Sneru á Kínverja

Kínversk stjórnvöld hugsa Dönum þegjandi þörfina eftir að danskir þingmenn hjálpuðu andófsmanni, sem átti yfir höfði sér fangelsisdóm, að komast frá Hong Kong til Danmerkur.

Ted Hui var þingmaður á svæðisþinginu í Hong Kong.
Ted Hui var þingmaður á svæðisþinginu í Hong Kong.
Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra fékk Ted Hui, þing­maður á svæð­is­þing­inu í Hong Kong boð um að koma til Dan­merk­ur. Boðið kom frá tveimur dönskum þing­mönn­um, þeim Kat­ar­ina Ammitz­bøll og Uffe Elbæk. Ted Hui hafði verið ákærður fyrir að hafa níu sinnum brotið lög í tengslum við bar­áttu hans fyrir auknu lýð­ræði. Slík brot varða margra ára fang­els­is­vist. Ted Hui hafði verið hand­tek­inn en síðar lát­inn laus gegn trygg­ingu, hann mátti hins­vegar ekki fara úr landi.

Boðs­bréf­inu fylgdi dag­skrá og þar kom fram að Ted Hui byð­ist að taka þátt í nokkrum fundum og að minnsta kosti tveimur ráð­stefn­um. Lög­reglan í Hong Kong taldi að Ted Hui hefði, í krafti þing­mennskunn­ar, fengið þetta boð og myndi í ferð­inni hitta danska þing­menn og full­trúa umhverf­is­sam­taka. Ted Hui flaug til Dan­merkur í des­em­ber.

Auglýsing

Hvorki fundir né ráð­stefnur

Fljót­lega eftir að Ted Hui var kom­inn til Dan­merkur kom í ljós að til­gangur ferð­ar­innar var ekki að hitta þing­menn, sitja ráð­stefnur eða ræða við umhverf­is­vernd­ar­sinna. Ted Hui var ein­fald­lega að flýja land og naut til þess aðstoðar dönsku þing­mann­anna. Kat­ar­ina Ammitz­bøll útbjó boðs­bréfið og Uffe Elbæk „skáld­aði” dag­skrána. Kín­versk stjórn­völd náðu ekki upp í nefið á sér fyrir bræði þegar í ljós kom að dönsku þing­menn­irnir höfðu platað þau upp úr skón­um.

Ted Hui (fyrir miðju) og Uffe Elbæk (t.h.) eftir komu þess fyrrnefnda til Kaupmannahafnar í desember í fyrra.

Til Bret­lands og síðar Ástr­alíu

Ted Hui stóð ekki lengi við í Dan­mörku. Eftir nokk­urra daga dvöl í Kaup­manna­höfn hélt hann til Bret­lands og síð­ast­lið­inn þriðju­dag (9. mars) kom hann til Ástr­al­íu. Þar hyggst hann setj­ast að og halda áfram bar­áttu sinni gegn stjórn­völdum í Kína.

Það hefur lengið verið grunnt á því góða milli ástr­al­skra og kín­verskra stjórn­valda. Ástr­alir hafa verið mjög gagn­rýnir á stefnu Kín­verja í mann­rétt­inda­málum og hafa kært sig koll­ótta um hót­anir þeirra í sinn garð. Kín­verjar hafa snið­gengið og bannað inn­flutn­ing á áströlskum varn­ingi.

Fékk hjálp áströlsku rík­is­stjórn­ar­innar

Ted Hui hefur greint frá því að hann hafi notið aðstoðar rík­is­stjórnar Ástr­alíu til að kom­ast þang­að. Vegna kór­ónu­veirunnar gilda mjög strangar reglur um komur til lands­ins. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken sagði Ted Hui að áströlsk stjórn­völd hefði veitt sér und­an­þágu frá fjöl­mörgum reglum varð­andi það að kom­ast inn í land­ið. Og þau hefðu enn­fremur aðstoðað sig við að finna flug til lands­ins. Hann hefði verið í flug­vél með fjölda Ástr­ala á leið heim. Ted Hui sagði að hann hefði fengið svo­kall­aða ferða­manna­á­ritun sem gildir í eitt ár.

Ted Hui borinn út úr þingsal svæðisþingsins í Hong Kong í nóvember. Mynd: EPA

Kín­verjar hafa í hót­unum

Carrie Lam, æðsti stjórn­andi Hong Kong hefur harð­lega gagn­rýnt Ted Hui fyrir að flýja til Dan­merk­ur. Örygg­is­stofnun Hong Kong (hlut­verk hennar er að sjá til þess að lögum sé fylgt) upp­lýsti í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að í und­ir­bún­ingi væri að hefja saka­mála­rann­sókn gegn Kat­ar­ina Ammitz­bøll og Uffe Elbæk og hugs­an­lega tveimur öðrum Dön­um, And­ers Storgaard og Thomas Rohden sem einnig hefðu aðstoðað Ted Hui. Tals­maður Örygg­is­stofn­un­ar­innar sagði í áður­nefndu við­tali að sam­kvæmt gild­andi lögum í Hong Kong væri ólög­legt að aðstoða ein­stak­linga sem grun­aðir eru um afbrot, við að flýja. Óljóst er hvort yfir­völd í Hong Kong gefa út alþjóð­lega hand­töku­skipun á dönsku fjór­menn­ing­ana. Dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Danska leyni­þjón­ust­an, PET, hefði varað fjór­menn­ing­ana við að ferð­ast til landa þar sem þau yrðu hugs­an­lega hand­tekin og fram­seld til Kína.

Sýnir hið rétta and­lit Kína

Af fjór­menn­ing­unum sem aðstoð­uðu Ted Hui er Uffe Elbæk þekkt­ast­ur. Hann hefur setið á þingi frá árinu 2011 og var um tíma menn­ing­ar­mála­ráð­herra, í stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken fyrir skömmu sagð­ist Uffe Elbæk ekki vita hversu alvar­legar hót­anir Kín­verja í sinn garð væru. „Þær sýna hins vegar hið rétta and­lit stjórn­valda í Kína, sem vilja þagga niður í öllum sem and­mæla skoð­unum þeirra og ákvörð­un­um.”

Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur seg­ist undr­andi á yfir­lýs­ingum Kín­verja um hugs­an­legar hand­tökur og dóms­mál. Danskir þing­menn, líkt og aðrir Dan­ir, séu frjálsir að því að hitta og ræða við þá sem þeim sýn­ist. Utan­rík­is­ráð­herr­ann sagði enn­fremur að ef til þess komi að Kín­verjar gefi út hand­töku­skip­anir á hendur dönsku fjór­menn­ing­unum yrði því mætt af fullri hörku. Hann bætti því við að hugs­an­legri fram­sals­beiðni frá Kín­verjum yrði ekki ans­að. Allir flokkar á danska Þing­inu, Fol­ket­in­get, hafa lýst yfir stuðn­ingi við þing­menn­ina tvo, þau Kat­ar­ina Ammitz­bøll og Uffe Elbæk.

Kín­verjar hafa ekki tjáð sig um ummæli danska utan­rík­is­ráð­herr­ans og þing­manna, en þegar Evr­ópu­þingið lýsti yfir stuðn­ingi við þing­menn­ina tvo svar­aði kín­verska Örygg­is­stofn­unin fullum hálsi. Þar sagði meðal ann­ars að heima­stjórnin í Hong Kong líði ekki aðgerðir sem vinni gegn hags­munum sam­fé­lags­ins. Tals­maður kín­verska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sagði að fram­koma dönsku þing­mann­anna gætu skaðað orðstír Dan­merk­ur.

And­ers Storgaarad, einn fjór­menn­ing­anna sem aðstoð­uðu Ted Hui við flótt­ann sagði ekki nóg að danskir þing­menn lýstu yfir stuðn­ingi, utan­rík­is­ráð­herr­ann þyrfti að kalla kín­verska sendi­herr­ann „á tepp­ið” og gera honum grein fyrir að hug­myndir og yfir­lýs­ingar um alþjóð­legar hand­töku­skip­anir á hendur dönskum stjórn­mála­mönnum væru ólíð­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar