Sómalía - Hið misheppnaða ríki

somalia.jpg
Auglýsing

Það eru senni­lega fá ríki í heim­inum sem er verra og hættu­legra að búa í en í Sómal­íu. Að kalla Sómalíu ríki er í raun hæpið þar sem landið upp­fyllir fá af þeim skil­yrðum sem hug­takið ríki felur í sér. Sómalía hefur gengið í gegnum nýlendu­stefnu, komm­ún­íska harð­stjórn, borg­ara­styrj­öld, hryðju­verk, þurrka, hung­ursneyðir og arð­rán. Í meira en tutt­ugu ár hefur Sómalía verið algjör­lega ófær um að sjá um þegna sína.

Land með mikla mögu­leika

Á 19. öld var svæðið sem stað­sett er á aust­ur­horni Afr­íku tvær nýlend­ur. Bretar áttu norð­ur­hluta svæð­is­ins en Ítalir suð­ur­hlut­ann. Eftir seinni heim­styrj­öld­ina stjórn­uðu Ítalir suð­ur­hlut­anum í umboði Sam­ein­uðu Þjóð­anna en árið 1960 voru norðrið og suðrið sam­einuð í eitt sjálf­stætt lýð­veldi. Landið dafn­aði ágæt­lega næstu árin. Sómalía er vel stað­sett með langa strand­lengju og hefur í gegnum ald­irnar verið eitt af helstu versl­un­ar­-og sam­skipta­kjörnum Afr­íku. Sómalar hafa reyndar í gegnum tíð­ina haft mun meiri sam­skipti við þjóðir á Arab­íu­skag­anum og Norður Afr­íku heldur en nágranna sína í Aust­ur-Afr­íku. Höf­uð­borgin Moga­d­ishu var kölluð hvíta perlan við Ind­lands­haf. Ferða­mennska blómstr­aði í land­inu og fjöl­mörg lúx­us­hótel risu í Moga­d­is­hu. En stoð­unum var kippt undan land­inu þann 15. októ­ber árið 1969 þegar for­seti lands­ins, Abdiras­hid Ali Shar­mar­ke, var myrtur af eigin líf­verði. Viku seinna gerði her­inn blóð­laust valda­rán og her­for­ing­inn Siad Barre sett­ist í for­seta­stól. Barre leysti upp allar lýð­ræð­is­legar stofn­anir lands­ins og kom á komm­ún­ískri ein­ræð­is­stjórn. Stefna hans var eins konar blanda af hefð­bundnum sós­í­al­isma, islam og sómal­skri þjóð­ern­is­kennd. Sómalía er ætt­bálka­sam­fé­lag en Barre lagði sig fram um að sam­eina landið undir sterku rík­is­valdi og draga úr völdum ætt­bálkanna. Það virt­ist ætla að takast í upp­hafi en á níunda ára­tugnum komu brestir veldi hans.

Auglýsing


Upp­lausn

Þjóð­ar­hreyf­ing Sómala (SNM) var mynduð árið 1981 í London. Tak­mark þeirra sem stofn­uðu hana var að hrinda komm­ún­ista­stjórn Barre út úr norð­ur­hluta lands­ins og stofna eigið ríki. Sóma­líland átti að verða arf­taki bresku nýlend­unn­ar. Hóp­ur­inn hreiðr­aði um sig í norðr­inu en árið 1988 réðst Barre harka­lega gegn þeim. Þetta reynd­ist vera upp­hafið að end­inum hjá hon­um. Ætt­bálk­arnir gripu til vopna og svo fór að stjórn Barre var steypt árið 1991. Hann flúði til Kenýu og svo Nígeríu og lést þar fjórum árum seinna. SNM voru fljótir að grípa tæki­færið og lýstu ein­hliða yfir sjálf­stæði Sóma­lílands. Ennþá hefur ekk­ert þjóð­ríki við­ur­kennt sjálf­stæði Sóma­lílands. Eþíóp­íu­menn halda uppi verslun við þá og Sóma­líland er nokkuð stöðugt ríki og tölu­vert rík­ara en nágranna­ríkið í suðri. Við fall komm­ún­ista­stjórn­ar­innar mynd­að­ist tóma­rúm sem eng­inn gat fyllt upp í. Ætt­bálk­arnir börð­ust hver við annan og Sam­ein­uðu þjóð­irnar skár­ust í leik­inn. Eftir blóð­uga bar­daga frið­ar­gæslu­liða og skæru­liða í Moga­d­ishu árið 1993 (Black Hawk Down atvikið)ákváð alþjóða­sam­fé­lagið að draga allt lið frá land­inu. Sómalía var of erfitt verk­efni fyrir það.

Borg­ara­styrj­öld

Það ríkti full­komin lög­leysa í land­inu og allar stofn­anir rík­is­ins hrundu. Þar sem engin mið­stýr­ing var við lýði og ekk­ert rétt­ar­k­efi tóku við gömul trú­ar­lög, venjur ætt­bálkanna og henti­semi hinna ýmsu stríðs­herra. Sam­skipti lands­ins við umheim­inn rofn­uðu að mestu leyti þar sem eng­inn gat talað máli þjóð­ar­inn­ar. Sómalar gátu ekki sinnt eign loft eða land­helgi og her­inn var leystur upp. Efna­hag­ur­inn hrundi og svarti mark­að­ur­inn tók alger­lega yfir. Heil­brigð­is­kerfið og mennta­kerfið fóru einnig og stór hluti þjóð­ar­innar var háður erlendum hjálp­ar­stofn­un­um. Ofan á þetta orsak­aði styrj­öldin mikla hung­ursneyð í land­inu árið 1992 þar sem um 220.000 manns dóu. Bráða­birgða­stjórn var komið á lagg­irnar árið 2000 og með hjálp Eþíóp­íu­manna náði hún stærstum hluta suð­ur­hluta lands­ins á sitt band.  Hún hefur þó þurft að kljást við hin ýmsu sam­tök öfga­fullra isla­mista sem hefur verið sér­stak­lega þungur róður eftir að Eþíóp­íu­menn hurfu úr land­inu árið 2009. Al-S­habaab sam­tökin sem hafa sterk tengsl við Al-Qa­eda ráða enn yfir stórum land­svæðum í suður Sómal­íu. Hörð­ustu bar­dag­arnir hafa verið háðir á götum höf­uð­borg­ar­innar Moga­d­ishu sem hefur oft litið út eins og drauga­borg. Al-S­habaab hafa fengið til lands­ins erlenda víga­menn frá m.a. Pakistan og Afghanistan til liðs við sig en Afr­íku­sam­bandið hefur sent frið­ar­gæslu­liða til að aðstoða stjórn­ar­her­inn. Önnur hung­ursneyð gekk yfir landið á árunum 2011-2012 vegna þurrka. Hin veikl­aða bráða­birgða­stjórn gat lítið gert til að bregð­ast við henni og um 260.000 manns dóu, þar af um helm­ingur börn undir fimm ára aldri.

Sjó­rán og smygl

Um miðjan sein­asta ára­tug komust Sómalar í heims­frétt­irnar fyrir tíð sjó­rán á vest­an­verðu Ind­lands­hafi. Þó að meiri­hluti þjóð­ar­innar byggi afkomu sína á land­bún­aði er tölu­vert mikið um fisk­veiðar á svæð­inu. Grund­velli veið­anna var þó kippt undan í styrj­öld­inni. Rányrkja erlendra aðila, mest­megnis frá Asíu, ollu því að fiski­stofn­arnir við strendur Sómalíu hrundu. Land­helg­is­gæslan var vita­skuld jafn lömuð og aðrar stofn­anir lands­ins og gat ekki spornað við ofveið­inni. Glæpa­kóngar sáu leik á borði og fengu örvænt­ing­ar­fulla sjó­menn með sér í lið við sjó­rán. Frá 2005 til 2012 voru gerðar stans­lausar árásir á flutn­inga­skip undan hinum fjöl­förnu ströndum Sómal­íu. Borgin Bosaso í norð­ur­hluta lands­ins varð ein helsta sjó­ræn­ingja­höfnin og ræn­ingj­arnir efn­uð­ust mjög. Aðrar þjóðir brugð­ust við þessu með gríð­ar­legri örygg­is­gæslu á svæð­inu. Her­skipum og jafn­vel kaf­bátum hefur verið beitt gegn sjó­ræningj­unum sem sigla yfir­leitt á gúmmí­tuðrum og vopn­aðir hríð­skotariffl­um. Sómalski sjór­inn er í raun laga­laust umhverfi. Ríki hafa t.a.m. notað sjó­ræn­ingj­ana til að prófa ýmis ný vopn. Í dag hafa sjó­ræn­ingj­arnir að mestu fundið sér nýja atvinnu, þ.e. að smygla vopnum og eit­ur­lyfj­um.

Er von fyrir Sómal­íu?

Bráða­birgða­stjórnin kom á nýrri stjórn­ar­skrá árið 2012 og fastri rík­is­stjórn. Það var fyrsta var­an­lega rík­is­stjórn lands­ins síðan Barre hrakt­ist frá völdum rúmum 20 árum áður. Landið hvarf þó ekki til gömlu daga lýð­veld­is­ins heldur var komið á fót laustengdu ríkja­sam­bandi. Svæði eins og Puntland í norðr­inu og Gal­mund­ung í austr­inu héldu tölu­verðri sjálf­stjórn. Einnig eru stór svæði undir stjórn isla­mista og ann­arra stríðs­herra sem ekki lúta hinni nýju stjórn. Þetta eru þó hænu­skref í átt frá óöld­inni sem ríkt hefur í ára­tugi. Áætlað er að um hálf milljón manns hafi lát­ist í átök­unum frá árinu 1991. Það er gríð­ar­lega stór hluti af þjóð sem telur ekki nema rúm­lega 10 millj­ón­ir. Það er komin upp heil kyn­slóð sem þekkir ekk­ert annað en ófrið og lög­leysu. Sam­tökin Fund For Peace hafa árlega gefið út lista yfir mis­heppn­uð­ustu ríki heims. Sómalía hefur lengst af trónað á toppi list­ans en árið 2014 duttu þeir niður í annað sætið á eftir Suður Súd­an. Hænu­skref í rétta átt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,5 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð rúma 4 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None