Stefnt að sölu Íslandsbanka til erlenda aðila í næstu viku

íslandsbanki-8.jpg
Auglýsing

Veð­skulda­bréf að and­virði 119 millj­arðar króna verður gefið út af Glitni til íslenskra stjórn­valda, verði 95% hlutur slita­bús­ins í Íslands­banka seldur inn­lendum aðil­um. Sölu­virði bank­ans myndi því renna til íslenskra stjórn­valda, yrði hann seldur inn­lendum aðilum fyrir þá fjár­hæð. Eigið fé bank­ans er í dag rúm­lega 180 millj­arðar krónar en það verður lækkað í um 119 millj­arða fyrir sölu hans. Lækk­unin verður gerð með um 37 millj­arða króna arð­greiðslu sem rennur til rík­is­ins. Arð­greiðslan er hluti af alls 58 millj­örðum króna sem Glitnir greiðir til rík­is­ins, sam­kvæmt til­lögum sem hluti kröfu­hafa Glitnis hafa lagt fyrir fram­kvæmda­hóp um losun hafta. Verði bank­inn hins vegar seldur til erlendra fjár­festa á sama verði mun íslenska ríkið fá tæp­lega 71,4 millj­arða króna í sinn hlut, í erlendum gjald­eyri, auk áður­nefndra arð­greislna. Sam­kvæmt til­lögum fær ríkið 60 pró­sent af sölu­and­virði verði bank­inn seldur erlendum aðil­um, upp að 60 pró­sent af bók­færðu virði bank­ans.

Búist er við því að erlendir fjár­festar í Íslands­banka verði kynntir til leiks í næstu viku, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Við­ræður við nokkra hópa hafa staðið yfir um nokk­urra mán­aða skeið og þeir sem hafa sýnt mestan áhuga koma ann­ars vegar frá löndum við Persaflóa í Mið-Aust­ur­löndum og hins vegar frá Kína. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er um að ræða risa­stór fyr­ir­tæki sem eiga þegar hluti í alþjóð­legum bönk­um. Ein­hverjir hópanna rit­uðu undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á bank­anum í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Stein­unn Guð­bjarts­dótt­ir, for­maður slita­stjórnar Glitn­is.

Auglýsing

Veð­skulda­bréf ef kaup­endur eru inn­lendirFyrir liggur ramma­sam­komu­lag við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Inni­hald þess hefur verið birt opin­ber­lega á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Á meðal þess sem kemur fram í því sam­komu­lagi gagn­vart slita­búi Glitnis er að Íslands­banki verði seldur fyrir árs­lok 2016 ef mark­aðs­að­stæður verði ákjós­an­leg­ar.

Í sam­komu­lag­inu er einnig til­greint hvað íslenska ríkið fær í sinn hlut ef Íslands­banki, sem er í 95 pró­sent eigu Glitnis og fimm pró­sent eigu íslenska rík­is­ins, verður seldur til inn­lendra aðila og hversu mikið það fær ef erlendir aðilar kaupa hann.

Verði bank­inn seldur til inn­lendra aðila verður gefið út veð­skulda­bréf til rík­is­ins að and­virði 119 millj­arðar króna. Skulda­bréfið er till þriggja ára og ber 5,5 pró­sent vext­i. ­Ríkið fær  þriðj­ung þess sölu­hagn­aðar sem verður til á bil­inu 85 til 119 millj­arðar króna. Upp­hæðin hækkar síðan eftir því sem Íslands­banki selst fyrir meira fé.

Eigið fé Íslands­banka er í dag 181,5 millj­arðar króna. Það verður aftur á móti lækkað í 119 millj­arða áður en að sölu kem­ur, sam­kvæmt til­lögum kröfu­hafa. Um 38 millj­arðar verða greiddir í arð og rennur til rík­is­ins sem hluti af 58 millj­arða lausa­fjár­fram­lagi. Það er hluti af svoköll­uðu stöð­ug­leika­skil­yrði. Auk þess verða um 17 millj­arðar króna, í erlendum gjald­eyri, greiddir út í arð þannig að eigið fé verður sam­tals um 119 millj­arðar og eig­in­fjár­hlut­fall 23 pró­sent.

Áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt í Hörpu í gær. Áætlun stjórn­valda um losun hafta var kynnt í Hörpu í gær.

Ríkið fær 71,4 millj­arða ef bank­inn er seldur útlend­ingumVerði Íslands­banki hins vegar seldur til erlendra aðila mun „60 pró­sent sölu­and­virð­is­ins renna til stjórn­valda í erlendri mynt“. Í sam­komu­lag­inu segir þó að sú upp­hæð verði aldrei meira en sem nemur um 60 pró­sent „af bók­færðu virði bank­ans miðað við skráð gengi evru 5. júní 2015“. Þetta kemur fram á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Þessu til við­bótar renna áður­nefndar arð­greiðslur til rík­is­ins, rétt eins og ef bank­inn verður seldur inn­lendum aðil­um.

Til við­bótar er sér­stak­lega tekið fram stjórn­völd geti gert kröfu um „nánar til­greindar tak­mark­anir á ráð­stöf­un­ar­heim­ildum nýrra erlendra eig­enda Íslands­banka vegna áhrifa á greiðslu­jöfn­uð.“ Það þýðir á manna­máli að nýir erlendir eig­endur Íslands­banka geti ekki greitt sér út arð nema að þær greiðslur ógni ekki greiðslu­jöfn­uði.

Ath.

Fréttin hefur verið upp­færð og tölum um mögu­legan hagnað rík­is­ins á sölu til inn­lendra og erlendra aðila breytt frá upp­haf­legu frétt­inni. Hún­ ­byggði eft­ir­far­andi á eft­ir­far­andi máls­grein í frétt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um til­lögur kröfu­hafa föllnu bank­anna: "Verði Íslands­banki seldur til inn­lendra aðila skal skipta afkomu milli stjórn­valda og Glitnis með eft­ir­far­andi hætti: (i) afkoma á bil­inu umfram 85 til 119 millj­arðar skal rennur einn þriðji  til stjórn­valda, (ii) afkoma umfram 119 millj­arða allt að 136 millj­örðum rennur til helm­inga til stjórn­valda og (iii) afkoma umfram 136 millj­arðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórn­valda." Sú máls­grein er ekki að öllu leyti nákvæm og því hafa töl­urnar verið upp­færðar í sam­ráði við sér­fræð­inga. 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None