Stærstu lífeyrissjóðirnir skiluðu góðri ávöxtun í fyrra

PeningarVef.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir ávöxt­uðu eignir sínar vel á árinu 2014. Þetta sést þegar upp­lýs­ingar frá sjóð­unum eru skoð­að­ar.  Árs­fundir sjóð­anna eru margir hverjir búnir eða verða haldnir á næst­unn­i.  Ávöxt­un­ar­tölur liggja því fyrir í mörgum til­fell­u­m.  Sam­kvæmt nýlegu frétta­bréfi frá Lands­sam­tökum líf­eyr­is­sjóða kemur fram að raun­á­vöxtun (nafn­á­vöxtun að teknu til­liti til verð­bólgu) hafi verið 7,2 pró­sent hjá sjóð­unum öllu. Þar inni­falið eru sam­trygg­ing­ar- og sér­eign­ar­hlutar sjóð­anna. Þetta telst ásætt­an­leg ávöxtun á allan mæli­kvarða.

Trygg­ing­ar­fræði­leg staða batnarTrygg­ing­ar­fræði­leg staða sjóð­anna styrkt­ist á árinu 2014 þar sem raun­á­vöxt­unin var langt umfram 3,5 pró­sent raun­á­vöxt­unar við­miðið sem notað til að verð­meta eignir og skuldir í trygg­inga­fræði­legum upp­gjörum sjóð­anna.  Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða hækk­uðu um 10 pró­sent á árinu 2014 og námu 2.920 millj­örðum króna í lok árs 2014.  Það jafn­gildir hálfri annarri lands­fram­leiðslu.  Síð­ustu fimm ár (2010-2014) hafa verið ein­stak­lega góð hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um.  Með­als raun­á­vöxt­unin nemur 5,1 pró­sent á því tíma­bili. Trygg­ing­ar­fræði­leg staða marga af sjóð­unum hefur því farið úr því að vera nei­kvæð í það að vera jákvæð.

Erlendu bréfin gáfu velÞegar rýnt er í ávöxt­un­ar­tölur sjóð­anna  fyrir árið 2014 kemur í ljós að flestir eigna­flokkar skil­uðu jákvæðri raun­á­vöxtun á árinu. Erlend hluta­bréf skil­uðu góðri ávöxtun á árinu 2014, t.a.m. var raun­á­vöxtun erlendra bréfa hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (LI­VE) 11,8 pró­sent.  Vægi erlendra bréfa er mis­mun­andi eftir sjóðum en er í mörgum til­fellum nálægt 30 pró­sent af heild­ar­stærð.  Ef ekki væri fyrir gjald­eyr­is­höftin er lík­legt að margir sjóðir myndu vilja hækka þetta hlut­fall til að dreifa áhætt­unni bet­ur. Raun­á­vöxtun inn­lendra hluta­bréfa var góð hjá sjóð­unum á árinu 2014 eða um og yfir  tíu pró­sent . Inn­lend skulda­bréf skil­uðu þokka­legri raun­á­vöxtun en þau eru oft yfir helm­ingur eigna­safns sjóð­anna.

Sjóður Skýr­ing Raun­á­vöxtun 2014 í %
Þrír stærstu sjóð­irn­ir:    
LSR (Líf. starfsm. rík­is­ins), A+B deild Sam­trygg­ing 8,9%
Gildi líf­eyr­is­sjóðir Sam­trygg­ing 8,8%
LIVE (Líf. versl­un­arm) Sam­trygg­ing + sér­eign 8,7%
Nokkrir aðrir sjóð­ir:
Festa líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,7%
Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga sam­trygg­ing 6,3%
Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn sam­trygg­ing 6,2%
Stapi líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,2%
Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Frjálsi 1 5,6%
Með­al­tal allra sjóða sam­trygg­ing + sér­eign 7,2%
Þar af sam­trygg­ing 7,4%
Þar af sér­eign 5,0%
Heim­ild: Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða, upp­lýs­ingar frá af heima­síðum ein­stakra sjóða


 

Risarnir þrír báru af árið 2014Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru LSR, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur.  Allir skil­uðu þeir gríð­ar­lega góðri raun­á­vöxtun á árinu 2014. Raun­á­vöxt­unin var hæst hjá LSR (8,9 pró­sent) en var litlu lægri hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (8,7 pró­sent) og Gildi (8,8 pró­sent). Athygli vekur að ávöxtun hjá flestum af minni sjóð­unum var tals­vert lægri en hjá stóru sjóð­unum þrem­ur. Ein skýr­ing er sú að eigna­skipt­ing sjóða er mis­mun­andi. Stóru sjóð­irnir eru t.d. hlut­falls­lega fyr­ir­ferð­ar­miklir á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði þar sem ávöxt­unin var góð á árinu 2014. Þrátt fyrir þetta er áber­andi hvað raun­á­vöxtun stóru sjóð­anna var miklu betri en þeirra minni á árinu 2014.

Mikil völd hjá stóru sjóð­unum þremurSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er algengt að stór fjár­fest­ing­ar­verk­efni lendi fyrr inná borði hjá stærstu líf­eyr­is­sjóðnum þremur heldur en minni sjóð­u­m.  Risarnir þrír eru því stundum í betri aðstöðu til að taka afstöðu til fjár­fest­ing­ar­verk­efna í sam­an­burði við smærri sjóð­ina.  Þá er oft algent að litlu og milli­stóru sjóð­irnir bíði með að taka afstöðu til verk­efna þangað til stóru sjóð­irnir eru búnir að ákveða sig.  Stjórn­endur stóru sjóð­anna þriggja eru ekki síst með mikil völd í atvinnu­líf­inu, af þessum ástæð­um.

Sjóð­irnir þrír raða sér á listana yfir stærstu hlut­hafa í skráðu fyr­ir­tækj­unum í Kaup­höll­inni og þá eru sjóð­irnir í flestum til­fellum stærstu eig­endur ýmissa sjóða sem stofn­aðir hafa verið á síð­ustu árum til efl­ingar atvinnu­lífs­ins.  Þessir sjóðir hafa fjár­fest mikið í fast­eigna­verk­efn­um, í óskráðum fyr­ir­tækjum í atvinnu­líf­inu og í sprota­fyr­ir­tækj­um.

Þrátt fyrir gott ár í fyrra, er margt í íslenska hag­kerf­inu sem er erfitt fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þar á meðal eru fjár­magns­höft­in, en þau koma í veg fyrir nýfjár­fest­ingar erlendis og gera áhættu­stýr­ingu mun erf­ið­ari en ann­ars væri.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None