÚV og Kjarn­ans“. Þar end­ur­tók hann upp­lýs­ingar úr skjölum sem „skæru­liða­deild­in“ hafði safnað saman um nafn­greint fjöl­miðla­fólk. 

Þann 23. októ­ber birt­ist svo grein á Vísi með fyr­ir­sögn­inni „Grímu­laus and­staða Helga Seljan við Sam­herja“ sem sér­stök umfjöllun er um hér að neð­an. 

Páll birti grein sem sonur forstjóra Síldarvinnslunnar skrifaði

Það er ekki bara almannatengslaráðgjafinn Þorbjörn Þórðarson eða lögfræðingurinn Arna McClure sem hafa haldið á penna þegar greinar birtast í nafni Páls Steingrímssonar. Í samtali Páls og Baldvins Þorsteinssonar á spjallþræði kom fram að sonur forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefði skrifað greinina „Grímulaus andstaða Helga Seljan við Samherja“, sem birtist á Vísi 23. október í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum um skjalið sem geymdi greinina sem Páll sendi á Baldvin virðist hún hafa verið samin í gegnum Word-aðgang í nafni Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar.

Páll sagði að hann hefði fengið greinina senda og tók fram að sá sem ritaði greinina gæti ekki stöðu sinnar vegna birt hana undir nafni, „en bauð mér að nota hana og persónulega myndi ég vilja að við gerðum það vegna þess hver þessi maður er.“ Baldvin les greinina og kveður svo upp sinn dóm: Þetta sé „fínasta grein“.

Þá svarar Páll: „Það er Sigurður Ingvi Gunnþórs sem á heiðurinn að greininni skil vel að hann vilji ekki setja nafnið sitt við hana.“ Umræddur huldupenni, Sigurður Ingvi Gunnþórsson, er fæddur árið 1998.

Ekki er þó rétt að eigna honum greinina að öllu leyti. Páll virðist af samskiptum að dæma hafa komið henni áleiðis til Þorbjörns. Greinin berst síðan með tölvupósti frá Þorbirni til Páls að kvöldi dags 22. október.

„Það er komið grænt ljós á greinina. Hún er talsvert breytt og er hér í viðhengi. Þú getur sent þetta á Vísi núna, ef þú vilt,“ sagði Þorbjörn við Pál.

Á þessum tíma hafði Sam­herji kært alls ell­efu starfs­menn RÚV til siða­nefndar rík­is­fjöl­mið­ils­ins vegna ummæla sem þeir höfðu sett fram á sam­fé­lags­miðl­um, í flestum til­vikum sem við­bragð við árásum Sam­herja á sam­starfs­menn þeirra. Greinin fjall­aði að uppi­stöðu um að tján­ing Helga Seljan á sam­fé­lags­miðlum væri í and­stöðu við siða­reglur RÚV. 

Þegar kæra Sam­herja barst til siða­nefndar RÚV þá lá fyrir að end­ur­skoða ætti regl­urn­ar, enda hafði fyrri siða­nefnd talið að hún gæti ekki starfað eftir þeim og starfs­menn RÚV ótt­uð­ust að hægt væri að nota regl­urnar til að þagga niður í frétta­flutn­ingi. Þrátt fyrir þetta ákvað yfir­stjórn RÚV að skipa nýja siða­nefnd til að takast ein­ungis á við kæru Sam­herja og nið­ur­staða hennar var að Helgi hefði gerst brot­legur við siða­reglur með fjórum ummælum á sam­fé­lags­miðl­um. Aðrir kærðir voru sýkn­að­ir. 

„Að­keyptu menn­irn­ir“ hafi ekk­ert til mál­anna að leggja

Nokkuð skýrt er á þeim sam­tölum sem eiga sér stað í mis­mun­andi hópum meng­is­ins að hluti hans vill ganga lengra en aðr­ir. Þar er helst um Örnu og Pál að ræða og í einu sam­tali þeirra kvartar Arna yfir því að Óskar Magn­ús­son haldi sér utan við allt. Hún segir karl­rembu ein­kenna hóp­inn sem taki ákvarð­anir og að þeir séu hræddir við sterkar kon­ur. „Þmb [Þor­steinn Már Bald­vins­son] þarf bara að taka aftur völd­in.“

Í öðru sam­tali í upp­hafi árs 2021 ræða þau áfram þessa stöðu. Þá segir Páll: „Bubbi [Björgólfur Jóhanns­son] og Þor­björn eru að reyna að gera sig breiða og eru alltaf að taka upp hug­myndir frá öðrum kemur ekk­ert frá þeim okkur til hags­bóta.“ Arna svarar honum og segir að „að­keyptu menn­irnir hafa ekk­ert til mál­anna að leggja“ og bætir við „ég þoli ekki að það sé ekki hægt að vinna sam­an. Ég hata þessa typpa­keppn­i“.

Björgólfur Jóhannsson er einn hinna „aðkeyptu“ manna sem eru gagnrýndir í gögnunum.
Mynd: Samherji

Um miðjan febr­úar 2021 skrifa Páll og Arna grein sem þau vilja birta en Þor­björn breytir veru­lega. Páll er ósáttur með það og sendir Mar­gréti Ólafs­dótt­ur, rit­ara Þor­steins Más, tölvu­póst og biður hana að koma honum á „hlut­að­eig­and­i“. Þar stendur meðal ann­ars: „Þið ráðið för en ég hef hins vegar lofað sjálfum mér þvi að setja ekk­ert fram í mínu nafni sem ég er ósáttur við.“ Af sam­skiptum Páls við Þor­stein Má á spjall­þræði þeirra tveggja má ráða að Páli hafi helst þótt greinin of bit­laus.

„Nú þarf að snúa og svo salta í sárið“

Síð­asta grein Páls sem birt var á vef Vísi heitir „Hræsni góða fólks­ins“. Líkt og með ýmsar aðrar greinar þá voru drög skrifuð af Páli, tölu­verðu bætt við af Örnu og þaðan var hún send til Björg­ólfs til sam­þykk­is. Það gerð­ist rúmum einum og hálfum mán­uði eftir að til­kynnt var um að Björgólfur væri hættur sem for­stjóri Sam­herja. Greinin var svo end­ur­skrifuð af Þor­birni og send aftur til Páls með leið­bein­ingum um hvernig eigi að koma í veg fyrir að staf­ræn fingraför hans séu á grein­inn­i. 

Hún birt­ist 29. mars 2021 og fjallar að mest um við­brögð sem urðu við nið­ur­stöðu siða­nefndar RÚV í mál­inu gegn Helga Selj­an. 

Í kjöl­far birt­ing­ar­innar ræddu Arna og Páll saman um að það væri enn nóg til í vopna­búr­inu til að nudda RÚV upp úr. Arna skrif­aði: „Vona að óskar bubbi og Þor­björn standi við það sem þeir hafa sagt við þig, að gefa ekki eft­ir. Við erum búin að stinga. Nú þarf að snúa og svo salta í sár­ið.“

Páll svar­aði: „Stundum vildi ég óska þess að það væri meira af yfir­mönnum hjá þessu fyr­ir­tæki sem hefðu sömu hugsun og þú.“

Fyr­ir­vari rit­stjóra Kjarn­ans: Höf­undar frétta­skýr­ing­ar­inn­ar, umfjall­anir þeirra tengdar Sam­herja og Kjarn­inn í heild eru á meðal þess sem fjallað er um í greinum sem Páll Stein­gríms­son er skrif­aður fyr­ir. Rit­stjóri Kjarn­ans er auk þess á meðal þeirra sem eru til umfjöll­unar í sam­tölum sem má finna í þeim gögnum sem þessi frétta­skýr­ing bygg­ist á. Þá er að finna mynd af honum í gögn­unum og skjal þar sem flestir starfs­menn Kjarn­ans eru upp­tald­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar