Stefnt að sölu Íslandsbanka til erlenda aðila í næstu viku

íslandsbanki-8.jpg
Auglýsing

Veð­skulda­bréf að and­virði 119 millj­arðar króna verður gefið út af Glitni til íslenskra stjórn­valda, verði 95% hlutur slita­bús­ins í Íslands­banka seldur inn­lendum aðil­um. Sölu­virði bank­ans myndi því renna til íslenskra stjórn­valda, yrði hann seldur inn­lendum aðilum fyrir þá fjár­hæð. Eigið fé bank­ans er í dag rúm­lega 180 millj­arðar krónar en það verður lækkað í um 119 millj­arða fyrir sölu hans. Lækk­unin verður gerð með um 37 millj­arða króna arð­greiðslu sem rennur til rík­is­ins. Arð­greiðslan er hluti af alls 58 millj­örðum króna sem Glitnir greiðir til rík­is­ins, sam­kvæmt til­lögum sem hluti kröfu­hafa Glitnis hafa lagt fyrir fram­kvæmda­hóp um losun hafta. Verði bank­inn hins vegar seldur til erlendra fjár­festa á sama verði mun íslenska ríkið fá tæp­lega 71,4 millj­arða króna í sinn hlut, í erlendum gjald­eyri, auk áður­nefndra arð­greislna. Sam­kvæmt til­lögum fær ríkið 60 pró­sent af sölu­and­virði verði bank­inn seldur erlendum aðil­um, upp að 60 pró­sent af bók­færðu virði bank­ans.

Búist er við því að erlendir fjár­festar í Íslands­banka verði kynntir til leiks í næstu viku, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Við­ræður við nokkra hópa hafa staðið yfir um nokk­urra mán­aða skeið og þeir sem hafa sýnt mestan áhuga koma ann­ars vegar frá löndum við Persaflóa í Mið-Aust­ur­löndum og hins vegar frá Kína. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er um að ræða risa­stór fyr­ir­tæki sem eiga þegar hluti í alþjóð­legum bönk­um. Ein­hverjir hópanna rit­uðu undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á bank­anum í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Stein­unn Guð­bjarts­dótt­ir, for­maður slita­stjórnar Glitn­is.

Auglýsing

Veð­skulda­bréf ef kaup­endur eru inn­lendirFyrir liggur ramma­sam­komu­lag við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Inni­hald þess hefur verið birt opin­ber­lega á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Á meðal þess sem kemur fram í því sam­komu­lagi gagn­vart slita­búi Glitnis er að Íslands­banki verði seldur fyrir árs­lok 2016 ef mark­aðs­að­stæður verði ákjós­an­leg­ar.

Í sam­komu­lag­inu er einnig til­greint hvað íslenska ríkið fær í sinn hlut ef Íslands­banki, sem er í 95 pró­sent eigu Glitnis og fimm pró­sent eigu íslenska rík­is­ins, verður seldur til inn­lendra aðila og hversu mikið það fær ef erlendir aðilar kaupa hann.

Verði bank­inn seldur til inn­lendra aðila verður gefið út veð­skulda­bréf til rík­is­ins að and­virði 119 millj­arðar króna. Skulda­bréfið er till þriggja ára og ber 5,5 pró­sent vext­i. ­Ríkið fær  þriðj­ung þess sölu­hagn­aðar sem verður til á bil­inu 85 til 119 millj­arðar króna. Upp­hæðin hækkar síðan eftir því sem Íslands­banki selst fyrir meira fé.

Eigið fé Íslands­banka er í dag 181,5 millj­arðar króna. Það verður aftur á móti lækkað í 119 millj­arða áður en að sölu kem­ur, sam­kvæmt til­lögum kröfu­hafa. Um 38 millj­arðar verða greiddir í arð og rennur til rík­is­ins sem hluti af 58 millj­arða lausa­fjár­fram­lagi. Það er hluti af svoköll­uðu stöð­ug­leika­skil­yrði. Auk þess verða um 17 millj­arðar króna, í erlendum gjald­eyri, greiddir út í arð þannig að eigið fé verður sam­tals um 119 millj­arðar og eig­in­fjár­hlut­fall 23 pró­sent.

Áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt í Hörpu í gær. Áætlun stjórn­valda um losun hafta var kynnt í Hörpu í gær.

Ríkið fær 71,4 millj­arða ef bank­inn er seldur útlend­ingumVerði Íslands­banki hins vegar seldur til erlendra aðila mun „60 pró­sent sölu­and­virð­is­ins renna til stjórn­valda í erlendri mynt“. Í sam­komu­lag­inu segir þó að sú upp­hæð verði aldrei meira en sem nemur um 60 pró­sent „af bók­færðu virði bank­ans miðað við skráð gengi evru 5. júní 2015“. Þetta kemur fram á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Þessu til við­bótar renna áður­nefndar arð­greiðslur til rík­is­ins, rétt eins og ef bank­inn verður seldur inn­lendum aðil­um.

Til við­bótar er sér­stak­lega tekið fram stjórn­völd geti gert kröfu um „nánar til­greindar tak­mark­anir á ráð­stöf­un­ar­heim­ildum nýrra erlendra eig­enda Íslands­banka vegna áhrifa á greiðslu­jöfn­uð.“ Það þýðir á manna­máli að nýir erlendir eig­endur Íslands­banka geti ekki greitt sér út arð nema að þær greiðslur ógni ekki greiðslu­jöfn­uði.

Ath.

Fréttin hefur verið upp­færð og tölum um mögu­legan hagnað rík­is­ins á sölu til inn­lendra og erlendra aðila breytt frá upp­haf­legu frétt­inni. Hún­ ­byggði eft­ir­far­andi á eft­ir­far­andi máls­grein í frétt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um til­lögur kröfu­hafa föllnu bank­anna: "Verði Íslands­banki seldur til inn­lendra aðila skal skipta afkomu milli stjórn­valda og Glitnis með eft­ir­far­andi hætti: (i) afkoma á bil­inu umfram 85 til 119 millj­arðar skal rennur einn þriðji  til stjórn­valda, (ii) afkoma umfram 119 millj­arða allt að 136 millj­örðum rennur til helm­inga til stjórn­valda og (iii) afkoma umfram 136 millj­arðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórn­valda." Sú máls­grein er ekki að öllu leyti nákvæm og því hafa töl­urnar verið upp­færðar í sam­ráði við sér­fræð­inga. 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None