Sómalía - Hið misheppnaða ríki

somalia.jpg
Auglýsing

Það eru sennilega fá ríki í heiminum sem er verra og hættulegra að búa í en í Sómalíu. Að kalla Sómalíu ríki er í raun hæpið þar sem landið uppfyllir fá af þeim skilyrðum sem hugtakið ríki felur í sér. Sómalía hefur gengið í gegnum nýlendustefnu, kommúníska harðstjórn, borgarastyrjöld, hryðjuverk, þurrka, hungursneyðir og arðrán. Í meira en tuttugu ár hefur Sómalía verið algjörlega ófær um að sjá um þegna sína.

Land með mikla möguleika

Á 19. öld var svæðið sem staðsett er á austurhorni Afríku tvær nýlendur. Bretar áttu norðurhluta svæðisins en Ítalir suðurhlutann. Eftir seinni heimstyrjöldina stjórnuðu Ítalir suðurhlutanum í umboði Sameinuðu Þjóðanna en árið 1960 voru norðrið og suðrið sameinuð í eitt sjálfstætt lýðveldi. Landið dafnaði ágætlega næstu árin. Sómalía er vel staðsett með langa strandlengju og hefur í gegnum aldirnar verið eitt af helstu verslunar-og samskiptakjörnum Afríku. Sómalar hafa reyndar í gegnum tíðina haft mun meiri samskipti við þjóðir á Arabíuskaganum og Norður Afríku heldur en nágranna sína í Austur-Afríku. Höfuðborgin Mogadishu var kölluð hvíta perlan við Indlandshaf. Ferðamennska blómstraði í landinu og fjölmörg lúxushótel risu í Mogadishu. En stoðunum var kippt undan landinu þann 15. október árið 1969 þegar forseti landsins, Abdirashid Ali Sharmarke, var myrtur af eigin lífverði. Viku seinna gerði herinn blóðlaust valdarán og herforinginn Siad Barre settist í forsetastól. Barre leysti upp allar lýðræðislegar stofnanir landsins og kom á kommúnískri einræðisstjórn. Stefna hans var eins konar blanda af hefðbundnum sósíalisma, islam og sómalskri þjóðerniskennd. Sómalía er ættbálkasamfélag en Barre lagði sig fram um að sameina landið undir sterku ríkisvaldi og draga úr völdum ættbálkanna. Það virtist ætla að takast í upphafi en á níunda áratugnum komu brestir veldi hans.

Auglýsing

Upplausn

Þjóðarhreyfing Sómala (SNM) var mynduð árið 1981 í London. Takmark þeirra sem stofnuðu hana var að hrinda kommúnistastjórn Barre út úr norðurhluta landsins og stofna eigið ríki. Sómalíland átti að verða arftaki bresku nýlendunnar. Hópurinn hreiðraði um sig í norðrinu en árið 1988 réðst Barre harkalega gegn þeim. Þetta reyndist vera upphafið að endinum hjá honum. Ættbálkarnir gripu til vopna og svo fór að stjórn Barre var steypt árið 1991. Hann flúði til Kenýu og svo Nígeríu og lést þar fjórum árum seinna. SNM voru fljótir að grípa tækifærið og lýstu einhliða yfir sjálfstæði Sómalílands. Ennþá hefur ekkert þjóðríki viðurkennt sjálfstæði Sómalílands. Eþíópíumenn halda uppi verslun við þá og Sómalíland er nokkuð stöðugt ríki og töluvert ríkara en nágrannaríkið í suðri. Við fall kommúnistastjórnarinnar myndaðist tómarúm sem enginn gat fyllt upp í. Ættbálkarnir börðust hver við annan og Sameinuðu þjóðirnar skárust í leikinn. Eftir blóðuga bardaga friðargæsluliða og skæruliða í Mogadishu árið 1993 (Black Hawk Down atvikið)ákváð alþjóðasamfélagið að draga allt lið frá landinu. Sómalía var of erfitt verkefni fyrir það.

Borgarastyrjöld

Það ríkti fullkomin lögleysa í landinu og allar stofnanir ríkisins hrundu. Þar sem engin miðstýring var við lýði og ekkert réttarkefi tóku við gömul trúarlög, venjur ættbálkanna og hentisemi hinna ýmsu stríðsherra. Samskipti landsins við umheiminn rofnuðu að mestu leyti þar sem enginn gat talað máli þjóðarinnar. Sómalar gátu ekki sinnt eign loft eða landhelgi og herinn var leystur upp. Efnahagurinn hrundi og svarti markaðurinn tók algerlega yfir. Heilbrigðiskerfið og menntakerfið fóru einnig og stór hluti þjóðarinnar var háður erlendum hjálparstofnunum. Ofan á þetta orsakaði styrjöldin mikla hungursneyð í landinu árið 1992 þar sem um 220.000 manns dóu. Bráðabirgðastjórn var komið á laggirnar árið 2000 og með hjálp Eþíópíumanna náði hún stærstum hluta suðurhluta landsins á sitt band.  Hún hefur þó þurft að kljást við hin ýmsu samtök öfgafullra islamista sem hefur verið sérstaklega þungur róður eftir að Eþíópíumenn hurfu úr landinu árið 2009. Al-Shabaab samtökin sem hafa sterk tengsl við Al-Qaeda ráða enn yfir stórum landsvæðum í suður Sómalíu. Hörðustu bardagarnir hafa verið háðir á götum höfuðborgarinnar Mogadishu sem hefur oft litið út eins og draugaborg. Al-Shabaab hafa fengið til landsins erlenda vígamenn frá m.a. Pakistan og Afghanistan til liðs við sig en Afríkusambandið hefur sent friðargæsluliða til að aðstoða stjórnarherinn. Önnur hungursneyð gekk yfir landið á árunum 2011-2012 vegna þurrka. Hin veiklaða bráðabirgðastjórn gat lítið gert til að bregðast við henni og um 260.000 manns dóu, þar af um helmingur börn undir fimm ára aldri.

Sjórán og smygl

Um miðjan seinasta áratug komust Sómalar í heimsfréttirnar fyrir tíð sjórán á vestanverðu Indlandshafi. Þó að meirihluti þjóðarinnar byggi afkomu sína á landbúnaði er töluvert mikið um fiskveiðar á svæðinu. Grundvelli veiðanna var þó kippt undan í styrjöldinni. Rányrkja erlendra aðila, mestmegnis frá Asíu, ollu því að fiskistofnarnir við strendur Sómalíu hrundu. Landhelgisgæslan var vitaskuld jafn lömuð og aðrar stofnanir landsins og gat ekki spornað við ofveiðinni. Glæpakóngar sáu leik á borði og fengu örvæntingarfulla sjómenn með sér í lið við sjórán. Frá 2005 til 2012 voru gerðar stanslausar árásir á flutningaskip undan hinum fjölförnu ströndum Sómalíu. Borgin Bosaso í norðurhluta landsins varð ein helsta sjóræningjahöfnin og ræningjarnir efnuðust mjög. Aðrar þjóðir brugðust við þessu með gríðarlegri öryggisgæslu á svæðinu. Herskipum og jafnvel kafbátum hefur verið beitt gegn sjóræningjunum sem sigla yfirleitt á gúmmítuðrum og vopnaðir hríðskotarifflum. Sómalski sjórinn er í raun lagalaust umhverfi. Ríki hafa t.a.m. notað sjóræningjana til að prófa ýmis ný vopn. Í dag hafa sjóræningjarnir að mestu fundið sér nýja atvinnu, þ.e. að smygla vopnum og eiturlyfjum.

Er von fyrir Sómalíu?

Bráðabirgðastjórnin kom á nýrri stjórnarskrá árið 2012 og fastri ríkisstjórn. Það var fyrsta varanlega ríkisstjórn landsins síðan Barre hraktist frá völdum rúmum 20 árum áður. Landið hvarf þó ekki til gömlu daga lýðveldisins heldur var komið á fót laustengdu ríkjasambandi. Svæði eins og Puntland í norðrinu og Galmundung í austrinu héldu töluverðri sjálfstjórn. Einnig eru stór svæði undir stjórn islamista og annarra stríðsherra sem ekki lúta hinni nýju stjórn. Þetta eru þó hænuskref í átt frá óöldinni sem ríkt hefur í áratugi. Áætlað er að um hálf milljón manns hafi látist í átökunum frá árinu 1991. Það er gríðarlega stór hluti af þjóð sem telur ekki nema rúmlega 10 milljónir. Það er komin upp heil kynslóð sem þekkir ekkert annað en ófrið og lögleysu. Samtökin Fund For Peace hafa árlega gefið út lista yfir misheppnuðustu ríki heims. Sómalía hefur lengst af trónað á toppi listans en árið 2014 duttu þeir niður í annað sætið á eftir Suður Súdan. Hænuskref í rétta átt.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None