Stærstu lífeyrissjóðirnir skiluðu góðri ávöxtun í fyrra

PeningarVef.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir ávöxt­uðu eignir sínar vel á árinu 2014. Þetta sést þegar upp­lýs­ingar frá sjóð­unum eru skoð­að­ar.  Árs­fundir sjóð­anna eru margir hverjir búnir eða verða haldnir á næst­unn­i.  Ávöxt­un­ar­tölur liggja því fyrir í mörgum til­fell­u­m.  Sam­kvæmt nýlegu frétta­bréfi frá Lands­sam­tökum líf­eyr­is­sjóða kemur fram að raun­á­vöxtun (nafn­á­vöxtun að teknu til­liti til verð­bólgu) hafi verið 7,2 pró­sent hjá sjóð­unum öllu. Þar inni­falið eru sam­trygg­ing­ar- og sér­eign­ar­hlutar sjóð­anna. Þetta telst ásætt­an­leg ávöxtun á allan mæli­kvarða.

Trygg­ing­ar­fræði­leg staða batnarTrygg­ing­ar­fræði­leg staða sjóð­anna styrkt­ist á árinu 2014 þar sem raun­á­vöxt­unin var langt umfram 3,5 pró­sent raun­á­vöxt­unar við­miðið sem notað til að verð­meta eignir og skuldir í trygg­inga­fræði­legum upp­gjörum sjóð­anna.  Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða hækk­uðu um 10 pró­sent á árinu 2014 og námu 2.920 millj­örðum króna í lok árs 2014.  Það jafn­gildir hálfri annarri lands­fram­leiðslu.  Síð­ustu fimm ár (2010-2014) hafa verið ein­stak­lega góð hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um.  Með­als raun­á­vöxt­unin nemur 5,1 pró­sent á því tíma­bili. Trygg­ing­ar­fræði­leg staða marga af sjóð­unum hefur því farið úr því að vera nei­kvæð í það að vera jákvæð.

Erlendu bréfin gáfu velÞegar rýnt er í ávöxt­un­ar­tölur sjóð­anna  fyrir árið 2014 kemur í ljós að flestir eigna­flokkar skil­uðu jákvæðri raun­á­vöxtun á árinu. Erlend hluta­bréf skil­uðu góðri ávöxtun á árinu 2014, t.a.m. var raun­á­vöxtun erlendra bréfa hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (LI­VE) 11,8 pró­sent.  Vægi erlendra bréfa er mis­mun­andi eftir sjóðum en er í mörgum til­fellum nálægt 30 pró­sent af heild­ar­stærð.  Ef ekki væri fyrir gjald­eyr­is­höftin er lík­legt að margir sjóðir myndu vilja hækka þetta hlut­fall til að dreifa áhætt­unni bet­ur. Raun­á­vöxtun inn­lendra hluta­bréfa var góð hjá sjóð­unum á árinu 2014 eða um og yfir  tíu pró­sent . Inn­lend skulda­bréf skil­uðu þokka­legri raun­á­vöxtun en þau eru oft yfir helm­ingur eigna­safns sjóð­anna.

Sjóður Skýr­ing Raun­á­vöxtun 2014 í %
Þrír stærstu sjóð­irn­ir:    
LSR (Líf. starfsm. rík­is­ins), A+B deild Sam­trygg­ing 8,9%
Gildi líf­eyr­is­sjóðir Sam­trygg­ing 8,8%
LIVE (Líf. versl­un­arm) Sam­trygg­ing + sér­eign 8,7%
Nokkrir aðrir sjóð­ir:
Festa líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,7%
Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga sam­trygg­ing 6,3%
Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn sam­trygg­ing 6,2%
Stapi líf­eyr­is­sjóður sam­trygg­ing 6,2%
Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Frjálsi 1 5,6%
Með­al­tal allra sjóða sam­trygg­ing + sér­eign 7,2%
Þar af sam­trygg­ing 7,4%
Þar af sér­eign 5,0%
Heim­ild: Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða, upp­lýs­ingar frá af heima­síðum ein­stakra sjóða


 

Risarnir þrír báru af árið 2014Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru LSR, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur.  Allir skil­uðu þeir gríð­ar­lega góðri raun­á­vöxtun á árinu 2014. Raun­á­vöxt­unin var hæst hjá LSR (8,9 pró­sent) en var litlu lægri hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna (8,7 pró­sent) og Gildi (8,8 pró­sent). Athygli vekur að ávöxtun hjá flestum af minni sjóð­unum var tals­vert lægri en hjá stóru sjóð­unum þrem­ur. Ein skýr­ing er sú að eigna­skipt­ing sjóða er mis­mun­andi. Stóru sjóð­irnir eru t.d. hlut­falls­lega fyr­ir­ferð­ar­miklir á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði þar sem ávöxt­unin var góð á árinu 2014. Þrátt fyrir þetta er áber­andi hvað raun­á­vöxtun stóru sjóð­anna var miklu betri en þeirra minni á árinu 2014.

Mikil völd hjá stóru sjóð­unum þremurSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er algengt að stór fjár­fest­ing­ar­verk­efni lendi fyrr inná borði hjá stærstu líf­eyr­is­sjóðnum þremur heldur en minni sjóð­u­m.  Risarnir þrír eru því stundum í betri aðstöðu til að taka afstöðu til fjár­fest­ing­ar­verk­efna í sam­an­burði við smærri sjóð­ina.  Þá er oft algent að litlu og milli­stóru sjóð­irnir bíði með að taka afstöðu til verk­efna þangað til stóru sjóð­irnir eru búnir að ákveða sig.  Stjórn­endur stóru sjóð­anna þriggja eru ekki síst með mikil völd í atvinnu­líf­inu, af þessum ástæð­um.

Sjóð­irnir þrír raða sér á listana yfir stærstu hlut­hafa í skráðu fyr­ir­tækj­unum í Kaup­höll­inni og þá eru sjóð­irnir í flestum til­fellum stærstu eig­endur ýmissa sjóða sem stofn­aðir hafa verið á síð­ustu árum til efl­ingar atvinnu­lífs­ins.  Þessir sjóðir hafa fjár­fest mikið í fast­eigna­verk­efn­um, í óskráðum fyr­ir­tækjum í atvinnu­líf­inu og í sprota­fyr­ir­tækj­um.

Þrátt fyrir gott ár í fyrra, er margt í íslenska hag­kerf­inu sem er erfitt fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þar á meðal eru fjár­magns­höft­in, en þau koma í veg fyrir nýfjár­fest­ingar erlendis og gera áhættu­stýr­ingu mun erf­ið­ari en ann­ars væri.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur því ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None