Stærstu lífeyrissjóðirnir skiluðu góðri ávöxtun í fyrra

PeningarVef.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir ávöxt­uðu eignir sínar vel á árinu 2014. Þetta sést þegar upp­lýs­ingar frá sjóð­unum eru skoð­að­ar.  Árs­fundir sjóð­anna eru margir hverjir búnir eða verða haldnir á næst­unn­i.  Ávöxt­un­ar­tölur liggja því fyrir í mörgum til­fell­u­m.  Sam­kvæmt nýlegu frétta­bréfi frá Lands­sam­tökum líf­eyr­is­sjóða kemur fram að raun­á­vöxtun (nafn­á­vöxtun að teknu til­liti til verð­bólgu) hafi verið 7,2 pró­sent hjá sjóð­unum öllu. Þar inni­falið eru sam­trygg­ing­ar- og sér­eign­ar­hlutar sjóð­anna. Þetta telst ásætt­an­leg ávöxtun á allan mæli­kvarða.

Trygg­ing­ar­fræði­leg staða batnarTrygg­ing­ar­fræði­leg staða sjóð­anna styrkt­ist á árinu 2014 þar sem raun­á­vöxt­unin var langt umfram 3,5 pró­sent raun­á­vöxt­unar við­miðið sem notað til að verð­meta eignir og skuldir í trygg­inga­fræði­legum upp­gjörum sjóð­anna.  Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða hækk­uðu um 10 pró­sent á árinu 2014 og námu 2.920 millj­örðum króna í lok árs 2014.  Það jafn­gildir hálfri annarri lands­fram­leiðslu.  Síð­ustu fimm ár (2010-2014) hafa verið ein­stak­lega góð hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um.  Með­als raun­á­vöxt­unin nemur 5,1 pró­sent á því tíma­bili. Trygg­ing­ar­fræði­leg staða marga af sjóð­unum hefur því farið úr því að vera nei­kvæð í það að vera jákvæð.

Erlendu bréfin gáfu velÞegar rýnt er í ávöxt­un­ar­tölur sjóð­anna  fyrir árið 2014 kemur í ljós að flestir eigna­flokkar skil­uðu jákvæðri raun­á­vöxtun á árinu. Erlend hluta­bréf skil­uðu góðri ávöxtun á árinu 2014, t.a.m. var raun­á­vöxtun erlendra bréfa hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (LI­VE) 11,8 pró­sent.  Vægi erlendra bréfa er mis­mun­andi eftir sjóðum en er í mörgum til­fellum nálægt 30 pró­sent af heild­ar­stærð.  Ef ekki væri fyrir gjald­eyr­is­höftin er lík­legt að margir sjóðir myndu vilja hækka þetta hlut­fall til að dreifa áhætt­unni bet­ur. Raun­á­vöxtun inn­lendra hluta­bréfa var góð hjá sjóð­unum á árinu 2014 eða um og yfir  tíu pró­sent . Inn­lend skulda­bréf skil­uðu þokka­legri raun­á­vöxtun en þau eru oft yfir helm­ingur eigna­safns sjóð­anna.

Sjóður Skýr­ing Raun­á­vöxtun 2014 í %
Þrír stærstu sjóð­irn­ir:    
LSR (Líf. starfsm. rík­is­ins), A+B deild Sam­trygg­ing 8,9%
Gildi líf­eyr­is­sjóðir Sam­trygg­ing 8,8%
LIVE (Líf. versl­un­arm) Sam­trygg­ing + sér­eign 8,7%
Nokkrir aðrir sjóð­ir:
Festa líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,7%
Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga sam­trygg­ing 6,3%
Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn sam­trygg­ing 6,2%
Stapi líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,2%
Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Frjálsi 1 5,6%
Með­al­tal allra sjóða sam­trygg­ing + sér­eign 7,2%
Þar af sam­trygg­ing 7,4%
Þar af sér­eign 5,0%
Heim­ild: Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða, upp­lýs­ingar frá af heima­síðum ein­stakra sjóða


 

Risarnir þrír báru af árið 2014Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru LSR, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur.  Allir skil­uðu þeir gríð­ar­lega góðri raun­á­vöxtun á árinu 2014. Raun­á­vöxt­unin var hæst hjá LSR (8,9 pró­sent) en var litlu lægri hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (8,7 pró­sent) og Gildi (8,8 pró­sent). Athygli vekur að ávöxtun hjá flestum af minni sjóð­unum var tals­vert lægri en hjá stóru sjóð­unum þrem­ur. Ein skýr­ing er sú að eigna­skipt­ing sjóða er mis­mun­andi. Stóru sjóð­irnir eru t.d. hlut­falls­lega fyr­ir­ferð­ar­miklir á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði þar sem ávöxt­unin var góð á árinu 2014. Þrátt fyrir þetta er áber­andi hvað raun­á­vöxtun stóru sjóð­anna var miklu betri en þeirra minni á árinu 2014.

Mikil völd hjá stóru sjóð­unum þremurSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er algengt að stór fjár­fest­ing­ar­verk­efni lendi fyrr inná borði hjá stærstu líf­eyr­is­sjóðnum þremur heldur en minni sjóð­u­m.  Risarnir þrír eru því stundum í betri aðstöðu til að taka afstöðu til fjár­fest­ing­ar­verk­efna í sam­an­burði við smærri sjóð­ina.  Þá er oft algent að litlu og milli­stóru sjóð­irnir bíði með að taka afstöðu til verk­efna þangað til stóru sjóð­irnir eru búnir að ákveða sig.  Stjórn­endur stóru sjóð­anna þriggja eru ekki síst með mikil völd í atvinnu­líf­inu, af þessum ástæð­um.

Sjóð­irnir þrír raða sér á listana yfir stærstu hlut­hafa í skráðu fyr­ir­tækj­unum í Kaup­höll­inni og þá eru sjóð­irnir í flestum til­fellum stærstu eig­endur ýmissa sjóða sem stofn­aðir hafa verið á síð­ustu árum til efl­ingar atvinnu­lífs­ins.  Þessir sjóðir hafa fjár­fest mikið í fast­eigna­verk­efn­um, í óskráðum fyr­ir­tækjum í atvinnu­líf­inu og í sprota­fyr­ir­tækj­um.

Þrátt fyrir gott ár í fyrra, er margt í íslenska hag­kerf­inu sem er erfitt fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þar á meðal eru fjár­magns­höft­in, en þau koma í veg fyrir nýfjár­fest­ingar erlendis og gera áhættu­stýr­ingu mun erf­ið­ari en ann­ars væri.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None