Stærstu lífeyrissjóðirnir skiluðu góðri ávöxtun í fyrra

PeningarVef.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir ávöxt­uðu eignir sínar vel á árinu 2014. Þetta sést þegar upp­lýs­ingar frá sjóð­unum eru skoð­að­ar.  Árs­fundir sjóð­anna eru margir hverjir búnir eða verða haldnir á næst­unn­i.  Ávöxt­un­ar­tölur liggja því fyrir í mörgum til­fell­u­m.  Sam­kvæmt nýlegu frétta­bréfi frá Lands­sam­tökum líf­eyr­is­sjóða kemur fram að raun­á­vöxtun (nafn­á­vöxtun að teknu til­liti til verð­bólgu) hafi verið 7,2 pró­sent hjá sjóð­unum öllu. Þar inni­falið eru sam­trygg­ing­ar- og sér­eign­ar­hlutar sjóð­anna. Þetta telst ásætt­an­leg ávöxtun á allan mæli­kvarða.

Trygg­ing­ar­fræði­leg staða batnarTrygg­ing­ar­fræði­leg staða sjóð­anna styrkt­ist á árinu 2014 þar sem raun­á­vöxt­unin var langt umfram 3,5 pró­sent raun­á­vöxt­unar við­miðið sem notað til að verð­meta eignir og skuldir í trygg­inga­fræði­legum upp­gjörum sjóð­anna.  Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða hækk­uðu um 10 pró­sent á árinu 2014 og námu 2.920 millj­örðum króna í lok árs 2014.  Það jafn­gildir hálfri annarri lands­fram­leiðslu.  Síð­ustu fimm ár (2010-2014) hafa verið ein­stak­lega góð hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um.  Með­als raun­á­vöxt­unin nemur 5,1 pró­sent á því tíma­bili. Trygg­ing­ar­fræði­leg staða marga af sjóð­unum hefur því farið úr því að vera nei­kvæð í það að vera jákvæð.

Erlendu bréfin gáfu velÞegar rýnt er í ávöxt­un­ar­tölur sjóð­anna  fyrir árið 2014 kemur í ljós að flestir eigna­flokkar skil­uðu jákvæðri raun­á­vöxtun á árinu. Erlend hluta­bréf skil­uðu góðri ávöxtun á árinu 2014, t.a.m. var raun­á­vöxtun erlendra bréfa hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (LI­VE) 11,8 pró­sent.  Vægi erlendra bréfa er mis­mun­andi eftir sjóðum en er í mörgum til­fellum nálægt 30 pró­sent af heild­ar­stærð.  Ef ekki væri fyrir gjald­eyr­is­höftin er lík­legt að margir sjóðir myndu vilja hækka þetta hlut­fall til að dreifa áhætt­unni bet­ur. Raun­á­vöxtun inn­lendra hluta­bréfa var góð hjá sjóð­unum á árinu 2014 eða um og yfir  tíu pró­sent . Inn­lend skulda­bréf skil­uðu þokka­legri raun­á­vöxtun en þau eru oft yfir helm­ingur eigna­safns sjóð­anna.

Sjóður Skýr­ing Raun­á­vöxtun 2014 í %
Þrír stærstu sjóð­irn­ir:    
LSR (Líf. starfsm. rík­is­ins), A+B deild Sam­trygg­ing 8,9%
Gildi líf­eyr­is­sjóðir Sam­trygg­ing 8,8%
LIVE (Líf. versl­un­arm) Sam­trygg­ing + sér­eign 8,7%
Nokkrir aðrir sjóð­ir:
Festa líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,7%
Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga sam­trygg­ing 6,3%
Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn sam­trygg­ing 6,2%
Stapi líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,2%
Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Frjálsi 1 5,6%
Með­al­tal allra sjóða sam­trygg­ing + sér­eign 7,2%
Þar af sam­trygg­ing 7,4%
Þar af sér­eign 5,0%
Heim­ild: Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða, upp­lýs­ingar frá af heima­síðum ein­stakra sjóða


 

Risarnir þrír báru af árið 2014Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru LSR, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur.  Allir skil­uðu þeir gríð­ar­lega góðri raun­á­vöxtun á árinu 2014. Raun­á­vöxt­unin var hæst hjá LSR (8,9 pró­sent) en var litlu lægri hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (8,7 pró­sent) og Gildi (8,8 pró­sent). Athygli vekur að ávöxtun hjá flestum af minni sjóð­unum var tals­vert lægri en hjá stóru sjóð­unum þrem­ur. Ein skýr­ing er sú að eigna­skipt­ing sjóða er mis­mun­andi. Stóru sjóð­irnir eru t.d. hlut­falls­lega fyr­ir­ferð­ar­miklir á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði þar sem ávöxt­unin var góð á árinu 2014. Þrátt fyrir þetta er áber­andi hvað raun­á­vöxtun stóru sjóð­anna var miklu betri en þeirra minni á árinu 2014.

Mikil völd hjá stóru sjóð­unum þremurSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er algengt að stór fjár­fest­ing­ar­verk­efni lendi fyrr inná borði hjá stærstu líf­eyr­is­sjóðnum þremur heldur en minni sjóð­u­m.  Risarnir þrír eru því stundum í betri aðstöðu til að taka afstöðu til fjár­fest­ing­ar­verk­efna í sam­an­burði við smærri sjóð­ina.  Þá er oft algent að litlu og milli­stóru sjóð­irnir bíði með að taka afstöðu til verk­efna þangað til stóru sjóð­irnir eru búnir að ákveða sig.  Stjórn­endur stóru sjóð­anna þriggja eru ekki síst með mikil völd í atvinnu­líf­inu, af þessum ástæð­um.

Sjóð­irnir þrír raða sér á listana yfir stærstu hlut­hafa í skráðu fyr­ir­tækj­unum í Kaup­höll­inni og þá eru sjóð­irnir í flestum til­fellum stærstu eig­endur ýmissa sjóða sem stofn­aðir hafa verið á síð­ustu árum til efl­ingar atvinnu­lífs­ins.  Þessir sjóðir hafa fjár­fest mikið í fast­eigna­verk­efn­um, í óskráðum fyr­ir­tækjum í atvinnu­líf­inu og í sprota­fyr­ir­tækj­um.

Þrátt fyrir gott ár í fyrra, er margt í íslenska hag­kerf­inu sem er erfitt fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þar á meðal eru fjár­magns­höft­in, en þau koma í veg fyrir nýfjár­fest­ingar erlendis og gera áhættu­stýr­ingu mun erf­ið­ari en ann­ars væri.

Auglýsing

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None